Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 1
20 sföur 43. árgangur 29G. tbl. — MiðvikudagHr 12. desember 1956 Prentsmiðja Morgunblaðsin* ______ _______________ . . ______•_ . . - Nœr aSger vinnustöBvun í UngverjaBandi Leppsljórnin málllaus - Via er enn barizl 120 þús. fallnir - 300 þús. særðir Búdapest, Vín, Belgrad, 11. des. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter og NTB. VERKAMENN hvarvetna í Ungverjalandi höfðu að engu tilmæli leppstjórnar Kadars um að hætta við 48 tíma altsherjarverkfall, sem verkamannaráðið í Búdapest hafði boðað til, en ráðið hefur nú verið lýst ólöglegt. 1 dag varð vinnustöðvun um allt landið, í flestum stórborgum komu engir verkamenn til vinnu, en annars staðar aðeins örfáir. í Búdapcst var alger lömun, flestar búðir lokaðar og samgöngukerfið að mestu óvirkt. Farnar voru mótmælagöngur gegn gerðum Stjórnarinn- ar, en ekki kom til bardaga. Rússneskir hermenn og ungverska öryggislögreglan skaut bara upp í loftið tii að dreifa mannfjöldanum. Útvarpið í Belgrad skýrði frá bardögum í suðurhluta Ungverja- lands, þar sem námumenn börðust með léttvæpni við rússneska herinn og ungversku öryggislögregl- una. Einnig er greint frá ólgu í mið- og vesturhluta Iandsins. Fresturinn, sem Kadar-stjórnin gaf Ung- verjum til að framselja öll vopn sín, var útrunninn kl. 6 e. h. í dag samkv. brezkum tíma. Finnist vopn í fórum almennra borgara eftir þann tíma, verða sett herlög í landinu. ÖIl mál, sem talizt geta snert öryggi landsins, verða fengin í hendur herréttum, sem geta ekki kveðið upp aðra dóma en dauðadóma. Rússneskir skriðdrekar og brynvagnar óku um götur Búda- pest allan daginn, en þeir gerðu sér lítið far um að dreifa hópum mánna, sem höfðu safnazt saman á götuhornum víða í borginni. 80 DREPNIR í>ær tvær borgir, sem ekki hafa haft neitt af verkfallinu að segja, eru Salgatarjan í norðanverðu landinu nálægt tékknesku landa- mærunum og Zalaegerszeg í suð- vestanverðu landinu nálægt júgó- slavnesku landamærunum. í Sal- gatarjan voru 80 manns drepnir á laugardaginn, þegar ungverska lögreglan réðst á kröfugöngu námumanna og verksmiðjufól' sem hafði tekið sér stöðu fyri-r framan lögreglustöðina og heimt- að, að tveir leiðtogar námu- manna, sem höfðu verið fang- elsaðir, væru látnir lausir. Sjón- arvottar skýrðu svo frá, að rúss- neskir hermenn hefðu staðið á- lengdar og fylgzt með öllu, sem gerðist, en þeir létu lögregluna um að skjóta niður fólkið. Útvarpið í Búdapest hefur ítrekað tilmæli sín og hótanir Enn ólgar und- ir í Póllandi til verkamanna, en þeir hafa engan bilbug látið á sér finna. í morgun tilkynnti útvarpið, að í einni stærstu verksmiðju borgarinnar væri unnið eins og venjulega, enda þótt nokkrir óróaseggir hefðu reynt að stöðva vinnu þar. — Erlendir fréttamenn, sem óku hjá þessari verksmiðju í dag, sáu hins vegar engin merki þess, að þar væri unnið. Samkvæmt áreiðanlegum heim Ráðherrafundur IMATO: Rússar reyna að grafa undan Vestúrlöndum RÁÐHERRAFUNDUR Atlants- hafsríkjanna hófst í París í dag, og var utanríkisráðherra ítala, Martino, í forsæti. Sagði hann í setningarræðu sinni, að Rússar væru að seilast til valda fyrir botni Miðjarðarliafs í þeim til- gangi að koma Atlantshafsríkj- unum í opna skjöldu. Þeir hefðu ekki aðeins að markmiði að veikja hernaðarmátt NATO-ríkj- anna, heldur reyndu þeir líka að grafa undan efnahagskerfi þeirra með því að fá Súez skurðinum lokað og koma í veg fyrir olíu- flutninga. Ráðherrafundurinn hélt síðan áfram fyrir luktum dyrum, en formælandi ráðsins skýrði frá því, að Lloyd og Pineau hefðu skýrt íhlutun Breta og Frakka við Súez-skurðinn, og hefði mál- flutningur þeirra verið mjög á sama veg og á þjóðþingum þeirra. Pineau lagði ennfremur áherzlu á, að gera þyrfti nánari grein fyrir því í Atlantshafssáttmál- anum, í hvaða málum meðlima- ríkin ættu að hafa samráð við Atlantshafsbandalagið. Lange, utanríkisráðherra Norð- manna, hóf umræðurnar um al- þjóðaástandið og gerði þá m. a. samanburð á viðbrögðum Bréta og Frakka annars vegar og Rússa hins vegar við ályktunum Sam- einuðu þjóðanna um Egyptaland og Ungverjaland. Hinir fyrri hlýddu, en Rússar hafa virt all- ar samþykktir S. Þ. að vettugi. ildum frá Búdapest í kvöld er Ferenc Nador, ofursti, kominn til borgarinnar. Nador leitaði hælis í júgóslavneska sendiráðinu í Búdapest ásamt Nagy fyrrv. for- sætisráðherra og var fluttur með honum til Rúmeníu. Sömu heim- Framh. á bls. 2. Tir •®n O • 'iilas tyrir .. úíI aftur Belgrad 11. des. (Reuter). DJILAS, fyrrverandi vara-for- sætisráðherra Júgóslavíu, sem var fangelsaður og ákærður fyrir Djilas var of berorður. að breiða út fjandsamlegan áróð- ur um land sitt á erlendum vett- vangi, verður dreginn fyrir rétt á morgun, samkv. fregn frá júgó- slavnesku fréttastofunni Tanjug. Djilas var handtekinn 19. nóv. s.l., þar sem hann var talinn hafa birt grein í erlendu blaði, sem „brenglar staðreyndunum og gef- ur rangar upplýsingar um utan- ríkisstefnu og innra skipulag Júgóslavíu. Þannig hefur hann ýtt undir rógsherferðina, sem nú er farin gegn Júgóslavíu.“ Þetta er í annað sinn, sem Djilas er dreginn fyrir rétt á þessum sömu forsendum. Hann fékk 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi í janúar í fyrra fyrir að hafa gagnrýnt leiðtoga landsins — og þó einkum eiginkonur þeirra — í viðtali við I bandarískt blað. Þrálátar fregnir frá Waskington um „efnahagsieg htunnindi" í sambandi v/ð varnarsamninga MÖRG hin stærstu'blöð Evrópu birta þær fréttir frá Was- hington, meðal annars frá sérstökum Washington-frétta- riturum sínum, að samtímis gerð hins nýja hervarnarsamn- ings, hafi Bandaríkin fallizt á að veita íslandi efnahagsleg hlunnindi eða aðstoð. Vínarborg, Varsjá, 11. des. Einkask. til Mbl. — Reuter í gærkvöldi voru allmargir menn handteknir í pólsku borg- inni Stettin í sambandi við mót- mælagöngu, sem hafði komið af stað truflun á umferðinni. Mann- fjöldinn hafði ráðizt á öryggis- lögregluna, brotið rúður í sprnv vögnum, og í rússnesku ræðis- mannsskrifstofunni. Einnig á mannfjöldinn að hafa reynt að komast inn í skrifstofuna. Pólska utanríkisráðuneytið heftur beðizt afsökunar á þessu og lofað að borga allar skemmdir. — Einnig hefur það fullviss- að ræðismanninn um, að þeir tem beri ábyrgð á óeirðun- um, fái verðskuldaða refsingu. i Stettin er frá því skýrt, að óeirð- irnar hafi brotizt út, þegar lög- reglan ætlaði að handtaka drukk lnn mann. Þá þustu að menn og Ieystu hann úr haldi, en lömdu á lögreghinni. Mannfjöldinn jókst og fleiri lögreglumenn komu á staðinn, en fengu sömu útreið. Svo var haldið til rússn- eska ræðismannsins, og þegar allar inngöngudyr voru lokaðar, voru rúðurnar brotnar. Eitt þessara blaða, norska blaðið Aftenposten, birtir t.d. þá fregn frá Washington eftir Associated Press og Reuter, að meðal kunnugra manna þar í borg sé sagt, að Banda- ríkin og Island muni í náinni framtíð gefa út sameiginlega tilkynningu, þar sem lögð sé áherzla á hina góðu sambúð milli þessara landa. Það fylgir með, að Banda- ríkin verði þó að veita sér- stök efnahagsleg hlunnindi (ökonomiske innrömmelser) til þess að bandarískt herlið fái að vera áfram á Islandi. Samkvæmt sömu heimild- um hafa Bandaríkin tjáð sig fús til að fela íslendingum ákveðin tæknileg störf, eftir því sem þeir fá tæknilega þjálfun til að gegna störfun- um. í fregn þessari, sem birtist eftir að hinir nýju hervarnar- samningar höfðu verið til- kynntir, segir, að líklegt sé nú að Bandaríkjamenn haldi áfram framkvæmdum á Kefla víkurflugvelli, en fram- Framh. á bls 2 Ungversbn nelndin gekk út New York, 11. des.—Reuter. IMRE HORVATH, aðalfulltrúi Ungverja á Allsherjarþingi S. Þ„ gekk af fundi í dag ásamt ailri ungversku sendinefndinni, þegar umræðurnar um atburðina í Ung- verjalandi hófust að nýju. Áður en hópurinn fór úr salnum, héit Horvath tölu, þar sem hann lýsti yfir því, að vegna móðgana og árása, sem Kadar-stjórnin hefði orðið fyrir í umræðunum, sæi hann sér ekki fært að taka bátt í þeim áfram. Þegar fréttamenn spurðu hann, hvort sendinefndin mundi taka þátt í umræðum um önnur málefni, svaraði hann því til, að hann hefði engu við fyrrl yfirlýsingu sína að bæta. Hann kvaðst mundu fara frá New York til Búdapest á morgun, enda þótt hann hefði boðið öðrum fulltrúum og fréttamönnum til kokteilhófs annað kvöld. Rússnesku sundmennirnir gengu berserks- gung FRÉTTARITARI „Svenska Dagbladet“ á Olympíuleikun- um í Melbourne segir frá hin- um sögulega bardaga, sem átti sér stað milli Rússa og Ung- verja, þegar þeir kepptu i sundknattleik. Segir hann, að framkoma Kússanna hafj ver- ið langmcsta hneyksli í sögu Olympíuleikanna. — Nokkrir Rússanna sýndu sérstakan ruddaskap í leik sinum og gerðu greinilegar tilraunir til að meiða mótleikendur sina. Versti berserkurinn var númer 4, Breous, sem lék lífshættu- iega og reyndi á siðustu mín. leiksins að klóra augað úr ungverska framverðinu Zador. Vatnið litaðist blóði, þegar Zador synti að sundlaugar- barminum. Áhorfendur urðu viti sinu fjær af reiði og streymdu frá sætum sinum niður að lauginni með stcytta hnefana. Þegar Zador var hjálpað upp úr lauginni, reyndi annar Rússanna, Mark- arov, númer 7, sem hafði fri upphafi leitt berseksgang tél- aga sinna, að lemja ungversk- an leikmann, sem hann hafði fylgzt með allan leikinn. Ung- verjinn synti burt, þegar hann sá hvað verða vildi, en félagar hans syntu í veg fyrir Rúss- ann. Þessir atburðir gerðust á sið- ustu sekúndu leiksins, en slags málin héldu áfram inni í bað- inu, áður en þjálfarar og aðr- ir starfsmenn skárust í leik- inn. Þegar fyrir kappleikinn voru Rússarnir æstir, m. a. vegna þess að þeir voru á móti sænska dómaranum, Zucker- man. Þeir beittu fantabrögðum og fúlmennsku allan leikinn, en Ungverjarnir gættu stiliing ar, enda „áttu þeir leikinn".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.