Morgunblaðið - 23.12.1956, Side 12
t*
MORGUNRLAÐIÐ
Stmnudagai- 28. de«. 195«
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik
PraísUtvœindastjóri: Sigfús Jónss’un.
Aöak-itartjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigiur.
Einar Ásmundsson.
Lesbó-k: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
heimiíin
HVERJU byggðu bóli á
Islandi búast menn til há-
ttðar og tjalda sínu fegursta
hið iimra og ytra, prýða hí-
býli sín og kappkosta að kom-
ast í hið rétta jólaskap. Um
attt ísland ganga menn frá
verki, þar sem það er komið,
leggja frá sér verkfærin,
skriflólin, hálfriðin netin,
jafnvel dægurþrasið er lagt
á htlktna.
Á föstudaghui voru sól-
stöður. SóHn var komin í
lœgstu stöðu og nú þurfti að-
eins lítið átak til þess, að hún
hæfi göngu stna á himininn,
ofurlítið hærra, og síðan enn
hærra, unz skammdegið er á
flótta rekið um alian himin.
Kringum sólstöður er sem
berjist ljós og myrkur, það
er ekki að vita, hvernig þeim
bardaga lyktar, getur brugðið
til beggja vona. Fernþjóðirnar
hugsuðu sér sólina lífi gædda,
og ætti hún í stríði við myrkr-
ið, sem hún sigraði að lokum,
er hún brauzt upp á himininn
í glóandi mætti sínum.
Oll þjóðin sameinast í jóla-
haldi, kristin þjóð, sem vill
halda hátíðlega komu sólar
ljóssins á himm vorn: „í niða-
myrkrum nætur svörtum /
upp náðar rennur sól“. Hún
viil halda hátíðlega fæðingu
Frelsararans, því að „sá Guð,
or öll á hhnins hnoss, / varð
hold á jörðu og býr með oss.“
Island á engan auð meiri en
börnin í landinu. Þeirra er
framtíðin og þau eiera að erfa
landið. Þegar fennt er yfir
harðsporann eftir okkur, fara
þau í sporin og ávaxta það
pund, sem við látum þeim eft-
ir, með einhverju móti, vel eða
ilia. Allt yfirbragð lifaðs lífs
í landi þessu á komandi tíma
verður af þeim mótað og
myndað, sem nú eru börn.
Allur blær, sem á kann að
verða, öll menning, mannúð,
dugur og drengskapur, sem
vaxa kann og dafna í landinu
okkar, fer eftir því, hverju
við sáum í barnshugina í dag,
og það sem hver einn sáir, það
mun hann upp skera.
Hugur barnsins er hel«-i-
dómur, og þau vé má ekki
.spjalla. Jurtir þær, sem vaxa
á hugarakri barnsins, eru
bæði fagrar og viðkvæmar
eins og öll blóm, sem vökvast
af dögg morgunroðans. í
huga barnsins búa frjóangar
alls þess hezta, sem með þjóð
okkar mun gróa og fram
spretta á komandi árum,
fyrsta spíra hins volduga
meiðs þjóðlífs, sem gnæfa
mun yfir mörkina á landi
framtíðarinnar, íslandi ókom-
tnna ára. Það er ekkert mik-
ilsverðara en að hlúa vel og
af natni og umhyggju að þeim
frjóhnúðum. Þegar barnshug-
urinn gleðst við jólaljósið og
barnsaugun ljóma af heilög-
um hughrifum við lestur og
frásögn helgrar jólasögu, er
sáð hinttm fyrstu frækornum
mjúklætis og mannkærleika
og alls hins fegursta, s«ih að-
greinir líf manna og skyn-
lausra skepnanna og getur
reynzt fært um að beizla með
mannviti hma djúplægu og
„dýrslegu“ þætti mannlífsins,
breytt þeim í orku, sem knýr
áfram líf starfs og athafna,
prýtt fögrum siðiun og fáguðu
hátterni. Við skulum ekki
taka frá barninu hina heilögu,
saklausu gleði, er það slæst
í för með hirðunum, fylgir
á veg vitringunum og fyllist
undrun og heilagri lotningu,
er þeir bera fram dýrindis
gjafir sínar, undrast skært
skin Bctlehemsstjörnunnar og
horfir af forvitni á baulandi
og jarmandi búféð í gripa-
húsinu, og innan um alit
þetta náttúrulíf þau Jósef og
Maríu með barnið vafið reif-
um, — „hann hvílir nú í dýra-
stalli lágum.“ Og engum er
Jesúbarnið nákomnara en
börnunum, hann er bróðir og
vinur, deilir kjörum þeirra,
er lítið barn eins og þau. Þau
taka hann sér til fyrirmynd-
ar, vilja af honum læra, og
eins og sveinninn ungi, vilja
þau þroskast „að vizku og
vexti og náð hjá Guði og
mönnum.“
Þetta eru heilagir hlutir,
og ef við viljum vanda upp-
eldi og þroska barna okkar,
þá er þessi byrjunin: að gefa
þeim gleðileg jól, að hafa
þann brag á heimilinu, sem
allur mótast af hátíðinni og
tilefni hennar. Jólaguðspjall-
ið í 2. kapítula Lúkasarguð-
spjalls er ljóðræn, barnsleg
frásaga, tær og fögur í ein-
faldleik sínum, sem engin
augu sjá betur en augu barn-
anna.
Gleðileg jól!
JÓLASIÐIR
JÓLASIÐIRNIR eiga allir sína
sögu, margir hverjir langa,
því að ýmsir þessir siðir eru orðn-
ir til löngu fyrir Krists burð. Þeir
hafa tekið breytingum á aldanna
rás, uppruni þéirra er óljós og for-
saga þeirra kafnar í þeim óhóf-
lega íburði, sem nú einkennir jóla
hald margra. Við fögnum fæðingu
frelsarans með bsenum og sálma-
söng, en skrautið, veizluhöldin
og gjafirnar höfum við frá heiðn-
um forfeðrum okkar.
JÓLAHÁTÍÐIN
Ekki er vitað nákvæmlega
hvaða dag eða hvaða ár Kristur
fæddist — sennilega vegna
þess að mönnum kom ekki í hug
að halda fæðingardag hans hátíð-
legan, fyrr en fjórum öldum eft-
ir krossfestingu hans. Kristnir
menn komu sér saman um að
fagna fæðingu hans á þessum
tíma árs til að vinna á móti áhrif-
um þeirra miklu hátíðahalda,
sem Rómverjar stofnuðu til vik-
una 17.—24 desember til heiðurs
guðinum Satúrnusi. Sú var tíð,
að 25. desember var hátíðardag-
ur persneska sólarguðsins Mi-
þrasar.
Mikið var um dýrðir, er akur-
yrkjuguðinum Satúrnusi var
haldin hátíð um vetrarsólstöður.
Veizluhöldin voru íburðarmikil,
og kristnir menn höfðu mestu
óbeit á öllu því óhófi. Jólasiðir
kristinna manna voru upphaf-
lega mjög einfaldir, jólin voru
eingöngu trúarhátíð.
Þá var það siður með hinum
lítt siðuðu þjóðum N.-Evrópu að
fagna komu hækkandi sólar með
miklum hátíðarhöldum á miðj-
um vetri. Kynnt var undir kjöt-
kötlunum, og mun eftirlætis jóla-
rétturinn hafa verið villigaltar-
kjöt. En Hákon góði Noregskon-
ungur mælti
svo fyrir, að jól
í ríki hans
skyldu haldin
hátíðleg á sama
tíma og jól [
kristinna
manna. — í
Heimskringlu
segir: Hákon
konungr var
vel kristinn, er
hann kom í
Nóreg. En fyrir því at þar var
land allt heiðit og blótskapr
mikill ok stórmenni mart, en
hann þóttisk liðs þurfa mjök ok
alþýðuvinsæld, þá tók hann þat
ráð at fara leynilega með kristn-
inni, helt sunnudaga ok frjádaga
föstu. Hann setti þat í lögum at
hefja jólahald þann tíma sem
kristnir menn, ok skyldi þá hverr
maðr eiga mælis öl, en gjalda
fé ella, ok halda heilagt, meðan
öl ynnisk. En áðr var jólahald
hafit hökunótt, þat var miðsvetr-
arnótt, ok haldin þriggja nátta
jól.
JÓLABRANDURINN
Hin fornu norrænu jól voru
heimilishátíð. Á arninum, sem
var tákn heimilishlýjunnar, varð
að lifa eldur alla hátíðardagana,
því að ekki mátti tendra eld á
jólahátíðinni. Varð því að gæta
þess vandlega, að eldurinn slokkn
aði ekki. Þaðan mun runninn sá
siður, sem tiðk-
ast víða enn, að
kveikja í jóla-
brandinum
(sbr. branda-
jól) á arninum
á aðfangadags-
kvöld. Venju-
lega var kveikt
í brandinum
með logandi
skíði úr jóla-
brandinum frá
fyrra ári. Átti að brenna brand-
inn smám saman fram á þrett-
ándann. Var þá öskunni dreift
yfir akrana til að tryggja góða
uppskeru.
í Norður-Evrópu er eik notuð
í jólabrandinn ,en í Suður-Evrópu
£iskur, og sagt er, að sú venja
sé runnin frá sögunni um, að
hirðingjarnir hafi kveikt eld úr
askviði til að ylja Jesúbarninu.
sinni. Hann braut grein af tré,
gróðursetti hana og lét svo um-
mælt, að tréð myndi bera ávöxt
á jólum hvert ár. Jólatré voru
fyrst í stað skreytt hnetum og
ávöxtum eingöngu.
JÓLASPILIN
Spil voru upphaflega „jóla-
spil“. Hinrik VII. Bretakonjung-
ur mælti svo fyrir, að aðeins
skyldi spilað á spil á jólunum.
Spilamönnum þess tíma mun lík-
lega hafa þótt það hart aðgöngu.
En ekki munu Bretar hafa verið
með hýrari há, er hreintrúarmað-
urinn Oliver Cromwell bannaði
hátíðarhöld á jólunum, þar sem
honum þótti hátíðarhöldin róstu-
söm.
JATAN
Heilagur Franz
af Assisi tók
upp þann sið að
skreyta kirkju
sína með því að
setja a svið i
smáum stíl fæð
ingu Krists. —
Fyrst í stað
tíðkaðist þessi
skreyting að-
eins í kirk j -
um.
JÓLASÖNGVAR
Sálmar hafa ætíð verið snar
þáttur í jólafagnaðinum, en Heil-
agur Franz mun einnig hafa átt
upptökin að því, að ýmiss konar
jólasöngvar tóku að tíðkast. Það
var skoðun hans, að menn ættu
að njóta gleðskapar í hófi á jól-
unum. Jólasöngvarnir voru fyrst
og fremst fjörlegir, enda sniðnir
eftir frönskum danskvæðum.
JÓLAKLUKKUR
Klukkur og
klukknahring-
ingar hafa allt-
af verið höfuð-
tákn jólanna. I
ýmsum löndum
Evrópu er það
siður, að
hringd er dán-
arhringing í
kirkjunum í
eina klukku-
stund á að-
fangadagskvöld og á það að
merkja, að sá vondi (Satan) sé
dauður. Á miðnætti er hins vegar
hringd hátíðarhringing til að
fagna fæðingu Krists.
ENGLAHÁR
En hvernig er sá siður til orð-
inn að skreyta með englahári?
Sagan segir, að kona nokkur, sem
unnið hafði af kappi að undir-
búningi jólanna, hafi á aðfanga-
dagskvöld uppgötvað sér til skelf
ingar, að jólatréð hennar var
þakið köngullóarvef. Henni féll-
ust hendur, og hún gekk mædd
til .sængur. En er hún reis úr
rekkju næsta morgun, hafði
Kristur breytt köngullóarvefnum
í glitrandi englahár.
JÓLALJÓSIN
Ljósadýrð hefur ætíð einkennt
hátíðahöld að vetri til — líka
jólin, og kristnir menn munu
einnig í þessu
efni hafa orðið
fyrir áhrifum
tlj frá „ljósahátíð"
Gyðinga. Það
var siður með
Ítölum og Bret
um á miðöld-
um að gefa
kerti á jólun-
um. Á Xrlandi
settu menn
kerti í glugga-
kistur til að lýsa Jesúbarninu og
Maríu Guðsmóður. Á Norður-
löndum var kveikt á kertum á
jólakökunni. Þaðan mun senni-
lega runninn sá siður að hafa
kertaljós á afmæliskökum.
JÓLAGJAFIR
Á Satúrnusarhátíðinni gáfu
Rómverjar gjafir, og tóku kristn-
ir menn upp þennan sið á jóla-
hátíðinni. Þjóðhöfðingjar, aðals-
menn og klerkar væntu þess
jafnan, að leiguliðar þeirra
færðu þeim gjafir á jólunum. —
JÓLAKORT
Jólakort komust fyrst í tízku
skömmu fyrir miðja 19. öld í Eng
landi, en menn greinir á um,
hver hafi átt upptökin að þeirri
venju að senda jólakort. En hug-
myndin mun fengin frá þeim sið,
að börn skrifuðu jólaljóð á arkir,
sem skreyttar voru teikningum
úr fæðingarsögu Frelsarans.
JÓLAGREINAR
Það var siður með Rómverjum
að skreyta hús sín með grænum
greinum á Satúrnusarhátiðinni.
Kristnir menn vildu ekki taka
upp þennan sið fyrst í stað, en
hurfu samt að því síðar til að
reyna að komast hjá ofsóknum.
Grænar greinar af ýmsum gerð-
um eru nú mikið notaðar sem
jólaskraut.
JÓLATRÉD
Vinsælasta tákn jólanna — hið
skreytta, lýsta jólatré — er til-
tölulega ungt að árum. Jólatré
komu fyrst til sögunnar á 19.
öldinni í Þýzkalandi. Sú saga er
þó sögð, að Marteinn Lúther hafi
fyrstur kveikt
Ijós á tré á
jólunum, og
vildi hann með
því tákna feg-
urð stjörnskins
á vetrarnóttu.
— Fjölmargar
sagnir eru um
tilkomu jóla-
trésins. — Ein
hljóðar svo, að
barn hafi barið
að dyrum á fátæklegu hreysi á
aðfangadagskvöld. íbúarnir tóku
barninu vel og gáfu því að borða.
Næsta morgun heyrðist engla-
söngur, og Kristur birtist í dýrð
Mikill doðafaraldur
í Árneshreppi
GJÖGRI, Strandasýslu, 21. des-
ember. — Upp á síðkastið hefur
mikið borið á doða í kúm hér í
hreppnum. Hafa flestar kýr, sem
borið hafa í haust og það, sem af
er vetrinum, tekið veikina og
orðið illa úti. Margar þeirra hafa
drepizt, en þær sem lafð hafa
doðann af, hafa verið til lítils
gagns.
Mönnum hér er þessi doðafar-
aldur óskiljanlegur, því hér hef-
ur yfirleitt mjög lítið borið á
doða fyrr, rétt í einstaka tilfelli.
Samband hefur verið haft við
dýralækni, sem hefur útvegað
meðul. Hafa þau lítið sem ekk-
ert komið að gagni.
Eru bændur að láta sér detta
í hug, að ef til vill stafi þessi
veiki af hinum íslenzka áburði,
sem notaður var á túnin í vor,
þótt engin vissa sé feg-nin íyrir
að svo sé. •—Regína.
ÞÚFUM, ísafjarðardjúpi, 21. des.:
— Barnaskólanum í Reykjanesi
var slitið 18. þessa mánaðar.
Strax upp úr áramótum byrjar
héraðsskólinn, sem verður full-
skipaður. — Páll.