Morgunblaðið - 15.02.1957, Síða 1

Morgunblaðið - 15.02.1957, Síða 1
44. árgangur 38. tbl. — Föstudagur 15. febrúar 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsi.is Það hefur vakið nokkra athygli viða um heim, að nú eru staddir í Madrid tveir af helztu leiðtogum Araba, annar frá Marokkó, hinn frá Saudi-Arabiu. Myndin sýnir Ibn Saud, konung í Saudi-Arabíu, t. v., er hann kom til Madrid. Við hlið honum gengur Franco ein- ræðisherra Spánar. í gær áttu þeir klukkustundar-viðræður, og er álitið, að Franco hafi komið fram með ákveðnar tillögur um lausn Súez-vandans. Þing Norðurlanda- ráðs sett í dag Helsingfors, 14. febr. Frá Reuter-NTB. IDAG var lokið undirbúningi undir 5. þing Norðurlandaráðsins, sem er nú í fyrsta sinn haldið í Helsingfors. Fulltrúarnir, sem verða rúmlega 300, eru flestir komnir til borgarinnar. Meðal þeirra eru 69 þingmenn og um 30 ráðherrar. Auk þess taka þátt í þinginu ráðuneytisstjórar, opinberir starfsmenn, sérfræðingar og fjöldl blaðamanna. Fiugvélin, sem flutti ráðherr- ana frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð varð að lenda í Ábo vegna óveðurs, en þaðan fóru þeir með bifreiðum til Helsing- fors. Á morgun (föstudag) verð- ur þingið sett. Það verður Erik Eriksen, fyrrverandi forsætisráð- herra Dana, er kosinn var for- seti ráðsins í Kaupmannahöfn í fyrra, sem setur þingið. En síðan verður fulltrúi Finnlands í stjórn ráðsins, bændaflokksmaðurinn Lennart Helure prófastur, kosinn forseti þess. Þegar dagskrá þingsins hefur verið samþykkt og kosið hefur verið í 5 fastanefndir þess, hefjast sjálfar umræðurnar. Full- trúar íslands á þinginu eru Bjarni Benediktsson, Sigurður Bjarnason, Emil Jónsson, Bern- harð Stefánsson og Einar Olgeirs- son. ★ Brezka utanríkisráðuneytið er nú að athuga orðsendingu frá Japan, þar sem heitið er á Breta að hætta við vetnissprengjutil- raunir á Kyrrahafinu. Ekki er talið líklegt, að Bretar verði við þessum tilmælum. HETJAN FRÁ BÚDA- PEST ENN í FANCELSI Vínarborg, 14. febr. Frá Reuter. AUSTURRÍKISMAÐURINN Hans Petrakovits, sem kom frá Búdapest íyrir nokkrum dögum, en þar hafði hann verið fangelsaður, sagðist hafa séð Pal Maleter, „hetjuna frá Búdapest", í fangelsinu fjórum dögum áður en hann fór þaðan. Petrakovits var látinn laus fyrir milligöngu austurrískra stjórnarvalda. Maleter hershöfðingi, sem var landvarnaráðherra í hinni skamm- lífu stjórn Imre Nagys, var tekinn til fanga af Rússum í byrjun nóvember, þegar hann sat að sanmingum við rússneska herforingja. Síðan hafa gengið ýmsar sögur af örlögum hans. Hann átti t. d. að hafa komizt undan og horfið til ungverskra skæruliða í fjöll- unum, einnig' áttl hann að vera í fangelsl í Búdapest ásamt Imre Nagy, og loks var sagt, að hann hefði verið dæmdur til dauða. Ógnaröldin í Ungverja- landi heldur áfram Búdapest, 14. febr. — Frá Reuter. UNGVERSKA ljóðskáldið Istvan Eörsi og fimm aðrir Ungverjar verða dregnir fyrir rétt og sakaðir um að æsa fólk til bylt- ingar. Blaðið Esti Hialap skýrði frá því, að þeir væru meðlimir samtaka, sem létu prenta og dreifa áróðurspésum, sem stefnt var gegn ungversku stjórninni og Sovétríkjunum, eftir uppreisnina í október. Eörsi, sem er 26 ára gamall, er ákærður fyrir að hafa samið níðkvæði um ríkið, en sum þeirra voru prentuð á flugmið- ana, sem dreift var í Búdapest og víðar. Blaðið segir ennfrem- ur, að leiðtogi samtakanna, Istvan Angyal, 25 ára gamall, hafi barizt í uppreisninni og síð- ar verið fulltrúi ungverskra æskulýðssamtaka í samningavið- ræðum þeirra við stjórnina. — Meðal hinna ákærðu eru tvær konur. UPPREISNARMENN ENN VIÐ VÖLD Þá segir blaðið frá því, að maður nokkur hafi verið dæmd- ur í tveggja ára fangelsi fyrir að hjálpa milli 60 og 70 manns til að flýja inn í Austurríki. Aðalmálgagn stjórnarinnar, Nep Szabadsag, skýrði frá því í dag, að þorpið Tömörkeny í S.-Ungverjalandi nálægt landa- mærum Júgóslavíu væri enn á valdi andstæðinga stjórnarinnar. í þessu þorpi búa um 5000 manns, og er því nú stjórnað af „aftur- haldssömum bændum og fasist- um“, eins og blaðið orðar það. Þessir menn fordæma opinber- lega bæði kommúnistaflokkinn og ríkisstjórnina. Sagt er, að víð- ar í þorpum Ungverjalands séu frelsissinnar enn við völd og vinni gegn Ieppstjórn Kadars. 8 menn voru dæmdir til dauða í Búdapest í dag. Eining um frjálsan markað London, 14. febr. Frá Reuter: THORNEYCROFT, fjármála- ráðherra Breta, kom til Lund- úna frá París í dag, en þar var hann í forsæti á ráðstefnu ríkjanna, sem ræddu um frjáls an markað Vestur-Evrópu. Sagði hann fréttamönnum, að eining hefði orðið á ráðstefn- unni um að skapa þennan frjálsa markað, en hann mundi ekki hafa nein áhrif á skuld- bindingar Breta við samveld- islöndin. Áætlunin um frjálsa markaðinn verður samin und- ir umsjá Thorneycrofts, og á henni að verða lokið fyrir júlí- lok. HARÐAR DEILUR A ALLSHER JARÞIIMGIND New York, 14. febr. Frá Reuter. AÐALFULLTRÚI Rússa hjá S.Þ., Vasily Kuznetsov, gerði í dag heiftarlega árás á stefnu Bandaríkjanna við austanvert Miðjarðarhaf og annars staðar í heiminum. Talaði hann m. a. um „árásarstefnu“, og sagði, að Bandaríkin væru að reyna að tryggja sér ítök í nálægum Austurlöndum og ná þar efnahagslegum og pólitískum áhrifum. Talaði hann í allsherjarnefnd Allsherjarþings- ins, sem ákveður dagskrá þess. Vísindolegur guðleysisnróður ÚTVARPIÐ í Moskvu skýrði frá því í gær, að æskulýðsblaðið „Komsomolskaja Pravda" ha|i birt tilskipun frá miðstjórn rúss- nesku æskulýðssamtakanna (Komsomol) til allra deilda inn- an þeirra, þar sem það boð er látið út ganga, að halda skuli uppi linnulaust „hinum vísinda- lega guðleysisáróðri“ meðal rúss- neskrar æsku. Lodge, fulltrúi Bandaríkjanna,^ varð fyrir svörum og sagði, að ummæli Rússans væru fábjána- leg og alröng, en hins vegar hefði hann ekkert á móti því, að áætlun Eisenhowers væri rædd á Alls- herjarþinginu, svo að hinar fá- ránlegu aðdróttanir Rússa yrðu öllum kunnar. ÁSAKANIR RÚSSA Kuznetsov kvað Rússa aldrei hafa reynt að komast til áhrifa í öðrum löndum eða koma þar upp herstöðvum, en Vesturveldin væru hins vegar sem óðast að búa sig undir nýja styrjöld. — Framh. á bls. 2 Fær Kína sæti í SÞ? Thomasville, 14. febr. ÞAÐ er haft eftir áreiðanlegum heimildum, að á fundi Eisen- howers og Macmillans á Bermuda í næsta mánuði verði m. a. tekin til meðferðar spurningin um upp- töku kínverska alþýðulýðveldis- ins í S. Þ. Sagt er, að Macmillan ætli að reyna að fá Eisenhower til að styðja Breta í þeirri við- leitni að fá Peking-stjórninni hið löglega sæti Kína í S. Þ. Sömu heimildir herma, að Eisenhower muni að líkindum ekki taka illa í þessa málaleitun Macmillans. — Eisenhower er um þessar mnndir staddur í Thomasville í Georgíu. Réttarhöldum í Kaíró frestað Kaíró, 14. febr. — Frá Reuter. RÉTTARHÖLDUNUM ýfir 16 mönnum, þeirra á meðal 4 Bretum, sem sakaðir eru um njósnir í Egyptalandi, hefur verið frestað til 25. febrúar til að gefa verjendum hinna ákærðu tíma til að rannsaka ákæruskjölin. Sakborningarnir komu fyrir réttinn í dag undir hergæzlu til bráðabirgða-yfirheyrslu. Meðal þeirra er James Swinburn, 51 árs gamall brezkur þegn, sem veitti forstöðu fréttastofu Araba. Er hann sakaður um að vera leiðtogi njósnahringsins. Hinn opinberi saksóknari hefur kraf- izt dauðarefsingar yfir öllum 16 sakborningunum, ásamt fjórum Bretum, sem komust úr landi áður en handtökurnar hófust í ágúst s. 1. Þá eru einnig meðal hinna sakbornu ofusti úr júgóslav- neska hernum, Molovan Grigoro- vic, liðsforingi í egypzka flot- anum, skólastjóri, verkfræðingur í egypzka hernum, fyrrverandi starfsmaður hjá Súdan-stjórn, egypzkur blaðamaður, leynilög- reglumaður, húsvörður í júgó- slavneska sendiráðinu o. fl. f dag voru 14 verjendur sak- borninganna viðstaddir réttar- höldin og báðu þeir um frest til að athuga ákæruskjölin. Blaða- mönnum hafði verið hleypt inn í réttarsalinn, en þeir voru rekn- ir út, þegar dómarinn ákvað, að yfirheyrslan færi fram fyrir luktum dyrum. ★ Sendiráð Jemens í London hefur sakað Breta um ítrekaðar árásir á lítið þorp nálægt landa- mærum Adens og Jemens, en formælandi brezka utanríkis- ráðuneytisins kveðst ekki hafa neinar fregnir af slíkum árásum. Salem ákærður Kaíró, 14. febr. (AFP). FYRRVER ANDI upplýsingamálaráðherra Nassers, Salah Salem majór, hefur verið handtekinn og verður dreginn fyrir rétt vegna þess að hann á að hafa reynt að stofna til uppreisnar og steypa Nasser af stóli. Sagt er, að Salem hafi verið með ráðagerðir um uppreisn, þegar hann var herstjóri í Súez, meðan á hernaðaraðgerð- um Breta og Frakka stóð. Salem situr nú fanginn í Abbasiyah nálægt Kaíró.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.