Morgunblaðið - 16.03.1957, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.1957, Blaðsíða 7
Laugardogur 16. msrz 1957 MORGVNBLAÐIB 7 fólksflutninga austur yfir Mýr- dalssand, verður að eiga slíkan bil, ef hann á að geta tryggt ör- uggar samgöngur. Þess vegna brauzt ég í það fyrir nokkrum árum að fá mér þennan bíl, en hann hefur reynzt mér dýr. Hef ég þó fengið styrk til rekstrar hans, bæði frá Alþingi og sýslu- nefnd. Tel ég ókleiít að reka slíkan bíl, nema styrkur fóist til þess. •— Og þú ert einnig hættur við gistihúsið í Vík? - — Já, ég er búinn að starf- rækja það i 15 ár eða síðan ég hóf sérleyfisferðirnar austur. Hafði áður verið rekið gistihús yfir sumarmánuðina um nokkur ár, en var hætt fyrir nokkru, er ég hóf að reka gistihús mitt. Nú hætti ég einnig við rekstur þess. Kaupfélag Skaftfellinga hefur keypt það ásamt bílunum og hyggst reka það áfram. Von- ast ég til þess, að reksturinn gangi vel í höndum þess, þótt hinu sé ekki að leyna, að annar endir hafi oröið hór á, en ég hafði hugsað mér áður. En margt fer öðru visi en ætlað er. ÞAKKAR VIÐSKIPTIN — Jæja, þetta er nú orðið langt spjall. Er eitthvað sérstakt, sem þig langar til þess að segja að lokum? — Ég vil nota tækifærið til þess að þakka öllum þeim fjöl- mörgu, sem skipt hafa við mig á liðnum árum. Sá hópur er nú orðinn fjölmennur og margs að minnast úr skemmtilegum ferða- lögum, sem hér er ekki rúm að rekja. Ég þakka þeim viðskiptin. Samtalinu er lokið. Ég kveð Brand, þennan brautryðjanda í samgöngumálum okkar Skaft- fellinga. Svo mikið veit ég, að það er ekki með glöðu geði, að hann hefur hætt við þennan rekstur. Hann hefði eflaust kosið að geta haldið áfram enn um hríð. Og hitt grunar mig einnig, að þeir muni ýmsir, er áður hafa ferðazt um hinar fögru byggðir Skafta- fellssýslu, sem nú sakna þess, að Brandur situr ekki lengur við stýrið eða ræður húsum, þar sem næturgreiði er þeginn. Þeir munu einnig þakka liðinn tíma. Vík, 8. marz 1957. Jónas Gíslason. Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík heldur Talnahappdrætti F U N D (Bingo) Tilvalið til skemmtunar og sunnudaginn 17. marz n.k. kl. 2,30 í Gagnfræðaskóla fjáröflunar.á félagsfundum Austurbæjar. og öðrum skemmtunum. — Fundarefni: Nauðsynleg eyðublöð og ísak Jónsson skólastjóri flytur erindi annað tilheyrandi, fyrir- liggjandi. Afgreiðsla á Vest um lestrarkennslu. urgötu 30, Rvík, eða skrifið Ollum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. eftir upplýsingum í pósthólf STJÓRNIN. 339. — Sími 80151. Aðalfundur * Flugmálafélags Islands verður haldinn í Verzlunarmannaheimilinu Vonarstræti 4, föstudaginn 22. marz kl. 20,30. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Sigurjón Jónssom bifreiðastjóri F. 4/12 1922 O. 18/11 1956 SIGURJÓN JÓNSSON var fædd- ur að Litlasandi á Hválfjarðar- strönd. Foreldrar hans voru Her- dís Péíursdóttir, Ijósmóðir, frá Draghálsi og Jón Helgason frá Þyrli. Átta ára gamall missti Sig- urjón móður sína; var það þung raun hinum unga sveini og syst- ur hans, er var lítið eldri, en þau báru harm sinn með undraverðu þreki. Sigurjón ólst fyrst upp á æsku- síöðvum sinum norðan Hval- fjarðar og síðan sunnan fjarðar- ins á Hvítanesi. Hann unni af alhug fegurð fjarðarins og tign fjallahringsins umhverfis hann. Sigurjón unni náttúruferguð, og var mikið fyrir útilíf. Fáir svo ungir sem liann munu jafngjör- kunnugir hinum svipmikla fjalla- hring umhverfis Hvalfjörð. Að Sigurjóni stóðu merkar bændaættir, enda unni hann sveitalífi af alhug. Hann bar í brjósti ríka átthagatryggð og hafði ávallt mikinn áhuga á vel- ferðarmálum héraðs síns, þó hann væri fluttur brott þaðan. Sigur- jón mun hafa haft til að bera mikla hæfileika til að gegna starfi sveitabóntíans, en atvikin höguðu því þannig, að hann lagði stund á aðra atvinnu. Sigurjón tók virkan þátt í störfum ungmennafél. „Drengur“, sérstaklega hafði hann mikinn áhuga á íþróttum; var hann íþróttamaður góður og keppti i mörg ár fyrir félag sitt. Reyndist hann þar sem annars staðar traustur og skeir.mtilegur félagi. Ungur giftist Sigurjón eítirlif- andi konu sinni, Kristínu Borg- þórsdóttur úr Hafnarfirði. Börn þeirra eru 4; 13 ára elzt, öll mjög myndarleg og mannvænleg. í atvinnu sinni hér í Reykja- vík var hann vel látinn af öll- um, sem honum kynntust; hann var ávallt hýr og kótur, fljótur til að rétta öðrum hjálparhönd ef með þurfti. Vissulega er erfitt að sætta sig við það að þessi ungi maður sé horfinn sjónum vorum um sinn. Þeir sem þekktu hann bezt eiga og einnig fegurstar minning- ar frá samverustundum við hann. Megi eiginkonunni ungu og börn- unum veitast styrkur í þeirra þungu raun. Sigurjón, ég þakka þér allar ógleymanlegar samverustundir. Guð blessi þig. Vinur. tfafnarfjorður Aðalfundur Krabbameinsfélagsins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 17. marz klukkan 4 síðdegis. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Alfreð Gíslason læknir ræðir um krabba- meinsleitarstöð. 3. Sýnd kvikmynd. STJÓRNIN. Höriur Ölafsson lögm. undirrétlur og hæstiréltur Löggiltur dómtúlkur og skjalþýðandi í ensku. — Smiðjustíg 4. Simi 80332 og 7673. Hef bila til sölu Chevrolet, smíðaár 1949; 26 farþega rútubíl, í fyrsta fl. lagi; 4ra manna bíla, marg ar gerðir. Vörubílar í úr- vali, auk margra annarra bíla. — Bílasalan Hafnarfirði, simi 9989. ‘51’ nmnn er vanur að fara með nákvæm tæki Hann kann að meta nákvæmni og ein- faldleik Parker ”51“ penna, hina silki- mjúku skriftæ-íni raffægða oddsins og hið óviðjafnanlega Aero metric blekkerfi sem tryggir stöduga langa og 'afna blek- gjöf. Til þess að ná beztum árangri hjá þessum og öðrum p- ,-u þá notið Parker Quink, eina blekið, sem uutiheldur solv-x. eftirsóttasti penni heims Verð; Parker „51“ með gullhettu kr. 560.00. Parker „51“ með lustraloy hettu kr. 480.00. Parker Vacumatic kr. 228.00 Einkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykiavík Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðust'.g 5, Rvík Einar Ásmundsson, hæstaréttarlögmaður. Hafsteinn Sigurðsson, lögfræðingur. Hafnarstræti 5, 2. hæð. Alls konar lögfræðistörf. x^e' Tilheyrandi rafkerfi bila Dynamóar Slartarar Dy na móanker Startaraanker Startarabendixar Straumlokur Háspennukefli Franiljósarofar Miðstöðvarofar Startrofar Stefnuljósarofar Tnniljósarofar Framlugtir Afturlngtir Stefnuljósalugtir Ra fgeymasambönd Rafgeymagrindur Kapalskór Anipermælar Sellumælar Kveikjuhamrar Kveikjuplatínur Kveikjuþéttar Kveikjulok o. fl. — AUt í rafkerfið. —— Bílaraftækjaverzlun Ha!!dórs Ólafssonar Rauðarárstíg 20. Sími 4775. Fra ml jósalugtir Traktorlugtir I>okulugtir Stefnuljósalugtir Bílaraftækjaverzlun Halldórs ólafssonar Rauðarárstíg 20. HEFILBEKKIR 150 og 170 cm. 2503-E | A BEZT 4Ð 4VGLÝS4 T / MORGVNBL4ÐVW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.