Morgunblaðið - 15.02.1957, Side 16

Morgunblaðið - 15.02.1957, Side 16
Veðrið N-kaldi, léttskýjað. í fáum orðum sagt Sjá bls. 6. 38. tbl. — Föstudagur 15. febrúar 1957. Isafjarðarbátar með góðan afla ÍSAFIRÐI, 14. febrúar — Alla þessa viku hafa verið mjög stirð- ar gæftir. Aldrei hefur gefið á djúpmiðin þar til í gær. Bátarn- ir héðan af ísafirði komu þá með ágætan afla, allt upp í 13 tonn. Má segja að þetta sé fyrsti róð- urinn héðan í þessum mánuði, því aðra daga hefur að jafnaði verið róið í Djúpið og aflinn þá verið aðeins 1—3 tonn. Nokkrir bátar hafa sótt suður á Breiðafjörð, en fengu engan afla. í dag eru allir bátar á sjó en ekki er veðrið eins gott og í gær. —JP. Gerpir reynist vel NESKAUPSTAÐ, 14. febrúar — B.v. Gerpir kom inn snemma í gærmorgun eftir 12 daga veiði- för á Austfjarðamiðum. Aflinn var 156 tonn og fór í frystingu og lítils háttar í herzlu. Tíð hefur verið mjög stirð hér eystra þann tíma sem Gerpir hefur getað haldið áfram veiðum. Skipið reynist, að sögn skipstjóra, hið bezta í sjó að leggja og hið traustasta til togveiða í misjöfnu veðri. Smávæmilegur smíðagalli í olíukerfi á gír og tengsli hefur verið lagfærður Sólin er óffum aff hækka sinn gang og þess er þegar fariff að gæta allmjög aff daginn er tekiff aff lengja. Þessa mynd tók ljós- myndari Mbl. af skugga sínum í gær er febrúarsólin var í hádegis- stað yfir Nóatúni. Kjaradeilan í verzlunarflotanum: Deiluaðilar skiptust á upp- lýsingum á sáttafundi í gær f GÆR var haldinn fyrsti sátta- fundurinn í kaup. og kjaradeilu þeirri, sem nú er upp risin milli skipafélaganna og háseta og að- Bæjarmálin rædd HAFNARFIRÐI — Landsmála- félagið Fram hélt fyrir nokkru fund í Sjálfstæðishúsinu, þar sem rædd var fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1957 og ýmis önnur bæjarmál. Framsögumað- ur var Helgi Guðmundsson, en aðrir, s§m tóku til máls voru Jón Mathiesen, sem er formaður fé- lagsins, Ólafur Elíasson og Stefán Jónsson. Fundurinn var fjölsótt- ur og var mikill áhugi ríkjandi hjá fundarmönnum á þeifn mál- efnum, sem rædd voru þarna og skýrð, og lauk honum ekki fyrr en um miðnætti. — Næsti fundur Fram verður mánudaginn 25. febrúar. Geta skal þess, að mánudaginn 18. febrúar heldur Sjálfstæðis- kvennafélagið Vorboðinn aðal- fund sinn, og hefst hann kl. 8,30. J.E. Stjórnmála- námskeið Heimdallar t KVÖLD kl. 20,20 heldur stjórn- nrálanámskeið Heimdallar F. U. S. áfram í Valhöll, Suðurgötu 39. Verður það málfundur og munu verða veittar leiffbeiningar í framsögn. Er þess fastlega vænzt, aff sem allra flestir þátttakendur í nám- skeiðin mæti stundvíslega. Heimdallur F.U.S. stoðarmanna á verzlunarflotan- um. Var fundurinn haldinn í skrif- stofu Vinnuveitendasambandsins og mættu þar allir fulltrúar deiluaðila, undir forsæti Torfa Hjartarsonar sáttasemjara. Var þar lauslega skipzt á skoð- unum samningana varðandi, en sjómenn fara fram á hækkanir á grunnkaupi og ýmis fríðindi og Lögreglubyssunni var stolið F Y RI R nokkrum nóttum var framiff innbrot í ritvélaverkstæði eitt hér bænum. Þaff kom í ljós að innbrotsþjófurinn hafði ekki stolið þar neinum peningum. Aft- ur á móti tók hann skammbyssu, er geymd var í skúffu einni. Hún var þarna tii viðgerffar, og var eign lögreglunnar. Pilnik 02 Kári - jafntefli SJÖUNDA umferðin í Skákþingi Reykjavíkur var tefld í fyrra- kvöld og urðu úrslit þau að Kári Sólmundarson og Herman Pilnik gerðu jafntefli, sömuleiðis Ingi R. og Þórir Ólafsson, einnig Guðm. Ág. og Lárus Johnsen. Eggert Gilfer vann Ragnar Karlsson og Bjarni Magnússon Áka Pétursson. Pilnik er nú efstur með 6 vinn- inga, næstir eru Ingi R. og Kári með 5Vz, og síðan koma 8 með 5 vinninga hver. Eru það Bjarni, Þórir, Lárus, Guðm. Sveinn Kristinsson, Gilfer, Gunnar Ólafs son og Guðm. Aronsson. Áttunda umferðin var tefld í gærkvöldi. breytingar á eldri samningum þeim í hag. Hins vegar munu fulltrúar skipafélaganna álíta að þau séu ekki fær um að taka á sig nýjar íjárhagsbirðar þar sem allur út- gerðarkostnaður hefur stórlega hækkað frá því seinustu samning ar voru gerðir, en farmgjöld hins vegar haldizt óbreytt mörg und- anfarin ár, samkvæmt ákvörðun yfirvaldanna. Of þröngf um börnin FORELDRAR barna Melaskólans gerðu nýlega eftirfarandi álykt- un á fundi í skólanum: Fundur í foreldraráði Mela- skólahverfis, haldinn í Melaskól- anum 10. des. 1956, ályktar að beina eindregnum tilmælum til bæjaryfirvalda Reykjavíkur um að gera ráðstafanir til þess, að nægilegt húsnæði verði til barna- kennslu í Melaskólahverfi á næsta hausti. Fundurinn telur, að óhæft sé að þrísetja skólastofur á einum kennsludegi. Þar eð Melaskólinn er nú fullskipaður allan daginn, gerir auk þess fólksfjölgun hverf- isins ein það að verkum að óhjá- kvæmilegt er, að skólahúsnæði þess verði aukið, áður en næsti árgangur skólabarna bætist við. Ekki lengur hægt að reiða sig á umferðarljósin í bænum Öflun nauðsynlegra varahluta ábótavant. Vaxandi slysahætta II IN áítta ára gömlu umferðarljós á nokkrum helztu gatnamótum hér í Reykjavík eru nú sem óðast að gefa sig. Á hinu mikla umferðarhorni Bankastrætis — Lækjargötu — Lækjartorgs, hafa umferðarlj ósin verið í miklu ólagi undanfarið og tíðum ekki logað heilu dagana. Hefur því slysahættan á þessum stað margfaldazt. Enn sem komið er mun ekki vitað hvenær beltin koma til landsins, en nú munu loksins hafa fengizt „stimplar" allra opinberra og hálf-opinberra aðila á skjölin. Það sem veldur þessu háska- lega ófremdarástandi er að furðu- legt tómlæti hefur ríkt um hina knýjandi nauðsyn þess að um- ferðarljósin séu jafnan í full- komnu lagi. EKKI ENDURNÝJUÐ Beltin í götunum, sem bílamir fara yfir, en í þeim eru svonefnd- ir skynjarar, hafa ekki verið end- urnýjuð þau átta ár, sem ljósin hafa verið í notkun. Georg Ámundason, útvarps- virki, hefur með höndum viðhald ljósanna. Á fyrra hausti gerði hann pöntun á ýmsum nauðsyn- legum hlutum til viðhalds ljós- anna, m. a. beltum. Síðan hefur málið verið á „þvælingi" í hin- um ýmsu opinberu skrifstofum, sem leita verður til um leyfi til kaupa þessara varahluta, frá Innkaupastofnun bæjarins til Innflutningsskrifstofunnar og síð- an til banka. Munu nú liðnir 16 mánuðir frá því pöntun þessi var fyrst gerð! VIÐAR Á öðrum gatnamótum, þar sem umferðarljós eru, hafa bilanir ágerzt upp á síðkastið, t. d. á Laugavegi, við Snorrabraut. Geta má þess, að til bráðabirgðavið- gerðar á beltunum var gripið til þess að „sóla“ þau eins og hjól- barða. Það dugði eðlilega aðeins skamma hríð, og spændust þau brátt upp aftur. Geta má þess að lokum, að í ráði er að fjölga nolckuð umferð- arljósum hér í bænum. ÁHYGGJUR LÖGREGLUNNAR Bilanirnar á umferðarljósunum valda lögreglunni vaxandi áhyggj um, því þau eiga sem kunnugt er að stjórna umferðinni á nokkr- um helztu götuhomum bæjarins, þar sem umferðin er mest. Vm 200 Ólafsfirðingar í otvinnuleit suður Ólafsfirði, 13. febrúar. TÍÐARFAR hefur verið með eindæmum umhleypingasamt það sem af er þessum vetri. Vestan og suðvestan veður hafa verið hér mjög tíð og muna menn ekki aðrar eins óstillur. Segja má, að þetta séu fyrstu norðanhríðarnar sem hér hafa komið í vetur og hefur því verið snjólétt fram að þessu. Snjór er nú orðinn talsverður og hefur þurft að ýta hér af göt- um svo að þær séu færar bif- reiðum. Ennfremur hefur verið mokað hér fram í sveitina, en þaðan fá Ólafsfirðingar nær alla sína mjólk og er mikið atriði að hægt sé að halda þeirri leið op- inni. Atvinna hefur verið lítil hér og sama og enginn fiskur borizt á land í rúma þrjá mánuði, þangað til í fyrradag, að Akur- eyrartogarinn Kaldbakur losaði 160 smálestir af fiski er var frystur og hertur. Einn þilfars- bátur hefur róið hér í vetur, en varla hægt að segja að hann hafi komizt á sjó vegna gæftaleysis. í þeim fáu róðrum sem famir Veglegt afmœlishóf Heimdallar á laugardag Á LAUGARDAGSKVÖLDH) kl. 8,30 efnir Heimdallur, félag ungra Sjálfstæffismanna til veglegs afmælisfagnaffar í Sjálf- stæffishúsinu í tilefni af því aff þá eru 30 ár liðiu síðan félagið var stofnaff. Formaður félagsins, Pétur Sæ- mundsen, stýrir hófinu og flytur ræðu um störf félagsins. Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokks ins og Ásgeir Pétursson formaður Sambands ungra Sjálfstæðis- manna flytja ávörp. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri segir frá fyrstu dögum Heimdallar. Þá verður ýmislegt til skemmt- unar, m. a. listdans, þeir Guð- mundur Jónsson og Kristinn Hallsson syngja einsöng og tví- söng, gamanvísur verða fluttar sem orktar hafa verið í tilefni af afmæli Heimdallar og fleira verður til skemmtunar. Þess má geta, að í afmælishófi þessu verð- ur íslenzkur matur á borðum. Heimdellingar, yngri sem eldri, eru hvattir til þess að taka þátt í afmælisfagnaðinum, á þessum tímamótum félagsins. hafa verið hefur afli \ erið heldur tregur. Talsvert af síld er ófarið héðan og bakar það síldarsalt- endum mikil óþægindi. Er nú verið að umsalta síldina sem eft- ir er og er hver síld þvegin, því nú má ekki sjást fita utan á henni og finnst mörgum þetta vera helzt til mikið nostur. Um tvö hundruð manns fóru héðan frá Ólafsfirði nú eftir ára- mótin í atvinnuleit til Suður- landsins. Héðan fóru fjórir bátar á vertíð suður og eru gerðir út frá Keflavík. Um þessar mundir eru þeir Ásgrímur Hartmannsson bæjarstjóri og Sigvaldi Þorleifs- son útgerðarmaður í Reykjavík að vinna að framfaramálum Ól- afsfjarðar við þingmenn og ríkis- stjórn. Vonast nú Ólafsfirðingar fastlega eftir því að þeir verði aðstoðaðir til að efla útgerðina svo þeir geti sjálfir aflað nægi- legra hráefna til vinnslustöðv- anna og með því komið í veg fyrir að fólk þurfi að fara svo hundruðum skiptir í atvinnuleit suður á land á hverjum vetri, er hefur í för með sér mikinn kostn að og önnur óþægindi. — J. Togararnir lá»u 9 sólarhringa ÍSAFIRÐI, 14. febrúar — Togar- arnir úti á Halamiffum byrjuðu almennt veiffar á þriðjudags- morguninn. Þá hafði trolli varla veriff kastaff í níu sólarhringa vegna stöðugra storma á miðun- um. Þar er nú sæmilegt veffur. Gera menn sér vonir um aff nú fari að gera kjör. —JP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.