Morgunblaðið - 28.02.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1957, Blaðsíða 2
2 MOKCTJNBZ, ATilÐ Fimmtndagur 28. ebr. 1957 Ég hvorki vil né get skýrt frá verði Kvalfjnrinrolmnnnr Svar Gu&mundar I. Gubmundssonar um olíukaupin frá varnarliðinu IGÆR bar Jóhann Þ. Jósefsson fram í Sameinuðu þingi svohljóðandi fyrirspurnir til utanríkisráðherra um olíu frá varnarliðinu: 1. Við hvaða verði og skilmálum verður fslendingum látin í té olía af birgðum vamarliðsins í Hvalfirði? 2. Hvaða tegundir olíu er hér um að ræða? 3. Hversu mikið magn af olíu er talið að muni fást á þennan hátt? Jóhaiin Þ. Jósefsson sagði er hann bar fram þessar fyrirspurn- ir, að þær væru fram komnar í sambandi við aðrar fyrirspumir er fram hefðu verið bomar um innflutn. á olíum og benzíni. Við- skiptamálaráðherra Lúðvík Jós- efsson hefði þá gefið þær upp- lýsingar að frá „svokölluðu varn- arliði“ mundi fást olía af birgð- um þess til nota fyrir íslendinga. Viðskiptamálaráðherra hefði hins vegar ekki talið það heyra undir sig að gefa upplýsingar urn með hvaða skilyrðum þessi olia væri fengin. f>ví væri þessum fyrir- spurnum sem hér lægju fyrir beint til utanríkisráðherra. Jóhann kvað bera að fagna því að varnarliðið hefði hér hlaupið undir bagga. Teldi hann rétt að Alþingi væri gert kunnugt með hvaða skilmálum þessi olía væri í té látin og vonaðist eftir greið- um svörum frá utanríkisráðnerra. Guðm.undur í. Guðmundsson sagði, að fyrir olíu þá, sem feng- in væri frá vamarliðinu ætti að greiðast kostnaðarverð hennar á staðnum. Móttöku hennar ætti að ljúka á 90 dögum. Tegund olí- unnar væri togaraolía, svonefnd Fueloil. Magnið væri 15 þús. tonn. Jóliann Þ. Jósefsson þakkaði fyrir þá tilraun sem utanríkisráð- herra hefði gert til þess að svara fyrirspuminni, en hins vegar teldi hann henni ekki svarað að fullu. Að segja að hún væri greidd með kostnaðarverði væri ekki nema hálft svar meðan ekki lægi fyrir hvert kostnaðarverðið væri. Spurði hann utanríkisráð- herra um hvert hið raunverulega kostnaðarverð væri, talið í krón- um og vænti hann svars ráðherr- ans við þessu, þar sem hann teldi, að ekki gæti hjá því farið, að hann hefði kynnt sér það er hann gerði samningana um kaup á olíunni. Þegar ekkert útlit var fyrir að utanríkisráðherra ætlaði að verða við þessari ósk fyrirspyrjanda og ekki var annað fyrirsjáanlegt en að umræðum mundi Ijúka kvaddi Jóhann Hafstein sér hljóðs. Kvað hann sig undra með hverjum hætti ríkisstjómin svaraði fyrir- spuminni. Það væri um það spurt hvað olían kostaði, en við þeirri spurningu neitaði utanrikisráð - herra að gefa svar. Spurði Jó- hann hvað bak við þá neitun lægi. Hér væri háttvirtu Alþingi sýnd lítilsvirðing, þar sem það hefði leyft fyrirspumina. Raun- verulega svaraði utanríkisráð- herra þessu á þann hátt, að fyrir- spyrjanda og Alþingi varðaði ekkert um þetta mál. Kvaðst hann ekki trúa því, að ráðherr- ann gæfi ekki svar við þessari spurningu. — Em íslendingar að gera hér óhagkvæm eða hagkvæm olíu- kaup? Jóhann Þ. Jósefsson spurði, hvort svo kynni að vera, að verð olíunnar væri svo hagstætt, að opnast kynni leið með þessum olíukaupum til verðjöfnunar þar sem olíumálin væm nú í „lirít- isku ástandi", t. d. hefði verð á olíu og benzíni hækkað verulega í dag. Hins vegar hefði ráðherra : arað þessari fyrirspum út í hött. Kvaðst hann ekki trúa öðru en að ráðherra hefði samið um þetta mál á tryggan háft, og hér væri ekki um fullkomið gáleysi ræða. Vildi hann ekki ætla ráðh. slíkt. Spurði hann hverju væri að leyna. Það hefði gengið treglega á sínum tíma að fá upplýsingar um það hvaðan olían væri feng- in. Það virtist ætla að ganga jafn- treglega nú að ,fá það upplýst, hvað olían kostaði og með hvaða kjömm hún væri keypt. Magnús Jónsson tók undir það, að undarlegt væri hvemig ráð- herrann brygðist við þessari fyrir spum þar sem svo langt væri síðan hún hefði verið lögð fram. Kvaðst hann ekki muna til þess að ráðherra hefði skotið sér und- an að svara svo einfaldri spum- ingu. Það væri útilokað að ríkis- stjómin vissi ekki um hvað hér hefði verið samið. Furðaði hann sig á þvi, að uatnríkisráðherra skyldi neita að svara spuming- unni. Guðmundur í. Guðmundsson tók til máls og kvað fyrirspyrj- anda leggja á það mikla áherzlu að fá úr því skorið hvort hér væri um óhagstæða verzlun að ræða. Hið sama hefði komið fram hjá öðrum ræðumönnum. Út af þessu vildi hann taka það fram, að tryggilega væri frá þvi gengið, að olía þessi gæti aldrei orðið dýrari en hún hefði verið á al- mennum markaði er samning- arnir voru gerðir. Hins vegar lægi málið ekki þannig fyrir, að hann gæti eða vildi fara með neinar tölur í því sambandi. Sá möguleiki væri fyrir hendi, að skila olíunni í sama. Hvort það yrði gert eða ekki væri ekki hægt að segja. Jóhann Hafstein kvað með þessu hafa komið fram nýjar upplýsingar í málinu; ef ráðherra hefði í upphafi sagt, að hann gæti ekki gefið upplýsingar varð- andi þetta mál hefði ekki verið ástæða til þeirrar tortryggni sem fram hefði komið í ræðum þeirra manna, sem tekið hefðu til máls um fyrirspurnina. — Kvaddur heim Vinsæl námjkeif í Firðinum HAFNARFIRÐI — Tómstunda- námskeið fyrir pilta og stúlkur á vegum Áfengisvarnanefndar Hafnarfjarðar standa yfir um þessar mundir. Hófst námskeið fyrir pilta sl. þriðjudag og er kennd flugmódelsmíði. Annað námskeið fyrir stúlkur hefst í Góðtemplarahúsinu í kvöld kl. 8 og verður unnið úr tágum og basti. Kennarar eru handavinnu- kennarar barnaskólans, þau Margrét Sigþórsdóttir og Svavar Jóhannesson. Þær stúlkur, sem hyggjast sækja námskeiðið, er hefst í kvöld, eru beðnar að mæta r Gúttó kl. 8. Það var í fyrra, sem áfengis- /arnanefndin efndi fyrst til tóm- stundanámskeiðs og fékk hún lóðtemplarahúsið til afnota end- irgjaldslaust. Voru þá haldin tvö íámskeið fyrir stúlkur á aldrin- jm 12—16 ára, og sóttu það 36 stúlkur. Var þá kennd ýmiss kon- ar handavinna. Tvö námskeið voru fyrir pilta á aldrinum 12— 16 ára og voru eingöngu smíðuð flugmódel. Voru námskeiðin full- ;tin eða 20 piltar. Bendir margt til þess að nám- ,keið sem þessi muni verða vin- sæl meðal unglinga, en nefndin hefir hug á að auka starfsemi sína eftir föngum. Formaður Áfengisvamanefndar. Hafnar- fjarðar er Páll V. Daníelsson. B. E. Frh. af bls. 1. Þangað kom hann 2. nóv. sl. Sat Imre Nagy þá í forsætisráðherra stóli — og rússneski herinn hafði dregið sig í bili út úr borginni. En Nagy sat ekki lengur í embætti en til 4. sama mánaðar, eins og öllum er í fersku minni, þar sem rússnesski herinn brauzt með ofbeldi til valda — og skip- aði leppstjórn. Meðan Nagy var forsætisráðherra gafst sendifull- trúanum ekkert tækifæri til þess að framvísa embættisbréfi sínu. að framvísa embættisbréfi sínu, en stjórn þá, er síðar var sett til Skák-keppnir 2. BORÐ Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness.- Sv. Kristinss.) ABCDEFGH Hvítt: Akureyrl (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.) 37. Dd7 valda, vilja lýðræðisþjóðirnar ekki viðurkenna. Segir í orðsendingu bandaríska utanríkisráðuneytisins, að ekk- ert hafi það gerzt síðan Kadar var settur í valdastól, sem hafi gefið tilefni til framvísunar em- bættisbréfsins. í þessu sambandi er bent á það, að SÞ hafi ekki viljað taka gild skilríki nefndar þeirrar, er Kadar sendi til þings S.Þ. Dagskrá Alþingis fimmtudaginn 28. febrúar. SAMEINAÐ ALÞINGI: 1. Kosning 4 manna og jafn- margra varamanna í stjórn at- vinnuleysistryggingasjóðs til næsta þings eftir almennar al- þingiskostningar, að viðhafðn hlutfallskosningu. 2 Kosning eins endurskoðanda reikninga byggingarsjóðs fyrir þann tíma, sem eftir er kjör- tímabilsins frá 1. jan. 1954 til 31. des. 1957, í stað dr. Björns Björnssonar, sem er látinn. EFRI DEILD: 1. Umferðarlög. 2. Lækkun tekjuskatts af lágtekj- um. 3. Réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. 4. Kirkjuþing og kirkjuráð. 5. Veð. NEÐRI DEILD: 1. Síldarmat. 2. Sjúkrahúsalög. 3. Tekjuskattur og eignarskattur. Froskmenn eru til margra hluta nýtilegir, annarra en að kafa við skipskrúfu eða eitthvað þess háttar. Það kemur stundum fyrir við uppskipun að stykki falla í höfnina. Sum er fljótlega hægt að slæða upp, en önnur steinsökkva og þannig var það er feiknmikil stál- plata féll um daginn í höfnina. Froskmaður var sendur niður eftir plötunni. Á myndinni til hægri er hann á leið niður af garðinum „í lyftu“. Til vinstri sést er platan kemur upp úr sjónum. (Ljósm. Mbl.) Frv. um breytingu oð skattalögum Tekjum hjóna skipt til helmingu úður en sknttui er reiknuður LAGT HEFIR verið fram á Alþingi frumvarp til laga unt breyting á lögum, um tekjuskatt og eignarskatt. Flytja það þau Ragnhildur Helgadóttir, Magnús Jónsson, Benedikt Gröndal, Jóhann Hafstein, Pétur Pétursson. Frumvarpið hljóðar svo: 1. gr. Liðurinn I, b í 6. gr. laganna (skattgjald hjóna) falli niður. 2. gr. 1. málsgr. 11. gr. laganna orð- ist svo: Samanlögðum skattskyldum tekjum hjóna, sem samvistum eru, skal skipta til helminga og reikna skatt af hvorum helming um sig. 3. gr. a. f stað orðanna „fyrir hjón kr. 12000.00 (6 þús. fyrir hvort)“ í 12. gr. laganna komi: Fyrir hjón kr. 10400.00 (5200 kr. fyrir hvort). b. Á eftir 4. málsgr. sömu laga- greinar komi ný málsgr., svo hljóðandi: Einstæðum mæðrum eða feðr- um með börn innan 16 ára aldurs á framfæri skal veitast persónu- frádráttur að upphæð kr. 11000.00 fyrir eitt barn, en fyrir hvert barn þar umfram kr. 9000.00. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð Flestum er ljóst, að sú megin- regla, sem fylgt er við ákvörðun á skatti hjóna, er óréttlát. Á það hefur oft verið bent, bæði á Al- þingi og annars staðar, að réttara væri að líta á hjón sem tvo sjálf- stæða skattþegna. Einkum þykir núverandi skipan koma ranglát- lega niður á hjónum, sem bæði afla beinna tekna. Við síðustu endurskoðun skattalaga fékkst nokkur leiðfétting, þótt hún væri ekki fullnægjandi. Ýmsar leiðir til úrbóta hafa verið ræddar, m. a. á Alþingi. — Falsaðir seðlar Frh. af bls. 1. Frakklandi, Belgíu, Vestur- Þýzkalandi og Englandi í hendur dollaraseðlar af sama uppruna. Bankar annarra Evrópulanda, sér staklega þeirra landa, er tekið hafa við miklum fjölda flótta- manna, eru nú vel á verði, því að auðséð er, að ungverskir kom- múnistar ætla að dreifa þessum falska gjaldmiðli um alla Evrópu með flóttamönnunum. Gætir þar tveggja höfuðsjónar- miða: Annars vegar að skatt- leggja hvort í sínu lagi hjón, sem bæði afla beinna tekna. Stendur þá oftast þannig á, að húsmóðirin vinnur utan heimilis. Hins vegar er svo það sjónarmið, sem ræður í þessu frumvarpi, að skattleggja hvort í sínu lagi öll hjón, hvort sem bæði afla beinna tekna eða ekki, — hvort sem konan vinnur á heimilinu eða einnig utan þess. Á síðustu árum hafa komið fram á Alþingi nokkur frv., sem byggjast á sömu meginreglu og þetta frv. Eru það frumvörp Gylfa Þ. Gíslasonar og Kristinar Sigurðardóttur árið 1951 og 1952 og frv. Jóhanns Hafsteins og Magnúsar Jónssonar 1952, sem raunar fól í sér ýmsar fleiri breyt ingar á skattalögum. Þótt ýmsar leiðir í þessum efn- um séu til bóta, er sú, sem í frum- varpinu felst, hin réttlátasta. — Hún tekur fullt tillit til þess, að vinna konu við umönnun heim- ilis og uppeldi barna er sízt minna virði en vinna konu utan heimilis. Jafnframt léttir hún skattbyrði þeirra hjóna, sem bæði afla beinna tekna fyrir heimili sitt, en það er algengt og oft nauðsynlegt, sérstaklega á fyrstu hjúskaparárum hjóna. Vegna mikilla skatta á hjónum eru nokkur brögð að því, að fólk búi saman ógift, enda þarf það samkvæmt núgildandi lögum að bera þyngri skattabyrði eftir hjúskaparstofnun, þótt tekjur þess séu óbreyttar. Til þess að vega á móti þeim mun, sem skapast mundi milli skattgjalds hjóna og einstaklinga, og vegna þess að yfirleitt má telja framfærslukostnað tveggja sam- an hlutfallslega lægri en fram- færslukostnað einhleypings, er lagt til í a-lið 3. gr. frv., að per- sónufrádráttur hjóna lækki nokkuð frá því, sem nú er. Hlið- sjón er hér höfð af því hlutfalli, sem 13. gr. laga um almanna- tryggingar, nr. 24/1956, ákveður milli ellilífeyris hjóna og ein- hleyps fólks. Þar eð frumvarp þetta fer fram á réttarbætur fyrir hjón, sem samvistum eru, þykir réttlátt, að einstæðir foreldrar með börn á framfæri hljóti aukin fríðindi, eins og b-liður 3. gr. frv. fjallar um, enda hafa þeir mun erfiðari aðstöðu en foreldrar, sem sam- vistum eru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.