Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 16
1« M Ol* n T’nnrr r Mi?'* ^ Iðfif GULA I‘* i i * » | kerhes'giB ' * * , eftir MARY ROBERTS RINEHART |» — m—m —— ■ — —m. ■ - ■ ~ Pramhaldssagan 3 einhvern veginn alltof víðáttu- mikið. Og ekkert gat hún skilið í Elinor. Hvað sem um hana mátti annars segja, var hún vön að vera til staðar á umtöluðum tíma. Það var ekki annað en grein í trúar- játningu hennar sem samkvæmis- konu. En frú Spencer var sár- gröm. — Maður lærir þá að minnsta kosti að gera ekki of miklar kröf- ur til barnanna sinna, sagði hún. — Annars kem ég hingað nú ekki svo oft, að.... .— O, hún skilar sér, sagði Carol friðstillandi. — Þú veizt hún ger- ir það alltaf. En það leið langur tími, áður en Elinor skilaði sér, ef það er þá rétta orðið. Hún var sem sé í húsinu allan tímann, en næstum kiukkustund var liðin áður en þær fengu að sjá hana. Og þegar hún svo loks kom, var sýnilega eitthvað öðru vísi en það átti að vera. Ekki þó svo að skilja, að Elinor reyndi ekki að láta sem ekkert væri. __ Fyrirgefið þið, elskumar, sagði hún. — Hér var einhver voðamaður í sambandi við myrkv unina. Hafið þið fengið nokkuð að borða? __ Já, við fengum sent upp á bakka, svaraði móðir hennar. — Idér finnst nú annars, Elinor.... En Elinor var alls ekki að hiusta á hana. Hún leit kringum sig í skrautlegu íbúðinni, síðan IJTVARPIÐ Miðvikudagur 12. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,30 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvinsson). 18,45 Öperulög. 19,10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Grimur Helgason kand. mag.). 20,35 Lestur fomrita: Grettis saga; V. (Einar ól. Sveinsson prófessor). 21,00 Islenzkir einleik arar; III. þáttur. Bjöm ólafsson fiðluleikari. Við píanóið: Fritz Weisshappel. 21,45 Hæstaréttar- mál (Hákon Guðmundsson hæsta- réttarritari). 22,00 Fréttir og veð urfregnir. — Kvæði kvöldsins. — 22,10 Lögin okkar“. — Högni Torfason fréttamaður fer með hljóðnemann í óskalagaleit. 23,10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 13. desemher: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18,30 Framburðarkennsla í dönsku, ensku og esperantó. — 19,00 Harmonikulög. 19,10 Þing- reif hún af sér hattinn og renndi fingrunum gegnum ljósa hárið. Carol horfði á hana og furðaði sig á því, hvernig hún hefði varð- veitt fegurð sína. Þrjátíu og tveggja ára, að minnsta kosti, og hún sýndist yngri en Carol sjálf. Eða gerði hún það nú annars? Það var varla vafi á þvi, að Elinor var þreytt og í slæmu skapi og jafnvel — væri slíkt hugsanlegt — hrædd í þokkabót. — Ég vona, að það fari vel um ykkur, sagði hún. En svona er ég heppin eða hitt þó heldur; ég þarf að fara til New York á morgun. Og það í þessum hita. Er það ekki alveg hræðilegt? Frú Spencer glápti á hana. — Mér f innst nú, Elinor min, .. byrjaði hún aftur. — Ég skil það, elskan. Þetta er aldeilis hræðilegt, en ég verð að fara, engu að síður. Við höfum kvöldboð í næstu viku, og ég verð að máta kjól á laugardag. Ég varð að fá hann .. ég átti ekki nokkra tusku til að vera í. Carol gat ekki annað en bros- að með sjálfri sér, er hún minnt- ist fataherbergisins, sem var fullt af skápum og skáparnir fullir af kjólum. — Og hvar ætlarðu að gista? spurði hún. — fbúðin ykkar er lokuð og Howard í klúbbnum sínum. — O, ég fæ einhvers staðar inni. Frú Spencer var þögul og móðg uð. Og Elinor leit ekki á hana. Yfirleitt leit hún ekki á neitt eða neinn. ---- Ó, ég er með höfuðverk, sagði hún. Þykir ykkur verra ef ég legg mig svolitla stund? Þið látið eins og þið séuð heima hjá ykkur á meðan. — Já, hvað vildirðu helzt láta okkur gera? spurði Carol. — Ég get vitanlega hringað mig eln- hvers staðar upp með bók, en hvað á mamma að taka sér fyrir hendur, á meðan. En aftur fann hún, að orðin hrukku af Elinor, eins og vatn af gæs. Það var eins og hún segði ekki annað en það, sem hún haf ði undirbúið áður en hún kom inn. — Kvöldmaturinn er klukkan átta, sagði hún allt í einu, snöggt. — Ég sé ykkur þá. — Mér finnst .... byrjaði frú Spencer einu sinni enn. En Elinor var komin út og hafði lokað á eftir sér hurðinni. Carol gat ekki að sér gert að hlæja, þrátt fyrir allt. En svo iðraðist hún þess og gekk til móður sinnar og kyssti hana á kinnina. — Jæja, við erum nú komnar hingað, hvað sem öðru líður. — Hugsaðu ekki um hana Elinor. Hver veit nema henni liggi eitt- hvað þungt á hjarta. Frú Spencer greip í handlegg hennar, næstum ofsalega. — Heldurðu, að Howard sé farinn að halda fram hjá henni? — O, það getur svo sem vel verið, að hann eigi einhverja feg- urðardís einhvers staðar, en hinu trúi ég ekki, að Elinor taki sér það neitt nærri, nema því aðeins, að það berist til eyrna almenn- ings. Frú Spencer lokaði augunum aftur. Þessi mynd af nútirnahjú- skap gekk fram af henni. — Ég held ég verði að taka digitalis, sagði hún veikluiega. , Elinor fór daginn eftir og leit' út eins og hún hefði ekkert sofið, en hrúgaði í bílinn hjá sér ótelj- andi töskum, sem hún gat aldréi án verið, hversu lítið sem hún hreyfði sig að heiman. Hún hafði \ ekki komið í kvöldverðinn kvöld- inu áður, en sent boð um, að hún 1 væri enn með höfuðverk.. Og þar , sem hún rétt aðeins sást fyrir, hádegisverð, dró ekkert úr gremju móður hennar. Svo virtist sem Elinor hefði í | hyggju að aka til Providence, j skilja bílinn þar eftir og fara í1 járnbrautarlest til New York. I — Svo getið þið haft stóra bíl- • inn, sagði hún, — og notað hann j allt hvað þið viljið. Howard sá i fyrir nógu benzíni. Frú Spencer svaraði þessu engu og var önug, en Elinor tók alls ekki eftir því. Hún talaði allt hvað af tók meðan á máltíðinni stóð; um Greg, bróður sinn og hvort hann myndi giftast Virg- iníu Demarest, meðan á leyfi hans stæði, og svo um kjólinn, sem hún þurfti að máta. Og — aldrei þessu vant — reykti hún allt hvað af tók meðan á máltíð inni stóð. Carol var óróleg og þegar Elinor fór upp á loft eftir kápunni sinni og hattinum, elti hún hana þangað. Elinor stóð við járnskápinn í svefnherberginu. Hún hrökk dá- lítið við. — Peninga til ferðarinnar, sagði hún glaðlega. — Hvað geng ur að þér, Carol? Þú ert eins og vofa. — Þannig finnst mér þú vera, svaraði Carol, önuglega. — Vitleysa! Það gengur ekkert að mér. Sjáðu nú til, Carol, hvers vegna verðið þið ekki bara hérna um tíma? Ekki kærir Greg sig um að fara til Maine. Hann hef- ur um annað að hugsa, og þú hef- ur ekki annað upp úr því en end- urminningar, sem þú vildir helzt gleyma. — Það gerir ekkert til með mig, svaraði Carol. — Og nú er þetta ákveðið og of seint að fara að hringla með það. — Láttu þá stúlkurnar fara KENWOOD ^IUVÉLIN er traustbyggð, euuoid í nutxvuii uiiutiuu ant: AÍKastamiJúi og xjöilisef. Verð með ofangreindum hjálpartækjum kr.: 2,795.00. Létíið húsmú-ÍHuinni heimilissíörfin. §Caup*$ j Austurstræt? 1/f Sími 1687. Fyrirtæki og einstaklingar, sem ætla að koma jólakveðjum í jólablaðið, eru vinsamlega ^ beðnir að láta vita í síma 6801 eða 1600, sem allra fyrst. & Jttúr&unbín&ib fréttir. — Tónleikar. 20,30 Frá- sögn: Á söguslóðum Gamla testa- mentisins; sjöundi hluti (Þórir Þórðarson dósent). 20,55 Tónlistar kynning: Lög eftir Eyþór Stefáns gon. Flytjendur: Guðmunda Elías- dóttir, Guðrún Á. Símonar, Þuríð- ur Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson, Þorsteinn Hannesson og Kirkju- kór Sauðárkróks undir stjórn höf- undar. Fritz Weisshappel leikur undir einsöngvunum og undirbýr þennan dagskrárlið. 21,30 Útvarps sagan: „Gerpla“ eftir Halldór Kiljan Laxness; X. (Höfundur les). 22,00 Fréttir og veðurfregn- ir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Upp- lestur: „Meðan þín náð“, kafiar úr prédikunum eftir Sigurbjöm Einarsson prófessor (Baldur Pálmason). 22,30 Sinfónískir tón- leikar (plötur). 23,10 Dagskrárlok MARKÚS EftirEd Dodd ^ FONVILLE, DARLINÖ, ARE v//m i at i r->i/Cuts AArvrtJC=o'« vou AU. R!GHT?...MOTHER'S _ BEEM SO WORRtED ABOUT YOU/ Y-Y-YES, MOTH ER... I ‘VE— IVE BEEN A-AWRISHT/ ' --------- 2) — Finnur, elskan min. Þú ert heill á húfi. Skelfing hef ég saknað þín. — 3) — Já, mamma, það er al í lagi hjá mér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.