Morgunblaðið - 16.03.1957, Blaðsíða 10
10
MORCVNBLAÐ1Ð
Laugardagur 16. marz 1957
tmfrlðMfr
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk
framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Ami Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Skriðan fró kommúnistum
heldur úfrnm nð fullu
UTAN UR HEIMI
Louis Armstrong
ÚRSLIT stjórnarkosningarinnar í
bifreiðastjórafélaginu Hreýfli, er
enn ein sönnun þess, að skriðan
frá kommúnistum heldur áfram
að falla í verkalýðsfélögunum.
Listi lýðræðissinna í félaginu
bætti við nú við sig 71 atkvæði
frá því árið áður, og hafði nú
102 atkvæði fram yfir kommún-
istalistann. Kommúnistar töp-
uðu hins vegar atkvæðum tölu-
lega frá því í fyrra.
Við kosningu fulltrúa á Alþýðu
sambandsþing á sl. hausti, fékk
sá framboðslisti, sem kommún-
istar studdu, 258 atkv., en listi
lýðræðissinna 236 atkv.
Vegna þessara úrslita á sl.
hausti, gerðu kommúnistar sér
miklar vonir um að ná stjórn
Hreyfils nú í sínar hendur, en
sú von hefir brugðizt. Lýðræðis-
sinnar innan samtaka bifreiða-
stjóra, hafa myndað með sér öfl-
ug samtök, og fyrir þeim hafa
kommúnistar orðið að lúta í
lægra haldi. í félagi vörubílstjóra
„Þrótti“, töpuðu kommúnistar
einnig verulega, þegar stjórnar-
kosning fór þár fram. .
Eru að glata trausti
í verkalýðshreyfingunni.
Það verður nú engan veginn
vefengt að kommúnistar eru
að stórtapa trausti og fylgi
innan verkalýðshreyfingarinn
ar. Fyrir skönrmu töpuðu þeir
stjórnarkosningum í Iðju í
Reykjavík og Trésmiðafélag-
inu Nú sýna úrslit stjórnar-
kosninga í Hreyfli stórkostlegt
fylgistap þeirra meðal bifreiða
stjóra.
í öllum þessum félögum hefir
hinn lýðræðissinnaði verkalýður
staðið saman. Blað Framsóknar-
flokksins, Tíminn, hefir að vísu
ekki viljað styðja þetta starf lýð-
ræðisaflanna. Hann hefir ýmist
verið „hlutlaus" gagnvart sam-
vinnunni eða hreinlega stutt
kommúnistana. Hér er um að
ræða furðulegt atferli af hálfu
aðalmálgagns Framsóknarflokks
ins, ekki sízt þegar á það er litið,
að langsamlega flestir Framsókn-
armenn innan verkalýðshreyfing-
arinnar vilja taka þátt í heiðar-
legri samvinnu lýðræðisaflanna
i baráttunni gegn kommúnistum
og hinu austræna ofbeldi þeirra.
Það er nú ljóst orðið, að þar
sem lýðræðisöflin standa einhuga
saman, bíða kommúnistar ósig-
ur. Þess vegna verður að auka
og treysta samvinnu allra lýð-
ræðissinnaðra manna innan
verkalýðssamtakanna, hvar sem
þeir standa í flokki. Minni háttar
deilumál verða að víkja úr vegi
fyrir því, sem mestu máli skipt-
ir: Að hinn lýðræðissinnaði hluti
verkalýðsins sameinist um að
vernda samtök sín fyrir skemmd-
arstarfsemi kommúnista.
Hvers vegna tapa þeir?
Fleiri en ein ástæða liggur til
grundvallar ósigrum kommúnista
innan verkalýðsfélaganna und-
anfarið. Það er fyrst, að fleira
og fleira fólk snýr baki við komm
únistum, vegna þess, að starfs-
hættir þeirra og framkoma í al-
þjóðamálum hefir sýnt hið rétta
eðli þeirra betur og betur. Blóð-
baðið, sem Sovétstjórnin rússn.
hefir framkvæmt í Ungverja-
landi, hefir fyllt frjálsa menn
um heim allan hryllingi. íslenzk-
ir kommúnistar hafa ekki getað
dulið samúð sína með hinum
blóðugu ofbeldisaðgerðum Rússa
í Ungverjalandi.
Þeir hafa stutt málstað
Kadarstjórnarinnar, Kvisling-
anna, sem hafa verið handbendi
Rússa og unnið fyrir þá hvert
óhæfuverkið á fætur öðru á
ungversku þjóðinni.
íslenzkur verkalýður fyrirlít-
ur þetta atferli kommúnista-
deildarinnar hér á landi.
Hafa svikið öll sín
loforð.
Þá hefir það og einnig haft
rík áhrif á hugi fólksins í verka-
lýðsfélögunum, að síðan komm-
únistar komust til valda í ríkis-
stjórn og höfðu aðstöðu til þess
að framkvæma eitthvað af hinum
mörgu loforðum sínum, hafa þeir
svikið svo að segja allt, sem þeir
lofuðu.
Þeir lofuðu því t. d. að leysa
vandamál efnahagslífsins, án
þess að leggja nokkrar nýjar
byrðar á almenning í land-
inu. Þetta loforð hafa þeir efnt
þannig, að leggja 250—300
milljón króna nýja skatta og
tolla á almenning. Nýjar leið-
ir og úrræði hafa þeir engin
getað bent á.
Stærsta loforð kommúnistanna
var þó það, að unna sér engrar
hvíldar fyrr, en herinn væri
rekinn_ úr landinu og ísland gert
varnarlaust. Einnig þetta loforð
hafa þeir algerlega svikið. Ráð-
herrar þeirra hafa haldið áfram
að sitja í ríkisstjórn eftir að sam-
ið hefir verið um áframhaldandi
dvöl varnarliðsins um óákveðinn
tíma. Kommúnistaráðherrarnir
bera því fulla ábyrgð á þessari
ráðstöfun.
Allt sýnir þetta þjóðinni, að
kommúnistar hafa ekkert meint
með stóryrðum sínum og land-
ráðabrigzlum. Þeir láta loforð sín
eins og vind um eyrun þjóta og
streytast við það eitt að sitja í
ráðherrastólum sínum, þótt það
kosti þá að svíkja alla fortíð
sína og kyngja öllum sínum gíf-
uryrðum.
Fólkið í verkalýðshreyfing-
unni sér nú að kommúnistar
standa uppi afhjúpaðir. Þeir
hafa aðeins getað úthúðað
andstæðingum sínum meðan
þeir fóru með völd. En þegar
til á að taka og þeir sjálfir
komast í stjórn, standa þeir
uppi úrræðalausir og ger-
brjóta öll gefin loforð við
það fólk, sem þeir hafa sífellt
þótzt hafa verið hinir einu
sönnu fulltrúar fyrir.
Þetta er ástæðan til þess, að kom
múnistar eru að stórtapa í verka
lýðshreyfingunni, og munu halda
áfram að glata þar trausti og
áhrifum.
„Jazzinn er eins og
spínat“ — sagði frægur erlendur
rithöfundur fyrir skemmstu. Og
það er eitt, sem víst er, að skoð-
anir manna á jazzinum eru skipt-
ar. Mörgum finnst hann vera
„eins og spínat“, en sennilega
eru fleiri þeirrar
skoðunar, að hann sé
ekki „eins og spínat“.
Um jazzinn er deilt
síknt og heilagt. Þeir,
sem harðastir eru í
dómum, telja jazz-
unnendur hálfgerða
villimenn í innsta
eðli. Og aðrir segja
ef til vill, að afrík-
anskir halanegrar
hafi með jazzinum
glapið æsku hins
menntaða heims sýn
og séu að leiða hana
til frumstæðra og ó-
sæmilegra skemmt-
ana. —Kommúnistar
(sem hafa óbeit á
jazzinum), kenna
Bandaríkjunum allt
og eru hreyknir, því
að aldrei dansar Krú
sjeff annað en úkra-
inska þjóðdansa. —
Þannig mætti lengi
telja.
Hinn hópurinn er
aftur stærri, sem finn
ur jazzinum ekkert
til foróttu — og legg-
ur við hlustirnar,
nýtt lag eða nýr hljómlistar-
maður kemur fram á sjónar-
sviðið. f þeim hópi er rætt um
hin ýmsu tilbrigði og tegundir
jazzins, svo og fræga jazzleik-
ara.
E nginn dómur skal hér
lagður á gæði eða gildi jazzins.
Hins vegar er óhætt að fullyrða,
að flestir geta vanizt jazzinum
eins og hverju öðru — og fleiri
gætu lært að njóta hans, ef vilj-
inn væri fyrir hendi. Eðli sumra
er samt þannig, að þeir for-
dæma allt nýtt, sem er „of mik-
ið“ frábrugðið því gamla.
iXJtlunin var samt ekki
sú, að ræða við ykkur um jazz
heldur um jazzleikara. Þannig
er mál með vexti, að fyrir
skemmstu fór fram víðtæk skoð-
anakönnun í Bandaríkjunum á
því þverjir væru vinsælustu
jazzleikararnir í dag. Þetta er
svo sem ekkert nýtt, því að
slíkar kannanir munu vera dag-
legt brauð þar vestra. Þessi var
Louis Armstrong er alltaf
jafnhýr.
þó frábrugðin öllum fyrri að því
leyti, að aldrei áður höfðu á þess-
um vettvangi verið kannaðar
skoðanir jafnmargra í einu, því
að þátttakendur voru hvorki
fleiri né færri en 430.000 manns.
Við skulum þá snúa okkur að
úrslitunum. Þar kennir margra
grasa — og hafa þeir, sem ekki
hafa keypt jazzplötur í fjölda
ára, sennilega gaman að sjá það,
að gömlu „stjörnurnar“ njóta
enn óskiptra vinsælda.
f trompetleikurum
hlaut Louis gamli Armstrong
flest atkvæði — og er það ekki
í fyrsta sinn, sem hann ber sig-
ur úr býtum í skoðanakönnun
sem þessari. Margir furða sig á
því hvað hann ætlar að halda
út — og sumir segja, að hann
muni leika fram á grafarbakk-
ann. Næstur honum kom Chet
Baker, sem er ungur maður —
gengur í augun á ungmeyjunum,
segja þeir, sem til þekkja. Þriðji
varð Dizzy Gillespie.
Af búsúnuleikurum er J. J.
Johnson vinsælastur. Þá kemur
lærisveinn hans, Kai Winding,
sem er af dönskum ættum.
Paul Desmond er efstur á lista
altsaxófónleikara, en hann leik-
ur í kvartet Dave Brúbecks, vin-
sælum kvartet að sögn þeirra,
er til þekkja. Bud Shank er ann-
ar — og .Johnny Hodges þriðji.
Sumum finnst þetta óréttlát úr-
slit — og segja að Shank þessi
mundi glaður binda skóþveng
Hodges ef hann fengi það.
Stan Getz er vinsælastur tenor
saxófónleikara, en langt að baki
hans standa Charlie Ventura og
Lester Young.
Og þá kemur röðin að
barytonsaxofóninum. Gerry
Mulligan er þar í sérflokki —
og varla gat heitið, að nokkrum
öðrum væri greitt atkvæði.
Hljómlistargagnrýnendur segja
að Mulligan sé frábær hljóm-
listarmaður — en við seljum
það ekki dýrara en það var keypt.
Enn er Benny Goodman vin-
sælastur klarinetleikara. Hann
ber höfuð og herðar yfir Buddy
De Franko, sem gengur honum
er enn
vinsælastur
næstur. Þriðji í röðinni er
Jimmy Guiffre, sem sagður er
hugmyndaríkari en hvað hann er
leikinn.
Af píanóleikurum, sem lagt
hafa jazz fyrir sig, er Dave
Brubeck vinsælastur. Errol
Garner er annar í röðinni, en
hann þekkjum við vel frá dvöl
hans hér um árið. George Shear-
ing er þriðji og alltaf jafnvin-
sæll. Hljómsveit hans nýtur
mikillar hylli nú sem fyrr. Undra
verð er sú leikni, sem þessi
blindi maður býr yfir.
Barney Kessel er vinsælastur
gítarleikara. Sal Salvador og Bo
Diddiley ganga honum næstir.
Nú er gamli gítarinn ekki leng-
ur hlutgengur í hljómsveitum,
sem vilja eitthvað láta að sér
kveða. Rafmagnsgítarinn virðist
alveg vera búinn að ryðja hon-
um úr vegi — og fallegir hljóm-
ar ná ekki lengur eyrum áheyr-
enda. Nú spreytir gítarleikar-
inn sig allt hvað af tekur á ein-
um stréng.
B assaleikararnir Ray
Brown, Oscar Pettiford og Ed
Safranski njóta að því er virðist
svipaðra vinsælda. Annars hafa
skoðanakannanir yfirleitt leitt
Í>að í ljós, að vinsældir bassa-
eikaranna fara ekki eingöngu
eftir leikni þeirra. Miklu fremur
eftir því hvaða -hljómsveit þeir
leika með.
Að síðustu komum við að
trommunum. Shelley Manne er
þar fremstur í flokki. Þá kemur
Gene Krupa, sem nú hefur feng-
ið vöðvahnúta í hægra læri eftir
Ljósmyndari Mbl. tók mynd
þessa af Stan Kenton, er hann
var hér á ferff.
20 ára barsmíð við stóru tromm-
una. Buddy Rich skipar þriðja
sætið — og kennari hans, Granz
að nafni, er sagður hafa fengið
magasár, er hann frétti, að Rich
næði ekki efsta sætinu.
Af einstökum hljóm-
sveitum er hljómsveit Stan
Kenton lang vinsælust. Kenton
hefur unnið sér það helzt til
frægðar hér fyrir utan hljómsveit
arstjórn, að hann hafði nokkurra
stunda viðdvöl á íslandi — eitt
sinn, er hann og félagar hans
flugu yfir Atlantshafið.
Næst kemur hljómsveit Basie
— og þá Louis Armstrong og hans
menn. Athyglisvert er það, að
engin af hinum nafntoguðu
„rock and roll“-hljómsveitum
kemst í hláfkvisti við þá „gömlu
góðu“ — hvað vinsældir snertir.
Gerry Mulligan