Morgunblaðið - 20.01.1957, Side 13
MORGVNBLAÐIÐ
13
*
Sunnudagur 20. janúar 1957
Bóndi sfórslasast, er bíll hans
steypisl í gljúfur
IFYRRAKVÖLD komu þrír menn héðan úr Reykjavík þar að
sem orðið hafði umferðarslys og einn maður, Hermann Guð-
mundsson bóndi og símstöðvarstjóri 6 Eyrarkoti í Kjós, stórslasazt.
— Hafði hann ekið vörubíl út af veginum við Kiðafellsárbrú, sem
er á mörkum Kjalarness og Kjósar. Bíllinn hafði farið í loftköstum
niður snarbrattar klappir, og numið staðar á árbakkanum, 20 m
fyrir neðan brúna. Er það talið stórmerkilegt, að Hermann skyldi
ekki farast í þessu slysi. Hermann er nú í Landakotsspítalanum
og er hann mjög slas,aður m. a. með brotna höfuðkúpu.
Reykvíkingarnir þrír, sem voru
þeir Sveinbjörn Bjarnason lög-
regluþjónn, Einar Gunnar Ein-
arsson lögfræðingur og Jón Ingi-
mundarson bíistjóri, voru að
koma ofan af Akranesi.
STÖPULLINN BROTNAÐI
Um klukkan 9,20 komu þeir að
Kiðafellsárbrú. Tóku þeir þá
strax eftir því að endastöpull
var brotinn og hafði járn úr hon-
um gengið til og lá inn á veginn.
Fóru þeir til þess að lagfæra
þetta. Þeir tóku einnig eftir því
að lágar grindur meðfram síð-
asta spölnum að brúnni voru
brotnar.
EKKERTSÁST
Ekki gátu þeir séfð nein för er
bent gætU'íil þess hvað þarna
hefði raunverulega átt sér stað.
Þeir fóru niður af veginum, sem
er allhár þarnp, en fyrir neðan
snarbratt. Þar sáu þeir ekki neitt.
Sveinbjörn Bjarnason var um
það bil að snúa upp á veginn aft-
ur, er hann brá sér sem snöggv-
ast lengra niður. Taldi hann sig
þá sjá glampa á eitthvað allmiklu
neðar. Hann klöngraðist nú þang-
að niður og Einar Gunnar Einars-
son með honuin. Fundu þeir þar
vörubíl. Var hann stórskemmdur
og liurðir báðar opnar. Enginn
maður var þar inni en rétt við
bilinn fundu þeir mann sem lá
meðvitundarlaus.
TIOLDUÐU YFIR HINN
SLASAÐA
Þeim félögum varð strax ljóst
að maðurinn var stórslasaður en
með lífsmarki þó. Fór nú Jón
Ingimundarson á bilnum á næsta
bæ og gerði þar lögreglunni í
Revkjavík aðvart. Var sendur
læknir með sjúkraliði og lög-
reglumönnum og voru þeir um
eina klukkustund á leiðinni. Á
meðan voru þremenningarnii.- yf-
ir Hermanni bónda. Bíll frá
Akranesi, sem maður að nafni
Sverrir Júlíusson var með. kom á
slysstaðinn. Var hann með lítið
segl í bílnum. Komu þeir því
undir hinn slasaða og báru hann
síðan upp úr gljúfrinu og var
það mjög erfitt og seinfarið. —
Flughálka var á klettunum og
fara varð mjög gætilega með
hinn slasaða. Lögðu þeir Her-
mann þar sem sæmilegt skjól var
og síðan tjölduðu þeir yfir hann,
en það var mjög svalt í veðri og
gekk á með hryðjum.
Það var ekki vitað hvort Her-
mann hafði verið einn í bílnum
eða ekki. Lögreglumcnn, sem
komu á slysstaðinn með sjúkra-
liði, hófu leit meðfram ánni með
ljósum, en við eftirgrennslan kom
í ljós síðar um nóttina, að Her-
mann hafði verið einn er slysið
varð.
Samkvæmt upplýsingum
frá slysavarðstofunni, er Her-
mann Guðmundsson mjög slas-
aður. Auk höfuðkúpubrots hefur
hann beinbrotnað. Hann er þó
eigi talinn í lífshættu.
Áfengisvarnarráb
og Naust hf.
Eftirfarandi bréf barst rit-
stjórn Mbl. í gær frá Áfengis-
varnarráði:
Ritstjórn Morgunblaðsins,
Reykj avík.
Á fundi áfengisvarnarráðs,
höldnum í gær, var samþykkt
að víta birtingu vissra mynda í
sambandi við viðtal Morgun-
blaðsins 15. þ.m. við forstjóra
veitingahússins Nausts í Reykja-
vík. Formanni falið að skrifa rit-
stjórn Morgunblaðsins út af mál-
inu, með tilvísun til 16. gr. áfeng-
islaganna. Væntir áfengisvarn-
arráð þess, að þér sjáið um, að
slíkur ósmekklegur áróður í aug-
lýsingastíl um áfengisveitingar
sem hér.var um að ræða, eigi sér
ekki stað framvegis í heiðruðu
blaði yðar.
Virðingarfyllst,
Brynleifur Tobíasson
(sign).
Morgunblaðið telur rétt að
birta bréf þetta, en tekur um leið
fram, að það telur að tilvitnun í
16. gr. áfengislaganna eigi hér
alls ekki við og að engin lagabrot
hafi verið framin með viðtali
blaðsins við forstjóra Nausts hf
Tilkynning
frá skattstofunni í Reykjavík
Hér með er ítrekuð sú aðvörun, að ef framteljandi
tilgreini aðeins nafn atvinnuveitenda á skattframtali sinu
en eigi upphæð launa, er framtalið talið ófullnægjandi
og tekjur áætlaðar, og einnig hjá þeim er láta útfylla
framtöl sín á skattstofunni, ef hlutaðeigendur láta ekki
í té fullar upplýsingar um launatekjur sínar.
Framtalsaðstoð er veitt á skattstofunni til loka mán-
aðarins.
Skattstofan í Re.ykjavík.
Þannig leit bíllinn út niðri í gljúfrinu.
Á þessari mynd sést hvar bíllinn hefir farið út af veginum og hvar
hann stanzaði í ánni. (Ljósmyndir R. Vignir.)
. o ■" 1 —
IJTSALA
á skófatnaði
Hefjum í fyrramálið stórkostlega útsölu
á skófatnaði.
Selt verður
KVEIMSKÓFATISIAÐtR
fjölmargar gerðir. Verð frá kr. 35.00.
BARMASKÓFATIMAÐIJR
úr leðri. Margar gerðir. Verð kr. 55 og 65 kr.
KARLMAIMIMASKÓR
úr leðri, randsaumaðir. — Verð frá kr. 100.00.
KVENBOMSUR
með rennilás, fyrir kvarthæl. Kr. 35.00,
— og margt, margt fleira.
Skósaían
SNORRABRAUX 36.
f
HAPPDRÆTTI
IIÁSKÓLA ÍSLANDS
Dregið verður í 1. fEokki á morgun kl. 1
Selt verður til hádegis eftir þvi sem miðar endast