Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 13
Miðvíkudagur 12. des. 1956 MORGUNBLAÐIl U Á blaðamannafundinum í gær, þar sem sagt var frá útgáfu doktors- ritgerðar Kristjáns Eldjárns „Kuml og haugfé“. Við borðið sjást Pteingrímur J. Þorsteinsson forseti heimspekideildar Háskólans og Þorkell Jóhannesson rektor Háskólans. Lengst til hægri er Kristján Eldjárn. athyglisverður. Hann getur þess m.a. að hross hafi fundizt í 79 kumlum. Oftast liggur hesturinn til fóta manninum. Leifar af hundum hafa fundizt í 19 kuml- um. Af munum má nefna beizli, söðla, klæði, sverð, sem hafa fundizt í 14 kumlum, örvar skjald arbólur, brýni, nælur, prjónar og fjölda margt annað. Er kaflinn um þetta jafnframt yfirlit yfir forngripi frá söguöld. Að lokum er í bók Kristjáns kafli um norr. stílþróun á sögu- öld. Er sama um þennan kafla að segja og aðra í bókinni ,að hann sameinar fræðilega nákvæmni og skemmtilegan frásagnarhátt, enda er bókin við það miðuð að vera bæði heimildarrit fornleifafræð- inga og skemmtileg aflestraj fyrir almenna lesendur. Bókin er gefin út af Norðra, prentuð í prentverki Odds Björns sonar. Hún er 460 bls. með ýtar- legri heimildarskrá og með nær 200 myndum. „Vorveður" irmn yfir 20. nov. Fréttabréf at Fljótdalshéra&i Héraði 3. desember: — Síðastliðinn nóvember var ein- muna hlýr og góður nema síðustu Jélakorfin gela bjálpað bágstðddurn KVENSTÚDENTAFÉL. fslands hefur nú eins og að -undanförnu tekið að sér sölu jólakorta Barna hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), og er það í fjórða sinn sem félagið annast sölu þessara korta. Mjög margir kaupa nú orð- ið þessi kort til þess að senda vin um sínum á jólunum, og má geta þess, að á síðastliðnu ári var ís- land annað í röðinni af löndum heims um sölu korta miðað við fólksfjölda. Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna, sem hefur starfað síðan 1946, eru víðtækustu alþjóðasam- tök, sem vinna að aukinni heil- brigði og bættum kjörum mæðra og barna. Sjóðum Barnahjálpar- innar er varið til sjúkrahjálpar, bólusetninga gegn farsóttum og kaupa á matvælum, t. d. mjólk, til barna og mæðra, sem líða af næringarskorti. Barnahjálpin hefur þegar hjálp að milljónatugum barna og færir stöðugt út verksvið sitt og nær á hverju ári til fleiri og fleiri barna, en mæður og börn, sem hefur verið hjálpað, hafa af því varanlegt gagn. Ein aðalfjáröflunarleið stofn- unarinnar er sala korta, og er leitað til almennings með því að hvetja fólk til þess að kaupa þau. Á síðari árum hafa íslend- ingar ekki lagt annað til þessarar starfsemi heldur en það, sem sala jólakorta þeirra, sem Kvenstúd- entafélag íslands hefur á boð- stólum, gefur af sér. Ættu allir að hafa það í huga, er þeir kaupa kort til þess að senda vinum sín- um nú um jólin. Kortin eru teiknuð af ágætum listamönnum og eru mjög falleg. Þau fást bæði eitt og eitt og einn- ig í smekklegum kössum með 10 stykkjum, og fylgja þeim vönduð umslög. Kortin eru til sölu í bóka verzlunum og hjá Kvenstúdenta- félagi íslands. Munið, að með þvi að kaupa 10 kort hafið þér veitt 20 börnum mjólk daglega í eina viku eða séð fyrir því, að 25 börn hljóti vörn gegn berklum. dagarnir. Á morgnana var oft 8—10 stiga hiti þegar út var kom- ið, en fór oft upp í 12—15 stig síðdegis. Þetta var hreinasta vor- veður, sunnan og suðvestan blær og úrkomulítið á ytra Héraði, en rigndi stundum hið efra. Síðan 24. nóv. hefir verið mjög storma- samt af vestri og norðvestri með talsverðum kulda og éljagangi stundum. Snjór er þó mjög lítill, en þeli talsverður kominn í jörð. SKEMMDIR f OFVIÐRI Þann 24. nóv. var hér ofsa- stormur. Urðu þá víða skemmdir á húsum. Járn og torf fauk af húsum. Sums staðar fóru þök af hlöðum með öllu, og ónýttist að miklu leyti bæði timbur og járn. Fénaður gengur enn úti, en flest- ir munu hafa tekið lömb í hús nú um mánaðamótin. LOKIÐ VIÐ STÖPLA LAGARFLJÓTSBRÚAR Þorvaldur Guðjónsson brúar- smiður af Akureyri hefir verið hér við Lagarfljótsbrúna seinni- hluta sumars og í allt haust til þessa. Er nú lokið við að steypa alla stöpla undir brúna, í stað tré- stöplanna, sem hún var byggð á fyrir rúmum 50 árum. Þeir voru mjög teknir að fúna. Sömuleiðis voru steyptir landstöplar báðum megin. Eftir er svo að leggja nýja járnbita milli stöplanna, og breikka pallinn til muna. Það var mikil heppni hvað fljótið var örlítið mestallan þennan tíma. Þó óx það talsvert tvívegis í nóv. vegna sunnan-rigningar, sem að vísu tafði verkið lítils háttar. Þarna hafa þó nokkuð margir úr nágrenninu fengið atvinnu, sem er fátítt fyrirbrigði um þennan tíma árs. Akureyringarnir fóru heim með farangur sinn á vöru- bílum í fyrradag eða gær. Mun það einsdæmi að svo snjólaust sé á þeirri leið í des. UNNID VIÐ GRÍMSÁR- VIRKJUN Að Grímsárvirkjun er unnið jafnt og þétt. Mun það verk ganga eftir áætlun. Þar hafa ýmsir fengið atvinnu úr Héraðinu í sum ar og haust. Er atvinnu þar og við brúna nýnæ.ni hér um slóðir, sem má að miklu gagni koma ef skynsamlega er á haidið. — G. H. IMýjar jólavörur komnar Kristjúnsson hf. Borgartúni Kvenbomsur Hinar marg eftirspurðu kvenbomsur fyrir lágan og háan hæl. komnar aftur ían Laugavegi 1 ALGLVSIISIG um umferð ■ Reykjavik Samkvæmt heimild í 41. gr. lögreglusamþykktar Reykja- víkur hefir verið ákveðið að setja efitrfarandi takmark- anir á umferð hér í bænum á tímabilinu 12.—24. desem- ber 1956: 1. Umferð vöruflutningabifreiða, sem eru yfir ein smálest að burðarmagni, og stórra fólksflutningabifreiða, 10 far- þega og þar yfir, annarra en strætisvagna, er bönnuð á eftirtöldum götum: Laugavegi frá Höfðatúni, Bankastræti, Austurstræti, Aðalstræti og Skólavörðustíg fyrir neðan Óðinsgötu. Ennfremur er ökukennsla bönnuð á sömu götum. Bannið gildir frá 12.—24. desember, kl. 13—18 alla daga, nema laugardaginn 15. desember til kl. 22,30 og laugardaginn 22. desember til kl. 24. 2. Sinstefnuakstur á Lindargötu milli Klapparstígs og Frakkastígs frá vestri til austurs. 3. Bifreiðastöður eru bannaðar á eftirtöldum götum: Ægisgötu milli Tryggvagötu og Ránargötu, Vestur- götu frá Ægisgötu að Norðurstíg, Garðastræti milli Tún- götu og Vesturgötu, Naustunum milli Tryggvagötu og Geirsgötu, Pósthússtræti, Templarasundi, Ingólfsstræti milli Amtmannsstíg og Hallveigarstígs, Klapparstig milli Grettisgötu og Njálsgötu, Bergstaðastræti milli Skólavörðustígs og Hallveigarstígs, Skólavörðustíg frá Bankastræti að Bergstaðastræti, Njálsgötu frá Klappar- stíg að Vitastíg norðan megin götunnar, Barónsstig milli Hverfisgötu og Njálsgötu vestan megin götunnar, Vatnsstíg milli Hverfisgötu og Laugavegs og Lindargötu frá Ingólfsstræti að Klapparstíg norðan megin götunnar. 4. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti, Aðalstræti og Hafnarstræti laugardaginn 15. desember kl. 20—22,30 og laugardaginn 22. desember kl. 20—24. Þeim tilmælum hefir verið beint til forráðamanna verzl- ana, að þeir hlutist til um, að vöruafgreiðsla í verzlanir og geymslur við Laugaveg, Bankastræti, Skólavörðustíg, Austurstræti, Aðalstræti og aðrar miklar umferðagötur fari fram fyrir hádegi eða eftir lokunartíma á áðurgreindu tímabili frá 12.—24. desember n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 10. desember 1956. Sigurjón Sigurðsson. MORGUNN tímarit um andleg mál, gefið út af Sálarrannsóknafélagi Islands * Ritstjóri sr. Jón Auðuns, dómprófastur. Síðara hefti þessa árgangs er nýkomið út MORGUNN hefir nú komið út í 37 ár samfleytt, og hefir á þeim tíma flutt þjóðinni mikla fræðslu um andleg mál, fyrst og fremst um rannsóknir dularfullra fyrirbrigða, og margs konar frásagnir um dulræn efni. Af efni þessa árgangs (1956) má nefna: Vitrana- nunnan frá Avila, eftir sr. Jón Auðuns. — Brot úr sál- rænni reynslu minni, eftir frú Katrínu Smára. — Máttur kærleikans, eftir Arngrím Fr. Bjarnason. — Margrét Tómasdóttir og Florence Marryat, eftir Kr. Linnet. — Kirkjurnar og sálarrannsóknirnar, eftir Mathews dómprófast. — Úr reynslu minni, eftir skozka miðilinn, frú Jean Thompson, er hingað kom í sumar. — Þjáningar saklausra, eftir sr. Jón Auðuns. — Um miðilsstarfsemi, eftir Snæbjörn Jónsson. — Tvær frá- sagnir, eftir Guðm. Stefánsson. — Kenningar and- anna, eftir W. Stainton Moses. — Dáleiðsla - endur- holdgun, sr. Jón Auðuns tók saman, og fjölmargar frásagnir og smágreinar um dularfull fyrirbrigði og fréttir úr erlendum blöðum, sem láta sálarrannsókna- málið til sín taka. Þeir sem vilja gerast fastir áskrifendur „Morguns“ frá ársbyrjun 1957, er gefinn kostur á að fá þennan seinasta ár- gang tímaritsins ókeypis eftir því sem birgðir endast, um leið og þeir greiða áskriftargjaldið, sem er 35 kr. á ári (tvö hefti samtals 160 bls.) til afgreiðslumanns „Morguns", Stefáns Stefánssonar í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík, sími 3135. Væntanlegir áskrifendur sem búsettir eru úti á landi, eru beðnir að senda áslcriftarbeiðnir sinar í pósthólf 856, Reykjavík, og láta andvirðið fylgja með pönt- un sinni. Sálarrannsóknafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.