Morgunblaðið - 29.12.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.1956, Blaðsíða 6
8 MOPCrrynr 4fíifí LaugaTdagur 29 des. 1956 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Töfraflauizsn eftir Mozart Ó P E R A N Töfraflautan eftir Mozart var frumsýnd í Þjóðleik- húsinu annan jóladag í glæsileg- um búningi og við góðar viðtölc- ur. Þetta er þriðja óperan eftir hann, sem flutt er hér í Reykja- vík. Hinar eru Brúðkaup Figarós, sem fiutt var í Þjóðleikhúsinu vorið 1950 af söngkröftum Kon- unglegu sænsku óperunnar í Stokkhólmi — fyrsta óperan, sem flutt er hér á landi — og Bastien og Bastienne, sem flutt var í Sjálf stæðishúsinu haustið 1955. Mozart samdi Töfraflautuna laust fyrir andlát sitt. Hún er ólík fyrri óperum hans að því leyti, að hún er ekki samin í ítalska stílnum — opera buffa —, heldur er hún sú tegund, sem Þjóðverjar kalla Singspiel. Hún er söngur og leikur, stund- um er talað, en ekki sungið á sviðinu, og tónlistin er í anda hins alþýðulega söngs í Þýzka- landi, bæði vísnasöngs og kór- söngs. Þó hefir Mozart ekki með öllu sleppt ítalska stílnum, því að í óperunni eru koleratúr-arí- ur, eins og t.d. arían, sem drottn- ing næturinnar syngur í 2. þætti, en hún er einhver tilkomumesta og vandsungnasta óperuaría, sem samin hefir verið. Engu að síður er óperan sérstæð og er upphaf nýrrar, þýzkrar tónlistarstefnu. A þessum grundvelli er þýzka óper- an reist. Næsta merka óperan í þessum stíl var Freischiitz eftir Weber, sem er Singspiel. Wagner reisti list sína á Weber, auk þess sem hann lagði nýtt til frá sjálf- um sér. Þannig má rekja þráð- inn til Richard Strauss. Þetta er saga alþýzkrar óperu. Töfraflautan er látin gerast í Egyptalandi einhvernUman í fyrndinni. Hún hefst á því, að Tamínó prins er á flótta undan eiturslöngu. Hann hefir skutið öll- um örvum sínum og virðist úti um hann. Þá birtast allt í einu þrjár j þernur drottningar næturinnar og ; drepa kvikindið með kyngikrafti' orðanna, en prinsinn fellur í dá. Nú heyrast fimm tónar í stíg- andi röð úr panflautu og Papa- geno kemur inn á sviðið og syng- ur fuglaveiðarsönginn. Hann lifir á fuglaveiðum og er með fugla- búr. Hann er einföld sál og hugs- ar ekki um annað en m.mn og maga. Þegar prinsinn vaknar úr dá- inu, gortar Papageno af því, að hann hafi drepið dýrið með eigin hendi. Þernurnar refsa honum fyrir lygina með því að svifta hann málinu. Þær sýna nú prins- inum mynd af Tamínu, dóttur næturdrottningarinnar, og verður hann strax ástfanginn. Nú myrkv ast sviðið og heyrast þrumur og sjálf næturdrottningin hirtist á baksviðinu og syngur aðra af hinum frægu aríum sínum og rekur raunir sínar. Hún fræðir prinsinn um það, að Pamína dótt- ir hennar hafi verið numin brott af fjandmönnum hennar. Tamíno lætur ekki á sér standa og býðst til að frelsa hana. Papageno fugla veiðari ætlar að slást í förina með honum, en þernurnar hafa nú gefið honum málið aftur. Þær gefa prinsinum töfraflautu og fuglaveiðaranum töfrabjöllur, sem hafa þann mátt að fæla burt iU öfl, sem að þeim kunna að sækja. Hefst nú leitin að Pamínu prinsessu, en hún er innilokuð í musteri spekinnar. Þetta hefir prinsinn fengið að vita. Musterinu ræður Sarastró, sem er æðsti prestur Isis og Osiris. Eins og nærri má geta er ekki auðhlaup- ið þar inn, því musterisins er vandlega gætt. Náðin ein nægir ekk-i til að upplokið verði. Það þarf meira til. Til þess þarf verð- leika eða mannlega fullkomnun. En úr því verður ekki skorið nema með prófum. Það er skemmst af að segja, að prinsinn, sem vill allt til vinna til að geta frelsað sína elskuðu óstmey, stenzt öll prófin, og fær hennar að launum. Papageno er sú manntegund, sem ekki virðist líkleg til að standast þær freistingar, sem á hann eru lagðar, og er ekki útlit fyrir annað en að hann muni kol- falla á prófunum. En af því þetta er ævintýri, og eins og allir vita, þá eiga öll ævintýri að enda vel, þá slampast hann einhvernveg- inn í gegn um prófin og fær sína Papagenu. Shikaneder, höfundur textans, hafði fengið Mozart til að semja tónlistina. Fyrir honum vakti ekki annað en að semja töfra- eða galdraóperu, eins og þá voru í tízku. En Mozart sá málið í öðru ljósi. Báðir voru þeir frímúr- arar og Mozart var það af lífi og sál. Mannkærleikshugsjón reglunnar heillaði hann. En frí- múrarareglan var þá sem leyni- regla illa séð af valdhöfunum og hafði fjórum af sex stúkum henn- ar verið lokað með valdboði, svo að betur væri hægt að fylgjast með starfi hennar. Mozart þóttist sjá, að óperan gæti orðið frímúr- arareglunni til gagns með því að gefa í skyn, að leynireglan eða musterisreglan í .2. þætti væri ekki þjóðhættulegur félagsskap- ur, heldur góður, með göfugar og háleitar hugsjónir. Jósep konungur hafði verið hlynntur frímúrurum meðan hann var prins, en hann var ný- tekinn við konungsdómi, þegar óperan var sarpin. Hann er því Atriði úr 2. þæíti: Papageno (Kristinn Hallsson) og hinir þrir unglingar. shrifar úr daglega lifinu ÞÁ er jólunum lokið og aftur komm kyrrð á. Það er alltaf mikill hvíldartími, sem tekur við að lokinni hátíðinni. Boginn hef- ir verið spenntur til hins ítrasta fyrir hana, allir hafa unnið í óða önn og gengið þreyttir til hvílu. Starfið hefir verið margt og mér liggur við að halda, að margir hverjir njóti alls ekki jólahátíð- arinnar sem skyldi fyrir þá sök, að þeir ganga í fagnaðinn ör- þreyttir, hvort sem það eru hús- mæður á barnmörgum heimiluro eða aðrir. En það er sama hvort menn eru hvíldir eða þreyttir, jólin eru ávallt sama mikla há- tíðin, sem gleður jafnt unga sem gamla. Og nú „post festum" þeg- ar við rennum huganum til þess- ara jóla minnumst við þeirra líka með gleðihug og biðjum þess að alltaf fáum við að njóta jólanna í friði og ró án þess að nokkur öfl rjúfi þá helgi sem yfir þeim jafnan hvílir. Jólaferð í lausu lofti. ÞEGAR menn mætast á þriðja dag jóla eins og kallað er, til vinnu og starfa, er oft mikið spjallað um jólahaldið og jóla- gjafirnar. Sjáifur átti ég nokkuð óvenjuleg jól að þessu sinni, að því leyti, að ég lagði land undir fót og fór með flugvél yfir landið þvert og endilangt. Á leiðinni var veður óstöðugt mjög, það var á Þorláksmessu, illt í lofti og vélin hristist og kafaði svo skarplega, að stundum fannst manni að mag inn yrði eftir, þegar líkaminn féll óravegu niður í geimnum. Það er sannarlega óþægileg tilfinning og undarleg mjög. Enda leið ekki á löngu þar til farþegarnir í véí- inni tóku að veikjast hver af öðr- um af flugveiki, sem er nákvæm- lega eins og sjóveikin með öllum hennar sjúkdómsmerkjum. Flug- þei'nan, hin vörpulegasta kona, var á þönum um vélina og bar frá fólki afleiðingu loftveiki þess og að því vatn til hressingar. Mátti segja að þar væri að sjá annan hvern mann veikan. Reykjandi yfir sjúklingum. EN það sem mér þótti sæta mestri furðu var, að nokkrir af karlmönnunum í flugvélinni reyktu sígarettur sínar hinir ró- legustu, púuðu út í loftið og höll- uðu sér makindalega aftur i sæt- unum. Þeir voru ekki sjúkir, en þeim hugkvæmdist augsýnilega heldur ekki, að ekkert er vena fyrir sjóveikt eða loftveikt fólk en sígarettureykur. En þeir skeyttu þvi engu og héldu upp- teknum hætti. En hér hefði flug- freyjan, ef vel hefði verið átt að grípa fram í og skakka leikinn. Hún átti að biðja þá, sem sígrett- ur reyktu kurteislega um að hætta því, enda er vafalaust að allir hefðu farið að beiðni henn- ar. En í þetta sinn láðist henni það, þótt segja mætti að raunveru lega sé það ein af starfssky’dum flugfreyja, þegar svona s’endur á. Og nú vil ég beina því til allra þeirra flugfreyja, sem þennan dálk lesa að gæta þess í framtíð- inni að loft í flugvélum sé ekki allt mengað sígarettureyk þegar allmargir farþeganna kveijast aí loftveiki. Kaupaeði fyrir jólin. HÉR í höfuðborginni munu fjöl- margir hafa fest kaup á ýmiss konar heimilisvélum síðustu dag- ana fyrir jólin og látið sinn jóla- pening í kaup þau. Þetta er vegna þess að hin nýju „úrræði“ ríkis- stjórnarinnar hækka allmjög verð á þessum nauðsynlegu tækj- um, sem almenningur allur kaup- ir og notar, enda er fjarri því að unnt sé að kalla heimilisvélar neinn lúxus lengur. Einn kunn- ingi minn, sem átti nokkurt fé handbært, lagði það í forláta út- varpsgrammófón, annar gat snú- ið sér út stóran ísskáp á heildsölu verði, Þannig var það um marga, að þeir lögðu handbært fé í heim- ilisvélar, jafnvel þótt þeir hefðu ekki ætlað sér að kaupa þær næstu misserin. Þetta er ekki nema ein afleiðingin af þeim þungu sköttum og tollum, sem stjórnin hefir lagt á okkur, sem almenningi tilheyrum, en flestir verða víst sammála um það að fjarri er að þeir skattar séu rétt- látir, enda á þeim vörum sem við kaupum öll daglega. Og því er öllum ráðið heilt með því að leggja sparipeninga sína í önnur verðmæti, meðan þau hafa ekki enn hækkað í verði. Tamínó prins í óperunni og Pam- ína prinsessa er austurríska þjóð- in. Sarastró, æðsti prestur í must- eri Isis og Osiris, er andlegur höfðingi frímúrarareglunnar í Vínarborg, Ignaz von Born. Drottning næturinnar er engin önnur en María Theresia drottn- ing, sem vann að því að brjóta niður regluna. Drottningunni tii hjálpar í óperunni er blökkumað- urinn Monostatos. Hann hefir smeygt sér inn í sjálft muste'rið og hann ásælist prinsessuna. Og hvern haldið þið að sú persóna eigi að tákna? Hún á að tákna kaþólska klerkavaldið. í óperunni eru mörg frímúrara- tákn, svo sem hinir frægu hljóm- ar hornanna í forleiknum, sem koma þar þrisvar sinnum þrisvar fyrir og eru síðar endurteknir í óperunni, þegar Taminó prins er í þann veginn að ganga í hinn leynilega félagsskap í musterinu. Mannkærleikshugsjón reglunn- ar var lifandi kraftur í Mozart og það verðum við að hafa í huga, þegar við hlustum á þessa óperu. í mörgum lögunum birtist hrein- leiki og fegurð, sem er af himn- Atriði úr 2. þætti: Paiuina (Þorst. Haimesson). unour Páisúótúr) og Tamino Atriði úr 2. þætti. Næíurdrottn- ingin (Stina Britta Melander). eskum uppruna, og er nærtækt dæmi að benda á lagið, sem al- þekkt er hér á landi við sálminn „í dag er glatt í döprum hjörtum". Eftir þennan langa inngang vil ég minnast á söngvarana og aðra, sem mestan veg og vanda höfðu af þessari óperusýningu. Jón Sigurbjörnsson fór með hlutverk Sarastró æðsta prests. Hann hefir djúpa og trausta bassarödd og fór virðulega með hlutverk sitt og leyndi sér ekki, að hann er vanur leikari. Þor- steinn Hannesson fór með hlut- verk prinsins. Hann er vanur sviðinu sem óperusöngvari og söng af smekk og skilningi. Tenór rödd hans er mikil, en ég saknaði þess, að hún hefir ekki þann ljóma og lit, sem hlutverkið gerir kröfu til. Guðmundur Jónsson hafði lítið hlutverk, en gerði því góð skil, eins og vænta mátti. Stina Britta Meíander fór með hlutverk næturdrottningarinnar. Söng hún hér sem gestur í þriðja sinn. Hún hefir mikla og skæra* sópranrödd og mjög háa "Hvað tækni og raddsvið snertir, var ekkert því til fyrirstöðu, að hún gæti gert hinum vandsungnu koleratúr-aríum góð skil, en ár- angurinn varð minni en efni stóðu til og hygg ég það stafa af því, að hún söng á íslenzku. Málið hefir ef til vill átt nokkurn þátt í því, að hún gat ekki beitt sér nóg við sjálfa túlkunina. Þuríð- ur Pálsdóttir fór með hlutverk prinsessunnar. Hún er geðþekk og glæsileg á sviðinu og hefir fagra sópranrödd, sem hún beitir af mikilli tækni. Hygg ég, að allir hafi verið ánægðir með frammi- stöðu hennar. Kristinn Hallsson fór með hlutverk Papagenos, Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.