Morgunblaðið - 15.02.1957, Síða 8

Morgunblaðið - 15.02.1957, Síða 8
8 MORGUNBLAfím Föstudagur 15. febr. 1957 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgrciðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasolu kr. 1.50 eintakið. Hverjum er um uð kennu? EITT af því sem einkennir stjórn- málabaráttu Framsóknar, er að allt sem miður fer er einhverjum öðrum að kenna. Það gildir einu, þó Framsóknarmenn hafi unnið með einhverjum flokki jafnvel um langan tíma, að lausn tiltek- inna vandamála og þar hafi ekk- ert borið á milli. Allt í einu rísa Framsóknarmenn upp og segja: Þetta vildum við ekki, það er allt hinum að kenna að svo fór sem fór! En svo er þetta allt breyti- legt eftir því hvernig þarf að aka seglunum í það og það skiptið. Það sem var sagt, að væri þessum að kenna fyrir ári síðan, er sagt allt öðrum að kenna í ár, vegna þess að fyrri kenningin hentaði ekki lengur! Samvinnuslit Framsóknarflokks ins er alþekkt fyrirbæri í stjórn- málasögu síðari ára. Fyrri hluta kjörtímabilanna er venjulega allt með sæmilegri spekt, en þegar lengra líður fara Framsóknar- menn að ókyrrast. Þá er farið að hugsa um, hvernig eigi að ná sem hentugastri vígstöðu við þær kosningar, sem í hönd fara. Og einn góðan veðurdag rísa svo Framsóknarmenn upp og segja: Það er alveg ómögulegt að vinna með þessum mönnum. Við vild- um þetta, þeir vildu hitt og þeir eru ósamstarfshæfir! Svo koma „samvinnuslitin" alþekktu og nýjar kosningar. Þennan leik hafa Framsóknarmenn leikið hvað eft- ir annað. „Samvinnuslit" Fram- sóknar eru orðin jafnárvíst fyr- irbrigði og hlaupárið, en það er bara styttra á milli. Það er eftirtektarvert að at- huga, hvernig Framsóknarmenn haga sér nú. Þeir sýna ennþá alla viðleitni til að halda stjórnarskút- unni á floti og nota í því sam- bandi ýmsa undarlega tilburði. f útvarpsumræðunum á dögunum minntust ráðherrar Framsóknar- flokksins þess nú ekki lengur, að kommúnistar hefðu átt svo sem nokkurn þátt í stjórnmálaþróun- inni á undanförnum árum og allra sízt,að þeir hefðu á nokkurn hátt komið óheppilega fram. Nú var allt Sjálfstæðismönnum að kenna, sem miður hafði farið. Þannig er hin margþekkta Fram- sóknaraðferð. Fyrri vitnisburður Eysteins í þessu sambandi er rétt að minna á ummæli Eysteins Jóns- sonar um kommúnista, sem hann viðhafði á Alþingi nokkru áður en flokki hans þótti tími til kom- inn að rjúfa samstarfið við Sjálf- stæðismenn enn einu sinni. Þá var Eysteinn að verja þá löggjöf, sem nýlega hafði verið sett til hjálpar atvinnuvegunum eftir verkföllin miklu. Þá sagði Ey- steinn Jónsson út af skemmdar- verkum kommúnista, sem hann nefndi svo: Kommúnistar höfnuðu í upp- hafi hinnar miklu deilu allri samvinnu um að leita að raun- verulegum kjarabótum fyrir verkalýðinn eftir öðrum leiðum og sögðu að kaupið ætti að hækka. Höfnuðu síðan boði um 7% kauphækkun fyrstu daga verkfallsins vegna_ þess að þeir vildu hafa langt verkfall, sem gerði mikið tjón“. Svo heldur Eysteinn áfram og segir: „Ég benti á það þá að með þessum ráðstöfunum væri brotið blað í efnahagssögu landsins". Síðan lýsir Eysteinn Jónsson því, að verðlag hafi haldizt stöð- ugt, sparnaður aukizt, greiðslu- afgangur væri af ríkisbúskapnum o. s. frv. og segir síðan: „Togaraútgerðin stóð á hinn bóginn höllum fæti og hefði þurft að gera nýjar ráðstafanir til við- bótar þeim, sem áður höfðu verið gerðar til stuðnings henni, þótt ný hækkunaralda hefði ekki ver- ið reist. En allt hefði það verið viðráðanlegt og tiltölulega létt samanborið við það, sem nú ligg- ur fyrir“. Að dómi Eysteins Jónssonar voru allir örðugleikar, sem lands- menn áttu við að glíma áður en kommúnistar gerðu verkföllin, tiltölulega léttir samanborið við það, sem blasti við að verkföll- unum loknum. Þannig er þá vitnis burður Eysteins Jónssonar, að fyrir ári síðan var sú óheilla- þróun, sem leiddi til sívaxandi skatta og efnahagslegra þreng- inga í landinu, skemmdarverkum kommúnista að kenna. En nú er komið annað hljóð í skrokkinn. Seinni vitnisburður Eysteins f ræðu þeirri, sem Eysteinn Jónsson hélt í útvarpinu á dög- unum, var ekki lengur minnzt á kommúnista né þátt þeirra í stjórnmálaþróuninni, einu orði. Nú var ekkert sem miður fer eða farið hefur þeim að kenna. Nú var allt Sjálfstæðismönnum að kenna. Og megináherzluna lagði E. J. á það að Sjálfstæðismenn hefðu staðið fyrir hóflausri fjár- festingu og ekki væri hugsanlegt, eins og hann segir „að koma nokkru viti í efnahags- og fram- leiðslumálin, nema fjárfesting- unni væri stillt í meira hóf en verið hefur um sinn“. Nú er þetta orðið meginástæðan. Verk- föll kommúnista eru „gleymd“! E. J. bregður líka Sjálfstæðis- mönnum um að segja nú allt ann- að en þeir hefðu gert áður, varð- andi stöðvun kaupgjalds og verð- lags og önnur atriði. En hann minnist ekki á, að kommúnistar segi nú allt annað um þýðingu sífelldra verkfalla og kapphlaups milli kaupgjalds og verðlags en þeir sögðu áður! Ennþá halda Framsóknarmenn fast í þá stjórnarsamvinnu, sem þeir eru í. En hvað verður það lengi? Og hverjum verður þá um að kenna, þegar hún fer út um þúfur? Hvaða vitnisburð fá kommúnistar hjá Eysteini Jónssyni, þegar að þeim tíma kemur. Menn bíða og sjá. UTAN UR HEIMI \urnaruá geitci 50 metrcir uoru tií ^reióióinó — en fjd (n^rjuSu uéíh^óói Undanfarna daga hefur mjög dregið úr flóttamanna- straumnum frá Ungverjalandi — og er ástæðan talin sú, að komm- únistar hafa eflt landamæravörð- inn við austurrísku landamærin svo mjög, að miklar líkur eru til, að þeir, sem gera tilraun til þess að komast vestur yfir landa- mærin, falli fyrir byssukúlum varðanna — eða náist. Nú hafa landamæraverðirnir fengið blóð- hunda sér til aðstoðar — og hefur það mjög dregið úr líkunum fyrir því, að flóttamönnum heppnist að flýja í skjóli myrkurs. M. argoft hefur það kom ið fyrir, að Ungverjar, sem gert hafa tilraun til þess að flýja land, hafa verið skotnir á landamærun- um — og jafnvel hafa landamæra Austurrísku landamæra- verðirnir standa yfir flóttamannin- um þar sem hann liggur í andarslitrun- um — nokkra metra utan við járntjaldið. hafa færzt í vöxt eftir að stjórn Kadars hóf að verðlauna landa- mæraverði fyrir hvern þann flóttamann, sem handsamaður er eða drepinn. Auk þess er landa- mæravörðunum heimilt að ræna öllu fémætu af flóttafólki. h Danski ljósmyndarinn var við- bragðsfljótur — og tók þessa mynd, er einn fjórmenninganna varpaði sér út úr lestinni. Mynd- in er tekin í gegnum „aðdrátt- arlinsu" og er bún því ekki svo greinileg sem skyldi verðir kommúnista elt flóttafólk vestur yfir landamærin og drepið það þar eða náð því og flutt aft- ur til baka. Sérstaklega mun slíkt I árnbrau tarlestin sem fer á milli Búdapest og St. Gotthard ekur á einum stað nokkurn spöl meðfram aust- urrísku landamærunum. Þar, sem járnbrautarlínan liggur næst Austurríki á þessum stað, eru aðeins 50 m. að landamær- unum. •jt Margir Ungverjar, sem flúið hafa land, hafa tekið sér far með þessari lest — og farið annað hvort af lestinni á þeirri járnbrautarstöð, sem næst er landamærunum, eða þá, að þeir hafa stokkið af lestinni á þeim stað, sem stytzt er til landamæranna. it: Enda þótt kommúnistar hafi hert varðgæzluna mjög á þessum slóðum, hafa margir freistað gæfunnar og hætt lífi sínu með því að stökkva af lestinni á þessum stað. 50 m. er ekki mikil vega- nengd, en fjarlægðin frá járn- brautarlínunni til landamær- anna á þessum stað er samt nógu Iöng. Rússnesku og ung- versku landamæraverðirnir eru ekki lengi að miða vél- byssunni. Á Vestrænir blaðamenn og fréttaljósmyndarar hafa verið fjölmennir í Austurríki síðan til tíðindanna dró í Ungverja- landi í lok fyrra árs — og halda þeir sig margir við landa mærin. Á þessum stað, sem fyrr getur, liggja margir við — og bíða ljósmyndarar með myndavélina í höndum í hvert skipti, sem járnbrautarlestin fer framhjá. Á Fyrir nokkru varð dansk- ur blaðamaður vitni að því, að fjórir Ungverjar stukku af lestinni á þessum stað. Tóku þeir þegar til fótanna í áttina til landamæranna. En landa- mæraverðir kommúnista voru vakandi — og vélbyssur þeirra fóru að „gelta“. Það var um líf og dauða að tefla. Flóttamennirnir hlupu hvað af tók í ökladjúpum snjónum. Allt í einu féll einn þeirra, er nokkrir metrar voru ófarnir að landamæralínunni. Verðirnir höfðu hitt hann. En hann var enn með lífsmarki — og neytti ýtrustu krafta til þess að skriða yfir landa- mærin. ■A Rétt í því, að hann var að mjakast yfir línuna, komu Rússarnir hlaupandi. En þeir voru of seinir. Hann var allur kominn yfir. Austurrísku landamæraverðirnir tóku á móti mönnunum. Þrír höfðu sloppið ósærðir, en hinn f jórði lézt nokkrum mínútum síðar af skotsárunum. E, n þetta er ekki eina harmsagan í sambandi við flótta Ungverja frá kúgun kommún- ismans. Þessi saga á sér margar hliðstæður. Flóttamennirnir fjórir taka á rás jafnskjótt og þeir hafa fótað sig eftir stökkið. Andar- taki síðar þyrluðu vélbyssu- kúlurnar snjónum upp allt i kringum þá. 50 metrar er lang- ur vegur undir slíkum kring- umstæðum. £ ' íí'' " í#' <»' - ' ' . . . ... . . . -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.