Morgunblaðið - 15.02.1957, Page 11

Morgunblaðið - 15.02.1957, Page 11
Föstudagur 15. febr. 1957 MORGVTSBLAÐIÐ 11 Lýsing d íþróttnvöllinn er nægir til æfingn kostnr 10—20 þús. kr. Rœtt við Baldur Jónsson um ýmsar nýjungar BALDUR JÓNSSON, vallarvörður íþróttavallarins, fór nokkru fyrir áramótin í kynnisferð til Þýzkalands, Norðurlandanna og Englands. Hér á síðunni hafa áður birzt frásagnir hans um ýmsa velli ytra, fyrirkomUlag þeirra og hvernig þeir eru notaðir, t. d. af skólafólki. En Baldur kynntist í ferðinni ýmsum nýjimgum, sem athyglisverðar eru, því völlurinn okkar hér þarf margvíslegra endurbóta við. Ýmsar nýjungar þyrfti að taka hér upp, og fjallar Baldur hér um nokkrar þeirra. Hægt væri á fremur ódýran máta, að taka einhverjar þeirra — eða allar — upp hér. ★ LÝSING VALLA — H.vað segir þú Baldur, um lýsingu vallarins hér, eftir að þú hefur kynnzt slíku erlendis? — Ég gerði mér far um að kynnast sérstaklega lýsingu valla. Bezta og fullkomnasta lýsingin, sem ég sá, var á Bislet- vellinum í Oslo. Þar er 350 þús. vatta lýsing, en hún kostaði í uppsetningu 230 þús. norskar kr. Hvílir hún á 6 staurum, en á vellinum er bjart sem um dag, jafnvel á myrkasta vetrarkvöldi. Malarvelli er mjög erfitt að lýsa upp, þ.e.a.s. miklu erfiðara en grasvelli. Mölin þarf miklu meiri birtu en grasið. En það er hægt að fá dágóða lýsingu, sem nægir til að nota við æf- ingar fyrir tiltölulega lítið fé 10—20 þús. ísl. krónur. Slíka lýsingu hafa ýmis félög í Dan- mörku. Þau byrja æfingar sínar kl. 8 á kvöldin að afloknum vinnu tíma leikmanna. En þá geta þeir æft við góð skilyrði að vild. — Mörg félög þar hafa ekki varið nema um 2 þús. d. kr. til lýsingar valla sinna. En þetta skapar þeim æfingaskilyrði, sem eru al- veg nauðsynleg, ef ná á ár- angri. Versti þröskuld- ur ísl. knattspyrnu, held ég að sé, hve æfinga- og leiktímabilið er stutt. Ef hægt væri að lengja það með lýsingu valla, þá væru sköpuð dýrmæt skilyrði fyrir stór um framförum íþróttarinnar. — Þetta mál mun sérstaklega verða rætt í vallarstjórninni. ★ SKAUTASVELL — Ytra eru ýmsir íþróttavellir með skautasvelli á vetrum? — Já, það er nokkuð algengt og ýmislegt er athyglisvert í því sambandi. Það er t. d. sú nýjung að sett eru á vellina plaströr, sem síðan eru tengd frystivél. Þetta er þegar reynt í Svíþjóð og Danmörku. Það er dýrt, en það er hentugt í meðförum og tryggir svell hvernig sem viðrar. Þetta yrði auðvelt í framkvæmd hér ef til kæmi. ★ TVEIR VELLIR — En ekki getum við notað einn völl til alls. Við getum ekki bæði æft knattspyrnu á vetrar- og vorköldum og einnig haft þar 6kautasvell? — Nei. Það er bráðnauðsynlegt að hafa að minnsta kosti tvo al- menningsvelli. Það má ekki henda, þegar Laugardalsvöll- urinn kemst í notkun, að þá verði Melavöllurinn lagur niður. Keppnisvellir verða að vera 2 og það skapar aukin skilyrði til að sjá almenningi fyrir góðum möguleikum til útiveru á vetrum líka. Jjaugardalsvöllurinn verður „spari“-völlur, sem gæta þarf af sérstakri alúð. Þar þyrftu að verða sérstök kastsvæði fyrir sleggjulcast og liringlukast. Af þessum greinum er slysahætta — grasið rótast upp og veldur skemmdum á vellinum, sem lengi er verið að bæta. Það er full þörf á því, að Reykjavík eigi tvo almennings- velli Þó að skólafólkið hér noti ekki Melavöllinn eins og skóla- fólk á Norðurlöndum notar vell- ina þar, og Melavöllurinn standi því auður framan af degi, þá er það sennilega staðreynd, að Melavöllurinn er mest notað- ur allra valla á Norðurlönd- um. Þar fara öll kappmót fram, þar eru æfingar landsliðsmanna og manna úr félögum, sem ekki eiga félagssvæði, þar vilja menn komast að með firmakeppnir í knattspyrnu o. fl. o. fl. Það er leitt að þurfa skuli að vísa mönn- um frá. Það þyrfti síður að gera, ef vellirnir væru tveir. Og slíkt er þegar af þeirri ástæðu nauð- syn. Ófan á bætist að við þurf- um að eignast góðan völl—,spari‘ völl, sem fullnægir þörfum nú- tímans, og nota svo okkar gamla góða Melavöll hversdagslega. ★ ÞRENGSLI SKAPA ERFIÐ LEIKA — Frjálsíþróttamenn kvarta undan því, að þeir séu afskiptir hjá Melavellinum. — Það er reynt að gera eins vel við alla og unnt er. En flestir kvarta, ekki aðeins þ5ir. Og það stafar af þeim þrengslum, sem þar eru síðari hluta dags (eftir kl. 5). En það er sannarlega vilji vallarstarfsmanna hér, að gera sitt bezta, ekki fyrir iðkendur einnar greinar, heldur allra. Það eru ýmsar nýjungar sem athuga þarf varðandi hlaupa- brautir. Á Bisletvellinum er nú verið að gera athyglisverðar til- raunir með atrennu- og stökk- brautir. Þeir hafa lagt torf undir efsta sallalagið. Brautirnar verða við það mýkri og fjaðurmagnaðri. Norðmenn gera sér miklar vonir um þessa nýjung, sem enn er á tilraunastigi. Þeir eru með mis þykkt torflag ennþá, til að reyna hvað hentugast er. Þetta gæti orðið lærdómsríkt fyrir okkur. Og margt mætti fleira telja. Það er aðkallandi mál, að fylgja kröfum tímans útbúnaði valla. Ég held, að meðal ísl. æsku sé betri efniviður í af- reksmenn, heldur en almennt gerist annars staðar. Bf okkur tekst að búa vel að okkar íþrótta mönnum, kynna skólafólki iþrótt ir á unga aldri, láta það læra líkamsmennt samhliða andlegum fræðum, þá er ég viss um að við munum ekki sjá eftir því fé, sem fer til þess að skapa mönn um góð skilyrði til iðkunar íþrótta. A.St. Parad'is sklðamanna IHeit, efndir og háttvísi IMORGUNBLAÐINU þ. 7. þ. m. birtist viðtal við Oscar Clau- sen rithöfund í tilefni af sjötugs- afmæli hans. í viðtali þessu er ýmislega þannig vikið að Góð- templarareglunni og starfi henn- ar annars vegar og áfengismál- unum á hinn bóginn, að furðu vakti hjá íjölmörgum lesendum blaðsins, þar eð Oscar Clausen tók fram í viðtalinu að hann væri enn félagi í Reglunni og hefði verið um 58 ára skeið. Sum ir lesendur, og þar á meðal ýmsir góðtemplarar vildu líta svo á að blaðamaðurinn kynni að hafa brenglað meiningu Oscars Clau- sen eins og þekkt er að fyrir kemur í blaðaviðtölum, en ekki hefur O. Cl. séð ástæðu til að leiðrétta neitt það er í greininni stóð, og má því ætla að hann vilji standa við það sem þar er eftir honum haft. Þettá knýr mig til að segja nokkur orð út af áðurnefndu blaðaviðtali. Það vekur mér furðu og von- brigði að lesa það sem O. Cl. hefur til að leggja í áfengismál- unum. Oscar Clausen segist ekki skilja „hvers vegna íslendingum sé fyrirskipað að drekka annað- hvort vatn eða brennivín,11 og því sé hann með ölinu, og bætir við síðar í viðtalinu: „Hví má ekki kenna mönnum að drekka létt vín?“ Það er næsta erfitt að skilja hvað O. Cl. á við, þótt viðhorf hans í heild sinni verði ekki mis- skilið. — Ég veit ekki betur en alla tíð síðan flóðgáttin var opn- Þessi aldni herramaður tek- ur þarna sér nærtækt dæmi að vissu leyti, því þessi dýrkun Bakkusar heíur ætíð staðið herrastéttinni nærri og fyrir- menn ýmissa tíma, og þ. á. m. vorra tíma, hafa talið drykkju glæstra vína stétt sinni til sæmd- ar og gildis. Það sem vekur mér og öðrum meðlimum Góðtemplarareglunn- ar furðu, er að Oscar Clausen sem á unga aldri gengur Regl- unni á hönd og sem í meira en hálfa öld þykist hafa gengið er- indi hennar og starfað í anda hennar, — skuli ekki vera sér þess meðvitandi að slík viðhorf í áfengismálum sem þau er túlk- uð eru eftir honum í viðtalinu, og sem hann hefur enda látið frá sér heyra áður, bæði í útvarpi og á „frægum“ opinberum fundi fyrir nokkrum árum, — geta með engu móti samræmzt því heiti er Oscar Clausen vann fyrir meira en hálfri öld, er hann gekk í Reglu góðtemplara. Það hefur margur maðurinn skipt um skoðun á styttri tíma en fimmtíu og átta árum, og skal ekki að því fundið, slíkt er nátt- úrlegt. Það er ekkert við því að segja þó skoðun Oscars Clausen á grundvallarákvæðum og mark- miði Góðtemplarareglunnar hafi breytzt, svo að hann eigi ekki samleið með henni lengur. — En af því að Oscar Clausen er ofur- lítið hreykinn af því að hann kunni sig, þá verður lesandanum á að hugsa í þessu sambandi uð 1. febr. 1935 hafi fengizt marg- 'fhvort það sé ekki eitthvað bland- víslegar tegundir léttra vina í j ið karlagrobbi, — en grobb og „Ríkinu“, og áður þá glóði hið fræga Spánarvín á gylltum skál- um. Ég veit ekki betur en flesta daga vikunnar fari fram kennsla fyrir æskulýð þessa bæjar í marg háttaðri vínneyzlu á Hótel Borg, Naustinu og fleiri slíkum stöðum, þó stjórnarvöldin hafi ekki enn- þá stofnsett neinn skóla í þessari grein. háttvísi er sitt hvorrar tegundar. Hreinskilnislega vildi ég segja og í fullri vinsemd við Oscar Clausen, að það hefur valdið mér undrun og vonbrigðum, eftir all- langa persónulega kynningu við hann, að finna það að háttvísi hans sé ekki meiri en svo að hann skuli telja sér vinning í því að til- Framh. á bls. 15 Þessi mynd er frá „paradís skíðamanna“ — Alpafjöllunum. Þar eru víða góðar skíðalyftur, sem flytja fólk upp brattar brekkur, svo skíðafólkið nýtur í rikum mæli alls þess bezta er skíðaiþrótt- in getur boð'ið, en losnar við erfiðið af því að ganga á brekku- brún. Myndin er frá nýtízku skiðalyftu. „Lyftuskipið" er úr gagn- sæju plasti. Volgeiðui Ámudóttil — minninj í DAG er til moldar borin Val- gerður Árnadóttir, Laugaveg 53. Valgerður andaðist í Landspítal- anum 6. þ. m. Hún hafði verið veik síðastliðin tvö ár og síðasta hálfa árið mjög þjáð af sjúk- dómi þeim er nú leiddi hana til grafar. Það kom greinilega fram í sjúkdómslegu hennar, hver hún var — „kjarkmanneskja mikil“. Valgerður fæddist í Reykjavík 15. júní 1885. Foreldrar hennar voru Guðrún Þórðarson og Árni Þórðarson, verzlunarmaður. Árni var bróðir Jóns Þórðarsonar er rak umfangsmikla verzlun í Bankastræti. Sem ung stúlka var Valgerð- ur innanbúðar í Verzluninni Edenborg og seinna hjá föður- bróður sínum í Verzl. Jóns Þórð- arsonar. Valgerður giftist 3. október 1908 Bergþóri Eyjólfssyni, skip- stjóra, ættuðum frá Lambastöð- um á Mýrum. Þau hófu búskap sinn á Laugavegi 53, þar sem Val- gerður átti heima æ síðan. Valgerður missti mann sinn 1914 eftir aðeins _5 ára sambúð, frá 3 börnum, Árna Hafsteini, rúmlega fjögra ára og tvíbura- systrunum Esther og Gyðu, að- eins 8 mánaða. Á heimili hennar bjó Guðrún móðir hennar, þá rúmlega 60 ára. Nú reyndi á kjark og dugnað Valgerðar. Ekki taldi hún það eftir sér að taka að sér störf utan heimilisins, til að sjá því farborða og forða því að heimilið yrði leyst upp, og kom sér þá vel að móðir hennar gat gætt barnanna. Árið 1933 deyr Árni, aðeins rúmlega tvítugur að aldri. Hann var glæsilegur og vel gef- inn, brautskráður frá Verzlunar- skóla íslands og síðan fulltrúi hjá skipamiðlurunum Faaberg og Jakobsen. Það var því mikið áfall fyrir heimilið að missa hann svona ungan, einmitt þegar hann var að verða aðalstoð þess. — En Valgerður bugaðist'ekki. Hún hélt áfram að vinna fyrir heimil- inu, og þegar dætur hennar gift- ust tók hún ekki í mál að hætta að vinna og flytja á heimili þeirra. Hún vildi starfa meðan kraftar hennar leyfðu. Hún vann í þjónustu Reykjavíkurbæjar í tæp 40 ár. í húsi Valgerðar bjuggu í rúm 30 ár hjónin Vilhjálmur Ketils- son og Valgerður Jóakimsdóttir, Reyndust þau henni ávallt góðir vinir og ekki hvað sízt síðustu árin, eftir að heilsu hennar hrak. aði. Það var eins og þessar tvær nöfnur ættu að verða samferða til sinna nýju heimkynna, því þær dóu báðar sama dag. Valgerður var tápmikil og ein- beitt, en gat verið létt í skapi í vinahóp: Hún var rausnarleg og smámunasemi var ekki að hennar skapi. Hún var trúhneigð og trúði að það væri til líf eftir þetta líf. Við vonum því að góður Guð leiði hana til bústaðar vina henn- ar í æðri heimi. Blessuð sé minning hennar. Sveinn Helgason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.