Morgunblaðið - 20.01.1957, Side 11
Sunnudagur 20. janöar 1957
MOnCTJNfíl 4 ÐIÐ
11
R($yk]avikurbréf: Laugardagur 19 janúar
Veðrahamur - Cerpir - Ólíkt aðhafzt - Fréttaleynd - Fjandskapazt \ið sannleikann - Hver
sendi Roekwell? - Sendiráð Bandaríkjanna - Verðhækkanir - Oflátungar - Fækkun sendiherra-
embætta - Fulltrúar Framsóknar hjá Sameinuðu þjóðunum - Heimsatburðir 1 sama horfi.
Veðrahamur
MJÖG hefur verið misviði-asamt
að undanförnu og hefur tjón
orðið af víðs vegar um landið.
Mestu máli skiptir samt, að ekki
er kunnugt um mannskaða. Veð-
urspádómar eiga eflaust sinn
þátt í því. Oft er fundið að því,
að Veðurstofunni mistakist í spá-
dómum sínum. Hinu má ekki
gleyma, hvei-t gagn hún gerir.
Vissulega væri erfitt fyrir okk-
ur að vera stöðugt á ferð og
flugi eins og nú tíðkast, ef við
nytum ekki þekkingar veður-
fræðinnar.
Gerpir
SlÐASTL,. miðvikudag kom hinn
nýi togari Norðfirðinga, Gerpir,
til heámahafnar. Hann er nú
stærsta og bezt búna veiðiskip
í íslenzka flotanum og verður
vonandi byggðarlagi sínu að
miklu gagni. Tilkoma halis er
táknræn um hið bezta í íslenzku
þjóðlífi. Ætíð þegar einhver er
staddur í neyð, eru allir boðnir
og búnir til hjálpar. Er Norð-
firðingar misstu Egil rauða, var
sýnt, að mikil vandræði mundu
af hljótast fyrir þó, og sjálfir
voru þeir alls ómegnugur að afla
sér einir nýs skips. Almenn,
óflokksbundin samtölr voru þeg-
ar mynduð í héraði til að ráða
fram úr málinu. Fulltrúar þeirra
komu síðan til Reykjavíkur og
gengu á fund ríkisstjórnarinn-
ar, sem þá var undir forsæti
Ólafs Thors. Báru þeir upp beiðni
um ríkisábyrgð og aðra fyrir-
greiðslu. Ríkisstjórnin vissi að
forráðamenn Norðfirðinga voru
kommúnistar og eindregnir and-
stæðingar hennar. Hún lét það
engu ráða um ákvörðun sína,
heldur samþykkti umyrðalaust
að beita sér fyrir framgangi
málsins. Að tillögum hennar s».m
þykkti Alþingi fljótlega ríkis-
ábyrgð og voru síðan hinir hæf-
ustu menn fengnir til að sjá um
smíði skipsins.
Ólíkt aðhafzt
NÚ ER þetta glæsilega skip kom-
ið heim og sameinast allir íslend-
ingar um að óska því góðs. —
Mjög var ólíkt um samvinnu-
huginn, er réði kaupum þess, og
hótunum ýmissa stjórnarliða nú
um, að völdunum skuli beitt til
að ganga milli bols og höfuðs
á Sjálfstæðisflokknum Aðferð-
ki á að vera sú, að níðast á þeim
héruðum, félögum og stofnunum,
þar sem Sjálfstæðismenn hafa
forustuna, I því skyni að almenn-
ingur verði að leita skjóls hjá
hinum voldugu stjórnarherrum.
Ekki er að efa, að þessi ráða-
gerð sé samin af mikilli undir-
hyggju. En miklu vanmati á eðli
íslendingsins lýsir hún. Slíkar
aðferðir munu sannarlega leiða
tii alls annars en ráðagerðamenn-
irnir ætla.
Sjálfstæðismenn kvíða ekki
þeirra baráttu, sem framundan
er og stjórnarliðið nú iðulega
skírskotar til. Sjálfstæðismenn
vita gerla, að óttinn við þá er
það eina, sem heldur stjórnarlið-
inu saman. Ef málefni hefðu ver-
ið látin ráða, mundi stjórnarsam
vinnan nú þegar úr sögunni. En
eftir öll svigurmælin telja for-
ystumenn stjórnarflokkanna sér
þó óbærilega skömm að svo
skyndilegum samvinnuslitum.
Enda óttast þeir algeran sigur
Sjálfstæðismanna, ef gengið yrði
til kosninga í náinni framtíð.
Fréttaleynd
FJANDSKAPURINN við sannan
fréttaflutning ex merkilegt fyrir-
bæri. Öll þekkjum við sögurnar
af fornum höfðingjum, er brugð-
ust reiðir við, ef þeir fengu slæm
ar freonir og létu þá höggva eða
limlesta þann, er flutti fréttina.
Vera má, að eitthvað af slíku
sé tii í okkur öllum. Víst er það,
að menn vilja ógjarnan verða
fyrstir til þess að flytja illar
fréttir. Sannleikurinn er þó sá,
að því verri sem fréttin er, því
meira ríður á, að aðilar fái sem
fyrst vitneskju um hana, til að
geta áttað sig á því, sem gera
þarf hennar vegna.
Á timum tækninnar berast
stórfréttir á augabragði um allan
heim. Svo var t. d. þegar Andrea
Doria og Stockholm rákust á í
sumar, svo að eitt dæmi sé nefnt.
Við fslendingar lútum vitanlega
sömu lögmálum í þessu og aðrir,
hvort sem okkur þykir ljúft eða
leitt. Um leið og voveiflegur
atburður er orðinn, má búast við,
að hann fréttist eftir óteljandi
leiðum. Prestur vestur á fjörðum
fylgdist t. d. allra manna bezt
með Goðaness-strandinu á dög-
unum með því að hlusta á skeyta
sendingar milli skipa.
I>ess vegna er það mikilsvert
hlutverk forsjármanna fyrir-
tækja að láta aðstandendur vita
sem allra skjótast ef slys hefur
borið að höndum, svo að vitneskj
an berist þeim ekki af tilviljun
og með meiri ónærgætni en vera
þyrfti. Slíkar fregnir snerta
viðkvæma strengi og er vissulega
vandamál, hvernig með á að fara.
En vandamál, sem bezt er að
ræða af hreinskilni, því að þá er
líklegast, að farsæl lausn finn-
ist.
Fjandskapazt við
sannleikann
ALLT annars eðlis er viðleitni
sumra aðila til að reyna að dylja
fyrir mönnum, hvað raunveru-
lega er að gerast í almennum
málum. Þetta hefur verið mjög
áberandi hér á landi síðasta hálfa
árið. Stjórnarliðar hafa talið það
Morgunblaðinu til ávirðingar, að
það hefur sagt frá ýmsum fregn-
um og ummælum um ísland úti
í heimi. Hefur þá verið þrástag-
azt á því, að þessar fregnir væru
sprottnar héðan frá íslandi, verið
talað um ófrægingarstrið og ann-
að þvílíkt. f>ær ásakanir eru þó
á sandi reistar, því að einmitt
þau ummælin, sem sumir íslenzk
ir valdamenn hafa talið sér
óþægilegust, eru eftir erlenda
menn, sem sjálfir hafa dvalið hér
á landi og kveðið hafa upp dóm
sinn eftir eigw atbugun á öUum
málavöxtum. Svo var t. d. um
lýsingu Porter McKeevers á Her-
manni Jónassyni forsætisráð-
herra og fregnir Belaire’s, frétta-
ritara New York Times af samn-
ingum Bandai’íkj amanna og ís-
lenzkra stjórnvalda í nóvember.
Síðasta dæmið um þetta er
birting Morgunblaðsins fyrir
skemmstu á grein eftir Banda-
ríkjamanninn Rockwell. Maður
þessi dvaldi hér árum saman og
var í hópi þeirra Bandaríkja-
manna, sem mesta stund lögðu
á að kynnast íslenzkum málefn-
um. Hann var t. d. einn örfárra
vamarliðsmanna, sem lærði ís-
lenzka tungu. Hann var í innsta
hring fyrirmanna á Keflavíkur-
flugvelli og nákunnugur í banda-
ríska sendiráðinu hér í bæ.
Hver sendi Rockwell?
NÚ HEFUR maður þessi skrifað
grein um sambúð Bandaríkja-
manna og ísiendinga í mjög víð-
lesið tímarit í Bandaríkjunum.
Greinin er skrifuð af alvöru og
kunnugleik, þó að auðsæir öfgar
spilli málflutningi greinarhöf-
undar. Bn hvað sem uin það er,
þá var maðurinn í slíkri trún-
aðarstöðu hjá Bandaríkjamönh-
um hér að enginn sem nær „hin-
um æðstu valdamönnum“ þeirra,
stendur, hefur áður látið til sín
heyra um þessi mál opinberl. Þess
vegna er óvenju athyglisvert,
hvað hann skrifar, hvort sem
okkur íslendingum eða einhverj-
um öðrum líkar vel eða iUa við
það, sem hann segir.
En þegar Morgunblaðið birti
grein hans hófu öll stjórnarblöð-
in harða árás — ekki út af grein-
inni sjálfri, heldur út af því, að
Morgunblaðið skyldi gefa íslend-
ingum kost á að kynnast henni.
Ásökunarefnið var það, að
blaðið, sem greinin birtist í fyrir
vestan, styðji McCarhy. Sá, sem
þetta ritar, verður að játa, að
hann veit ekki, hvort svo er.
En hverju máli skiptir það?
Er ekki fróðlegt fyrir fslendinga,
að kynnast. því hvað slíkur
maður segir. þó að ritið,
sem hann skrifaði í, birti stund-
um annarlegar kenningar? Og ef
maðurinn er McCarthyisti, af
hverju var hann þá af Banda-
ríkjastjórn valinn í sérstaka trún
aðarstöðu hér á landi?
Sendiráð
Bandaríkjanna
TÍMINN ber það blákalt fram,
að Morgunblaðið hafi birt grein
Rockwells til að hefna sín á
sendiráði Bandaríkjanna. Morg-
unblaðið á engar sakir við það
sendiráð, svo að skrif „Tímans"
eru þegar af þeirri ástæðu út í
hött. En illkvitnin lýsir sér í
því, að vitanlega er aUt það
starfsfólk, sem Rockwell víkur
að, nú fyrir löngu farið héðan
af landi, svo að á engan hátt er
sveigt að núverandi starfsmönn-
um sendiráðsins eins og Tíminn
pefur í skyn.
En látum það vera. Hitt er
íhugunarefni, hvort íslenzk blöð
eiga að haga fréttaflutningi sín-
um svo, að erlend sendiráð geti
aldrei móðgazt af. Tilefnislausar
árásir á erlend sendiráð eru for-
dæmanlegar. En ekki er hægt að
þegja um erlendar fregnir, ein-
ungis vegna þess, að þær kunni
að koma einhverjum útlending-
um, þó að sendiráðsmenn séu,
illa. AUra sizt gat slíkt komið til
mála hér, þegar einn úr hópi
Bandaríkjamanna sjálfra tekur
sig til og skrifar um íslenzk mál-
efni og landa sína í leiðinni.
í Bandaríkjunum er ritfrelsi,
en ef menn vilja sakast við ein-
hvern annan en manninn sjálf-
an út af þvi, sem hann hefur
sagt, verður að ásaka stjórnar-
völd Bandaríkjanna, sem létu
manninn dveljast hér og njóta
«érstaks trúnaðar. Hitt er frá-
leitt, að áfellast þá fslendinga,
sem gegna þeirri skyldu að
kynna mönnum hér hvað um
þjóðina er sagt á erlendum vet-
vangi.
Um þetta mál er fjölyrt svo
hér vegna þess, að það er gott
dæmi um vissan veikleika í okk-
ar þjóðlífi. Menn láta sér oft
í léttu rúmi liggja þótt eitthvað
fordæmanlegt sé framið, aðeins
ef það er ekki haft í hámæli.
Svo mjög er fjargviðrazt yfir
frásögninni af illum atburðum,
að þeir sjálfir virðast stundum
gleymast.
V erðhækkanir
ÞESSI hugsunarháttur kom t. d.
fram í skrifum Þjóðviljans út
af frásögn Morgunblaðsins, ekki
alls fyrir löngu, um hækkun á
nokkrum innlendum iðnaðarvör-
um, eftir að þær höfðu ekki feng-
izt í búðum um sinn. Umsögn
Morgunblaðsins af þessu vnr eft-
ir beztu heimildum og hafðr ekki
í sér fólginn neinn dóm, hvorki
á gerðum framleiðenda né verð-
lagsyfirvalda. Þjóðviljinn full-
yrti aftur á móti, að frásögnin
af atburðinum hefði verið gerð
til þess að egna menn til þving-
unarráðstafana gegn verðlags-
yfirvöldunum. Aðrir sögðu, að
frásögnin miðaði að því að gera
verðlagsyfirvöldunum erfiðara
fyrir um að leyía sams konar
hækkanir í framtíðinni. Þannig
er misjafnlega dæmt um atburð-
ina, eftir því hver dæmir, og
hvaða forsendur eru hafðar í
huga. Menn gæta ekki þess, sem
eitt skiptir máli, að almenningur
á rétt á að fá að vita hið sanna
og rétta jafnt um þessi efni sem
önnur. Áreiðanlegur og hlutlaus
fréttaflutningur er undirstaða
skynsamlegra umræðna um
vandamálin. Þeirra er þörf en
ekki rógs eða persónulegs skæt-
ings. Staðreyndimar kunna að
vera bölvaðar, eins og Vilmund-
ur landlæknir sagði forðum. En
þær verða ekki umflúnar. Á
þeim verður að byggja.
Örlög oflátunga
Skipið er nýtt en skerið hró,
skal því undan láta.
Svo kvað Staðarhóls-Páll forð-
um með þeim afleiðingum að
hann braut skip sitt og aðrir
urðu að bjarga hohum r.f skerinu.
Örlög oflátunga er virt hafa
staðreyndirnar að vettugi. hafa
löngum reynzt þessi.
Þrálátur orðrómur gengur nú
um það, að ríkisstjómin sé að
reyna að losa sig við einn ráð-
herra sinn, Hannibal Valdimars-
son. Frammistaða hans á Alþingi
og í meðferð rnála, hefur reynzt
slík, að í stjórnarherbúðunum er
talinn að því mikill léttir, ef hægt
væri að losna við hann. Mun
að því stefnt, að Finnbogi Rút-
ur, bróðir hans, komi í hans
stað. Sérstaklega er talið að
Finnbogi Rútur muni liklegur til
að finna ,,millileið“ í varnarmál-
unum, en þar hefur Hannibal
orðið helzt til margsaga. Ekki
munu þessi bræðraskipti þó full-
ráðin enn og ennþá síður hvað
við Hannibal verður gert ,ef
hann hverfur bráðlega úr rik-
isstjóm. Sagnir eru um, að hon-
um sé ætlað annalítið en hátt-
sett embætti. Heldur er þó ó-
sennilegt að Hannibal láti hafa
sig burtu með slíku, því að hvað
sem um hann verður annars sagt,
er hann ekki líklegur til að una
iðjuleysi, þótt í vel launaðri
stöðu sé.
Fækkun
sendiherraembætta
FRÓÐIR menn þykjast þess full-
vissir, að annar fyrrverandi for-
maður Alþýðuflokksins, Harald-
ur Guðmundsson, hafi valið sér
það hlutskipti, að hverfa til sendi
herraembættis í Osló. Enginn ís-
lendingur óskar Haraldi annars
en góðs. Einmitt þess vegna
hefðu margir kosið, að brottför
hans úr íslenzkum stjórnmálum
yrði með öðrum hætti en nú eru
horfur á.
Slík ráðstöfun sendiherraemb-
ættisins í Osló er þeim mun
furðulegri, þar sem flestir af nú-
verandi forystumönnum stjórn-
arliðsins hafa látið uppi, að þeir
teldu rétt að sameina sendi-
herraembættin á Norðurlöndum
í eitt. Nú stendur svo á, að
embættið í Osló er laust og
sendiherraembættið í Kaup-
mannahöfn verður laust á þessu
ári. Ef sparnaðargarparnir hefðu
eitthvað meint með að draga
þyrfti úr kostnaði utanríkisþjón-
ustunnar og ríkisrekstursins yfir-
Framh. á bls. 12