Morgunblaðið - 20.01.1957, Side 6

Morgunblaðið - 20.01.1957, Side 6
9 MORCVMtT A ÐIÐ Sunnudagur 20 lanúar 1957 / fáum orbum sagt: Ég hef ekki verið í Reykja- vík d pdskum síðan 1916 Babbað við Helga fró Brennu um úfiivist og gönguferðir HELGX JÓNASSON frá Brennu varð sjötugur á nýjársdag. Hann er einn af helztu íþrótta- írömuðum landsins og göngu- garpur svo mikill, að einsdaemi eru. Maður hefur það jafnvel á tilfinningunni, að ómögulegt sé að ræða við Helga innan fjög- urra veggja, það sé miklu heppi- legra að hafa tal af honum undir l>eru lofti, t. d. á gönguferð aust- ur að Lögbergi. En til þess er varla tími í önnum og annríki blaðamennskunnar. ★ ★ ★ — 17'g hef nieiri áhuga á úti- M-J vist og gönguferðum en nokkurn tíma áður, sagði Helgi frá Brennu, þegar ég hitti hann að máli fyrir skömmu, og hann bætti við: Það er til viss þrái sem kallaður er Brennuþrái og ég hef hann áreiðanlega í rík- um mæli. Það líður varla sú helgi, að ég fari ekki eitthvað út íyrir lögsagnarumdæmi Iíeykjavíkur. Ég hef ekki verið í Reykjavík á páskum síðan 1916 og aldrei á hvítasunnu síð- an 1912. — Þú hefir þá sennilega ekki hugmynd um, hvernig Reykjavík lítur út á þessum hátiðum? — Jú, svarar Helgi og brosir, mér er það í bamsminni. Við förum að ræða um ferða- lög og gömlu Reykjavík en Helgi vill sem minnst láta hafa eftir sér. Ég kvarta undan þessu, segi að það sé ófært að þurfa að toga hvert orð upp úr honum. — Hann svarar snöggt: — Þú ert sá fyrsti sem segir það. Einu sinni sat ég við læk og hlustaði á niðinn, þögull <>g hljóður. Við hlið mér sat vin- kona min. Ég sagði upp úr eins manns hljóði: Það er undarlegt, hvað maður verður þögull og hugsi við að hlusta á lækjarnið. — Já, svaraði hún. Þá settir alltaf að sitja við læk. Og svo segir þú, að það sé erfitt að fá orð upp úr mér! ★ ★ ★ Hann tekur upp sígareitu og heldur á henni stundar- kom milli fingranna. Ég segi: — Vantar þig eldspýcu? — Nei, svarar .rann snöggur upp á lagið, ég er frá Brennu! Svona er Helgi, glettinn og gamansamur, ef sá gállinn er á honum. — Þú ert Reykvíkkigur í húð og hár? — já, og foreldrar mínir báð- ir. Og kúgaður kotninn i heiminn", eins og allir Suður- nesjamenn. En'auðvitáð er ég fyrst og fremst Austurbæingur. Þegar Erlendur Pétursson átti rnerkisafmæli fyrir nokkrum ár- um, sagði hann í blaðaviðtali við Mbl., að hann hefði aldrei sofið fyrir austan Læk. Ég sendi hon- um þá afmælisskeyti og sagði, að það væri frá manni, „sem hefur aldrei sofið viljandi fyrir vestan Læk“. — Hvað dettur þér einna helzt í hug, Helgi, þegar þú ferð að rifja upp kynni þín af gömlu Reykjavík? — Ekkert sérstakt. Reykjavík var ákaflega skemmtilegur bær, eins og hún er raunar enn. Ann- ars hafði hún þann kost í gamla d.aga, að hér störfuðu engar nefndir. Maður rakst aldrei á neinar nefndir, hvorki bama- verndamefnd né áfengisvarna nefnd. En núna rekst maður á einhverja nefnd Við hvert hús- hom! — En hvað um íþróttimar? Þú hefur alltaf verið mikill íþrótta- maður. — Nei, ég hef aldrei verið íþróttamaður í þeirri merkingu, sem nú er lögð í það orð. Eg hef t. d. aldrei getað „farið í gegnum“ sjálfan mig. Aftur á móti hef ég alla tíð verið „sports- maður“. — Þegar við stofnuðum íþróttafélag Reykjavíkur 1907, hafði ég iðkað þær íþróttir, sem tiðkuðust einna helzt í þá daga, — hafði hlaupið, þegar ég var hræddur og jafnvel stokkið yfir skurði, ef mikið lá við. T. d. þegar við strákarnir höfðum brotið rúðu einhvers staðar. — Síðar fór ég að iðka fimleika og gerði, þangað til að ég var kominn yfir fimmtugt. Annars hef ég alltaf verið mikill unn- andi frjálsra íþrótta. Það er alls staðar hægt að iðka þær. Ég bárðist mjög fyrir því, að Víða- vangshlaupið hæfist, en nú vant- ar menn í það. — En gönguferðirnar, hvenær byrjaðir þú á þeim? — Það var um það leyti, sem ég vann í verzluninni Edinborg — eða 1903. Þá fór ég að rölta um nágrenni bæjarins og var ævinlega talinn vitlaus. Siðan hef ég alltaf haft mikið dálæti á nágrenni Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar. — Og hvers vegna hófstu þess- ar gönguferðir? — Það var aðallega vegna þess, að föðurbróðir minn gaf mér Flóru íslands og mig lang- aði til þess að athuga og k.ynn- ast náttúru landsins, bætir Helgi við, hef haft einhverjar bækur is á ferðalögum um landið, einkum íslendingasögur og sýslu lýsingar. 1906 bættust 3 göngumerm við og kallaði sr. Friðrik Friðriks- son hópinn „Hvatur“. Hann var hrifinn af þessum gönguferðum okkar og hvatti unglingana í KFUM til að fara að dæmi okk- ar. Árið 1907 keyptum við tjald. Ég hygg, að það sé fyrsta tjald- ið hérlendis, sem hefur einung- is verið notað til skemmtunar. Síðan hef ég sofið eitthvað tjaldi á hverju sumri. — Síðar var ég með í Nafnlausa félaginu, sem svo hefur verið kallað. Það er upphafið að Ferðafélagi ís- lands, en það stofnuðum við 1927. — Nafnlausa félagið, hvernig stóð á þeirri nafngift? — Við vorum að kaupa nesti í Liverpool. Verzlunarmaðurinn, sem þá var, Magnús Kjaran, spurði hjá hverjum ætti að skrifa það. Enginn vildi láta skrifa hjá Helgi frá Brennu: Þá rakst maður aldrei á neinar nefndir! sér og sögðum við, að bezt væri að skrifa þetta hjá félaginu. — Hvað heitir það? spurði Magnús. Okkur varð svarafátt, svo að hann segir: — Þá köllum við það Nafn- lausa félagið. — Þú hefur oft verið farar- stjóri, Helgi? shrifar úr daglega lífinu H ÉR birtist bréf frá hljóðfæra- sem hér hefir áður lítið eitt verið drepið á, hve hljóðfæraleikarar taka sér langan hvíldartíma á veitingahúsum. Hléin og hljóðfæra- leikarar. VELVAKANDI góður! Aðeins nokkrar línur varð- andi skrif í dálkum þinum um hlé hljóðfæraleikara í hljómsveit- inn á Borg (en það sama á við um hlé annarra hljómsveita). Að hljóðfæraleikarar séu að ná sér niðri á veitingamönnum með hléum þessum er algjör fjar- stæða. Samvinna milli fyrr- greindra aðila er ágæt og hljóð- færaleikarar eru ekki að knýja fram neina samninga, því samn- ingar þeir, er náðust eftir vinnu- deilu haustið 1935 eru enn í gildi og una báðir aðilar allvel við þau málalok. Hlé þessi, sem hafa verið i gildi í fjölda ára, eiga að vera tíu mín- útur af hverjum unnum klukku- tíma. Hléin eru síðan tekin eftir því, sem aðstæður eru á hverjum vinnustað. Sums staðar fer öll hljómsveitin í einu og á það helzt við, þar sem aðeins er leikið í tvo og hálfan klukkutima á kvöldi. Annars staðar skiptir hljómsveit- in sér, þannig að helmingur henn- ar leikur meðan hinar fara og síð- an öfugt. Þetta á helzt við á dansleikjum, þar sem leikið er í fjóra tíma og stundum fimm (laugardagar). Þegar hljómsveit- in skiptir sér þannig kemur það óbeint niður á gestunum með lak- ari hljómlist og ekki hvað sizt, þegar þessar skiptingar fara fram á tímabilinu frá kl. 10,30—12,30 á kvöldin, einmitt þegar flestir gestanna vilja fá sér snúning. Þegar svona skiptingar fara fram á laugardagskvöldi er hljómsveit- in fullskipuð á sviðinu í rúma þrjá tíma af fimm og helmingur- inn af þessum þremur tímum er frá kl. 9,00—10,30 þegar fæstir gestanna eru komnir. Það má þess vegna segja að meginhluti gestanna hafi ekki tækifæri til að dansa eftir (eða hlýða á) alla hljómsveitina hemá í einn og hálfan tima af fimm. Að sjálf- sögðu er það ekki hljóðfæraleik- urum að kenna að fólk kemur seint, en það hlýtur að vera æski- legt allra aðila vegna, að hljóm- sveitin öll leiki meginhluta kvöldsins. Það er vitað að fjöldi hljóðfæraleikara eru óáhægðir með þetta hléafyrirkomulag og væri æskilegt að leitað væri að einhverri lausn til úrbóta. Má í því sambandi geta þéss, að tvö veitingahús hafa stytt- þessi hlé um helming. með því að láta vinna helming hlésins og borga íyrir það. Hvort þetta er sú leið er koma skal eða, einhver önnur heppilegri kann að finnast veit ég ekki, en eitt er vist, að þessu þarf að breyta og mun sú breyting, verði hún gerð af sanngirni, ekki aðeins verða gestunum til á- nægju, heldur veitingamönnun- um ,sem óska að sjálfsögðu eftir því að gestir sínir skemmti sér sem bezt og þá ekki sízt hljóð- færaleikurum, sem ávallt hljóta að kappkosta, að sem flestir njóti þess, er þeir hafa fram að færa hverju sinni. , „Spilari“. t)m orðið „varðandi". llfÁLHREINSUNARMAÐUR 1*1. hefur orðið: Eitt er það orð á undanförnum árum, sem virð- ist hafa hlaupið í nokkurs konar ofvöxtur, bæði í ræðu og riti, en þetta orð er varðandi. Það er nú notað í tíma og ótíma liggur mér við að segja, sérstaklega þó í fréttaflutningi útvarpsins svo og ýmsum opinberum og hálfopin- berum tilkynningum. í mæltu máli hjé alþýðu manna ber mmnst á þessari misnotkun og sýnir það að almenningur er og hefur verið seinasta og bezta vörn móðurmálsins. Það eru oft og einatt hálflærðu mennirnir sem leiða asnann inn í herbúð- irntr, samanber það hvernig búið er að fara með íslenzkuna í kennslu hjá æðri og lægri skól- um landsins. Það er t.d. ekkert nýtt að heyra álíka og þetta und- anfarið á morgnana: Nasser forseti lýsti því yfir varð- andi deiluna um Súez, að hann myndi aldrei' o.s.frv. — Alíir urðu, á eitt sáttir varð- andx þriðju tillöguna o.s frv. Varð andi heimflutning fanganna komu stórveldin sér saman um o.s.frv. Þetta er máake ekki álveg orðrétt, en þessu margnotaða orði er skotið inn hvar sem mögu- legt er og jafnvel oftar. En þáð er svo sem víðar pottur brotinn en hjá útvarpinu, það úir og grúir af áltka setningum og ég hofi tilfært i.ér uð ofan í bréfum, blöðum,- tímarittim, fund argerðum, auglýsingum og víðar. Varðandi matið á nýjum fiski o.s.frv. Ennþá hefur ekkert kom- ið i ljós varðandi hitt eða þetta. Nú hefir verið tekin upp sú regla varðandi útsendingu á þessu eða fcinu. . , . Allt bendir þetta til þess, að leiðbeiningarnar varðandi útbún- aðinn í framtíðinni, muni koma að góðum notum. Ég held að meira verði þá ekki sagt að sinni varðandi þetta efni. Og svona mætti haida áfram í það enda- lausa. Það virðast engin takmörk vera til fyrir því hvar og hvenær hægt er að nota þetta e-fnilega af- kvæmi íslenzkra málfræðinga og menntamanna. En sannarlega eig- um við til stutt og laggóð orð; sem oft eiga betur við og mætti nota jöfnum höndum með orðinu varð- andi, því vissul er það akki mein ing mín að orðinu eigi að útrýma, síður en svo. — G. E. J. — Já, bæði í ferðum lnnlendra og útlendra manna. — Og hvað finnst þér .nikil- vægast í starfi fararstjórans? — Mikilvægast? Áð benda íólkinu á hið eftirtektarverðasta í sögu og náttúru landsins. En þetta má ekki verða nein barna- kennsla. — Og það er auðvitað margs að minnast úr þessum ferðum? — Já, en það er ómögulegt að fara að segja frá því öllu. Þetta er svo persónulegt. En oft hef ég séð bæði innlenda og erlenda ferðamenn horfa orðlausa á ís- lenzka náttúru. Ég man t. d. eftir danskri stúlku, sem horfði eins og bergnumin á Háafoss. Og þegar hún loksins fékk málið, sagði hún við mig: „Hvad er det der fore- gaar?“ Ég sagði: „Et vandfald lader sig ikke oversætte" — en mundi um leið eftir Þorsteini og fór með vísuna: Hárra fjalla frægðaróð fossarnir mínir sungu. Það hefir enginn þeirra ljóð þýtt á dansa tungu. — Þú hefir auðvitað alltaf haft mikila ánægju af að ferðast. — Já, það er ein mesta ánægja mín í lifinu. Ég hef aldrei farið í gönguferðir heilsunnar vegna, þeldur aðeins vegna þeirrar ánægju sem þær veita manni. Það er alltaf gaman að ná ein- hverju takmarki, sigrast á erfið- leikum — það er alveg sama hvort það er fjallstindur eða kvenmaður. Maður á aldrei að gefast upp! — En þó er kannski aldrei hægt að ná takmarkinu, því alltaf bíður manns nýr tind- ur, sem aldrei hefir verið sigr- aður. — Ég þýddi þessi orð einu sinni úr ensku og gerðu margir grín að mér fyrir bragðið: Engin keppni er töpuð fyrr en hún er unnin! Það er mikið til í þessu, hvað sem hver segir. — Og svo hefur þú eignazt marga góða vini á þessum ferða- lögum þínum? — Já, ég hef eignazt marga af mínum beztu vinum í þessum ferðalögum en þó eink- um í ÍR. — Annars hef ég kynnzt fjölda fólks á ferðum mínum um landið. Danska stúlkan, sem ég minntist á áðan, spurði mig, hvort ég þekkti alla menn á landinu. Hún varð svo hissa á smáatviki, sem gerðist við Dettifoss: við vor- um þar í svarta þoku, vorum svo heppin með það, því að Dettifoss er hrikalegastur í dumbungi, eins og þú veizt. Á meðan við stönd- um þama við, kemur maður allt í einu út úr þokunni, víkur sér Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.