Morgunblaðið - 15.02.1957, Blaðsíða 10
10
MORCV1SBLAÐ1Ð
Fostudagur 15. febr. 1957
— í fáum orðum sagt
Til sölu 2 íbúðir
3 herbergi og eldhús á 1. hæð
2 herbergi og eldhús á 3. hæð
á góðum stað í Austurbænum.
Uppl. á Barónsstíg 23.
Skrifsfofustúlka
óskast allan eða hálfan daginn frá 1. marz nk. eða síðar.
Þarf að kunna vélritun.
Tilboð merkt: Siðprúð —2005, sendist afgr. Morgbl.
fyrir 20. febrúar.
Ódýrir
kuldaskór
barna- og unglinga
Verð frá kr.: 129,00.
Valborg
Austurstræti 12
Rafmótorar
— % — % — %
1 — 1%—2 —3 —
4% — 5% — 7% —
10 — 15 ha.
GANGSETJARAR,
Stjörnuþríh.
og automatiskir
flestar stærðir
LUDVIG STORR & CO.
Framh. af bls. 6
eldi. Og með þessum hætti setti
lifið okkur „paa plads“, svo að
maður tali nú ekki alltof gott mál.
Áður en við snerum okkur að
störfum Guðbrands við ísafold,
sagði hann mér nokkru nánar frá
dvöl sinni á Seyðisfirði. Ber hann
mjög hlýjan hug til æskustöðva
sinna. Seyðisfjörður var á þess-
um tíma einn helzti athafnabær
landsins og þar runnu margir
straumar saman. Útlendingar
vöndu komur sínar þangað,
„-----og maður var ekki gamall,
þegar maður var farinn að stauta
sig fram úr dönsku", segir Guð-
brandur og brosir. Við ungling-
arnir þekktum þá menn sem mest
kvað að, annað hvort af orðspori
eða í sjón, því allar götur láu þá
um þessa litlu Róm. Ég man t.d.
vel eftir því, þegar Schou kom
þar við um það Ieyti sem hann
stofnaði íslandsbanka. Hann var
gestur Jóhannesar bæjarfógeta
og þar sá ég hann eitt sinn. Átti
við hann eitthvert. erindi. Þegar
ég kom var hann með náladofa í
öðrum fæti; hann benti á fótinn
og sagði við mig: „Mit ene ben
der sover“. Þá lærði maður það!
— Þér komuð til ísafoldar-
prentsmiðju 1908?
— Jó. ísafold var mikil stofn-
un í þá daga, ja, hún var eigin-
lega þyngdarpunkturinn í bæjar-
lífinu. Þar sveif líka andi Björns
Jónssonar yfir vötnunum. Og það
var enginn smákarl, skal ég segja
yður.
— Nei, ég þykist vita það.
— Það var margt prentað í ísa-
fold og svo bættist Morgunblaðið
við, þegar það var stofnað. Einnig
man ég eftir því, að við prent-
uðum með leynd boðsbréfin að
stoínun Eimskipaf él agsins. Það
mátti ekki kvisast, að málið væri
í deiglunni. Menn þorðu víst ekki
að vekja Dani af værum svefni
og sumum íslendingum fannst
kannski í fullmikið ráðizt:
.... þeir ætla sér að eignast skip,
en enginn kann að sigla.
— En hvað um fyrsta ár Morg-
unblaðsins?
— Ja, það hefur ýmislegt verið
skrifað um það. Annars var
fréttaleysið alveg að drepa Fin-
sen. Hann óð um allan bæ til að
KJARNMIKIL MÁLTÍ-Ð ÚR ÚRVALS
SKOZKUM HÖFRUM
Avallt, þegar þér kaupið haframjöl, þá ‘biðjið um Scx>tt’s. Þér tryggið
yður úrvals vöru framleidda viö ýtrasta hreinlæti og pakkað i loft-
þéttar umbúðir. Scott’s haframjöl er mjög auðugt af B bætiefhum.
HINIR VANDLÁTU VELJA Scott's
finna eitthvað sem setja mætti á
prent. Einu sinni fór illa. Það var
nýkominn' olíufarmur til Lands-
verzlunarinnar. Hann var auðvit-
að fluttur í tunnum í þá daga.
Finsen hitti verkamenn á götu.
Þeir voru með olíu í fötu og var
sú menguð óhreinindum. Finsen
spyr, hvort þetta sé olían til
Landsverzlunarinnar. Þeir svara,
að svo sé. Þarna var nú aldeilis
stoff! — því að Finsen skildist að
olían væri öll svona. En sann-
leikurinn var sá, að þetta var úr
kjalsoginu, svo að Finsen varð
síðar að biðjast afsökunar í blað-
inu. Landsverzlunin vildi selja
sína olíu, svo að það var ekki um
annað að ræða! Að þessu var
hent gaman í bænum og tók ég
þátt í því, kastaði fram þessari
vísu:
Miklar eru og margvíslegar
manna hrellingar.
Með feitum korpus Finsen biður
fyrirgefningar.
Maður var nýbúinn að læra að
yrkja hjá Einari Kvaran! Hann
kenndi okkur stuðlasetningu í
Ungmennafélaginu.
— Og svo hættuð þér prent-
arastarfinu?
— Já, hafði ekki áhuga á því
lengur. Björn var fallinn frá og
ég var ekki ánægður með það sem
verið var að karpa um á prenti.
Hafði engan áhuga á að selflytja
þennan andskota á prent. Á þess-
um árum varð pólitíkin lágkúru-
leg og leiðinleg. Það var sífellt
þvælt um júrídískar endaleysur
sem almenningur hafðj engan
áhuga á. Og svo þótti sá mestur
sem gat uppnefnt andstæðinginn
listilegast. — Ég hóf búskap fyrir
austan, en kom svo aftur í bæinn
1916. Þá kemur Jónas á Hriflu
eitt sinn til mín og biður mig um
að verða ritstjóri Tímans. Hann
sagði, að Framsóknarflokkurinn
yrði að fá málgagn úr því hann
hafði þegar fengið ráðherra. Ég
tókst það á hendur, en sagði: Það
er sá einn kostur við mig, að það
verður auðvelt að losna við mig.
Ég ætla mér að verða bóndi....
Annars var gert ráð fyrir því, að
Héðinn Valdimarsson tæki við
Tímanum, en hann var þá við
nám í Höfn. Ekki varð úr, að
Héðinn gerðist ritstjóri Tímans og
munu ýmsar orsakir hafa legið
til þess.
— En svo tók Tryggvi Þórhalls-
son við Tímanum.
— Já, ég skal segja yður, hvern
ig það var. Um haustið 1916 deyr
Þórhallur biskup Bjarnason og
Jón Helgason tekur við. Tryggvi
hleypur þá í skarðið fyrir hann
og er settur dósent við Guðfræði-
deildina. Síðan er stofnað til
samkeppnisprófs um embættið og
var Magnúsi Jónssyni dæmdur
sigurinn. Sunnudaginn sem úr-
skurður dómnefndar féll vorum
við í útreiðartúr við Tryggvi.
Þegar heim kemur, fáum við
fréttirnar. Tryggvi hafði lofað að
messa á Laugarnesi þennan dag
og það gerði hann. Eftir mess-
una sagði hann við mig: „Eitt er
ég viss um, að fólkið í Laugar-
nesi hefur ekki haft hugmynd
um, hvað ég hef orðið fyrir mikl-
um vonbrigðum í dag“. Þetta var
í eina skiptið sem ég heyrði sjálf-
hælni af hans vörum. — Nú, svo
er þetta sama kvöld í Laufási
farið að ræða um framtíð hans.
Einna helzt var von um stunda-'
kennslu við einhvern skólann hér
í bæ. Frá föðurleifðinni vildi
hann nauðugur fara. Þá segi ég
við hann: „Viltu verða ritstjóri
Timans? Það er líka að vera
kennari, það eru aðeins fleiri
nemendur á skólabekknum".
Þetta varð. Það var mikið lán
fyrir Tímann að fá Tryggva. Og
þarna fékk þá flokkurinn sinn
formann.
— Og hvað gerðuð þér svo?
— Ja, mér voru allir vegir fær-
ir. Einu sinni átti að gjöra mig
að eftirlitsmanni með mælitækj-
um og vogaráhöldum. En þá sótti
svo ágætur maður um þetta starf,
að mér var ómögulegt að sækja
á móti honum.
— Hver var það?
—- Dr. Þorkell Þorkelsson veð-
urstofustjóri.
— En svo að ég snúi mér aftur
að Tryggva.
— Hann ætlaði að sigla háan
sjó, vissi, að axir hans voru góð-
ar .... En hann varð að koma
til okkar aftur......
— Jónas bolaði honum frá?
— Ég vil helzt ekkert um þetta
tala. Þetta er svo persónulegt, og
ég hef haft mætur á þessum
mönnum báðum. Þegar við Jónas
kynntumst ungir, runnum við
saman eins og Gin og Vermouth.
Nýr kokteill! En eigum við ekki
að taka upp léttara hjal?
— Og tala um Áfengisverzlun-
ina?
— Onei, við skulum láta hana
eiga sig. Starf mitt við hana hef-
ur oft verið misskilið. Einu sinni
hitti ég frænda minn nokkurn
sem var reyndar prestur líka og
þegar hann vissi hver ég var —
hopaði hann á hæl! Það hvarflaði
nú stundum að mér, að eitthvað
hefði ég nú getað annað gert en
selja áfengi, — en þessi stóll þarf
líka mann! Lífið hefur kennt mér
sitthvað á þessum sjötíu árum,
segir Guðbrandur eftir nokkra
þögn. Til dæmis, það er enginn
hann sjálfur, heldur hann sjálfur
plús sá sem hann ræðir við, deilt
með tveimur. Hafið þér ekki tekið
eftir því, hvað þér eruð mismun.
andi gáfaður eftir því með hverj-
um þér eruð? Það er eitthvað sem
verður til milli manna.
Og að lokum:
— Manni hefur verið það eigin-
legt að leita að björtu hliðunum
hverju sinni og langoftast séð
eitthvað jákvætt við hið mót-
dræga í lífinu.
★ ★
etta voru síðustu orð Guð-
brands Magnússonar. Við
getum vafalaust dregið ýmsar
ályktanir af samtalinu. En aðal-
atriðið er, að honum hefur tekizt
að varðveita æsku sína og njóta
þeirrar hamingju sem forsjónin
veitti honum.
M.
★ Grískumælandi Kýpurbúar
lögðu niður vinnu í 24 táma í
dag að undirlagi EOKA til _að
undirstrika kröfur sínar um sam-
einingu eyjarinnar við Grikk-
land. Verkfallið hófst þegar um-
ræður Allsherjarþings S. Þ. um
Kýpur-málið áttu að hefjast, en
þær hafa nú tafizt.
Thor ÍSSKÁPUR
Af sérstökum ástæðum er til sölu 8 rúmfeta Thor
ísskápur á mjög hagstæðu verði. — Upplýsingar
gefur Guðmundur Ásgrímsson.
J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN
Verkfrœði
Vél averkfræðinemi, kominn að lokaprófi vlð Foly-
teknisk Læreanstalt í Kaupmannahöfn, óskar eftir
vinnu um 6 mánaða tíma, helzt í faginu.
Aðalfag: Driftsteknik. — Uppl. í síma 81178.