Morgunblaðið - 23.12.1956, Page 11

Morgunblaðið - 23.12.1956, Page 11
Sunnuðagur 23. ðes. 1956 MORGVNBLABIÐ 11 Önnur vill heila höll af gulli, hin syngja og dansa Svsturnar Ingibjörgr og Hrafnhildur. Tcrður að vera fallegt. Þad sem við gefum mömmu — Eruð þið að leita að jóla- gjöfum, spurði ég tvær iitlar atúlkur, sem ég mætti? — Já, sögðu þær feimnislega — Má ég tala svolítið við ykk- ur og skrifa það svo í Morgun- bíaðið? — Já, sögðu þær enn feimnis- legar en áður. Svo byrjuðum við. Þær eru systur og heita Hrafhildur og Ingibjörg og eru dætur Sigurðar Sigurðssonar og Sigríðar Sigurð- ardóttur á Klapparstíg 26. Hrafn- hildur er 8 ára og er í 8 ár a bekk C í Miðbæjarskólanum. Ingibjörg er 11 ára og er í 11 ára F í tama skóla. — Eigið þið einhverja peninga íyrir jólagjöfum? — Já, segir Ingibjörg. Við höf- um safnað og svo gefur marama okkur Uka. — Hvað ætlíð þið að gefa for- eldrunum? — Við vitum ekki enn hvað við eigum að gefa mömmu, Það þarf að vera svo fallegt. En pabba ætlum við að gefa ...... Hrafn- hildur var búin að segja það, en svo áttuðu þær sig og báðu mig að segja það ekki, þvi þá myndi pabbi vita allt. — En vitið þið hvað jólin eru? — Já, sagði Ingibjörg, það er hátið . . . . Þá greip Hrafn- hildur fram í og sagði: Þá fædd- ist Jesú. — Hafið þið séð jólasveina? — Já, það kom einn til okkar í fyrra, sagði Ingibjörg. — Nei, það var hittiðfyrra, leið rétti sú minni. —• Eru til nokkuð nema alvöru jólatsveinar? — Já, Steini og svo eins og eru í búðargluggunum, segir Hrafn- hildur. — Steini? Hver er það? — Það er maður. Hann hefur látist vera jólasveinn. — Hvað finnst ykkur mest gam •n að skemmta ykkur? — Fara í bíó, segja báðar. — Og hvernig myndir? —- Dans og söngvamyndir seg- ir sú eldrí. Skrípamyndir segir hin. Og svo er Hka mest gaman að teikna, bætir hún við. — Eruð þið nokkuð skotnar i strákum? — Nei, segir Ingibjörg. Strákar eru svo leiðinlegir. Ég er skot- in í strák segir Hrafnhildur litla íbyggin. En ég vil ekki segja hver hann er, því þá stríða krakkarnir mér. —■ Hvað viljið þið helzt fá í jólagjöf? — Skauta, segja báðar án þess að hugsa sig um. Og þær halda að þær fái þá. — Hvernig finnst ykkur full- orðna fólkið? — Ágætt, segir Ingibjörg, en sú litla hugsar sig um og segir: Það er bæði leiðinlegt og skemmti- legt. — Hvað mynduð þið spurja mig, ef þið væruð biaðamenn og væruð að tala við mig? Þær fara báðar hjá sér og vilja helzt ekkert segja unz sú litla fær kjarkinn og segir: Bara hvað þú ert gamaU? — Ef þú Hrafhildur ættir eina ósk, hvað myndir þú þá óska þér? — Heila höH af gulli. Ég vil verða rík. — En þú Ingibjörg? — Að verða sunddrottning eins og Ágústa og læra að dan.#. hjá Rigmor. Svo buðum við þeim inn í ís- bar ísborgar og þær völdu ís — hann selst mikið í Austur- stræti. Stendur verð í rær n t r i 11 u En það er ekki alJ taf sem Aust- urstræti veitir skjól börnum sín- um. Regn guðanna fellur þar sem annars staðar og naprir vindar næða um hvern þess skima. Þann ig var það sl. fimmtudag. Þurr- um fótum komust menn ekki endi langt strætið og marglit ljósin i grenivafningunum uppi yfir göt- unni börðust harðri baráttu við veðrið til að slitna ekki niður. Á horninu við Lækjartorg stóð lögregluþjónn. Hann reyndi eftir mætti að auðvelda fólki að kom- ast gegnum bílastrauminn yfir götuna. Hann greiddi Uka úr um- ferð. Stundum komu slíkir storm- sveipir, að þessi hái og sterklegi maður mátti beita sér til að hopa skki undan. Klukkan á torginu var að verða 3, þegar hann gekk frá horninu — vestur Austurstræti. Ég hafði staðið í skjóli um stund og horft á fólkið, umferðina, veðurofsann — og lögregluþjóninn. Ég hljóp á eftir honum og sagði: — Napurt veðrið í dag. — Já, og verra er, að spáð er framhaldi á ofsanum. Ég sagði honum erindi mitt — og við leituðum skjóls, því ó- mögulegt var að standa á ber- svæði nema nauðsyn krefði. — Ég er búinn að gegna þvi starfi i tæp 18 ár, sagði hann er ég spurði hve lengi hann hefði verið í lögreglunni. — Ég kann vel við starfið. Það er stundum allerfitt og erilsamt. Næturvaktirnar eru verstar. — Því trúi ég vel, skaut ég inn í. — Já, það er svona, þegar mað- ur fer að eldast. Ég fann ekki fyrir þeim fyrsta árið eða fyrstu árin. Þá stóð manni á sama. Nú þykja mér morgunvaktirnar bezt- ar. Svona hófst samtal okkar Kristjáns Vattnes. Hann sagði mér það síðan að nú væri hann 39 ára, kvæntur og ætti 7 börn, það elzta 18 ára, það yngsta 5 ára. Hann er fæddur að Vattar- nesi við Fáskrúðsfjörð — þaðan er ættarnafn hans, en fluttist til bæjarins með foreldrum sinum Austurstiæti — sinni í iríum 1929. Hann hafði unnið við bygg- ingarvinnu, verið á sjónum áður en hann kom hingað og hélt því áfram hér, ásamt því að iðka í- þróttir í tómstundunura. Og úr íþróttunum þekkja hann margir, því hann var einn frækn- asti íþróttamaður landsins um árabil. Hann keppti á Ólympíu- ég gerðist Wgregluþjónn, og er ánægður með það. — En aðeins óánægður með næturvaktirnar ? — Þær eru verri en morgun- vaktirnar. — Er það vegna drykkjuskapar og slagsmála? — Nei, það er orðið Htið um þau — eiginlega undantekning og það eru þá helzt utanbæjarmenn. Bílstjórarnir eru ágætir og taka vel áminningum okkar, ef um það er að ræða. En það er ekki vandalaus umferðin í miðbænum í þessum þrengslum — og alltaf koma fleiri bílar. — Finnst þér of mikið „stúss- ið“ í fólkinu fyrir jólin? — Það er kannski nokkuð mik- ið. En það er gaman að því í og með. - Það er kannski ekki mikil „jólaös“ í ykkar starfi? — Jú, það eru aukavaktir. Ég var t.d. núna á aukavakt vegna aukinhar umferðar núna fyrir jóHn. Ég byrjaði kl. 8 í morgun og átti að’ hætta kl. 2, en vinn aukavinnu til kl. 8. Á morgun byrja ég á næturvakt. Hann sagði ekki meira um þetta, en þetta var án efa erfiður dagur hjá honum. Hann var bú- inn að standa frá kl. 4—6 á horni Lækjargötu og Austurstrætis. — Hann var gegnblautur og ískald- ur — að vonum. í 18 ár hefur hann verið í þessu starfi. Það hiýtur að vera erfitt. — Átt þú eitthvert sérstakt tómstundagaman? — Já, ég á trillubát og fer á veiðar í frístundunum. Ég fer þá vestur á Svið, út í Garðsjó eða eitthvað annað hér í bugtinni. Það er mikil upplyfting. Sjórinn hefur líka alltaf átt eitthvað í mér. — Eftirminnilegasti ánægjuat- burðurinn í lífinu? — Ólympíuleikarnir 1936. Þeim gleymi ég aldrei. — Og ef þú ættir eina ósk til að fá uppfyllta? — Ja, henni yrði ekki betur varið en að óska þess að böx-nin 7 hefðu góða heilsu, og að all- ir ættu gleðileg jól, sagði þessi lögregluþjónn, sem verður á næt- urvakt og fjarri heimili sínu á sjálfum jólunum. Kristján Yatnes --- uu'lun aktim- ar eru leiðinleg- antar. Hann er á næturvakt á jól- Ansturstræti — stræti Hfs og vona Svo jafnvel þó að þynnist okkar ílokkur við þurfum ekki heimsins vegna að kvíða. Því eilífðina munar minnst um okkur — og munar ekki vitund um að biða. Svo kvað Tómas. A. St. leikunum í Beriín 1936 — i spjót- kasti, en í þeirri grein átti hann íslandsmet um langt árabil. Hann vildi Htið gera úr sínum afrekum — lítið gera úr sjálfum sér, en það var auðheyrt að hann ann iþróttum og á margar íagrar minningar frá íþróttaárum sín- um. — Xnnan þeirra er félagsskapur inn ágætur, sagði hann. Og það má segja að það er eins hér i lögreglunni. — Ætlaðirðu að verða lögreglu þjónn, Kristján? — Ég hafði eiginlega hug á sjón um, — og ég var byrjaður á því, en vegna veikinda — brjósthimnu bólgu — varð ég að hverfa frá því og svo atvikaðist þaS svo að Já, svona er fólkið í Austur- stræti. Menn koma þangað yfir- leitt í erindum eða er- indisleysu, fáir eiga þar heima. Þar eru sjómenn, leikarar, skólatelpur og lögregluþjónar og margir, margir aðrir. Þar er staumur hins iðandi Ufs. Því láfið heldur áfram, Austur stræti og önnxir kynslóð tekur við af hinni, sem forðum daga fór með þys og læti og fagnaði og hló á gangstett þinxxL JóEokveðjnr til fióttamnnna Vín, 21. des. (Reuter) IINN NÝI forstjÓTÍ flóttamanna- stofnunar S.Þ., dr. Auguste Lindt, sem kosinn var af Allsherjarþing- inu 10. des. s.l„ hefur sent öllum flóttamönnum í Austurriki jóla- kveðjur. Hann var 4 daga í Vki og ræddi við austurrísk stjórn- arvöld um vandamál flóttamann- anna. Sömuleiðis hitti hann Nix- on, varaforseta Bandaríkjanna, sem var á ferð í Austurríki sem persónulegur erindreki Eisen- howers forseta. Nýtt stáliðjuver í Frakklandi PARÍS, 17. des. — Lokið er nú smíði nýs stáliðjuvers í Audun-la- Tiche rétt við landamæri Luxem- borgar. Er iðjuverið reist af Terres-Rouges fyrirtækinu og er búið hinum fullkomnustu tækj- um, enda mjög stórvirkt. Það er áætlað að verksmiðjan bræði «m 300 smálestir af járni á dag, en afkastageta fyrri verksmiðja félagsins var 5<K) smálestir á dag. Bygging þessa mikla iðjuvers, er einn liðurinn í uppbyggingu og aukningu franska stáliðnaðar- ins. Síðast liðið ár var stálfram- leiðsla Frakka 12,6 millj. smálest- ir, en áætlun hefur verið gerð um að hún verði komin upp í 17 millj. smálestir árið 1960. Er áætlað aíS árleg aukning stálnotkunar i Frakklandi nemi 4%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.