Morgunblaðið - 29.12.1956, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. des. 1956
MORCUIV BLAÐIÐ
3
Komið var uð kvöldi og yngstu flóttamenniriiir v oru háttaðir. Framtíðin bíður þeirra — í nýju landi,
Hervarnir og fishtollar
BANDARÍSKA stórblaðið „New
York Times“ skýrði frá því 12.
des. s. 1., að sjómenn og fisk-
framleiðendur á austurströnd
Bandaríkjanna séu óánægðir með
þá ákvörðun Eisenhowers forseta
að hækka ekki tolla á innfluttum
fiskflökum. Tollanefndin hafði
mælt með slíkri hækkun, en Eisen
hower neitaði að verða við til-
mælum hennar. Á fyrstu 10 mán-
uðum þessa árs voru íslendingar
annar stærsti innflytjandi á fisk-
flökum til Bandaríkjanna.
Leverett Saltonstall, hinn
kunni öldungadeildarþingmað-
ur Republikana frá Massachus
etts, lét svo uminælt, að lík-
lega væri „samband milli ný-
afstaðinna samninga við ísland
og þeirrar ákvörðunar forset-
ans að hækka ekki tolla á inn-
fluttum fiskflökum". Átti hann
þar við samningana um áfram-
haldandi hersetu Bandaríkja-
manna á íslandi. Kvaðst þing-
maðurinn hafa orðið fyrir mikl
um vonbrigðum af ákvörðun
forsetans.
Victor Turpin frá New Bedford,
sem er ritari og gjaldkeri Sjó-
mannasambandsins á Atlantshafs-
ströndinni, sagði: „I>að er hlægi-
legt að halda því fram, at
Kanada og Nýfundnaland verði
kommúnismanum að bráð. bara
vegna þess að við kaupum ekki
allan fisk þeirra; við getum hvort
sem er aldrei keypt lönd“. Með
þessum orðum var hann að skýr-
skota til þeirrar yfirlýsingar
Eisenhowers, að hann áliti efna-
hagslegan styrkleika þeirra ríkja,
sem flyttu inn fisk til Bandaríkj-
anna, hafa „stórlega þýðingu 1
áframhaldandi baráttu okkar við
ógnun heimskommúnismans".
■— Okkur var kennt það í skól-
unum að landið væri fjallaey í
norðanverðu Atlantshafi og
þjóðin lifði á fiskveiðum.
— Og annað vissuð þið ekki?
— Nei. Við liöfðum að vísu
séð áróðurskvikmyndir, þar
sem skýrt var frá því að Is-
land væri ekekrt annað en
bandarísk herstöð. Þar sáust
herflutningar, skriðdrekar o.
þ. 1.
— Hvaðan skyldu ungverskir
kommúnistar hafa fengið þessar
m;,ndir, varð einhverjum á að
epyrja. Það var þögn. — I.oks
er spurt:
— Hvað munduð þér segja við
þá íslenzku kommúnista sem
hr.fa ckki enn læknazt eftir at-
burðina í Ungverjalandi?
— Farið og kynnist kjörum al-
þýðunnar í kommúnistaríkjun-
um. Það gæti læknað ykkur.
BARÐIST í FJÖLLUNUM
VIÐ eigum stutt samtal við 21
árs gamlan iárnbrautarverka-
mann og vélaverkfræðing, 26 ára
að aldri. — Járnbrautarverkamað
urinr. barðist í Stalinvaros og
varði leynistöð frelsissveitanna í
borginni. Þegar frelsissveitirnar
urðu að fiýja borgina, tóku þær
upp skæruhernað í fjallahéruðun
um í vesturhluta Jngverjalands
og þar barðist verkamaðurinn
með félögum sínum í 3 sólar-
hrmga. Rússum tókst þá að
sundra hópnum, svo að þeir á-
kváðu að flýja til Austurríkis.
Þeir voru 12 saman og fóru með
vopn sín með sér. Foreldrar þessa
unga manns búa í Ungverjalandi
og vita ekki, hvar hann er niður
kominn.
Þegar við spurðum hann, hvern
ig honum litist á sig hér á landi,
svaraði hann:
— Mér finnst alit fallegt, sem
ég hef séð. Og allir, sem ég hef
kynnzt eru mjög góðir — eins og
flestir heima.
Verkfræðingurinn er hér ,neð
konu sína með sér. Hann var e.nn
af helztu leiðtogum frelsissvcit-
anna í sínu héraði og hafði það
starf einkum á hendi að eyði-
leggja samgönguleiðir Rússa. —
Hann segir:
— Hinn 7. nóvember kor.iu
kommúnistar til mín og kröfðust
þess að ég svaraði til saka. Þeir
þorðu ekki að taka mig fastan,
Síðan ætluðu þeir að handtaka
mig. Ég komst á snoðir um það
og flýði með konu minni. Við
vonumst til að fá atvinnu hér
svo að við getum stofnað heimili
okkar á ný.
í
HVERS VEGNA?
FLÓTTAMANNAHÓPNUM er
19 ára gömul kona. Hún býð-
ur af sér góðan þokka og virðist
á yfirborðinu leika á als oddi.
En á bak við gáskann er dýpri
Surnir tefldu
því að ég hafði verið skipaður í
verkamannaráð héraðsins, 3nda
vann ég í verksmiðju. Verka-
mennirnir voru ákveðnir í að
leggja niður vinnu, ef verka-
rnannaráðið yrði tekið höndum.
Settu þeir þá án þess að ég vissi
yfirlýsingu í kommúnistablaðið,
þar sem ég er látinn hvetja alla
verkamenn að vinna fyrir hina
nýju ríkisstjórn Kadars. Með
því ætluðu þeir að egna verka-
mennina gegn mér og láta þá
reka mig úr verkamannaráðinu.
Hér sjást fimm flóttamannanna,
ctofumaðurinn og unnusta hans
m. a. verkfræðingurinn, skrif-
og búfræðingurinn (standandi).
sorg og meiri þjáningar en nokk-
urn getur órað fyrir. Og þegar
nánar er að gætt speglast í þessu
föla andliti harmsaga þeirrar
kynslóðar, sem kommúnisminn
hefur svipt sannri gleði og lífs-
hamingju. Þegar þið hafið
kynnzt sögu hennar, verður ykk-
ur áreiðanlega á að spyrja: Hvers
vegna? Hvað hefur hún unnið til
saka? Hvernig er hægt að leggja
slíkar hörmungar á saklausa
æsku sem biður aðeins um frið
og birtu? — Þessi unga kona lief-
ur ekki hugmynd um, hvort mað-
ur hennar er iífs eða liðinn og
15 mánaða gamalt barn hennar er
ennþá í Búdapest.
— Það er telpa, segir hún og
bítur' á jaxlinn, og hún er hjá
mömmu og pabba. En þau vita
ekkert, hvar ég er. . — Ég hef
reynt að skrifa — vona að það
beri árangur — mig langar til að
fá dóttur mína hingað — en —
Við vitum ekki, hvort við eigum
að halda samtalinu áfram, en hún
má ekki heyra á það minnzt, að
því verði slitið. Kjarkurinn er
óbilandi. Þetta fólk á það sam-
merkt að vilja ræða um örlög
sín, ef það mætti verða til þess
að lcoma einhverju góðu til leið-
ar.
Unga móðirin heldur áfram:
— Ég hef ekkert frétt að heim-
an síðan í nóvember. 29. nóv.
flýði ég land, en þá hafði ég ekki
kojnið heim í 5 daga. Ég vann
við að koma dreifimiðum og blöð-
um frelsissveitanna út á land.
Stolið af leiði
KIRKJUGARÐSRÆNINGI, sem
er heldur sjaldgæft fyrirbæri hér,
hefur verið á ferðinni í gamla
kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Um jólin var þar ljós á fjölda
leiða þar í garðinum. Voru all-
mörg ljós tengd við bílgeyma.
í gær var komið til rannsókn-
arlögreglunnar og kært yfir því,
að af einu leiðanna, þar sem ljós
höfðu verið frá bílgeymi, hefði
rafgeyminum verið stolið. Ekki
er vitað hvenær það var, að
kirkjugarðsræninginn nam hann
á brott, en á annan dag jóla var
þar ljós á leiðinu, en í gær var
geymirinn horfinn.
Það er aldrei að vita nema ein-
hver hafi séð til ferða þessa stór-
einkennilega manns, sem hér hef-
ur verið að verki. Ef svo er, þá
væri ransóknarlögreglunni þökk
í því að fá um það ábendingar.
En ótrúlegt er að þjófurinn geti
haft mikla ánægju af því ljósi nú
um hátíðirnar, sem hann fær frá
hinum stolna geymi.
Maður nokkur, sem heytði um
þennan einstaka þjófnað sagði:
Hann er ekki hjátrúafullur þessi
náuhgi!
32,000 kr.
var stolið
MEÐAL kunnustu fyrirtækja
bæjarins, Feldurinn, varð fyr-
ir næturheimsókn í fyrrinótt,
er þjófur lagði leið sína i
skrifsíofnr fyrirtækisins og
stal þar 32,000 krónum i pen-
ingum.
Skrifstofa Feldsins er í stór-
hýsinu Laugavegi 105. Þjófur-
inn hefur komizt inn um
glugga á húsinu og inn í skrif-
stofuna. Þar er meðal annars
vandaður skjalaskápur. Þjóf-
urinn sprengdi þcnnan skáp
upp. Þar voru peningarnir
geymdir í litlum peningakassa
sem þjófurinn eða þjófarnir,
því ekki er vitað hvort einn
eða fieiri hafa verið þarna að
verki, sprengdu upp og
tæmdu.
Forráðamenn fyrirtækisins
geyma yfirleitt ekki fé í skrif-
stofunni. Var hér um nærri
því einsdæmi að ræða, að
svona mikil fjárhæð skyldi
þar geymd næturlangt. Rann-
sóknarlögreglan fékk málið i
sínar hendur í gær.
í fyrrinótt var einnig brot-
izt inn í verzlunina Gefjun-
Iðunn í Kirkjustræti og stol-
ið þar milli 800 og 900 krón-
um í peningum.
Úthliiliin
ÚTHLUTUN skömmtunarseðla í
Reykjavík fyrir næstu 3 mánuði
fer fram í Góðtemplarahúsinu
uppi, 2., 3. og 4. janúar, kl. 10—5
alla dagana. Seðlarnir verða eins
og áður afhentir gegn stofnum
af fyrri skömmtunarseðlum, —
greinilega árituðum.
aðrir prjónuðu
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Einu sinni var ég handtekin, þeg-
ar ég var að fara með blöðir.
og sett í fangelsi. Þar var
ég í 4 daga matar- og klæðalítil,
en síðan var mér sleppt. Hélt ég
þá áfram að annast dreifibréfin.
Við höfðum bækistöð í kjallara
Péterfi-sjúkrahússins, en Rússar
og AVO-menn umkringdu húsið
og réðust inn í það. Ég fékk leyfi
til að sækja kápuna mína, áður
en ég yrði flutt í fangelsi, en gekk
þá á lagið og flýði við annan
mann. Síðan var ég fjórum ung-
verskum blaðamönnum samferða
til landamæranna og gekk sú ferð
vel.
— Hvað var starf yðar í Ung-
verjalandi?
— Ég vann við vefnað.
— Og þér vonizt auðvitaff til
þess að fá einhverja vinnu við
það hér?
— Já.
— Munduð þér fara heim aft-
ur, ef aðstæður breyttust?
— Þær yrðu að breytast mikið.
En auðvitað vildi ég helzt af öllu
fara heim aftur, ef þar væri hægt
að lifa mannsæmandi lífi.
★ ★ ★
ÞAÐ er kominn ókyrrð í hópinn,
því að ljósmyndari er kom-
inn til að taka vegabréfsmyndir
af flóttamönnunum. Við kveðjum
þá og vonumst til þess að þeir
uni sér vel í nýja landinu. List-
inn hans Andrésar kemur sér
ágætlega í lokin — og við segj-
um: Koszonom.