Morgunblaðið - 23.12.1956, Page 2
2
MORCUNBIAÐIÐ
Sunnudagur 23. ctes. 1956
Rússneska herstjórnin í Ung-
verjalandi hótar liðhlaupum
hörðum refsingum
VÍNARBORG, skv. frásögn Daily Telegraph
TII, VÍNARBORGAR hafa nú borizt blöð sem gefin eru
út af rússneska hernámsliðinu í Ungverjalandi til dreif-
ingar meðal hermannanna. Er í blöðum þessum viðurkennt,
að hermenn hafi hlaupið úr liði og eru greinar um þetta
skrifaðar í þeim anda að svo virðist sem rússneska her-
stjórnin óttist liðhlaup mjög. Eru birtar hótanir til lið-
hlaups og hrollvekjandi frásagnir af því að liðhlaupar séu
tafarlaust skotnir.
Átfi að rœna börnunum
„HVÍSLSÖGUR"
í einu þessara blaða er athygl-
isverð grein, þar sem rússneskir
hermenn eru hvattir til að trúa
ekki „hvíslsögum“ tmgverskra
afturhaldssinna og andbyltingar-
manna um að verkalýður Ung-
verjalands berjast gegn rússn-
esku hersveitunum og að öll ung-
verska þjóðin sé fjandsamleg
rússneskri íhlutun.
LIÐHLAUP RÚSSA
Eins og kunnugt er ganga fregn
ir um það í Ungverjalandi, að
heilir rússneskir herflokkar hafi
gengið í lið með uppreisnarmönn
um. Þetta hafa rússnesk hernað-
aryfirvöld þó ekki viðurkennt
ea greint er frá því m.a. að ein
Jólaguðsþjóniista
fyrir börn 1 Dóm-
kirkjunni í dag
Jólabarnaguðsþjónusta verður
í Dómkirkjunni kl. II árdegis í
ðag. Drengjakór úr Mglaskólan-
um syngur undir stjórn frú Guð-
rúnar Pálsdóttur. Þá leikur hljóm
sveit barna, undir stjórn Karls Ó.
Runólfssonar, og séra Jón Auðuns
mun tala við börnin, og segja
þeim jóiasögu. Öll böra eru vel-
komin og fullorðnir meðan rúm
legrfir.
Skók-keppnin
1. BORÐ
Svart: Akureyri
(Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.)
abcdefgh
ABCDEFGH
Hvítt: Reykjavik
(Ingi R. Jóhannsson)
9..Rc6xe5
2. BORÐ
Svart: Reykjavík
(Björn Jóhanness.- Sv. Kristinss.)
abcdefgh
abcdefgh
Hvítt: Akureyri
(Ingirnár Jónss. - Kristinn Jónss.)
9. b2xBc3
rússnesk skriðdrekasveit og ein
sveit fótgönguliðsmanna, sem
átti að gæta brúar hafi snúizt í
lið með andbyltingarmönnum
Æðsti rússneski hermaðurinn,
sem viðurkennt er að hafi snúizt
á sveif með Ungverjum var col-
onel að tign og var hann skot-
inn.
Annars virðast Ungverjar ekki
að jafnaði hafa þegið fylgi rússn-
eskra hermanna. Oftar hefur það
gerzt, að þeir hafa þegið skrið-
dreka og vopn Rússanna, en ráð-
lagt þeim síðan að hverfa.
MONGÓLAR OG UKRAINU-
MENN
Mikill hlu,ti rússneska hersins
í Ungverjalandi eru Mongólar frá
Asíulöndum Sovétríkjanna. Það-
an eru þó ekki allar hersveitim-
ar, heldur er talsvert af úkraínsk
um hersveitum innan um, m.a.
setulið frá borginni Tarnopol. í
Á naesta ári er ráðgert að end-
urbyggja rafkerfi bæjarins og
tengja hann algjörlega við ríkis-
veituna, svo og alla sveitina. —
Samþykkti bæjarstjórn að athuga
um útvegun hagstæðs láns fyrir
sveitabændur til greiðslu kostn-
aðar þeirrar tengingu línunnar.
DRÁTTARBRAUT Á AKUR-
EYRI
Samþykkti bæjarstjóm áskor-
un til Alþingis um að styðja að
því, að koroið verði upp það stórri
dráttarbraut á Akureyri að hægt
verði að setja þar upp stærstu
togara. Á þeim fundi voru lagðar
fram óskir frá þrem aðilum um
að bæjatrstjórnin hlutaðist til um
lánsútvegun frá því opinbera til
að létta undir með þeim fyrir-
huguð skipakaup, en samkvæmt
Frderiksberg gefur
Hafnarfirði jólairé
VINABÆR Hafnarfjarðar í Dan-
mörku, Frederiksberg, hefir sent
Hafnarfjarðarbæ, jólatré fyrir
þessi jól. Er þetta í annað skipti,
sem Frederiksberg sendir slíka
Kjöf. — Afhending trésins fer
fram með hátíðlegri viðhöfn í dag
kl. 4 síðdegis, á Thors-planinu við
Strandgötu. Mun ambassador
Dana á Islandi, Eggert Knuth, af-
henda tréð og dönsk kona, sem
lengi hefir búið í Hafnarfirði, frú
Hansen, kveikja á því. Þá flytja
ávörp Stefán Gunnlaugsson bæjar
stjóri og séra Garðar Þorsteinsson
Lúðrasveit Hafnarf jarðar mun
leika og bamaskólakór syngja.
þeim hersveitum eru ungir menn,
árgangar 1936 og 1937.
BJUGGUST VIB NÝRRI
HEIMSSTYRJÖLD
Það virðist ljóst af opin-
berum frásögnum og grein-
um, sem koma frá rússnesku
herstjórainni, að hermenn-
irnir hafa búizt við því að
vera framvarðssveitir í þriðju
heimsstyrjöldinni. Höfðu þeir
búizt miklum vígahug og
bjuggust við að komast í kast
við bandarískt herlið. Það hef-
ur því komið þeim mjög á ó-
vart, að þeir eru nú notaðir
aðeins til að bæia niður upp-
reisn í einu smáríki. Virðist
rússneska herstjórnin eiga i
nokkrum örðugleikum með að
skýra þetta út fyrir hermönn-
unum og er hún áhyggjufull
yfir óánægju meðal herliðsins
í sambandi við þetta.
Kjartan Thors
heiðraður
KONUNGUR Svía hefur sæmt
formann Vinnuveitendasambands
fslands, Kjartan Thors, stórridd-
arakrossi hinnar konunglegu
Vasaorðu. Var honum afhent
heiðursmerkið í sænska sendiráð-
inu á föstudaginn var, segir í
fréttatilkynningu frá sænska
sendiráðinu.
upplýsingum þessara aðila, er fyr
ihugað að láta byggja 2 skip 50
—70 smálesta og einn bát 8
lesta.
Á fundinum báru fram þeir bæj
arstj. og Gottleib Halldórsson svo
hljóðandi tillögu: Bæjarstjóm
Ólafsfjarðar vottar ungversku
þjóðinni fyllstu samúð sína og
fordæmir hina lítt skiljanlegu
villimannslegu grimmd, er kom-
múnistar og rússneska stórveldið
beita þessa frelsisunnandi þjóð.
Sem hluttekningarvott frá okkar
litla bæjarfélagi, til handa hinni
ungversku hetjuþjóð, samþykkir
bæjarstjórnin að leggja fram til
stuðnings ungversku flóttafólki
kr. 5 þús. Var tillagan samþykkt
með öllum atkv. —J.Ag.
J ARB VEGUR FLUTTUR BROTT
Það hefur nú komið í ljós, að
nær öll holræsi á Porkalaskag-
anam eru ónýt af þunga hinna
rússnesku skriðdreka. Þá hefur
það komið í ljós, að Rússar hafa
tekið og ekið burt mold og jarð-
vegi, þar sem áður var tún, svo
að víða stendur ber klöppin upp
úr. Jarðveg þennan hafa þeir
notað til að hlaða risastór virki.
MESTUR hluti imgverska lands-
liðsins í knattspymu hefur nú
ákveðið að leita hælis í Vestur-
Evrópu sem flóttamenn. Þar á
meðal hinn heimsfrægi knatt-
spymumaður Puskas og mark-
maður liðsins, Gyula Grosics.
★
Markmaðurinn hefur nú búið
með fjölskyldu sinni á Hótel
Wandel í Vínarborg. Sá atbyrð-
ur gerðist nýlega, þegar þau
hjónin fóru út í bæ og skildu
tvö börn sin eftir í hótelinu, að
tveir ungverskir menn komu á
hótelið og báðu um að fá að tala
við bömin.
*
Hótelstjórnin fékk grun um að
ekki væri allt með felldu og sendi
Á kaffi má leggja 6%.
Á mjölvörur ýmsar í lausri
vigt og sykur má leggja 7%.
Á mjölvörur'•ýmsar í pökkum
má leggja 8%.
SPREN GJUHLUTAR
DREIFÐIR UM ALLT
Síðastliðið sumar reyndu bænd
urnir, sem fluttu aftur til Pork-
ala að nýta grasið á túnunum, en
það gekk illa, vegna þess að út
um allar merkur er dreif af
sprengjuhlutum og allskyns járn
klumpum. Sömu erfiðleikar hindr
uðu jarðyrkju.
eftir lögreglunni. Mennirnir tveir
vom handteknir. Fundust í vös-
um þeirra litlar flöskur með
klóróformi. Kom í ljós við rann-
sókn, að menn þessir voru út-
sendarar ungversku kommúnista-
stjómarinnar.
*
Mun það hafa verið ætlun þess.
ara fúlmenna að nema bömin á
brott, flytja þau til Ungverja-
lands og nota þau síðan til að
þvinga föður þeirra til að hverfa
aftur til Ungverjalands.
¥
Meðfylgjandi mynd var tekin
eftir þessa atburði af Gyula Gros-
ics knattspymumanni og börnun
um Anyko 4 ára og Tunde 3 ára.
Á allar aðrar matvörur og ný-
lenduvörur má leggja 10%.
Á ávexti bæði ferska og þurrk-
aða má leggja 10%. Þó má leggja
12,5% á sítrónur, vínber og
melónur.
Á vefnaðarvörur má leggja
10—11%. Á tilbúinn fatnað má
leggja 12%.
Á olíufatnað og sjóklæði úr
gúmmí, gúmmistígvél og skó-
hlífar má leggja 9%.
Á leir- og glervörur má leggja
16%.
Á suðuáhöld má leggja 10%,
en á öll önnur búsáhöld, hand-
verkfæri, járnvörur, burstavör-
ur, rafmagnsrör má leggja 12%.
Á bifreiðavarahluti má í einu
leggja 35%.
Duflið virkt
TUNDURDUFLIÐ sem kom 1
vörpu togarans Kaldbaks á dög-
unum, var virkt. — Sérfræðingur
frá strandgæzlunnl fór um borS
í skipið þar sem það lá á után-
verðu ísafjarðardjúpl og gerðt
duflið óvirkt.
Olabfjarðarbær verður allur
fengdur raflínu frá Skeiðfossi
ÓLAFSFIRDI, 21. des.
rHNÐAMAÐUR Morgunbíaðsins á Ólafsfirði innti bæjarstjór-
ann, Ásgrím Hartmannsson frétta frá bæjarstjóm Ólafsfjarð-
ar í gær. Tilkyimti bæjarstjórinn, að daginn áður, eða 19. des.,
hefði hluti af bænum verið tengdur við raflínu ríkisveitanna frá
Skeiðfossi, en unnið heíur verið að lögn þeirrar línu frá því i
vor af miklum dugnaði. Verkstjóri var Sigfús Sigurðsson.
Hámarksverð á matvör-
um, vefnaðarvÖrum
og búsáhöldum
Ákvörðun Innflutningsskrifstofunnar
INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN hefur ákveðið, að eítirtaldar
vörur skuli háðar verðlagsákvæðum í heildsölu, hvort sem þær
eru fluttar inn eða framleiddar innanlands, og má álagning ckki
vera hærri, en hér segír. Innlendir framleiðendur skuln fá staðfest
heildsöluverð á framleiðsln sinni í skrifstofn verðlagseftirtitsins.
Rússar ollu stórlegum
skemmdum á Porkkala
HELSINGFORS, 22. des. — Einkaskeyti frá NTB
ERFIÐLEIKAR fólksins, sem fluttist aftur til Porkala skagans
eftir brottför rússneska setuliðsins eru meiri en orð fá lýst.
Hafa Rússar valdið miklú meiri skemmdum á landinu en virtist
við fyrstu sýn. Segir Helsingfors-blaðið Hufudstadsbladet frá
þessu í ýtarlegri grein um erfiðleika fólksins.