Morgunblaðið - 16.03.1957, Blaðsíða 17
Laugardagur 16. marz 1957
MORCTJNBLAÐIÐ
17
Sturlaugur Einarsson þú 'SHifá k",m,nú ku
skipstjóri sjötugur
í DAG, 16. marz, er Sturlaugur
Einarsson skipstjóri 70 ára.
Hann er fæddur á Hnúki í
Klofningshreppi 1887. Foreldrar
hans voru Einar Oddsson og Guð-
rún Sturlaugsdóttir, bjuggu þau
hjón fyrst á Hnúki hjá afa Ein-
ars, Guðmundi Jónssyni hrepp-
stjóra og síðar í Dagverðarnesi
„Gullna hliðið"
AKRANESI — í gaerkveldi
frumsýndi Leikfélag Akra-
ness „Gullna hliðið“, eftir
Davíð Stefánsson, með tónlist eft-
ir Pál ísólfsson. Leikstjóri er
Lárus Pálsson.
Aðalhlutverkin fjögur leika:
Þórleifur Bjarnason, Sólrún Ingv
arsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson
og Alfreð Einarsson. Þjóðleikhús-
ið lánar búningana.
Akurnesingar eru lánsamir að
fá Lárus Pálsson, hinn þaulæfða
leikhúsmann til þess að setja leik
inn á svið. Hefur Lárus stjórnað
sýningum á Gullna hliðinu þrisv-
ar áður hér á landi og tvisvar
erlendis.
Leiktjöld málaði Lárus Árna-
son, leiksviðsstjóri er Gísli Sig-
urðsson, ljósameistari Jóhannes
Gunnarsson. Æfingar hafa geng
ið vel og hefur ekkert verið til
sparað við undirbúninginn, enda
gerir Leikfélagið sér vonir um
mikinn árangur af sýningum á
þessu fræga leikriti skáldsins frá
Fagraskógi. —Oddur.
í sömu sveit. Sturlaugur er kom-
inn af nafnkunnu sæmdarfólki
við Breiðafjörð. Sturlaugur fór
snemma að stunda sjóinn, var
25 ár yfirmaður á fiskiskipum
þar af 18 ár skipstjóri. Hann var
aflasæll með afbrigðum og mjög
vel látinn af undirmönnum sín-
um, enda var hann gætinn og
öruggur við skipstjórn og varð
aldrei fyrir neinum skaða. Mér
er sagt að öllum sem unnu hjá
Sturlaugi hafi þótt vænt um
hann vegna mannkosta hans, sem
sjá má af því að þegar hann varð
50 ára sendi einn háseti hans hon-
um eftirfarandi erindi:
Þú stendur á tindinum
Sturlaugur minn,
með stillingu horfir til baka.
Þú veizt að ei ruddur fannst
vegurinn þinn,
með aflvöðva stælta og
æskunnar fjör,
í áfanga þennan þú náðir,
þó oft væri á leiðinni erfið
þín kjör,
þú ylgeislum kringum þig
stráðir.
Svo byrjarðu ferðina, —
bjart er í dag, —
bú þig í langferð sem áður.
Alvaldur blessi og efli þinn hag
imz úrslita leikur er háður.
Sturlaugur er kvæntur ágætis
sómakonu, Steinunni Bjarnadótt-
ur ættaðri úr Breiðafirði. Þau
eiga 5 mjög mannvænleg börn
sem öll eru uppkomin og eru
góðir borgarar hér í Reykjavík.
Sturlaugur fluttist hingað til höf-
uðborgarinnar 1934. Hann hefur
unnið hjá Ríkisskip um 21 ár
en er nú orðinn lítt fær til vinnu,
sem eðlilegt er.
Axel R. Magnússon.
Ungíing
vantar til blaðburðar í
Nesvegur
JPorcyitnMiííild
FITAN HVERFUR FLJÓTAR
Skrifstofustúlka
Rannsóknarstofa Fiskifélags fslands óskar eftir skrif-
stofustúlku. Þarf að vera vön vélritun, vel að sér í ís-
lenzku og getað séð um bréfaskriftir á ensku og einu
Norðurlandamáli. Einnig á. hún að annast bókavörzlu.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist Rannsóknarstofunni.
SELENIUIM afriðlar
til ýmissa nota
Fyrir gullsmíðaverkstæði. Afriðlar fyrir leikhús og kvik-
myndahús. Til hleðslu á alcaline- og blýsýrugeymum.
Afriðlar fyrir símstöðvar og færanleg raftæki,
Ýmsar stærðir spennubreyta. Allskonar hleðslutæki fyrir
bílaverkstæði, gerð UT. Hleðslugeymar fyrir rafknúna
þungavörubíla. Gerð VI.
Útflytjendur:
ELEKTROIIVIPEX
Hungarian Trading Company for Telecommunication
and Precision Goods
Letters: Budapest 62, P.O.B. 296. /Hungary/
Telegrams: ELEKTRO BUDAPEST
Síðasti dagur hókamarkaðsins í Lisfamannaskálanum
Seldar veria í dag 300-400 bókategundir,
sem aldrei fást síiar keyptar
Yfir hjö hundruð bókategundir, og mikill hluti þeirra kemur aldrei aftur
Allir, sem vettlingi valda verða að koma í Listamannaskálann og freista
gæfunnar.
Leyfið unglingunum að kaupa þar góða, ódýra bók, sem ekki fæst síðar.
— Þriðjungs afsláttur á öllum bókum ofan á mikla verðlækkun.
BÓKAMARKAÐURINN í Listamannaskálanum
Aðei n s í d ag