Morgunblaðið - 15.02.1957, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. febr. 195?
MORCUNBLAÐIB
9
\
)
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Samtíningur og sitthvað um
Úlfljót, blað laganema 10 ára
Ý DAG er eina stúdentablaðið
* sem út kemur að staðaldri
í Háskólanum, 10 ára. Það er
Úlfljótur, blað laganema. En
það er ekki einungis, að það
sé eina blaðið, sem svo er
háttað um, heldur er Úlfljót-
ur jafnframt það lögfræði-
tímarit sem lengst hefur ver-
ið gefið út hér á landi.
★
ELDRI lögfræðitímarit eru „Lög
fræðingur", sem út kom í
fimm ár og „Tímarit lögfræðinga
og hagfræðinga“ sem út kom í
tvö ár, bæði fyrir áratugum
síðan og eru nú næsta sjaidséð
rit og mikil eftirlæti bókasafn-
ara. Fjórum árum eftir að ulf-
ljótur hóf göngu sína, 1951, stofn-
aði loks Lögmannafélag íslands
til tímaritsútgáfu og gaf út Tíma-
rit lögfræðinga.
ÞAÐ var 15. febrúar 1947, sem
það var ákveðið á fundi í fé-
lagi laganema, Orator, að efna til
útgáfu tímairts. Fyrsta hefti þess
kom út nokkrum dögum síðar og
hlaut nafnið Úlfljótur, eftir þeim
mikla lögspeking þjóðveldisins.
í>á var formaður Orators Þor-
valdur Garðar Kristjánsson lögfr.
og varð hann jafnframt upphafs-
maður og frumkvöðull að útgáfu
tímaritsins og fyrsti ritstjóri
þess.
í fyrsta heftið, fyrir 10 árum,
Spjallað við ritstjórann, Benedikt
Blöndal,
ritaði próf. Ólafur Lárusson
merka lögfræðilega fræðigrein og
hefur sá háttur haldist jafnan
síðan, að ekkert hefti hefur út
komið, án þess að þar sé að finna
eina fræðigrein lögfræðilegs
efnis.
Eins og áður getur hefur geng.
ið heldur stirðlega að halda uppi
reglulegri blaða- og tímaritaút-
gáfu í Háskóla íslands af hálfu
stúdenta, hverju sem það sætir,
og var svo komið, að eitt ár lá
útgáfa Úlfljóts niðri, vegna fjár-
skorts og annarra erfiðleika. —
Næsta ár var Þorvaldur Ari Ara-
son lögfræðingur kjörinn ritstjóri
blaðsins og endurreisti hann út-
gáfuna af miklum skörungsskap
og hefur tímaritið dafnað vel æ
síðan. Það er merkt um Úlfljót
umfram flest önnur blöð íslenzk,
að það er gefið, en ekki selt. í
augum uppi liggur, að þessi út-
gáfuháttur getur skapað nokkur
fjárhagsvandræði, ef ekki er vit.
urlega á málunum haldið. Blaðið
hefur hlotið nokkurn árlegan
fjárstyrk frá Háskólaráði, sem lít
ur þessa útgáfustarfsemi innan
veggja Háskólans að vonum hýru
auga, en megintekjur blaðsins eru
auglýsingar og gjald fyrir starfs-
skrá yfir nær alla starfandi mál-
flytjendur, endurskoðendur, fast-
stud. jur.
eignasala, skjalaþýðendur og vá-
tryggjendur á landinu.
f augum laganema er það líka
einn mikill kostur blaðsins, að
það skuli ekki íþyngja pyngju
þeirra um of. Standa þeir allir
þétt saman um að útgáfa þess
geti orðið sem veglegust.
NÚVERANDI ritstjórar Úlfljóts
eru Benedikt Blöndal stud.
jur. og Grétar Haraldsson. — Ég
kom að máli við Benedikt á þess.
um tímamótum í sögu blaðsins og
spjallaði við hann stundarkorn
um markmið blaðsins og tilgang.
— Það er fyrst og fremst hlut-
verk Úlfljóts, segir Benedikt, að
vera vísinda- og fræðitímarit í
lögfræði. Allt frá fyrsta heftinu
hefur í því birzt lögfræðileg
fræðigrein eftir fremstu menn ís-
lenzka á sviði lögvísinda. f af-
mælisheftinu er grein, sem nefn-
ist „Véfang", eftir próf. Ólaf Lár-
usson. Að þessu leyti er Úlfljótur
þegar orðinn allmerkt heimilda.
og fræðirit, og þess má geta, að
þessar greinar, sem í honum hafa
birzt eru sumar þegar orðnar
skyldunámsefni til lögfræðiprófs,
og má þannig með nokkrum sanni
segja, að Úlfljótur sé ein kennslu
bóka í lagadeild.
Björn i Bæ:
HEIM AÐ HÓLUM
UNDANFARIN ÁR hefir það
verið venja að Hólaskóli hefir
boðið hvern vetur heim að Hól-
um* Búnaðarfélögum Skagafjarð-
arsýslu. í þetta skipti varð það
kærkomið hlutskipti félaga úr
Hofshreppi að þiggja boð þetta.
Laugardaginn 19. janúar söfnuð-
ust 49 bændur saman og óku
af stað heim að Hólum. Ekki get
ég neitað því, að þótt ég ger-
ist nú vel fullorðinn maður
hlakkaði ég til þessarar ferðar,
því að koma að Hólum hefur mér
ætíð verið tilhlökkun. Mun það
líka hafa verið svo með fleiri
í þetta skipti, því aðeins 2 af
öllum bændum í hreppnum vant
aði vegna veikinda á heimilum
þeirra.
Heim á staðinn komum við kl.
2 eins og ráð var fyrir gert. Tók
skólastjórl, Kristján Karlsson, á
móti okkur með hlýju handtaki,
eins og hans er venja. Við vor-
um fyrst lelddir í smíðahús pilta,
þar er mikið rúm og vistlegt.
Vélar eru þar til alls, svo sem
rennibekkur, hefill, borvél, sög
o. fl., allt vitanlega rafknúið.
Annar bekkur skólans var að
þessu sinni við bókband. Virt-
ist okkur allt handbragð og frá-
gangur hinn snyrtilegasti og
bundnar bækur vel frá gengnar,
enda var okkur sagt, að kennar-
inn væri prýðilegur. Strákar
sögðu okkur einnig, að þeir hefðu
mikið gagn og ánægju af smíða-
og bókbandsnáminu.
Úr smíðahúsi vorum við leidd-
ir í leikfimishús, þar sem yngri
bekkur skólans var að æfingum.
Margt rifjaðist upp fyrir okkur
gömlu nemendunum, þegar við
komum í leikfimihúsið, en um
20 Hólamenn voru með í förinni.
Leikfimihúsið var og hefur verið
aðalskemmtistaður skólans, og er
óhætt að segja, — án þess að vilja
beint fyrta konur okkar bless-
aðar, — að þarna höfðum við
faðmað margan kvenmanninn,
það er að segja í dansi, og ekki
mun örgrannt um að fyrsta kynn-
ing hamingjusamra hjóna, hafi
átt sér stað í þessu húsi.
Jæja, við horfðum auðvitað á
strákana og ekki er vafi á að
suma langaði til að reyna stökk
og eitthvert umtal var um að
bjóða Hólamönnum í bænda-
glímu. Ekkert varð þó úr þessu,
því nú kom skólastjóri og bauð
bændum upp á kaffi. Gengu allir
heim á skólastjórasetrið þar sem
frú Sigrún, skólastjórafrú, bauð
gesti velkomna á sitt glæsilega
heimili. Bændur settust nú að
borðum hlöðnum kræsingum
og neytti þar hver svo vel, sem
magarúm leyfði.
Eftir drykkju fór allur mann-
skapur niður að fjárhúsum til
að skoða húsakynni þar. Allt er
vitanlega steinsteypt og vel um
búið. Fimm hús standa þar sam-
stæð, en fram á útjörð Hóla,
Hagakoti, eru einnig miklar bygg
ingar. Þarna er heldur enginn
smábúskapur, enda ekki einstakl
ingur sem framkvæmir. Með okk
ur fóru í fjárhúsin Árni lcennari
og ráðsmaður skólabúsins.
Skýrðu þeir allt og leiðbeindu
mjög vel. Ýmiss konar tilraunir
er verið að gera á Hólum og þar
á meðal með féð. Um 540 fjár er
á fóðrum í vetur. 700 lömb fædd
ust, en nokkrar ær létu lömbum
og drápu undan sér svo í júní
lok voru á lífi 660 st. En í haust-
kauptíð voru 650 á lífi, aðeins
10 vantaði því af fjalli. Meðal-
þungi allra lamba í haust var
á fæti 35,1 kg, en kjötþungi slát-
urlamba 14,3 kg (1955 var meðal
þungi kjöts 14,6 kg.)
Undan hverri vetrarfóðraðri
kind fengust 17,4 kg af kjöti.
Mjög fróðlegt og skemmtilegt var
að heyra um tilraunir þær, sem
verið er að gera á skólahúsinu.
T. d. að áberandi vænstu lömbin
komu undan ánum, er mestan
fóðurbæti fengu um og eftir
burð. Hending var að vænn dilk-
ur kæmi undan ánum, er báru
hretdagana í vor og urðu að ein-
hverju leyti fyrir áföllum. Á all-
ar ær og gemlinga, sem voru með
Benedikt Blöndal.
í öðru lagi er ætlun ritsins að
stuðla að kynnum og sambandi
laganema og lögfræðinga og efla
samheldni þeirra á milli. Félags-
lífið verður fjölskrúðugra og öfl-
ugra með slíkri tímaritaútgáfu og
svo hefur reynzt síðan Úlfljótur
hóf göngu sína.
Ritstjórnin hefur jafnan reynt
að fá laganema til þess að skrifa í
ritið, en það hefur gengið nokkuð
erfiðlega, verr en skyldi.
— Og hverjar eru framtíðar-
horfur ritsins? Nokkrar breyting-
ar á því í vændum?
— Úlfljóti vegnar vel eins og
sakir standa, og ekki er annað
að sjá en að framtíðarhorfur
hans séu góðar. Ekki höfum við
ritstjórar í huga að gera nokkrar
breytingar á ritinu. Úlfljótur er
ákaflega íhaldssamt blað og mun
koiha út áfram í svipuðu formi.
Benedikt rekur síðan þá örðug-
leika er blaðið átti í fyrstu starfs-
árin, einkum fjórða árið, er svo
hart var í ári að selja varð laga-
nemum blaðið. Og sama árið, sem
Tímairt lögfræðinga hóf göngu
sína varð hlé á útgáfunni, enda
þótti þá mörgum þægilegt að
lömbum um rúning, fekkst 48,48
kg lifandi þungi, en 20,14 kg af
kjöti.
Flokk af ám hafa þeir til til-
rauna með hormónainngjöf.
Koma þær flestar með 2 til 4
lömb.Þó hvatti Árni kennari ekki
mikið til þeirrar starfsemi. Eins
og fyrr segir, eru öll hús þarna
mikil og virðist öllu haganlega
fyrir komið.
Úr fjárhúsunum gengu menn í
fjós. Þar eru 42 mjólkandi kýr,
en upp undir 60 í fjósinu. Kýrn-
ar eru vel hirtar, og margar af
þeim fallegar, en ekki virðist
vera mikil kynfesta í þeim. Meðal
nytin var í fjósinu 1956, 3270 kg
en hæsta kýrin mjólkaði rúmlega
5000 kg. Fjósið er byggt og stækk
að úr gömlu fjósi. Er það góð
bygging, en þó ekki að öllu eins
og kröfur tímans heimta.
Ekki gátu menn skoðað hesta,
nema kynbótahestana, sem voru
í húsi. Ég er ekki það mikill
hestamaður, að ég gæti dæmt þá.
En vel hirtir voru þeir. Um 90
hross eru á skólabúinu, en lík-
legast aðeins 2—3, sem notuð eru
öðru hverju.
Öllum bændum var nú vísað
inn í skólastofurnar, þar sem
kennarar og skólastjóri héldu
erindi um rekstur skólahússins
og tilraunir þær, sem verið er
að gera. Túnið er nú um 80
hektarar. Tilbúinn áburður var
keyptur fyrir 60—70 þús. kr. sl.
ár, en fóðurbætir fyrir 47000.
Mest af honum fór í kýrnar. Á
hektara var borið 90 kg af köfn-
unarefni, 80 af fosfórsýru og 70
af kalí. Reynsla var sú, að þurft
hefði að bera á 120 kg af köfn-
unarefni. Á sumrin beita þeir
kúnum á ræktuð hólf, sem skipt
er um, en eftir að sláttur er bú-
inn, ganga þær á túninu þar til
þær eru teknar í hús.
Á milli erinda kennaranna,
sungu allir fullum hálsi, en í byrj
un þessa fræðsluþáttar sungu
skólapiltar nokkur lög undir
stjórn söngkennara skólans. Er
þessi þáttur var búinn, var bænd
um boðið til matar upp í skóla-
stjóraibúð. Var þar sem fyrr,
leggja blaðið niður og fá í þess
stað tvær eða þrjár opnur í Tíma-
riti lögfræðinga fyrir fréttir úr
lagadeild. En úr rættist, svo sem
áður er getið og vegur blaðsins
hófst góður á ný, og kemur blað-
ið nú reglulega út fjórum sinnum
á ári. Og loks segir Benedikt:
— Á afmæli sínu flytur Úlf-
ljótur öllum þeim sem skrifað
hafa í hann, auglýst í honum eða
stutt hann á annan hátt, þakkir
sínar, og vonar að hann fái að
njóta vináttu þeirra og stuðnings
um ókomin ár.
IAFMÆLISRITINU er auk þess
efnis, sem þegar hefur verið
talið, viðtal við fyrsta ritstjór-
ann, Þorvald Garðar Kristjáns-
son, þættir úr sögu Orators eftic
Benedikt Blöndal, ritdeila laga-
nema um það hvort stétt föðurs
hafi áhrif á námsmöguleika fólks,
rekabálkur, fregnir úr lagadeild
og fleira.
En ef einhver skyldi halda að
Úlfljótur væri eingöngu þurrt
fræðirit sem birti að mestum
hluta lagagreinar og útskýringar
á lagastöfum og paragröffum, þá
er það hinn mesti misskilningur.
Úlfljótur getur engu að síður
brugðið á glens, eins og vera ber
um stúdentablað, í honum hafa
birzt þættir og frásagnir, m. a.
um „hinn árlega vísindaleiðang.
ur laganema að Litla Hrauni'*,
sem lengi munu í minnum hafðar
fyrir gáskafullan rithátt og lipra,
stundum ofurlítið ýkta frásagn-
argáfu. Því einmitt á þennan
hátt, með því að vera bæði nokk-
urt fræðirit í lögfræði og jafn-
framt glaðsinna málgagn laga-
stúdenta, þjónar ritið bezt hin-
um tvíþætta tilgangi sínum. Og
því til sönnunar, að ekkert nám
jafnist að skemmtan á við lög-
fræðinámið, því alltaf heyrir mað
ur einhverja um það efast, skal
endir á þetta mál um Úlfljót 10
ára bundinn með því að birta hér
vísu nokkra úr síðasta hefti, en
hún er ort af einum laganema
endur fyrir löngu.
Það er Tómas Guðmundsson
stud. jur., sem kveður um bækur
Einars Arnórssonar:
Ó! Hversu ljúft er að lesa
um Lögbann og kyrrsetning,
en þó um Uppboð og undirboð
og Áfrýjun glaðast eg syng.
Og loks, þegar Aðför er úti
og eygló er sigin í mar,
þá dreymir mig himneska drauma
um Dómstóla og réttarfar.
ggs.
rausnarlega á borð borið, hófust
þá ræðuhöld nokkur af hálfu
gestanna, sem létu óspart í ljós
ánægju sína og hug allan til Hóla
og skólastjórahjónanna.
Eftir máltíðina var öllum boð-
ið aftur niður í skólastofurnar
og þar sýndar kvikmyndir, en nú
var dagur mjög liðinn að kvöldi
og margur fáliðaður heima. Ekki
var þó skólastjóri á því, að strax
væri farið og þýddi ekkert að
deila við dómarann um það. Einu
sinni enn urðum við að fara heim
til Kristjárns og drekka kaffi
og mjólk eftir því sem hver hafði
magarúm til. Þótti þó sumum þar
ekki á bætandi.
Er við stóðum upp frá borðum
og menn fóru að hugsa til heim-
ferðar varð mér gengið fram í
eldhús til stúlknanna, sem ekki
höfðu gert annað allan daginn en
að sjá um að við gætum kýlt
okkar maga sem mest. Þarna sátu
þær blessaðar, vitanlega uppgefn
ar, en að ég held ánægðar yfir
að gestirnir voru í sjöunda himni
af ánægju. Ég vissi, að þær ætl-
uðust ekki til þakkar frá okkar
hendi, en þó gat ég ekki annað
en þrýst hendur þeirra allra.
Þegar út fyrir dyr skólastjór-
ans var 'komið, og allir höfðu
þakkað fyrir höfðinglegar mót-
tökur, fræðslu og skemmtun,
sýndu bændur, að þeir voru sann
ir Skagfirðingar með því, að
kyrja fullum hálsi:
Farvel Hólar fyrr og síð.
Farvel sprund og halur.
Farvel Rafta fögur hlíð
Farvel Hjaltadalur.