Morgunblaðið - 15.02.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.02.1957, Blaðsíða 6
6 MORCTrNRl AÐIÐ Föstudagur 15. febr. 1957 / fáum orðum sagt: | ^▼▼▼▼▼▼▼▼▼t Konan og Kjarval eru höfundar þessa ..... Guðbrandur Magnússon, for- stjóri Áfengisverzlunar rík- isins, er sjötugur í dag. Hann hefur víða komið við sögu og átt á margan hátt merkilega ævi. Einkum hefur hann verið áhuga- samur um stjórnmál, þó að hann hafi aldrei verið eins og fram- styggur hestur á þeim vettvangi. Hann hefur ekki haft eðlislega þrá til að ganga fyrir spegil og biðja um dóm háttvirtra kjós- enda: Spegill, spegill herm þú mér.... í>að eru ekki allir með því marki brenndir. — Það vant- aði líka í mig allt sem til þess þurfti, sagði hann við mig, þegar þetta bar á góma. En svo bætti hann við eftir svolitla umhugs- un: — Annars var ég einu sinni í framboði hér í Reykjavík og fékk 1034 atkvæði eða eitthvað þess háttar. En það var nú þá. Guðbrandur var fyrsti ritstjóri Tímans og kallar hann „sitt blað“, svo að gera má ráð fyrir, að hann sé Framsóknarmaður. En hann er meira. Hann er líka ó- venjulegur húmanisti. Hann sagði: — Þér megið hafa það eftir mér, að ég hefði ekki trúað því á æskuárunum, að það væri svona gaman að eldast! Það er eins og sjónarhóllinn hækki og sjónar- hornið færist til betra vegar. Maður er ekki eins eigingjarn og áður, ekki eins fljótfær að álykta en kemst þó að jafngóðri niður- stöðu. Þegar aldurinn færist yfir, fer maður að hugsa af meira yfir- liti. ★ ★ Við erum staddir í stofum þeirra hjóna. Myndir Kjar- vals blasa við á hverjum vegg og sumar minna á persónulega vin- áttu húsbóndans og meistarans. Hún hefur staðizt alla brotsjóa 50 ára og maður sér, hve djúpt hún ristir, þegar Guðbrandur sýnir gesti málverk vinar síns. Það skortir hvorki skilning né innblástur. Og það er gaman að fara með húsbóndanum um „safnið": — Konan og Kjarval eru höf- undar þessa heimilis, segir hann. Og svo: — Það var á útmánuðum 1930, að ég fór til Sigurðar Nordals sem þá var formaður mennta- málaráðs og sagði við hann eitt- hvað á þessa leið: Það er orðið alllangt síðan þið hafið gert nokkuð fyrir Kjarval. Ég hef séð eftir hann nýja mynd. Hún heitir Vífilfell. Nordal tók máli mínu vel, og þegar þeir sáu málverkið, fór fyrir þeim eins og mér. Menntamálaráð ákvað svo að kaupa myndina á 5000 krónur sem var mikill peningur þá. En þá kom í ljós, að allir sjóðir voru tómir. — Og ekki varð af kaupum? — Jú-jú, málinu var auðvitað bjargað. En það er önnur saga.... Guðbrandur sýnir mér síðan myndir Kjarvals og skýrir hverja einstaka af mikilli nærfærni. Þarna er stór mynd frá Þingvöll- um, önnur sem er nokkurs konar erfiljóð um Einar Benediktsson og þrjár smámyndir sem málaðar eru suður í París, svo að dæmi séu tekin. Smámyndirnar eru mál aðar á salernispappír, en undur- fagrar allt um það. Pappírinn skiptir minnstu máli, þegar Kjar- val er annars vegar. — Guð- brandur segir og bendir á eina af þessum litlu myndum: — Vitið þér, hvað ég kalla hana þessa? Þér sjáið, að þarna er hópur manna að stinga saman nefjum. Ég skal segja yður, ég Samtal við Guðbrand Magnússon sjötugan kalla hana Tímaklíkuna. — En, bætir Guðbrandur við, Kjarval er víst alveg saklaus af því að hafa haft Tímamenn í huga, þeg- ar hann málaði hana. — Segið mér eitt, Guðbrandur, hefur ekki vináttan við Kjarval verið yður mikils virði? — Jú. Það var eiginlega eins og að detta í lukkupottinn að kynnast honum. Og sérstaklega list hans. Að því hef ég alltaf búið. — Þér kynntust honum, þegar þér störfuðuð að ungmennafé- lagsmálum á fyrstu árum yðar í Reykjavík? — Já, bróðir hans Karel Sveins son stóð framarlega í ungmenna- félagshreyfingunni. Hann bauðst til að kynna mig fyrir Kjarval. Ög sem ég fer til Kjarvals, fell ég í stafi yfir því að sjá slíka hæfileika hér heima. Ég get skotið því hér inn í, ef þér viljið láta það fljóta með, að ég held ég eigi heiðurinn af því að hafa fyrstur nefnt nafn Kjarvals á prenti. Það var í Austra, blaðinu okkar á Austurlandi. Þar skrif- aði ég greinarkorn um fyrstu sýningu listamannsins 1908. Guðbrandur Magnússon heldur áfram: — Einhverju sinni sem oftar hélt Ungmennafélag Reykjavík- ur hlutaveltu og fékk málverk hjá Kjarval. Á þeim tíma hefðu 80 krónur þótt mikill peningur — en okkur tókst að koma henni upp í 800 krónur með því setja hana í happdrætti. Kjarval hefur einhvern tíma haft það við orð, að þær 800 krónur, ásamt 1000 krónum sem hann fékk hjá Hannesi Hafstein, hafi orðið sér ógleymanlegastar. Hann hefur sennilega haft þörf fyrir þessa aura, gæti ég ímyndað mér. ★ ★ Við setjumst. Snúum okkur frá málaralistinni, enda er Guðbrandur farinn að tala um ungmennafélagshreyfinguna, áð- ur en ég veit af. f henni eða henn- ar anda hefur hann starfað alla sína tíð, enda er hann aðalstofn- andi Ungmennafélags Reykja- víkur. — Hjátrúin eykst eftir því sem ellin færist yfir mann, segir Guð- brandur, þegar við erum seztir. Það er ekki fyrr en nú að mér er farið að detta í hug, að við Guðbrandur: Ég kalla hana Tímaklikuna — séum skákmenn á taflborði örlag- anna. Það er eins og ekkert sé hending, örlögin hafi séð fyrir öllu lífi okkar. Mér dettur þetta oft í hug, þegar ég hugsa til þess gæfuspors sem ég steig, þeg-ar ég fór til Akureyrar 1905. Ég ætlaði til Reykjavíkur, en lagði þessa lykkju á leið mína. Á Akureyri smitaðist ég af ungmennafélags- bakteríunni og kom með hana hingað suður. U.M.F. Reykjavík- ur var stofnað 3. október 1906. — Það hafði áhrif á líf okkar allra sem lögðum þar hönd á plóginn, já, ég vil segja, að það hafi haft áhrif á allt þjóð- lífið. Það hefur verið sagt, að ungmennafélagshreyfingin hafi verið afl lítillar þjóðar sem vissi, sliriFar úr daglega lifinu ■VTÝLEGA var ég að fletta bók- ' um, sem hingað til lands voru nýkomnar frá Norðurlönd- unum. Það sem sérstaka athygli mína vakti var ekki einungis það hve fjölbreyttar og margvíslegar bækurnar voru, heldur hitt hve frágangur þeirra var góður og útlit þeirra smekklegt og vandað. Fögur bók EINHVERN tímann hefur það verið mælt, sem ég hygg mik- inn sannleika, að í bókagerðinni speglist menningarlíf hverrar þjóðar einna greinilegast. — Sú þjóð, sem á fagrar bækur og vel gerðar hlýtur að standa framar- lega um alla andans og hjartans menningu. Það er nefnilega ekki einungis innihaldið, það sem i bókunum stendur, sem ber vott um þá sem bækurnar gera, þá þjóð, sem þær gefur út, heldur bókin öll. Á henni sést hvert ald- arfarið er í menningar- og list- málum, á henni sést hvernig efna- hagur fólksins er, og á henni sést hve miklir fagurkerar og smekk- menn kaupendurnir eru. Allt með snilldarbragði gert ÞAÐ er því engin tilviljun að þær bókagerðarþjóðir, sem einna fremstar hafa verið á liðn- um árum, eru Þjóðverjar og Hol- lendingar, sem verið hafa með mestu menningarþjóðum og átt ágætustu prentlistarmenn. En á seinni árum hafa Norðurlanda- þjóðirnar færzt þarna á fremstu skör og þó einkum Danir og Sví- ar. — Og það fer ekki hjá því, að þegar maður tekur sér bók í hönd frá einhverjum þessum þjóðum þá falli maður oft í stafi af aðdáun, svo smekklega er hún úr garði gerð. Þar fer saman let- urvalið, uppsetningin og umbrot- .ið á síðunum, pappírinn, spássí- urnar, og síðast en ekki sízt, káp- an og þær teikningar eða skreyt- ingar sem á henni eru. En jafnframt, um leið og mað- ur dáist að því sem þarna er vel og ágætlega gert, hlýtur manni að detta í hug að munur sé á því sem hér á landi er gert og víða annars staðar. íslenzk bókaút- gáfufyrirtæki hafa lengi hugsað sáralítið um útlit bóka sinna, aðeins ef útgefandinn hefur verið sáttur við efni þeirra og talið það þess vert að það kæmi fram fyrir almenningssjónir. Og þetta er illt. Því sannleikurinn er sá að íslenzkar bækur hafa marg- ar verið ein hryggðarmynd, hörmulegar útlits, ljótar og leið- inlegar í bókaskáp, ósmekklegar og ólistrænar að öllu útliti, svo maður nefni ekki það sem oft sést að bandið dugar ekki, bókin gliðnar og rifnar úr kjölnum. Mikið mein SLÍKT er mikið mein og ber vott um ómenningu og amlóðahátt þeirra, sem að bókaútgáfu standa. Ánægjan, sem við höfum af því að eiga bókina og handleika hana er hálfu minni fyrir vikið, hún er eins og hrákasletta í bóka- skápnum og ósjálfrátt metum við innihaldið, söguna eða ljóðin, minna fyrir vikið, hinn óhrjálega ytri búning. Þetta er miður, en ástæðan er vafalaust efnaskortur íslenzkra bókaútgefenda og stutt starfssaga flestra þeirra sem af sér hefur leitt að ekki hefur skap- azt stöðull í bókagerðinni. En þó sér á að bækurnar fara sífellt batnandi að ytra útliti ár frá ári þótt enn eigi þær langt í land til þess að svipa til hinna skand- inavísku bóka að ytri gerð. Sér- staklega hefur Helgafell gert sér far um að gefa út smekklegar bækur og ekki hef ég séð fegurri prentvinnu eða frágang frá neinni prentsmiðju en Hólum hér í Reykjavík. Verðlaun fyrir fegurstu bókina ÞAÐ er vel að smám saman er að vakna skilningur á því með íslenzkum bókaútgefendum á því að það er ekki síður þýð- ingarmikið að bókin líti vel út en innhaldið sé gott. Sumir gætu kannski talað um tildur og for- dild í hinum ströngu kröfum um góða bókagerð, en það er mis- skilningur. Falleg bók verður ávallt órækt vitni góðs smekks, umhyggju og atorku þess sem hana gefur út, og stórfelldur ánægjuauki þeim sem hana á og lengi les. Oð áður en ég skilst loks við þessar hugleiðingar um ís- lenzka og erlenda bókagerð, þá þykir mér sem að því gæti orðið mikil bót og nokkur hvöt íslenzk- um bókaútgefendum ef fegurstu bókinni á ári hverju væri veitt verðlaun og viðurkenning, rétt eins og fegurstu stúlkunni. Það myndi hvetja bókaútgefendur til þess að sækja í þessum efnum enn meir á brattann og það myndi líka lyfta undir íslenzka listamenn að snúa sér meir að bókagerð og bókateiknun, því þar er svið sem þeir hafa að miklu vanrækt fram að þessu, en þar bíða þeirra þó víð og mikil ónum- in lönd. að hún átti ekki eftir nema hlað- sprettinn í frelsisbaráttunni. Það er rétt, en ungmennafélögin voru fyrst og fremst sjálfsuppeldis- stofnanir, þar sem menn skyldu þjálfa sig til þess að verða að liði — verða að manni! Þetta var æskulýðshreyfing sem byggði starf sitt á kristilegum grundvelli, lét sér, að segja má, ekkert mann- legt óviðkomandi, en leiddi hjá sér stjórnmál. Baráttumál ung- mennafélaganna var þó íslenzk- ur þjóðfáni. Nú fór Guðbrandur að segja mér, að vissar erlendar félags- hreyfingar minni mjög á ung- mennafélagshreyfinguna á sínum tíma. f því efni bendir hann t.d. á Lions, sem vinur hans úr UMFR, Magnús Kjaran, stórkaup maður, stofnaði hér, Rotary o. fl. Heimurinn er nú, segir Guð- brandur, i svipuðum sporum og ísland fyrir hálfri öld. Ef framtíðin á að bera gæfu í skauti sér, þá þarf að auka kynni milli þjóða, skilning, þekk. ingu, samhjálp, samvinnu, góð- leik og virðingu. Heimurinn er orðinn lítill og af sem áður var, að garður sé granna sætt. Við hjónin eigum þrjár dætradætur sem allar heita Matthildur, eftir ömmu sinni. Eitt sinn gátum við talað um Matthildi litlu í Asíu, Matthildi í Evrópu og Matthildi í Ameríku. Þetta var gert til að- greiningar, en sýnir þetta ekki, hversu lítill heimurinn er orðinn? Ef veröldin á að eiga mannsæm- andi framtíð, verður að rækta hið bezta í hverjum einstaklingi og ala þjóðirnar upp í þeim skiln- ingi að við séum öll í sama bát. — Þetta sagði Guðbrandur, og fleira sagði hann um þetta hjart- ansmál sitt. ★ ★ — íá, ég ólst upp á Seyðisfirði, J þeim ágæta menningar- bæ. Ég átti föður sem hafði lif- andi áhuga á því, að börn hans nytu menntunar, enda hafði hann sjálfur lítils notið í æsku. Hann þurfti sjálfur að kenna sér að lesa, en hann var samt maður til að kenna mér það líka. Átti ég þó ekkert gott með það! Á meðan ég var á Seyðisfirði, var ég settur til að nema prentiðn hjá Austrafólki. Það var dálítið annað að læra prentiðn þá en nú, skal ég segja yður. Þá voru prentsmiðju- og blaðaheimilin eins konar klaust- ur. Þar stóðu öll veður í gegn, og prentneminn var eins og einn úr fjölskyldunni. Ég kynntist og þessum „klausturanda" þegar ég kom suður til ísafoldar. Á prent- smiðjuheimilunum var einstök samheldni og vinátta. Ég minnist þess t.d., að jafnvel sendibréf voru lesin upp í allra áheyrn á Austraheimilinu. Það var lifandi og náið samband milli þeirra sem stóðu að þessum heimilum. Upp- eldi svipað, viðhorf og mat. Já, þetta var eins og í klaustrum. Þetta var okkar skóli, okkar upp- Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.