Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 11
MiSvikudagur 12. des. 195d MORGVNBl'4Ð1t> lt Þorvaldur Garðar Kristjánsson: 2 Jbús. umsóknir um lán til íbúðabygginga liggja fyrir hjá Húsnæðismálastjórn Rikisstjórnin gerir ekkert til Jbess oð afla fjármagns WW'*” '1 §F >, j MEÐ lögum nr. 55/1955 um hús- næðismálastjórn o. fl. var lagður grundvöllur að lausn hús- næðismálanna með stofnun hins almenna veðlánakerfis. Hins veg- ar var að sjálfsögðu alltaf gert ráð fyrir, að með því einu yrði ekki allur vandi leystur. — Um framkvæmd slíkrar löggjafar hlaut ýmislegt að vera í nokk- urri óvissu. Var því í upphafi gert ráð fyrir, að fyrstu tvö árin yrðu reynslutími, sem síðar yrði byggt á. Þannig var ekki séð fyr- ir fjármagni til framkvæmdar laganna nema í tvö ár. Þótti hyggilegra að hafa nokkra reynslu af framkvæmd hinnar nýju löggjafar, áður en teknar væru ákvarðanir lengra fram í tímann. Var það vissulega skyn- samlegt. EKKI SLÆMUR ÁRANGUR Þegar húsnæðismálalöggjöfin var sett, var reiknað með, að 100 millj. kr. myndu verða til íbúðar- lána, hvort árið um sig, 1955 og 1956. Það hefur sýnt sig, að hér var ekki of hátt áætlað. Árið 1955 námu íbúðarlán þeirri upp- hæð, sem reiknað var með. Þá lítur út fyrir, að þessi upphæð verði mun hærri á þessu ári. — Munu löng lán til íbúðarbygg- inga nema væntanlega yfir 120 xnillj. kr. og þar af mun þátt- taka hins almenna veðlánakerfis sennilega vera yfir 60 millj. kr. Aldrei hefur meira fjármagn ver- ið veitt til íbúðarlána en á þess- um árum. Ekki er því hægt að segja að reynslan af hinni nýju löggjöf hafi verið slæm. Annað mál er það, að eftir- spurninni eftir íbúðarlánum hef- ur ekki verið fullnægt, og vant- ar mikið á. Þannig liggja nú hjá Húsnæðismálastjórn um 2000 um- sóknir um lán til íbúðarbygginga, sem ekki hefur verið hægt að sinna. Er af því augljóst, að hér er enn mikill vandi óleystur. ÁRLEG BYGGINGARÞÖRF Ástæðan fyrir þessu er sú, að meiri íbúðarhúsabyggingar hafa verið en gert var ráð fyrir við setningu laganna. Við áætlanir um þessi efni voru lagðir til grundvallar útreikningar um hina árlegu byggingarþörf, sem gerðir voru af húsnæðismála- nefnd þeirri, sem undirbjó setn- ingu húsnæðislöggjafarinnar. — Nefnd þessi, sem vann mikið og gagnmerkt starf, áætlaði hina ár- legu byggingarþörf í kaupstöðum og kauptúnum 900 íbúðir. Hér virðist hafa verið of lágt áætlað, ef til vill um 2—3 hundruð íbúð- ir. Þetta sáu menn ekki, þegar áætlunin var gerð og heldur ekki þáverandi stjórnarandstaða, sem í umræðupum um frumvarpið á Alþingi, gerði engar athugasemd- ir við þá áætlun, sem byggt var á. Fer það að jafnaði svo, að auð- veldara er að sjá hlutina eftir á en fyrirfram og svo reyndist einnig hér. AFNÁM FJÁRFESTINGARHAFTA En þó er það annað, sem veld- ur hér meiru um en hin árlega byggingarþörf. Um langt árabil höfðu verið víðtæk höft og höml- ur á byggingu íbúðarhúsa, svo sem kunnugt er. Fyrrverandi rík. isstjórn afnam þessi höft og gerði íbúðabyggingar frjálsar að mestu. Þetta hafði þau áhrif, að bygg- ingarframkvæmdirnar urðu miklu meiri en svaraði til hinna árlegu þarfa vegna fólksfjölgun- ar o. fl. Nú hófu allir þeir fram- kvæmdir, sem fjárfestingarhöft- in höfðu á undanförnum árum hindrað. Það var hér eins og jafn an, að höftin höfðu ekki læknað meinið, meðan þau stóðu. Hús- næðisskorturinn hafði ekki horf- ið við höftin, heldur þvert á móti. Afleiðingin varð svo meiri bygg- ingarframkvæmdir eftir að þær voru gefnar frjálsar en nokkur hafði búizt við. REYNSLUTÍMI Hið almenna veðlánakerfi tók ekki til starfa fyrr en í nóvember 1955, en þá hófust lánveitingar þess. Var því ekki hægt að búast við að hægt væri á því ári að kveða upp úr um reynsluna. En strax á sl. vori var meiri reynsla komin á og þá mátti þegar sjá, að eftirspurninni eftir íbúðarlán- úm yrði hvergi nærri - fullnægt, nema nýjar ráðstafanir yrðu gerð ar til fjáröflunar fyrir verðlána- kerfið. Þetta var ágætur reynslu- tími til að sjá, hvernig þetta gæf- ist, eins og þáverandi félagsmála- ráðherra orðaði það á Alþingi, er hann mælti fyíir frumvarpinu að húsnæðislögunum. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Þegar hér var komið, var flokkur þessa ráðherra, Framsóknarflokkurinn, önnum kafinn að koma sér úr ábyrgu stjórnarsamstarfi og eng- inn vinnufriður á stjórnarheimil- inu til þess að sinna þessu vanda- máli. AÐGERBALEYSI NÚVERANDI RÍKISSTJÓRNAR Alþingiskosningarnar gengu fyrir sig, og nýir menn komu í stjórnarráðið á miðju sumri. — Hefði nú mátt ætla að brugðið væri skjótt við og ríkisstjórnin aðhefðist eitthvað í húsnæðismál- unum eftir það hlé, sem var orðið á vegna kosningabaráttunnar. En hvað skeður? Húsnæðismálaráð- herrann fer á sumarnámskeið í útgáfu bráðabirgðalaga með mið- urgóðum árangri, svo sem frægt er orðið. En allar raunhæfar að- gerðir í húsnæðismálunum bíða. Það líður mánuður eftir mánuð. Ekkert gerist. Sumarið líður án þess að tilraun sé gerð til að lið- sinna þeim mörgu, sem bíða eftir íbúðarláni og stöðvast í bygging- arframkvæmdum sínum vegna fjárskorts. Það líður óðum að áramótum. f árslok rennur út samkomulag það við Landsbanka íslands, sem fjáröflun til veðlánakerfisins byggist á. Ríkisstjórninni virðist ekkert liggja á, að tryggja áfram- haldandi starfrækslu veðlána- kerfisins með nýjum samningum við lánastofnanir landsins. TILLÖGUR SJÁLFSTÆÐISMANNA í HÚSNÆDISMÁLASTJÓRN Þegar svo var komið í nóvem- ber s.l., bárum við Ragnar Lárus- son fram tillögu í Húsnæðismála- stjórn um, að þegar í stað yrðu hafnir samningar við bankana um ráðstafanir til fjáröflunar vegna húsnæðismálanna fram- vegis. Lögðum við til, að við þá samninga yrði lögð áherzla á eftir farandi atriði: 1. Tryggt sé, að minnst 150 millj. kr. verði ráðstafað af sparifé landsmanna til útlána Þorvaldur Garðar Kristjánsson til íbúðabygginga í kaupstöð- um og kauptúnum árið 1957. 2. Tekin verði erlend lán að minnsta kosti 100 millj. kr., sem auk framangreinds fjár- magns verði varið til útlána til íbúðabygginga 1957 til þess að fullnægja eftirspurninni eftir íbúðalánum og koma í veg fyrir okurlánastarfsemi. 3. Kappkostað verði, að útlán ársins 1957 hefjist strax í árs- byrjun til þess að bæta sem fyrst úr lánsfjárskortinum og stuðla að því, að fokheldar í- búðir megi verða fullgerðar yfir vetrarmánuðina og kom- ist sem fyrst í notkun. 150 MILLJ. KR. AF SPARIFÉ LANDSMANNA Þótt ekki hafi tekizt að leysa allan vanda í húsnæðismálunum á síðustu tveim árum, er átak þjóðarinnar mikið á þessum tím- um. Á árinu 1955 nam þannig fjárfesting þjóðarinnar í íbúðar- húsum um 360 millj. kr. sem nemur um þriðjungi af heildar- fj árfestingunni þetta ár. Á yfir- 'Standandi ári er áætlað, að fjár- festing íbúðarhúsa verði nokkuð yfir 400 millj. kr. — Láta mun nærri, að á þessum tíma hafi fjármögnun til íbúðarhúsa verið að einum þriðja hluta fólgin í lánum lánastofnana en að tveim þriðju hlutum í eigin fé húsbyggj enda, eigin vinnu o.fl. Það verð- ur vissulega ekki sagt, að þjóðin hafi lítið aðgert í þessum efnum á síðustu tveim árum, og þó voru jafnhliða meiri framkvæmdir í flestum öðrum greinum en nokkru sinni áður. Þegar nú eru gerðar tillögur í húsnæðismálunum, geta þær varla gengið í þá átt að krefjast meira átaks en framkvæmt hef- ur verið miðað við þjóðartekjur og fjárfestingarmöguleika. Við Sjálfstæðismenn í Húsnæðismála stjórn gerum það heldur ekki. Tillögur okkar miðast aðeins við, að haldið sé í horfinu og ekki slakað á frá því sem verið hefur. Þegar við leggjum til, að minnst 150 millj. kr. af sparifé þjóðar- innar verði á næsta ári varið til íbúðarl., þá er ekki þar um að ræða meira átak en gert hefur verið á undanförnum tveina, ár- um. Að vísu gerum við þa ráð fyrir eiils mikilli hlutfallslegri aukningu á þjóðartekjunum og möguleikum til fjárfestingar og verið hefur milli ára að undan- förnu. Hins vegar er alls ekki reiknað með þeirri stórkostlegu aukningu þjóðarframleiðslunnar, sem málgagn húsnæðismálaráð- herrans hefur boðað að koma myndi fyrir tilstuðlan núverandi ríkisstjórnar. Til þess að veita 150 millj. kr. af sparifé þjóðarinnar til íbúða- lána, þarf ekki síður en áður gott samstarf við lánastofnanir lands- ins. Þar kemur og að sjálfsögðu til greina að breyta sumu varð- andi útgáfu bankavaxtarbréfa og hinna visitölubundnu banka- vaxtabréfa, sem gefin eru út til öflunar fjár fyrir hið almenna veðlánakerfi. Varðar miklu, að við slíkar breytingar sé réttilega byggt á þeirri reynslu, sem feng- izt hefur fram til þessa. 100 MILLJ. KR. ERLEND LÁN Þótt 150 millj. kr. af sparifé landsmanna myndi nægja til að mæta lánveitingum til árlegra þarfa vegna fólksfjölgunar o. fl., þá fullnægir það ekki þeirri byggingarþörf, sem fyrir hendi er í dag. Kemur það til af þeim byggingarframkvæmdum, sem ó- hjákvæmilega fylgdu í kjölfar þess, að fjárfestingarhöftunum, sem höfðu takmarkað fram- kvæmdir fyrri ára, var létt af. Þess er ekki að vænta að hægt sé að fullnægja þessum þörfum fyrri ára, sem nú koma fram, með því, sem hægt er að verja af þjóðartekjum eins árs. Hins vegar er hér um að ræða mikið félagslegt vandamál, sem verður að leysa. Þess vegna gerum við Sjálfstæðismenn í Húsnæðis. málastjórn tillögu um það, að 100 millj. kr. verði að minnsta kosti teknar að láni erlendis til að verja til íbúðarlána og leysa þessar sérstöku þarfir. í lögunum um húsnæðismála- stjórn er Veðdeild Landsbank'- ans veitt heimild til að taka er- lend lán til íbúðabygginga, eftir tillögu Húsnæðismálastjórnar, enda komi leyfi ríkisstjórnarinn- ar til. Er nauðsynlegt að þessi heimild sé notuð. Það er og sjálf- sagt að heimila erlendar lán- tökur í þessu skyni öðrum aðil- um, svo sem t.d. tryggingarfélög- um, sem möguleika kunna að hafa á lánum með hæfilegum kjörum. Hefur nú máli þessu einnig verið hreyft á Alþingi. Jóhann Hafstein ásamt fleiri Bjálfstæðis- mönnum hefur borið fram þings- ályktunartillögu í Sameinuðu þingi, þar sem skorað er á ríkis- stjórnina að stuðla að erlendum lántökum til íbúðabygginga. AÐGERÐUM HRAÐAÐ Mjög mikilvægt er að aðgerð- um til fjáröflunar vegna hús- næðismálanna framvegis verði hraðað sem mest. Við Sjálfstæðis- menn í Húsnæðismálastjórn lögð- um því til í nóvember sl., að allt yrði gert til þess að útlán næsta árs gætu hafizt strax í ársbyrjun. Með því móti væri strax bætt úr lánsfjárskortinum og það myndi stuðla að því, að íbúðir, sem nú eru fokheldar yrðu fullgerðar yfir vetrarmánuðina. Er það hin mesta nauðsyn, að allt kapp verði lagt á að fullgera sem fyrst þann mikla fjölda íbúða, sem nú eru í smíðum. HVAÐ GERIR RÍKISSTJÓRNIN? Samkvæmt tillögum okkar Sjálfstæðismanna í Húsnæðis- málastjórn yrði til umráða á næsta ári minnst 250 millj. kr. til íbúðalána. Slíkt fjármagn myndi eiga að geta fullnægt eftirspurn- inni eftir íbúðalánum á því ári miðað við 70—100 þús. kr. lán á hverja íbúð, svo sem nú er ákveð- ið í lögum um húsnæðismála- stjórn. Þess er að vænta, að stjórnarvöld landsins vinni kapp- samlega að því að gera þetta átak. Þetta á að vera fullkom- lega mögulegt og er í eðlilegu framhaldi af því, sem áður hefur verið gert. Þessa ætti raunar að vera ó- þarft að geta gagnvart þeim, er nú ráða húsnæðismálunum. Mið- að við fyrri ummæli þeirra kann þetta að þykja litið að gert. En búast má við, að fólk það, sem nú Frh. á bls. 19. STAKSTEINAR Alþýðuflokkurinn segir atburðina í Ungverja- landi sér til eflingar. FLOKKSÞING Alþýðuflokksin* gerði á dögunum samþykkt um Ungverjalandsmálin. Þar segir: „Flokksþingiff fordæmir harð- lega hernaffarárás Sovétríkjanna á Ungverjaland. Sovéthersveitir hafa meff ofbeldi komið þar á fót leppstjórm, sem er í fyllstu andstöffu viff þjóffarviljann, hindra, aff lýffræffi væri komiff á í landinu, og slegiff vopnaða skjaldborg um kúgun, frelsisrán og mannréttindaskerffingu. Þingið telur þennan verknaff vara i hróptegri andstöðu viff frelsis-* og „bræffralagshugsjón jafnaffarstefnunnar. Þaff lýsir því fyllstu andúff á hinum alþjóff- lega kommúnisma, valdhöfum Sovétríkjanna sem ábyrgir eru fyrir þessum verknaffi, og öllum flokkum, sem verja þessar ráff- stafanir effa láta undir höfuff leggjast aff andmæla þeim. Flokks þingiff telur, aff þessir atburffir hafi leitt i ljós svo skýrt sem verffa má, hvílíkt regindjúp er staðfest milli lýffræðissinnaðrar jafnaffarstefnu og hins einræðis- sinnaða kommúnisma". — „Sér- staklega álítur það nauffsynlegt, aff allir þeir, sem aðhyllast hug- myndakerfi jafnaffarstefnunnar, móti afstöðu sína glögglega, og aff þeir, sem fylgja lýffræffissinn- affri framkvæmd hennar fylki sér nú saman til baráttu fyrir hug- sjónum sínum og gegn þeirri hugtakafölsun, aff kenna ofbeldi og þjóffakúgun, einræði og frels- isskerffingu viff sósíalisma og lýff- ræffi. Þingiff skorar á alla lýff- ræðissinnaffa jafnaffarmenn, aff ganga til samstarfS viff Alþýffu- fIokkinn“. Samúð borin á torg út Tíminn í gær gerir þessi mál aff umræðuefni meff mjög svipuð- um liætti og oft áffur. Tekur blaff- iff m. a. svo til orffa: „Þessi endurtekna tilraun til aff tengja saman hörmungar er- lendis og innlenda stjórnmálabar áttu getur varla veriff gefffelld -------. Meff þcssu athæfi setja þessir foringjar í rauninni óverff- skuldaffan blett á einlæga samúð fjölda flokksmanna meff hinni kúguffu ungversku þjóff. Hvaffa leyfi hafa þeir yfirleitt til þess aff túlka hana svo, að hún sé bundin valdabaráttunni hér í Reykjavík -----------? Bréf upp á slíkt hafa þeir áreiffanlega ekki. Eu hér fer sem oftar, aff valda- streitumenn gera of lítiff úr fylg- ismönnum sínum. Aff vísu eru margir spakir í fylgdinni, en öllu má ofbjóffa. Þarna eru heiðarleg viðhorf manna dregin niffur í svaðiff. — — — en þaff er efa- samt í meira lagi, aff þeir, sem þannig hugsa, kæri sig urn aff eiga nokkurn þátt í tilraunum foringj- anna til aff klifra upp í valda- stóla á hörmungum og neyff ann- arra; effa taka þátt í þeim skrípa- leik, aff bera samúff út á torg og bjóffa til kaups------“. Ýmsum mun finnast þarna rösklegg tekiff til orffa gegn ósæmilegu athæfi skjólstæðing- anna í Alþýffuflokknum. Gallinn er bara sá, aff Tíminn er hér aff skamma Sjálfstæffismenn fyrir aff þeir benda á, aff óhæfa sé að liafa kommúnista í ríkisstjórn. Hitt kemur Tímanum ekki til hugar aff ávíta Alþýðuflokkinn fyrir samþykkt háns, svo aug- ljóslega sem hún þó „tengir sam- an hörmungar erlendis og inn- lenda stjórnmálabaráttu.“ „Þaff er allt öðru máli aff gegna“, eins og einu sinni var sagt. Hræsnararnir eru ætíff samir viff sig og Tímanrenn hafa löngum viljaff láta annað siffalög- mál gilda um sig og sína en aðra landsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.