Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 20
Veðrið . Austan — síftan NA. — SkýjaS. Mðttttlilftfrifr 896. tbl. — Miðvikudagur 12. desember 195* dagar fil JÓLA ,Vinstri stjórn sem vöru- merki til að feEa hægri stefnu” Fró íuiiræðum um elnohugs- múl í Elri deitd í gær AIT MIKLAK umræður urðu í Efri deild Alþingis í gær við 2. umræðu um stjórnarfrumvarpið um festingu kaupgjalds og ▼erðlags. Sigurður Bjarnason talaði af hálfu Sjálfstæðismanna. Rakti hann í stórum dráttum sögu dýrtíðarmálanna á undan- förnum árum. Hann kvað Sjálfstæðisflokkinn jafnan hafa haft forystu um ráðstafanir til þess að hindra kapphlaup milli kaup- gjalds og verðlags og koma í veg fyrir hallarekstur framleiðsl- unnar. Hefðu aðrir lýðræðisflokkar emnig átt þar hlut að máli. Kommúnistar hefðu hins vegar alltaf einbeitt kröftum sínum til þess að valda þjóðinni sem mestu tjóni og vandræðum á þessu sviði. Þeir hefðu jafnan sagt launþegum að hæð tímakaupsins væri það eina, sem máli skipti fyrir hagsmuni þeirra. Afkoma framleiðslunnar væri hins vegar algert aukaatriði. ER STJÓRNIN KI.OFIN f EFNAHAGSMÁLUNUM? Sigurður Bjarnason vakti at- hygli á því í þessu sambandi, að „Þjóðviljinn“, aðalmálgagn stærsta stjórnarflokksins, hefði í gær birt forystugrein, sem hlyti að vekja grunsemdir um að ríkis- stjórnin væri klofin í afstöðunni til efnahagsmálanna. Blaðið hefði lýst því yfir að Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn hefðu svikið stefnu ríkisstjórn- arinnar í varnarmálunum. Léti NÚ GANGA KOMMÚNISTAR INN Á KAUPSKERÐINGU J>að er vegna þess að kommún- istar hafa haft of góða aðstöðu til þess að koma þessari stefnu sinni í framkvæmd, sem ástand- ið í íslenzkum efnahagsmálum er eins og það er í dag, sagði Sig- urður Bjarnason. En nú hafa kommúnistar gengið inn á skerð- ingu kaupgjalds með þeim bráða- birgðalögum, sem hér liggja fyrir. Nú viðurkenna þeir allt í einu að kaupgjaldið hafi það jafnframt að því liggja, að grundvallarþýðingu fyrir verð I svo kynni einnig að fara í efna- myndunina í landinu. En nú hngsmálunum. «ru þeir líka í ríkisstjórn. En myndu þeir standa við þessa skoðun sína, ef þeir væru utan ríkisstjórnar? spurði ræðu- maður. Árið 1947 kölluðu þeir vísi- tölubindingu Stefáns Jóhanns- stjórnarinnar „þrælalög“ og „hnefahögg í andlit verkalýðs- ins“. Nú kalla þeir hliðstæða löggjöf „bjargráð“, sem hafi í för með sér „kjarabót" fyrir verkalýðinn! Sigurður Bjarnason kvað þessa brbl. fela í sér alger bráðabirgða- úrræði til lausnar efnahagsvanda málanna. Eftir væri að sjá hvaða tillögur ríkisstjórnin legði fyrir Alþingi næstu daga í þessum þýð- ingarmiklu málum. Sigurður Bjarnason kvað það vissulega alvarlegt mál, ef ríkisstjórnin væri nú, nokkrum dögum áður en gildistími bráðabirgðalaganna frá því í sumar rynni út, sundruð og klofin í afstöðunni til lausnar efnahagsvandamál- anna. „VÖRUMERKI TIL AÐ FELA HÆGRI STEFNU“ Ræðumaður beindi því til for- sætisráðherra, að aðalstuðnings- blað hans, „Þjóðviljinn", hefði komizt þannig að orði í forystu- grein sinni í gær að forystumenn Alþýðu- og Framsóknarflokksins „hefðu einvörðungu litið á vinstri stjórn, sem vörumerki til að fela hægri stefnu“. Sigurði Bjarnasyni fannst ekki ólíklegt að Hermanni Jónassyni þætti allillt að sitja undir slíkum yfirlýsingum af hálfu stuðnings- manna „vinstri stjórnarinnar". Forsætisráðherra tók því næst til máls. Hann kvaðst ekki geta upplýst á þessu stigi málsins hverjar till. ríkisstjórnarinnar yrðu til lausnar efnahagsvanda- málanna. En hann vísaði til yfir- lýsingar fjármálaráðherra um að tillögurnar yrðu lagðar fram fyrir jól. Forsætisráðherra kvað ekki óalgengt að ágreiningur ríkti innan samsteypustjórna. En allt gæti verið með felldu innan stjórnarinnar þrátt fyrir ágrein- ing í einstökum málum. Skátarnir safna í Miðbænum og Vesfurbænum í kvöld Velrarhjálpinni aldrei borizt fleiri hjálparbeiðnir I Anægjuleg söng- skemmtun Fóst- bræðra í gær- kvöldi f GÆRKVÖLDI hélt Karlakórinn Fóstbræður fyrstu söngskemmt- un sína í Austurbæjarbíói fyrir þéttskipuðum áheyrendasal og við mikla hrifningu áheyrenda. Þetta var fyrsti samsöngur kórsins af þremur. Kristinn Halls- son óperusöngvari, var einsöngv- ari og var honum frábærlega tekið. Söng Kristinn innlend og erlend lög. Kórinn varð að end- urtaka ýmis lögin sem á söng- skránni voru og syngja nokkur aukalög. Var kór og söngstjóra óspart klappað lof í lófa og að lokum bárust þeim Kristni Halls- syni og Ragnari Björnssyni söng- stjóra fagrir blómvendir. Undir- leik með kórnum annaðist Carl Billich af smekkvísi. Annar samsöngur kórsins er í kvöld og hinn þriðji annað kvöld og hefjast báðir kl. 7 í Austurbæj arbíói. KVÖLD hefst skátasöfnunin fyrir Vetrarhjálpina, en hún held- ur áfram einnig næstu kvöld. í kvöld fara skátarnir um allan Miðbæinn og Vesturbæinn, en annað kvöld munu þeir fara um Austurbæinn og á föstudaginn fara þeir í úthverfi Austurbæjarins. TAKIÐ VEL A MOTI SKÁTUNUM Það er bón Vetrarhjálparinnar til Reykvíkinga, að þei. taki vel á móti skátunum í kvöld, þá þeir berja að dyrum. Reykvík- ingar hafa ævinlega sýnt Vetr- arhjálpinni mikinn velvilja og stuðning og þarf varla að efa, að svo verði og í þetta skipti. MARGIR HJÁLPARÞURFI Reykjavík er orðin stór bær, en þrátt fyrir almenna velmegun er ávallt mikið af veiku, örkumla og fátæku fólki. Þeir sem betur eru megandi, ættu að telja sér skyldu að gera sitt til þess að helgasta hátíð ársins , verði slík- um meðbræðrum til sannrar gleði og ánægju. FLEIRI UMSÓKNIR EN ÁÐUR Sjaldan mun meiri þörf en nú Ógæftir við Breiðafjörð des. — á sjó hér illveðra. STVKKISHÓI.MI, lfl Bátar hafa ekki komizt um langan tíma vegr.a Sl. mánuð var aðeins farið einu sinni á sjó, en afli var fremur lé- legur. Mótorbátarnir Tjaldur og Svanur eru nýlega komnir heim frá sildveiðum í Faxaflóa, en þær voru mjög stopular vegna veðra og ógæfta. — Á-rni. að styrkja fátækt fólk, vegna mikillar dýrtíðar. Aldrei hafa áð- ur borizt j c.f nmargar hjálpar- beiðnir fyrstu dagana síðan starf- semi Vetrarhjálparinnar hófst og nú, eða 250 umsóknir fjóra fyrstu dagana. Vetrarhjálpin hefur beðið um að taka það fram, að engir söfn- unarlistar hafa verið sendir til fyrirtækja og verða ekki sendir. Ungvcrjalands- söfnunin 720 þús. kr. UNGVERJALANDSSÖFNUNIN nemur nú alls rúmlega 720 þús. kr. í gær barst Rauða krossinum frá Kvenfélagi Fljótshlíðar rúm- lega 6 þús. kr., sem söfnuðust þar í sveitinni. Þá fékk Rauði krossinn tilkynn ingu um það í dag að Samband ísl. samvinnufélaga samþykkti 8. þ.m. að leggja fram 50 þús. krón- ur, sem greiða á með framleiðslu- vörum frá Gefjun á Akureyri. Rauða krossinum höfðu borizt í gær rúmlega 70 umsóknir um börn frá Ungverjalandi til fóst- urs. — Enn er beðið eftir svari frá Alþjóða flóttamannastofnun- inni varðandi börnin. Lmgur svartiistarmaður, Ragnar Larusson, heluur um pessar muiid- ir sýningu á verkum sínum. Þetta er ein myndanna. — Samtal við Ragnar Lárusson er á bls. 2. Pilturnir óku 500 til 600 km á stolnum bil Skiptu um númer - Teknir í Hvalfirði SÍÐDEGIS í gær kom rannsóknarlögreglumaður að bíl í Hval- firði, sem tveir piltar, er hann kannaðist við úr starfi sínu, stóðu við í hreinustu vandræðum, því bíllinn hafði farið út af veginum. — Þar með var lokið 500—600 km ökuför piltanna á glænýjum bíl, sem þeir stálu um helgina. Þegar bílnum var stolið, en hér var um að ræða Skoda, var ný- búið að setja gúmmíkvoðu á und- irvagninn og aðeins búið að aka bílnum um 90 km. Væntanlegur eigandi var ekki búinn að taka við bílnum, þó á hann væri kom- ið númer, R-6761. Á mánudagsmorguninn kom í ljós að bíllinn var horfinn úr porti Olíufélagsins í Hafnar- stræti, Essoportinu. — Lýst var eftir bílnum. Ekki bárust neinar fregnir af honum þar til síðdegis í g«er. Var þá Jón Halldórsson rann- sóknarlögreglumaður á leið til Reykjavíkur vestan af Snæfells- nesi. í Hvalfirðinum kom hann að bíl þessum. Stóðu þá tveir piltar við hann, sem hann eins og fyrr segir kannast við úr starfi sínu. Varð honum strax ljóst að hér var hinn stolni bíll kominn, En nú var hann á öðru númeri, R-1065. Jón Halldórsson „slóst nú í för“ með piltunum til Reykja vikur. í gærkvöldi hófust réttar- höld yfir þeim. Þegar hér var komið sögu, og þessu ævintýri piltanna lokið, var kilómetramælir bílsins kom- inn upp í 500—600 km. Byrjað að losa Hamrafell OLÍUSKIPIÐ Hamrafell, sem kom síðdegis á sunudaginn, hefur legið hér fyrir norðan eyjar þar til síðari hluta dags í gær. Veð- urs vegna hefur ekki verið hægt að hefja losun á benzín- og olíu- farmi skipsins þar til í gær, er skipið lagðist fyrir utan olíustöð BP á Laugaraestöngum. Skúk-keppnin 1. BORÐ Svart: Akureyri (Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.) ABCDEFGH Hvítt: Reykjavík (Ingi R. Jóhannsson) 4....d7—d6 2. BORÐ Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness,- Sv. KristinssJ ABCDEFGH Hvítt: Akureyri (Ingimar Jórvss. - Kristinn Jónss.) 4. e2—e3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.