Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 12. des. 1956 MORCUNBLAÐIÐ 17 Friðmnndoi Heronímnsson FRIÐMUNDUR Heronímusson, skipstj óri var fæddur að Stað í Grindavík 8. sept. árið 1900. Ólst hann þar upp til 6 ára aldurs, en fluttist þá til Keflavíkur með fósturforeldrum sínum, þar sem hann átti heimili æ síðan til dauðadags, þann 20. júní s.l, er hann andaðist að heimili sínu, Suðurgötu 4, Keflavík. Hugur Friðmundar stóð snemma til sjáv ar, og sjónum helgaði hann lífs- starf sitt allt og óskipt. Sjómaður var hann af heztu gerð, æðrulaus þá á reyndi, og handtakagóður í hezta máta. Hann var glæsimenni að vallar- sýn, prúður í framkomu allri en skapharður ef honum fannst hallað réttu máli, og gaf þá ógjarnan hlut sinn. Sérstakt góðmenni var Friðmundur, og vissu þeir það bezt, sem lítilmagn ar voru eða þeir sem b&gt áttu því oftar mun hann hafa rétt þeim hjálparhönd en flestum er kunn- ugt. Sýndi þetta og fleira hans góða hjartalag, enda átti hann líka þá konu, sem stóð dyggilega við hlið hans í því sem öðru. Frið- mundur heitinn var gleðimaður í góðum hópi, átti marga vini og kunningja víða um land, einkum þó í Keflavík, þar sem hann ól allan sinn aldur að heita máttL Skipstjóri var Friðmundur í mörg ár, og fórust honum þau störf með mestu prýði, og ekki mun hann hafa lagt skipstjórn til hliðar, nema vegna þess að heilsa hans tók að bila, og mun hann þá oft hafa verið sárþjáður þó hann léti lítt á því bera. Ekki lagði hann þó árar í bát, heldur hóf út- Minningarorð gerð og rak hana þar til kraftar hans voru að mestu þrotnir. Friðmundur var einlægur trú- maður, og var þess fullviss að allt var í Guðs hendi, bæði á sjó og landi. Barnavinur var hann mik- ill, enda leituðu þau mikið til hans, og lék hann þá gjaraan við þau, ef tími hans leyfði. Það sem Friðmundur taldi sitt mesta lán í lífinu, var hið góða heimili, sem hann átti, enda var það rómað fyrir gestrisni eg höfðingsskap. Friðmundur heitinn giftist eft- irlifandi konu sinni, Petrínu Jóns dóttur, hinn 10. des. 1921, hinni ágætustu konu, sem reyndist hon- um stoð og stytta í sjúkdómum hans allt þar til yfir laúk. Einnar dóttir barna varð þeim hjónum auðið og var hún sólargeisli heim- ilisins alla tíð, á meðan hún var í foreldrahúsum, og svo litlu börn in hennar, sem færðu afa og ömmu yl og blíðu, eftir að hún giftist. Sár harmur er nú kveðinn að ástvinum þínum, en guð gefur þeim styrk í þraut, sem syrgjandi eru. Ég kveð þig kæri vinur og bið þér alls góðs á landinu eilífa. T. J. JUR-WICK - AIR-WICK Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefni. Njótið íerska loftsins innan húss allt árið. Aðalumboð: ÓLAFUR GÍSLASON & CO. H. F. Sími 81370 — Bezf oð auglýsa / Morgunblabinu — Mý sendÍMtff amerískir kjölar í öllum stærðum. Verð frá kr. 395.00 Barnakjólar stærðir frá 1—12. Verð frá kr. 81.00—295.00 Vestnrveri VÖRÐLR - HVÖT - HEIMDALLUR — ÓÐIISIN Spilakvöld Sjálfstæbisfélögin í Reykjavík í kvöld kl. 8.30 Skemmtiatriði: 1. Félagsvist. — 2. Ávarp: Ragnhildur Helgadóttir, alþm. — 3>. Verð- launaafhending. — 4. dregið í happdrætti. — 5. Kvikmyndasýning: Litkvikmynd frá ferðalagi Varðarfélagsins um Borgarfjörð sl. sumar. Aðgöngumiðar verða afhentir í skrifstofu Sjálfstseðísflokksins í dag klukkan 5—6 e. h. Skemmtinefndin. halda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.