Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 12
M0RCU1\BLAF>1Ð Miðvikudagur 12. d«e. 1956 IMú er þrautin leyst Bezta jólagjöfin handa konunni er: Helena Rubinstein Gjafakassi yfir 20 tegundir. MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 Laugavegi 100 Hafnarstræti 5 Merkiletft rit Kristjáns Eidjárns Kutni otf hauffié ” komiÖ út f7á ð/"RISTJÁN ELDJÁRN, þjóðminjavörður hefur allt frá árinu 1941 lagt sérstaka stund á að safna saman fróðleik um þau ku*nl úr heiðnum sið, sem fundizt hafa hér á landi. Árangur þessara fræðistarfa kom í ljós á fundi, sem Kristján og forstöðu- menn bókaútgáfunnar Norðrít áttu með fréttamönnum í gær. Skýrðu þeir þar frá útkomu merkilegrar bókar, er ber titilinn „Kuml og haugfé“. Hefur hún inni að halda geysimikinn fróð- leik um íslenzka forngripi og rannsóknir og hugleiðingar Kristjáns á fornum greftrunarsiðum o. fl. Viðstaddir á blaðamannafundinum voru nokkrir prófess- orar við Háskóla íslands. En dómnefnd Háskólans, sem í áttu saeti prófessorarnir Jón Jóhannesson, Einar Ólafur Sveinsson og dr. Jan Fetersen safnstjóri í Stafangri, hafa kjörið bókina hæfa sem doktorsritgerð. Mun doktorsvörn fara.fram í Háskólanum um miðjan janúar. frá þessu kumli í bókinni. En stærsti kumlfundur á ís- landi mun hafa verið við Dalvík 1908. Fannst þar kumlateigur við túnræktarrask og rannsökuðu þeir Daniel Bruun og Finnur Jónsson kumlin. Þau teljast hafa verið 14 og fannst það síðasta 1942. Nokkuð var af munum í þeim. Leifar af skipum eða bát- um voru í þeim og bæði hundar og hestar hafa verið heygðir hjá húsbændum sínum. Er frásögn af þessu kumli sem og mörgum mjög fróðleg og skemmtileg af- lestrar. Bókin hefst á stuttum kafla um fornminjar á fslandi, sem hugs- anlegt er að séu frá því fyrir íslands byggð. Eru það hinir rómversku peningar er fundust á Austurlandi, sem kunnugt er. HIB MERKILEGA KDMLATAL Meginkafli bókarinnar er Kumlatal á íslandi. En fundar- staðir eru 123 og hafa ný kuml enn verið að finnast á síðustu árum. T.d. gat Kristján Eldjárn þess, að á þessu ári hefðu fund- izt þrjú kuml fornmanna, sem ekki hefði verið hægt að taka með. í þessu kumlatali eru geysi- miklar upplýsingar um fornleifa- fundi. Fylgja ljósmyndir af fund- arstöðum og forngripum og fjöldi uppdrátta. MERKILEGUSTU FUNDIRNIR Kumlfundir eru mjög mis- jafnir. Sumstaðar eru kumlin mörg saman, sumstaðar hefur mikið af munum fylgt hinum Xátna í jörðina, en annarsstað- ar er lítið annað en beinin. Meðal merkilegustu kuml- funda má nefna Kaldárhöfða- kuml í Grímsnesi. Það fannst 1937 við það að vatn hækkaði í Úlfljótsvatni eftir byggingu Ljósafossstöðvar. í því var mesti fjöldi gripa. Má ætla að það hafi verið haugfé tveggja manna. Þetta kuml var merkilegt m.a. fyrir það að mennirnir voru heygðir í bát og fundust 80—90 rær úr járni og naglabrot í þvi. Er að sjálfsögðu skýrt ýtarlega fundarstaða væri mjög misjafn eftir héruðum. Flestir fundar- staðir væru í Rangárvalla- sýslu, en fæsíir eru í Yestfirð- ingaf jórðungi. Þetta taldi hann þó tilviljun eina. Yegna upp- blásturs í Rangárvallasýslu hefðu kumlin komíö fremur í ljós þar. Næst á eftir Rangár- vallasýslu um fjölda fundar- staða er Eyjafjarðarsýsla, en þar eru kumlin fleiri, vegna þess m.a. hve mörg voru á ein- um fundarstað við Dalvík. ATHUGANIR Á GREFTRUNAR SIÐUM Að loknu Kumlatali skýrir höfundur frá rannsóknum sínum í sambandi við þessar fornleifar. Einn kaflinn fjallar um umbún- að kumla. Fyrst segir hann frá því hvernig kuml komi fram. Þar er uppblásturinn stórvirkastur eða um 40%. Aðallega er þetta á Suður- og Austurlandi. Aðeins 6 lsuml hafa komið í ljós af náttúru völdum öðrum en uppblæstri. En meðan kuml komu einkum í ljós á Suðurlandi af uppblæstri, var það vegagerðin sem fjölgaði fund arstöðum á Norðurlandi. Hafa Uppdráttur af kumlinu sem fannst í landi Kaldárhöfða 1937. I þvl fannst sverð, spjót, örvaroddar, öxi, beltishringja, tveir jaspis-molar, skjaldarbóla, önguil og mikið aí járnsaumi úr báti o. fl. FLEST FUNDIN f RANGÁRVALLASÝSLU Kristján Eldjárn svaraði nokkrum spurningum blaða- manna. Hann sagði m.a. að ekki væri vitað um nöfn neinna þeirra manna, frá forn- öld, sem fundizt hafa heygðir. Einnig gat hann þess að f jöldi HEKLL'- FRAKKIM með loðfeldi er nýjasta kuldaflíkin ^ II KIRKJUSTRÆTI vegagerðarmenn fundið kuml- staði á 28 stöðum eða 22%. Við túnrækt hafa fundizt 10 og við húsbyggingar 10. Kristján ritar ýtarlega um stað- setningu kumla. Þau voru ekki valin af handahófi, en sú hug- mynd sem kemur fram í sögum að menn hafi viljað láta heygja sig þar sem víðsýni er og jafnvel uppi á fjöllum stenzt ekki, held- ur fremur í dældum og nálægt bæjum. ENGIN LÍKBRENNSLA Á ÍSLANDI Það er athyglisvert, að hér á íslandi hafa engin bruna- kuml fundizt. f þessu sam- bandi má geta þess að lík- brennsla var mjög fátíð í Dan- mörku á víkingaöld, nokkru tíðari í Noregi. í Svíþjóð var líkbrennsla hins vegar mikið algengari en greftrun. HVAB VAR LAGT f HAUGANA? Langur kafli í bók Kristjáns Eldjárns fjallar um haugfé, það er muni þá eða dýr sem hafa verið lögð í hauga. Er þessi kafli „KattarauguM handa öllum skólahörnum LÖGREGLU ST J ÓRl sagði fri því á fundi með blaðamönnum í gær, að örugg reynsla væri feng- in fyrir ágæti hinna sjálflýsandi „kattaraugna", sem fjöldi barna hefur nælt í yfirhöfn sína. Sagði hann, að til stæði að dreifa bráð- lega slíkum merkjum meðal allra skólabarna í bænum. Eins væri um það rætt nú, að ekki aðeins börn fengju þau, heldur full- orðnir líka og þá helzt eldra fólk. Því væri mikil nauðsyn á slíkum 1 merkjum. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.