Morgunblaðið - 15.02.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.02.1957, Qupperneq 12
12 MORCUHBLAÐ1Ð Fðstudagur 15. febr. 1957 GULA IJIII herbcrtyið eítir MARY ROBERTS RINEHART Framhcildssagan 53 .okadi augunum. — Það er eins jg heilinn í mér neiti ai starfa. Vitaniega hefói hún haft nagati tima annan til þesg aS gá að föt- unum og auk þess var rigningr í nótt. Og hún þolir rigrningu álíka vel og köttur....En égr trúi því aklrei, að hún hafi myrt stúlkuna. Og hvað Lucy snertir, þá var henni alltaf hlýtt til hennar. ___ En þér haldið, að hún viti meira en hún vill láta uppi? — Já, og það er það, sem ég er hrsedd við. Ef hún er að hlífa ein- hverjum...... Hann skildi, hvað við var átt. Elinor var að hlifa Gregr. Hann flýtti sér að víkja talinu við. — Hafið þér komiö upp á loft, síðan þér komuð heim? — Bara til að hafa fataakipti. Hvers vegrna spyrjið þér? — Þér lituð ekki inn í grula herbergið? — Neil Nú var hún sezt upp ogf hræðslusvipur kom í andlitið. — O, það var ekkert sérstakt. ÉgT sá það á leiðinni heim. Egr hafði komið til þess að sjá, hvort allt væri með felldu. Einhver hef- ur leitað vandlegra í gula herberg- inu. Henni hægði við þessi orð, rétt eins og henni fyndist það ekki mik- ið þótt leitað væri í einu herbei'gri, samanborið við sumt annað, sem átt hafði sér stað þarna. — Ég skil það ekki. Herbergið hefur verið vandlega þvegið. Nema lögreglan. .. . UTVARPIÐ Föstudagur 15. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Framburðarkennsla í frönsku. 18,50 Létt lög. 19,10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Amór Sigurjóns- son ritstjóri). 20,35 Kvöldvaka: a) Guðrún He.gadóttir flytur er- indi: Fjallkonan í íslenzkum bók- menntum. b) Islenzk tónlist: Lög eftir Sigurð Þórðarson (pL). c) Magnús Finnbogason frá Reynis- dal flytur gamlan ferðaþátt: „Þorradægrin þykja löng“. d) Broddi Jóhannesson flytur þátt um forustufé eftir Gunnlaug Gunn arsson bónda í Kasthvammi í Lax- árdal. 22,00 Fréttir og veðurfregn ir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Upp- lestur með inngangsorðum: Tóm- as frá Kempen og bók hans „Breytni eftir Kristi“ (Haraldur Hannesson hagfræðingur). 22,25 „Harmonikan". — Umsjónarmað- ur þáttarins: Karl Jónatansson. 23.15 Dagskrárlok. Laugardagur 16. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 óskalög sjúklinga (Bryndis Sigurjónsdóttir). 16,30 Veður- fregnir. — Endurtekið efni. — 18,00 Tómstundaþáttur bama og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga bamanna: „Lilli í sumarleyfi“ eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur; I. (Höfundur les). 18,55 Tónleikar (plötur). 20,30 Upplestur: „Sápukúlumar", smá saga eftir Steingerði Guðmunds- dóttur. (Höfundur les). 21,00 Tón leikar (plötur): „Svanavatnið", ballettmúsik eftir Tjaikowsky. — 21.30 Leikrit: „Duttlungar örlag- anna“ eftir Cai M. Woel, í þýð- ingu Þorsteins ö. Stephensen. — Leikstjóri: Gísli Halldórsson. — 22,10 Danslög (plötur). — 24,00 Dagskrárlok. — Ég held ekki að það hafi verið lögreglan. Það getur staðið í sambandi við þessa árás á syst- ur yðar. Segjum, að hún hafi heyrt til einhvers inni í húsinu og elt hann út. Hún hristi höfuðið. — Það hefði hún aldrei gert, sagði hún og stóð upp. — En ég verð víst að líta á herbergið. Ég er fegin, að Freda var ekki búin að sjá það áður. Hann hafði undirbúið hana eins vel og hann gat, en engu að síður varð henni heldur en ekki hverft við, er hún leit inn í her- bergið. Hann varð að stilla sig um að taka utan um mittið á henni. — Sjáið þér nú til, góða mín. Þetta er nú ekki svo slæmt, held- ur hefur bara einhver verið þarna að leita að einhverju. Það er allt og sumt. — Ég er nú annars búin að fá nóg í bili, sagði hún. Tvær mann- eskjur dauðar, Elinor sýnt bana- tilræði og brekkan brennd. Hún fór að gráta og brátt hélt hann höfði ’ ennar upp að öxl sér og þreifaði eftir vasaklút. — Ég er nú annars enginn krakki, sagði hún. — Ég leik golf og syndi og fer í útreiðartúra, og yfirleitt finnst mér ég enginn aumingi vera. En þetta er mér ofviða. Hún heimtaði að koma herberg inu í lag áður en vinnustúlkurnar sæju það, og næstu mínúturnar voru þau að koma í lag því, sem hægt var. Dane tókst meira að segja að koma gólflistanum fyr- ir á sinn stað, þannig að ekki bar á, að hann hefði verið hreyfður. Kirkjuklukkumar voru farnar að hringja, þegar þessu var lokið. Hún hætti verkinu til þess að hlusta á þær, og fannst það ein- kennilegt, að nokkur maður skyldi geta farið rólega i kirkju, þegar hennar eiginn heimur var svona öfugur og umsnúinn. Hann gat alveg lesið hugsanir hennar og kyssti hana áður en hann fór. — Þetta hefurðu fyrir að vera góð stúlka, sagði hann kátur í bragði, og haltraði síðan niður stigann, en þar hitti hann Ric- hardson ofursta, sem blés þung- an eftir gönguna upp brekkuna. — Hver andskotinn er eigin- lega á seyði? .. og enginn segir mér neitt. Ég verð að heyra á skotspónum það sem gerist kring um mig. Stúlka brennd og myrt. Lucy Norton dauð! Og nú hefur verið skotið á Elinor Hilliard og ég er ekki svo mikið sem látinn vita af því. — Fyrirgefið þér, ofursti, sagði Dane, friðstillandi. — Atburðim- ir hafa gerzt svo ört. Og það er nú ekki lengra síðan en í nótt sem leið, að skotið var á frú Hilliard, og getur auk þess hafa verið til- viljun. ' Ofurstinn hnussaði eitthvað og leit tortryggnisaugum á Dane. — Hvað var hún að vilja út í rigninguna um miðja nótt? spurði hann. — Ég þekki Elinor, þó ég sé ekki hrifinn af henni, en hún myndi aldrei fara alein út í rign- ingu, þó að henni væri boðnir milljón dalir til þess. Og er þó synd að segja, að hún hafi óbeit á peningum. Hvernig skeði þetta? Veit hún það sjálf? — Henni er bannað að tala enn. Hún er rétt aðeins með meðvitund og hefur misst mikið blóð. En henni á að vera óhætt héðan af. Dane fannst einhvern veginn ofurstinn búa yfir einhverju meiru, sem hann þyrfti að segja. Hann stóð þögull, rétt eins og hann væri að afráða eitthvað með sjálfum sér. En svo hætti hann bersýnilega við það, því að hann heilsaði á hermannavísu, snerist á hæli og gekk burt. Dane horfði á eftir honum og fannst, að þrátt fyrir hressilegt tal, væri gamli maðurinn hreint ekki heilbrigður. Varir hans höfðu verið bláleitar eftir gönguna upp brekkuna, og hann studdist þungt á stafinn sinn. Einnig var hann þess viss, að ofurstinn hefði ekki verið full- komlega hreinskilinn við hann. Þegar gamli maðurinn var að fara, var bíll að sniglast upp brekk una, með miklum erfiðismunum, hóstandi og blásandi, og þegar hann loks kom í ljós, sást að þetta var gamall skrjóður, og við stýrið var brosandi ungur maður, sem þurrkaði af sér svitann, er hann hafði stöðvað farartækið, móður eins og hefði hann ýtt bílnum alla leiðina. — Jæja, hingað komst maður nú samt, sagði hann, sigri hrós- andi. — Þetta er annars prýðileg- asti bíll, þó að hann sé ekki alveg laus við astma. Hann leit í kringum sig, fyrst á brennda brekkuna, síðan á hús- ið og loks á Dane sjálfan. — Segðu mér, hvað er hér eigin lega um að vera? spurði hann. — Hefur verið hér meira af morðum og skothríð síðan ég var hér á ferð inni seinast? Það munar ekki um það! Er þetta brekkan þar sem þessi Hilliard-kvenmaður varð fyrir skotárásinni ? — Hver segir, að hún hafi orð- ið fyrir skotárás? — O, ekki hefur hún verið skot in í misgripum eða reynt að skjóta sig sjálf í fótinn. Hver skaut hana, og hvers vegna? Þó að Dane félli ekki þessar spumingar, var svipur unga mannsins eitthvað aðlaðandi. íötsaían^ MARKÚS Eftir Ed Dodd SHE COMINö UP... IT CC^T^J TWO HUNDRED TO ENTER Forgettinö the treacherous WOLVERINE FOR THE MOMENT, MARK. AND JOHNNV HAVE MADE EMERGENCY SNOWSHOES AND ARE HURRVING HOME 'BUT JÖHNNy THAT'S ALL THE MONEY WE HAVE That NIGHT JOHNNY'S PRIZE LEAD DOG, QUEENIE, TAKES HER PUPS POR A moonlight stroll 1) Þeir Markús og Jonni hætta um sinn að elta Jörfann. Snúa þeir heim á leið á snjóþrúgum, sem Markús bjó til. 2) — María, nú er sleðakeppn- in að hefjast. Það kostar 200 dollara að láta innrita sig, en verðlaunin eru 3000 dollarar. 3) — En Jonni, 200 dollarar eru allir peningarnir, sem við eigum. — Ég veit það, e« það gerir ekkert til. Því að ég vinn. 4) Þetta sama kvöld fer for- ustutík Jonna í stutta gönguferð út í skóg með hvolpana sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.