Morgunblaðið - 15.02.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.1957, Blaðsíða 15
Föstudagur 15. febr. 1957 MORGUNBLAÐIÐ 15 Margrét Jónsddttir — minning NÍUNDA . nóvember s.l. lézt á Akranesi, vinsæl merkiskona, Margrét Jónsdóttir, Vesturg. 10. Hún var gift Níelsi Kristmanns- syni sparisjóðsritara, sem á þar á bak að sjá góðri konu eftir 42. ára farsælt og ástríkt hjónaband. f>eim hjónum vurð þriggja barna auðið, tveggja dætra og eins son- ar. Eru dæturnar báðar á lífi, Margrét, ógift, sem nú veitir for- stöðú heimili föður síns, og Kristrún, gift Ragnari lækni Sig- urðssyni, búsett í Reykjavík. Andrés, sonur þeirra hjóna, lézt 1950. Var hann kvæntur Sigrúnu Sigurðardóttur, Hallbj arnarsonar, og lifir hún mann sinn. Margrét var fædd 15. febr. 1891. Hún var dóttir þeirra hjóna séra Jóns Sveinssonar prófasts á Akranesi og Halldóru Hallgríms- dóttur hreppstjóra og alþingis- manns á Miðteig Jónssonar. Ólst hún upp á heimili foreldra sinna. Naut hún þar í uppvextinum um- hyggju og ástríkis föður síns, hins vinsæla prúðmennis, og góðrar og gáfaðrar móður. Dvaldi hún í foreldrahúsum þangað til hún giftist eftirlifandi manni sínum. Reistu þau bú þeg- ar eftir giftinguna. Það kom snemma í ljós í fari hinnar áhugasömu og velgefnu ungu stúlku, að hún var gædd — Heit, eindir og hóttvísi Framh. af bls. 11. heyra Reglu góðtemplara, j afnfj ar læg og gagnstæðsemviðhorf hans eru gnmdvallarkenningum Regl- unnar og skuldbindingum. Ég vil ekki reyna að hafa nein áhrif á skoðun Oscars Clausen, en það hryggir mig, ef hann á ekki þann þegnskap gagnvart eigin dreng- skaparheiti og þeim félagsskap, er hann hefur talið sig tilheyra síðan á æskuárum, að hann leysi sjálfviljugur þau bönd er enn binda hann Reglunni í orði kveðnu. Indriði Indriðason. ríkri félagslund. — Hún Varð snemma hugfangin af þeirri hug- sjón, að máetti félagssamtakanna yrði beint að því að hrinda í framkvæmd ýmsum þýðingar- miklum málum á sviði menning- ar og mannúðar. Þráði hún, að takast mætti með þessum hætti að leysa úr læðingi bundin öfl, sem mikils mættu sín, ef margir legðu saman. Var gáfnafar henn- ar og skapgerð vel til þess fallin að hrífa hugi manna til samstarfs um góð og göfug málefni. Hugsjónir þær, sem Ungmenna félagsskapurinn á íslandi var í öndverðu reistur á, fluttu með sér vorblæ nýrrar vakningar um allar byggðir landsins, bæði við sjó og í sveit. Var æskufólkið á Akranesi eigi síður en annars staðar hrifnæmt fyrir þessum vorboða, sem opnaði mönnum út- sýn til bjartari og betri tíma, blés nýju lífi í viljaþróttinn, efldi trúna á gæði lands og lagar og skerpti skilninginn og hrifning- una fyrir tign og fegurð landsins. í>að lætur að líkum, að Margrét hafi, svo sem farið var upplagi hennar, fagnað ' þessum nýju straumhvörfvun, enda vann hún af lífi og sál í þessum glæsilega félagsskap. Er blómaskeið Ung- vennafélagsins á Akranesi ein- hver bjartasti sólskinsblettur í heiði I minningu þeirra, er þar störfuðu. í þessum félagsskap lágu fyrst saman leiðir þeirra Margrétar og Nielsar, því að hann var einnig þróttmikill þátt- takandi í þessari starfsemi. Saga félagsmála-þátttöku Mar- grétar er ekki öll sögðu með þessu. Hún var ávallt reiðubúin til þess að leggja góðu máli lið, á hvaða vettvangi sem það var. Hún starfaði um áratugi af mikl- um áhuga og fórnfýsi í bindindis- félagsskapnum á Akranesi. Varð þar aldrei hlé á. Hinn brennandi áhugi hennar fyrir málefninu og skilningur á þýðingu þess entist henni til hinztu stundar. >á lagði hún og af mörkum gott og mikið starf í Kvenfélag- inu á Akranesi. Þar er þrótt- mikil félagsstarfsemi, sem reynzt. hefur byggðarlaginu giftudrjúg. Konurnar á Akranesi hafa með árvekni sinni og dugnaði unnið þrekvirki með því liðsinni, sem þær hafa í té látið til þeás að hrinda í framkvæn.d ýmsum framfaramálum, sem markað hafa djúp spor í þróunarsögu staðarins. Ókunnugir kynnu máske að halda, að hinn mikli félagsmála- áhugi Margrétar og störf í þágu þeirrar hugsjónar hefðu ef til vill að einhverju bitnað á húsmóður- störfum hennar og heimilisum- sýslu. En því fer mjög fjarri. Margrét var frábærlega um- hyggjusöm húsmóðir og hafði þar allt í röð og reglu. Það er sumt fólk þannig af guði gert, að það virðist hafa tíma til alls og það alveg eins þótt um sé að ræða LÖGMENN Geir Hallgrímsson Eyjólfur Konráð Jónsson Tjarnargötu 16. — Sími 1164. Hurðanafnspjöld Bréfalokur Skiltagerðin. Sk ólavörðustíg & Félagslíf Ármenningar Skíðaferð í Jósefsdal um helg- ina, ef veður leyfir. Skíðakennsla. Mætið vel. Notið snjóinn og sól- skilnið. Ferðir á vegum skíðafé- laganna frá B.S.R. Skíðadeild Ármanns. Oft hefur verið úrval en aldrei eins og nú Amerlskar bækur i ódýrum útgáfum nýkomnar • Leikrit • Sigild skáldrit -k • Bækur um heimsspeki og listir • Bækur um geimfarir • Leynilögreglusögur • Skritlubækur Verð aðeins: 6,60, 9.25, og 73.20 Komið meðan úrvalið er nóg A morgun verða sumar bækurnar bunar Austurstræti 8 Sími 4527 margháttuð störf í mismunandi verkahring. Þannig var því farið um Mar- gréti. Þetta lá í eðli hennar og skapgerð. Margrét bjó manni sín- um og börnum gott og ánægju- legt heimili. Umhyggja hennar fyrir heimilinu og öllum sem þar bar að garði, var einlæg og kær- leiksrík. Sambúð þeirra hjóna var farsæl. Þau áttu mörg sam- eiginleg hugðarefni. Gagnkvæmt traust og einlægni mótaði hug þeirra hvors til aimars. Þau hjónin áttu stóran vinahóp. Allir, sem af þeim höfðu kynni, báru til þeirra hlýjan hug. Þau voru mikil rausnarhjón og gestrisin. Það var ánægjulegt að dvelja á heimili þeirra. Glaðværð og gamansemi húsbóndans, hlýja og ástríki húsmóðurinnar mótuðu heimilisbraginn. Það var birta og heiðríkja yfir heimil- inu. í huga þess, er þessar línur ritar, lifa margar góðar og hug- stæðar endurminningar um ánægjulegar stundir á heimili þessara heiðurshjóna. Fjölmenni mikið var við útför Margrétar, og voru þar margir langt að komnir. Einlægar þakkir og hlýjar kveðjur fylgja henni yfir landamærin. Pétur Ottesen. „ AÐALFUMDUR félags Höfðahverfisbúa verður haldinn föstudaginn 15. febrúar klukkan 8,30 að Borgartúni 7, uppi. Fundarefni: 1. Skýrsla félagsstjórnar. 2. Hitaveitumálin. 3. Stjórnarkosningar. NB. Áríðandi að félagsmenn fjölmenni. Stjómin. LOKAÐ í dag frá kl. 1—4, vegna jarðarfarar. Verzlun Pétur Kristjánsson s.f. Ásvallagötu 19. LOKAÐ vegna jarðarfarar. Sveinn Helgason H.F. Innilegustu þakkir til allra sem auðsýndu okkur sam- úð og vináttu við fráfall mannsins mins KJARTANS JÓNSSONAR Ingibjörg J. Hall og fjölskylda. Útför RAGNHILDAR GÍSLADÓTTUR Vestri Loftsstöðum fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju á morgun kl. 1 Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands sama dag kL S Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Minningarsjóð Elliheimilisins Grundar, eða Minn- ingarsjóð Helgu ívarsdóttur. Minningarspjöld þess sjóðs fást í Gaulverjabæ, hjá Degi Dagssyni, Selfossi og Bókav. Sig. Kristjánssonar, Rvík. Böm, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför DÓMHILDAR INGIBJARGAR GUNNLAUGSDÓTTUR frá Höfn í Hornafirði. F.h. dætra minna og annara að- standenda. Bjami Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.