Morgunblaðið - 15.02.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.1957, Blaðsíða 4
4 MORCTJPJTIL 4Ð1Ð Föstudagur 15. febr. 1957 1 dag er 46. dagur ársins. Föstudagur 15. febrúar. ÁrdegisflæSi kl. 5,42. Síðdegisflæði kl. 18,08. SlysavarSstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki, sími 1618: — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek opin daglega til kl. 8, nema á laugar- dögum til klukkan 4. Holts-apótek er opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. — GarSs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kb 9—20, nema á laugardögum 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. — Sími 82006. Kópavogs-apótek, Áifhólsvegi 9 er opið daglega 9—19, nema á laugardögum klukkan 9—16 og á sunnudögum 13—16. Sími 4759. Hafnarfjarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, Iaugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16 Hafnarfjörður: Næturlæknir er Bjarni Snæbjörnsson, sími 9245. Akureyri: — Næturvörður er í Stjömu-apóteki, sími 1718. Nætur læknir er Pétur Jónsson. 0 Helgafell 59572157 — IV — V — 2. RMR — Föstud. 15. 2. 20. — VS—Fjárhf. — Hvb. I.O.O.F. 1 => 1382158% s Spkv. • Hjónaefni • Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðfinna Óskarsdótt- ir, Ásvallagötu 55 og Guðmundur Cskar Ivarsson, húsasmiður, Steinaborg, Grindavík. • Skipafréttir • Eimskipafélag Islands h.f.: Brúarfoss fór frá Vestmanna- eyjum 13. þ.m. til Grimsby og Hamborgar. Dettifoss hefur vænt anlega farið frá Hamborg 13. þ. m. til Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Hafnarfirði 10. þ.m. til Lond- on og Rotterdam. Goðafoss fór frá Rvík 13. þ.m. til Sigluf jarðar, Dal víkur, Akureyrar og Húsavíkur og þaðan til Riga, Gdynia og Vent- spils. Gullfoss fór frá Reykjavík 12. þ.m. til Hamborgar og Kaup- mannahafnar. Lagarfoss fór frá Reykjavík kl. 6 í morgun til Kefla víkur, Breiðafjarðar, Vestfjarða, Siglufjarðar og Vestmannaeyja og þaðan til New York. Reykja- foss er í Rotterdam. Tröllafoss v..r væntanlegur til Rvíkur s.I. nótt. Tungufoss fór frá Ant- werpen 13. þ.m. til Rotterdam, Hull og Reykjavíkur. Skipadeild S. 1. S.: Hvassafell fór 13. þ.m. frá Akranesi áleiðis til Gdynia. Arn- arfell fór 12. þ.m. frá Húsavík áleiðis til Rotterdam. Jökulfell er væntanlegt til Hamborgar á morg un. Dísarfell er væntanlegt til Grikklands 17. þ.m. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helga fell fór frá Siglufirði 9. þ.m. á- leiðis til Abo. Hamrafell fór 13. þ.m. frá Batum áleiðis til Rvíkur. Átthag'afélag Akraness hefur spilakvöld í Skátaheim- ilinu, föstudag kl. 8,30. Ir ERDIIM AIMD D ag bók 5 mínútna krossgáfa S7TTJB B 9 -~ - Mynd þessi birtist nýlega í blaðinu Grimsby News Pictorial. Hún sýnir líkkistu íslenzka sjómannsins Alberts Guðmundssonar flutta um borð í togarann Hallveigu Fróðadóttur. En Albert hafði týnzt fyrir nokkru í Grimsby og fannst lík hans í höfninni þar. Sjómenn aí þremur íslenzkum togurum voru viðstaddir er hann var fluttur i íslenzka skipið og einnig þeir Þórarinn Olgeirsson ræðismaður og F. Huntley Woodcock fiskveiðiráðunautur. Kirkjukór Langholtssóknar Skemmtun heldur kirkjukór Langholtssóknar í Ungmennafé- lagsheimilinu við Holtaveg, laug- ardaginn 16. febr. kl. 8,30. — Til skemmtunar verður félagsvist og dans. — íþróttamaðurinn Afh. Mbl.: Kona á Akranesi krónur 50,00. Albert Schweitzer Afh. Mbl.: Oddgeir, Jón og Jó- hann krónur 300,00. HaHgríms- í Saurbæ Séra Sigurjón Guðjónsson próf- astur hefir nýlega afhent mér kr. 500,00 til kirkjunnar frá próf. Richard Beck og frú hans og enn- fremur kr. 100,00, áheit frá N. N. — Matthías Þórðarson. Frímerkjasafnarar Leon L. Berger, 201 Sullivan Street, New York 12 N.Y., USA vill komast í bréfaviðskipti við íslenzkan frímerkjasafnara. Hann kveðst þekkja 20 aðra menn sem innig vilja komast í bréfavið- skipti við íslendinga í sama til- gangi. Bréf frá honum er hjá Dagbók Morgunblaðsins og má vitja þess þangað. Eimskip og sjúkrabíllinn Formaður Rauða kross deildar- innar í Hafnarfirði, Ólafur Ein- arsson héraðslæknir bað Mbl. í gær að geta þess, þar sem það hefði fallið niður, að Eimskipafélag ís- lands gaf eftir helming flutnings gjalda fyrir sj úkrabílinn, sem sagt var frá í blaðinu í gær. Guðspekifélagið Dögun heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 8,00 í Guðspekifélagshús in. Aðalfundarstörfum verður lokið kl. 8,30. Þá verður fluttur þáttur um kenningu Buddah, Sig- valdi Hjálmarsson flytur erindi: Sagnir um dulræn máttarverk í Tíbet. Ennfremur verður sýnd kvikmynd og að lokum eru kaffi- veitingar. Utanfélagsfólk er vel- komið á fundinn. Happdrætti K.R.F.Í. Dregið hefir verið í afmælis- happdrætti K.R.F.l. — Þessi númer komu upp: — Nr. 249, Torfhildur Hólm: Ritverk I—III. Nr. 649, Kristín Sigfúsdóttir: Rit- verk I—III. Nr. 668, Einar H. Kvaran: Ritsafn I—VI. Nr. 806, Hulda: 1 ættarlandi mínu, Erla: Fífulogar. Nr. 680, Guðrún Jóns- dóttir: Skki heiti ég Eiríkur og Efemia Waage: Lifað og leikið. Nr. 575: Góðar stundir og Jón Stefánsson: Úti í heimi. Nr. 420: Bjöi-n Bjamason: Iþróttir fom- manna. Nr. 752: lslands þúsund ár. — Vinninganna sé vitjað í skrifstofu félagsins, Skálholtsstíg 7, sem er opin þriðjudaga, fimmtu daga og föstudaga kl. 4—6. (Birt án ábyrgðar). Þakkir frá Vífilsstöðum Sjúklingar á Vífilsstöðum hafa beðið Mbl. að færa allmörgum að- ilum þakkir, sem gert hafa þeim ýmsan greiða, fært þeim gjafir og skemmt þeim. Skal þessum mönn- um einkum skilað þökkum: — Magnúsi Víglundssyni, Sveini Val- fells og Jóni Guðmundssyni fyrir að gefa vinninga í félagsvist, Magnúsi Helgasyni, Ásbirni Ólafs syni, Soffíu Jensdóttur, Frey Magnússyni og Ingunni Jónsdótt- ur fyrir gjafir til skreytinga á dagstofu um jólin, Freymóði Jó- hannessyni, S.K.T., hljómsveit Karls Billichs og söngvurunum öddu Örnólfs, Sigurði Ólafssyni og Hauki Morthens fyrir skemmt- un, prófessor Finnboga Guðmunds syni fyrir sýningu á kvikmynd, Fritz Weisshappel, Þuríði Páls- dóttur, Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og Hjálmari Gíslasyni fyrir söng, hljóðfæra- leik og gamanþátt og loks Karla- kórnum Fóstbræðrum fyrir söng- Orð lífsins: Snúizt til 'umvöndunar minnar (segir Drottinn) sjá, ég læt Anda minn streyma yfir yður, kunn- gjöri yður orð min. (Orðskv. 1, 23). Sauille: — „Að sjá drukkinn mann er betri viðvörun en nokk- ur bindindisprédikun". — Umdæmisstúkan. Læknar f jarverandi Bjarni Jónsson, óákveðinn tlma. Staðgengill: Stefán Björnsson. Ezra Pétursson óákveðinn tíma. Staðgengill: Jón Hjaltalín Gunn- laugsson. Hjalti Þórarinsson fjarverandi óákveðinn tíma. — Staðgengill: Alma Þórarinsson. • Gengið • Gullverð isl. krónu: 100 gullkr. = 738,95 pappírskr. Sölugengi 1 Sterlingspund .. kr. 45.70 1 Bandaríkjadollar . — 16.32 1 Kanadadollar .. — 16.90 100 danskar kr........— 236.30 100 norskar kr........— 228.50 100 sænskar kr........— 315.50 100 finnsk mörk .... — 7.09 12 13 Hm; i1' |U 18 ‘ SKYRINGAR. Lárétt: — 1 fögur — 6 óðagot — 8 lélegur — 10 dropi — 12 aukaspikið — 14 fangamark —• 15 einkennisstafir — 16 korn — 18 hækkaðan í tign. LóSréu: — 2 ræfil — 3 fanga- mark — 4 fornafn — 5 hesta — 7 fuglinn — 9 rifja upp — 11 forfeður — 13 stúlka — 16 drykk ur — 17 samhljóðar. Lausn siðustu krossgátu. Lárétt: — 1 smali — 6 afa —■ 8 ost — 10 gól — 12 nestinu — 14 DT — 15 nk. — 16 æum — 18 nistinu. LóSrétt: — 2 mats — 3 af — 4 lagi — 5 London — 7 klukka — 9 set — 11 ónn — 13 taut — 16 ÆS — 17 mi. 1000 franskir frankar . — 46.63 100 belgiskir frankar . — 32.90 100 svissneskir fr. .. — 376.00 100 Gyllini .........— 431.10 100 tékkneskar kr. .. — 226.67 100 vestur-þýzk mörk — 391.30 1000 Lírur ..........— 26.02 • Söfnin » Listasafn ríkisins er til húsa 1 Þjóðminjasafninu. Þjóðminjasafn ið: Opið á surnudögum kl. 13—16 og á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13—15. Náttúrgripasafnið: Opið á sunnudögum kl. 13,30—15, þriðju dögum og fimmtudögum kl. 14—- 15. Ilvað kostar undir bréfin? 1—20 grömm: Flugpóstur. — Evrópa. Danmörk .......2,30 Noregur .......2,30 Svíþjóð .......2,30 Finnland ......2,75 mœ¥§iimccgjiMii Góð eiginkona. ★ Þegar Brahms eitt sinn var á ferð í Hamborg, var hann boðinn JUarz-búinn í veizlu til stórríks kaupmanns. Er sezt hafði verið að borðum, reis húsbóndinn úr sæti sínu og flutti ræðu þar sem hann bauð Brahms velkominn með mörgum fögrum orðum. Hann kvað það vera mik- inn heiður fyrir sig og sitt hús, að hinn mikli snillingur skyldi þiggja þetta boð og kvaðst hann vilja láta, gestinum til heiðurs, sækja bezta vínið sem hann ætti í kjallaranum. Brahms, sem þótti mjög gott vín, gat ekki dulið undrun sína, er hann heyrði að kaupmaðurinn ætti heilan vínkjallara. Það var skálað, og húsbóndinn sneri sér að Brahms og spurði: — Jæja, hvernig bragðast yður vínið? Þetta er nefnilega „Brahms" meðal vína minna. Brahms smakkaði aftur, horfði niður £ glasið, smakkaði aftur, leit síðan til kaupmannsins og sagði: — Afbragðs gott vín, en ef þetta er „Brahms", þá fyndist mér að þér ættuð að láta þjóninn yðar sækja „Beethoven“ yðar líka, þann stóra meistara. ★ Jean-Louis-Guez Balzac, fransk ur rithöfundur, sem uppi var um sama leyti og Champfleury, um aldamótin 15 og 1600, sagði einu sinni við Champfleury: — Þér líkizt mér talsvert í skrif um yðar, og það gleður mig, yðar vegna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.