Morgunblaðið - 20.01.1957, Blaðsíða 3
Surinudagur 20. janúar 1957
MOKCTJVTtr *T>1 f>
3
Ör verinu
Togaramir
Tíð hefur verið óhagstæð hjá
togurunum síðustu viku eins og
raunar í allt haust, umhleypinga-
samt og oft mjög hörð veður.
Skipin hafa oft legið í landvari,
en þótt gefið hafi, hefur afli ver-
ið sáratregur. Skipin eru dreifð á
svæðinu allt frá Horni og suður
undir Látrabjarg. Eftir tímanum
á að fara að verða ýsu vart 1
trollið út af Jökli, en ekki er
vitað, að reynt hafi verið þar
enn, enda tíðin hamlað.
Flestir togaranna stunda veiðar
fyrir erlendan markað, 3 togarar
Kletts, Karlsefni og tveir bæjar-
togarar veiða nú einnig fyrir
frystihúsin. Þorsteinn Ingólfsson
veiðir nú í salt. Þorkell Máni,
sem verið hefur „á salti“ er nú í
þann veginn að hefja veiðar í ís.
SÖLUR
Ágúst 175 lestir RM 115.000
Júlí 2475 kít £ 13.380
Egill Skallagrímsson 181 lest
RM 110.800
Pétur Halldórsson 203 lestir
RM 105.800
Sléttbakur 2969 kít £ 15.329
ísborg 2560 kít £ 11.209
Gylfi 2419 kít £ 8.343
FISKLANDANIR
Hvalfell 191 lest.
Askur 135 lestir.
Karlsefni 169 lestir.
Bótarnir
Nokkuð var róið framan af vik-
unni og þá nær eingöngu á grunn-
mið á smærri og stærri bátum,
því að á marga stærri bátana
hefur nú einnig verið sett upp
ýsulína að hætti þeirra Keflvík-
inganna, og er nú róið með lóð-
irnar þorsk og ýsu á víxl eftir
sjóveðrinu þann og þann daginn.
Dregið hefur úr ýsuveiðinni í
netin í þessari viku. Það er
reynsla manna, að ýsan fer frá
botninum í vestanátt — vestan-
átt er vond fyrir alla fiskveiði,
a. m. k. hér sunnan og vestan-
lands, og hefur su ýsa, sem feng-
izt hefur í netin, öll veiið upp
við efri teininn — kúluteininn.
Gæti það verið ráð að leugja í
steinalykkjunum í stöðugri vest-
anátt? Líklega er það of nukil
vinna, en hvað skal gera, þogar
ekki fæst bein?
Það hefur verið óhemjuýsu-
gengd í Flóanum í haust, oft
mælzt 5 faðma — 10 metra’ þykk-
ar torfur af ýsu á stóru svæði.
Þótt enn hafi lítið aflazt,
halda menn, að fiskur sé eitthvað
genginn á hin dýpri mið. Þannig
hafa fengizt góðar lagnir hjá úti-
legubátum á svonefndum Tung-
um út af miðjum Faxaflóa norð-
an til, en vegna brims og storms
hefur fiskurinn reytzt af línunni.
Annars virðast þessi miklu hlý-
Indi ekki eiga alls kostar vel við
fiskinn, a. m. k. þorskinn. Fiskur
á að vera genginn töluvert, úr
því þessi tími er kominn, fyrir
vestur og suðvesturlandinu.
En einhvern tíma breytir til,
®g er ekki ótrúlegt eftir hinar
langvarandi hafáttir, að Þorrinn
og Góan gætu orðið eitthvað kald
ari og hærri átt. Þorrinn byrjar
á föstudaginn.
Keflavík
Tíð hefur verið umhleypinga-
söm þessa síðustu viku, regluleg
rosatíð.
Aðeins einu sinni var farið á
venjuleg mið — djúpmið — og
var afli mjög lélegur, enda ekki
fiskiveður, stórsjór og talsverður
vindur. Vill þá stór fiskur reyt-
ast af, en það er eingöngu stór-
fiskur, sem fæst. Aflinn var þenn-
an dag aðeins 3—5 lestir.
Það má heita, að daglega sé
róið á ýsumiðin út í Leirinn, þó
var ekki farið á fimmtudaginn
fyrir vestanroki. Ýsuaflinn er
3—5 lestir á dag, er farið tvisv-
ar með helminginn af línunni í
hvort skipti.
Um miðjan mánuðinn losaði
heildaraflinn 1000 lestir. Eru 43
af stærri bátunum byrjaðir, sum-
ir aðeins búnir að fara 1—2 róðra.
Auk þessara báta eru alltaf að
staðaldri 5 minni bátar, sem
stunda ýsuveiði eingöngu. Af
þessu fiskmagni eru þeir með
samanlagt 150 lestir. Tveir til
þrír hæstu bátarnir eru búnir að
fá við 50 lestir, flestir róðrar eru
10. Hjá þeim, sem róið hafa ein-
göngu út, eru ekki nema 6 róðrar.
Akraneu
Aðeins einn bátur fór á sjó
alla vikuna. 15 bátar flúðu til
Reykjavíkur fyrir helgina vegna
veðurs.
Rúmar 150 lestir af fiski eru
komnar í land frá áramótum í
35 róðrum eða um 4 lestir að
meðaltali í róðri.
Hainorfjörður
Róið var aðeins 2 daga í vik-
unni og enginn afli, ein og
upp í þrjár lestir.
Þrátt fyrir það að svo sem enginn
afii er enn k' unnn á land og
engar fisklandanir úr togurum,
er alltaf talsverð vinna. M. a.
er verið að lagfæra í fyrstihús-
unum fyrir vertíðina, og unnið
er að smíði og undirbúningi undir
að koma fyrir vélum í hinu fyr-
irhugaða frystihúsi bæjarins, en
eitthvað af vélunum er þegar
komið.
Allir 6 togarar þeir, sem stað-
settir eru í bænum, hafa undan-
farið veitt í is fyrir erlendan
markað, en nú er Röðull nýbyrj-
aður „á salti“.
í vestanveðrinu mikla í vik-
unni fór reykháfurinn af Venusi,
en brúin hangir enn.
Vestmannaeyjor
Suðvestanátt var flesta daga
Ivikunnar og oft hvasst síðari
hluta hennar. Á mánudag réru
aðeins 2 bátar í vondu veðri, og
var aflinn lítill, 2 lestir á bát.
Á þriðjudag voru 15 bátar á sjó
og þá sæmilegt veður; mestur
afli 6 lestir, yfirleitt 3—4 lestir.
Miðvikudaginn reru allir, sem
tilbúnir eru, um 20 bátar, en afli
var sem áður tregur, 2—3 lestir
Þó fengu tveir bátar, sem reru
suðvestur af Einidrang, 7 og 7%
lest.
Á föstudaginn komu Gullfoss og
togarinn Neptunus með 70 fær
eyska sjómenn. Eru þá komnir
um 130 Færeyingar, og eru það
sem svarar fullri skipshöfn á 14
báta.
Hæsti báturinn er búinn að fá
28 lestir frá áramótum.
Iðjufélagor
MUNIÐ að tryggja ykkur full
félagsréttindi í Iðju og sækið
félagsskírteini ykkar á skrif-
stofu félagsins, Þórsgötu 1.
Skrifstofan er opin kl. 4—6
e. h. daglega.
Daríus konungur í hásæti ásamt Xerxes krónprins (sem stendur fyrir aftan hann) og varðmönnum
frá Persepolis.
Þórir Þórðarson, dósent:
SPEKIN
VIÐ hirðir einvaldskonunga Aust
urlanda gafst næði og skjól til
íhugunar um ráðgátur lífsins. Þar
næddu ekki stormar lífsins, og
í hægu sæti við nægar vistir
gafst tóm til andlegra starfa.
Sú tegund bókmennta, sem
spekirit eru nefnd, þróaðist því
einkum við hirðirnar í öllum hin-
um nálægari Austurlöndum.
Spakmælum var safnað og söfn-
in skráð. Bæði í Egyptalandi,
Babýlóníu og Assýríu voru slík
söfn skrifuð upp. f hinum forna
ísrael var Salómon hetja spek-
innar og við hann eru kenndir
Orðskviðir Salómons, Prédikarinn
og Speki Solómons. Síðast nefnda
ritið er ekki í Biblíunni.
Spekiritin bregða upp mynd af
hinum hyggna manni, sem fer
rétt að, er kænn og kann að um-
gangast annað fólk, er fær um
að sigla fleyi sínu milli skers og
báru, kann sig meðal höfðingja,
eins og segir í Orðskviðum Saló-
mons með nokkurri kímni: „Þeg-
ar þú situr til borðs með valds-
herra, þá gæt þess vel, hvern þú
hefir fyrir framan þig, og set þér
hníf á barka, ef þú ert mikill
matmaður".
Höfundar spekiritanna eru eins
konar heimsspekingar þeirra
tíma. Þeir gera því skil, hvernig
hinn hyggni maður á að fara að.
En þeir láta sig yfirleitt ekki
hinar torráðnari gátur skipta. Það
er siðferðið, framkoman, hátt-
erni mannsins, sem þeir fjaUa
um. En raunar er til önnur teg-
und spekirita, heimspekilegri að
eðli vegna þess, að þau fjalla um
spurninguna miklu: hvers vegna
lifir maðurinn og til hvers,
hvernig má maðurinn lifa sæll í
heimi, sem merktur er þjáning-
unni og tilgangsleysinu? Til fyrri
flokksins teljast af bókmenntum
hins forna fsraels Orðskviðirnir,
Síraksbók og Speki Salómons, ©n
til hins síðari Jobsbók og Prédik-
arinn.
Séu bornir saman Orðskviðirn-
ir og Jobsbók kemur munurinn
greinilega í ljós. í Orðskviðun-
um liggur lausn lífsvandans opin
fyrir .Þeim sem gefur gætur að
umhverfi sínu, mönnum og dýr-
um, sér hversu þeim farnast, reyn
ist það kleift að finna færan veg,
finna tilgang og farsæld lífsins.
Hinn mjói vegur, sem liggur til
lífsins, er ekki ofar manninum en
svo, að hann er í seilingarhæð.
Með nokkurri varkárni og með
athygli, sjálfsaga og sjálfsstjórn
getur maðurinn fetað hann. í
Jobsbók er aftur á móti annað
uppi á teningnum. Þar er tilgang-
ur lífsins ekki í augum uppi. Til-
gangsleysið er langtum auðsærra.
Réttlátum manni, sem í öllu er
grandvar, gengur illa, hann er
lostinn til jarðar í lífsbaráttunni.
Hvað er þá réttlætið? Hvað er
þá alveldi Guðs, sem góður er,
úr því hann leyfir slíkt?
Er ógreiningur innan stjórnar-
liða um skilning ó lögum um
útflutningssjóð?
Það virðist svo sem æðstu
ráðamenn séu ekki sammála um
hvernig beri að skilja ýms á-
kvæði varðandi hinar nýju álög-
ur ríkisstjórnarinnar og er þá
ekki að furða þó óbreyttum
borgurum finnist þar margt flók
ið og torskilið. Dæmi um þetta
er að þann 22. des. sl. hélt „Tím-
inn“ því fram að eigendur
„Hamrafellsins“ yrðu að greiða
9 milljón kr. í „yfirfærslugjald
á kaupverði skipsins“. En nú er
„Tíminn“ sýnilega farinn að
gera sér vonir um að „Hamra-
fellið" muni sleppa við þetta
gjald og efast um að borga þurfi
16% yfirfærslugjaldið vegna
skipakaupanna. „Tíminn“ prentar
í fyrradag upp ummæli for-
stjóra skipadeildar S.Í.S., sem
blaðið hafði áður birt á þessa
leið:
„Ef lög um Útflutningssjóð,
sem samþykkt voru í desember,
ber að skilja svo, að 16% skatt
eigi að greiða af þeim kaupskip-
um íslenzkum, sem komið hafa
til landsins á seinustu árum og
erlend lán hvíla á að einhverju
eða öllu leyti er það mjög alvar-
legt áfall fyrir rekstur íslenzkra
kaupskipa".
Þama er „Tíminn" farinn að
efast um hvernig skilja beri lög-
in um Útflutningssjóð og álög-
urnar miklu, þegar „Hamrafell-
ið“ á hlut að máli. Hins vegar
segir Lúðvík Jósepsson ráðh., í
Þjóðviljanum í gær, að ríkis-
stjórnin hafi „gert ráðstafanir til
að skattleggja kaup þess (þ.e.
Hamrafellsins) um 9 millj. kr.
með 16% yfirfærslugjaldinu
nýja“ og bætir því við, að segja
megi að Hamrafellið hafi „verið
látið greiða 9 milljónir í sérstak-
an skatt af kaupverði skipsins".
Auðvitað er þetta rangt, því að
skatturinn leggst á alla sem á
sama hátt hafa efnt til skulda.
Hér ber sýnilega býsna mikið
á milli.
En úr því farið er að minnast
á skrif Lúðvíks Jósefssonar, má
benda á að hann reynir nú að
skella allri skuldinni vegna ok-
urleigunnar á Hamrafellinu á
Hannibal Valdimarsson, sem fer
með verðlagsmál. En þetta kem-
ur í bága við það, að Lúðvík hef-
ur marglýst því yfir við olíufé-
lögin að það sé hann, sem fari
með allt sem lýtur að verðlagn-
ingu olíu og skipaleigur vegna
hennar.
Fer nú margt að verða óskýrt.
Stjórnarherrarnir koma sér ekki
saman um hvað felist í þeim lög-
um, sem nýlokið er við að setja
og svo virðist heldur ekki vera á
hreinu hvaða ráðherra beri að
framkvæma tilteknar stjórnar-
ráðstafanir.
Speki Orðskviðanna byggist á
athugun og ekki á opinberun. Með
því að gefa gaum að lífinu i
kringum sig, lærir maðurinn lífs-
listina. Hinum lata og athafna-
litla manni er bent á hátterni
maursins: „Far þú til maursins,
letingi, skoða háttu hans og verð
hygginn. Þótt hann hafi engan
höfðingja, engan yfirboðara eða
valdsherra, þá aflar hann sér
samt vista á sumrin og dregur
saman fæðu sína um uppskeru-
tímann".
Hófsemi í hvívetna gerir mann-
inn hamingjusaman, jafnvægið er
hin gullna regla: „Gef mér hvorki
fátækt né auðæfi, en veit mér
minn deildan verð“, segir sá, sem
þekkir bæði tál auðæfanna og
bölvun örbirgðarinnar. En jafn-
vægi í skapi og í orðum er ekki
síður þýðingarmikið: „Mjúklegt
andsvar stöðvar bræði, en meið-
andi orð vekur reiði“. Sá sem
vill komast áfram í lífinu og
hljóta vinsældir manna, stillir
orðum sínum og dómum í hóf.
Og allt þras er leiðigjarnt, „konu-
þras er sífelldur þakleki“. Langt-
um farsælla er að vera ávallt létt-
ur í skapi, hvort sem vel gengur
eða illa, því að „hinn volaði sér
aldrei glaðan dag, en sá sem vel
liggur á, er sífellt í veizlu“.
Orðskviðirnir leggja mikla
áherzlu á uppeldið. Strangur agi,
þó ekki of strangur, er hollur
hverjum manni. Og sá, sem ekki
þekkir agann, er ekki undir lífs-
baráttuna búinn: „Sá sem aga
hafnar, fyrirlítur sjálfan sig, en
sá sem hlýðir á umvöndun, aflar
sér hygginda“. Það er sjálfsfyrir-
litning og vanmat á sjálfum sér,
sem undir agaleysi býr og andúð
á aga. Sá sem ljósa grein gerir
sér fyrir möguleikunum, sem
hann býr yfir, beitir sig sjálfs-
aga og þekkist aga sinna upp-
alenda til þess að hann megi ná
hinu setta marki. Og það er í
raun og veru aginn, sem er undir-
staða siðgæðisins. Engin dul er
dregin á hinar lokkandi freist-
ingar heimsins, en hinum unga
manni ráðlagt að láta ekki glepj-
ast.
í níu fyrstu köflum Orðskvið-
anna er efnið með nokkuð öðrum
hætti en í meginkafla ritsins og
gerist í spekiritum þessarar teg-
undar. Spekin er hér í raun og
veru í mynd persónu: „Heyr,
spekin kallar“, — „Spekin kallar
á strætunum, lætur rödd sina
gjalla á torgunum“. Og spekin
talar: „Drottinn skóp mig í upp-
hafi vega sinna......Frá eilífð
var ég sett til valda, frá upphafi,
áður en jörðin var til“. Spekin
er hér hugsuð sem eins konar
persónugervingur anda Guðs, lífs
reglunnar, lífslögmálsins. í þess-
um köflum finnur maðurinn því
ekki spekina. Hún finnur mann-
inn. „Sjá ég læt anda minn
streyma yfir yður“, segir spekin.
Manninum er ekki fær hinn far-
sæli vegur lífsins, nema Guð birti
honum hann, opinberi honum
lífssannindin: „Ótti’ Drottins er
upphaf vizkunnar og að þekkja
hinn heilaga eru hyggingdi“. Sið-
gæðið sprettur því af trúnni.
Hér hefur hinn forni arfur
spekirita nágrannalandanna, sem
var öllum sameiginlegur, skírzt í
eldi þess djúpsæis, sem er eink-
unn ísraels hins forna, er sér
dýpra yfirborðinu og er glögg-
skyggn á binar hinztu gátur ails
lífs.