Morgunblaðið - 16.03.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.03.1957, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. marz 1957 MORGVHBLAfíin 11 IMorðurskautsbaugurinn lá gegnum hjónarúmið, ég svaf norðan baugs- ins en konan ■ skjólinu sunnan við Rabb 1 léttum dúr v/ð skáldib og rit- stjórann Jakob Ó. Pétursson á Akureyri fimmtugan — JÁ, það er svo langt síðan ég varð fertugur, að ég kemst ekki lengur hjá því að verða fimmtug- ur, sagði Jakob Ó. Pétursson, rit- stjóri og skáld á Akureyri, er ég hitti hann nú fyrir fáum dögum, en hann varð fimmtugur 13. þ.m. — Og ekki er að efa að þú get- ur sagt okkur eitthvað í fréttum af þessari fimmtíu ára göngu þinni í gegnum lífið. — Það er svo sem ekkert um þetta að segja, blessaður vertu. Ég var að lesa bókina „Skáldið á Þröm“ og ég sé að það hefur átt miklu viðburðaríkari ævi en ég. — En ef við lítum nú til æsku- daganna. Hvað heldurðu komi þá fyrst í huga þinn? Það þarf ekki að vera alvarlegs efnis. — Ég byrjaði að drekka þegar ég var fimm ára. — Jæja. Hvernig atvikaðist það? — Ja, það er ekki svo að skilja að þessu hafi beinlínis verið haldið að mér. Ég komst í krafti einstaklingsframtaksins í jóla- púnsið. — Og hefurðu haldið þessu sæmilega við síðan? — Já, ekki verður nú annað sagt. Hins vegar urðu talsverðar eyður í þetta hjá mér framan af ævinni, einkum þarna fyrst eftir. — Mér kemur í hug, Jakob, til þess að minnast á fleiri menning- armál en brennivínið, hvort þú vildir ekki segja mér eitthvað frá farkennslu þinni, skáldskap þínum og blaðamennsku? — Jú, eitthvað get ég sagt þér um farkennsluna. Ég var fimm vetur farkennari í einhverju mesta Framsóknarhéraði lands- ins, þ.e. í Öngulstaðahreppi í Eyjafirði. — Og hafðirðu ekki heldur mannbætandi áhrif á skoðanir fólksins? — Ekki á stjórnmálasviðinu held ég. Þar hélt hver sitt strik, en fólkið var heldur ekkert að erfa það við kennarann sinn, þótt hann væri ekki á sömu skoðun í stjórnmálum og það sjálft. » — Og afraksturinn? — 700 kr. á óri og frítt að éta. Og ég fékk góðan mat og gott atlæti. Mér féll vel við fólkið í sveitinni en illa við menntamála- yfirvöld ríkisins. En ég minnist margra ánægju- stunda við tafl, spil, leik og söng á löngum kvöldvökum þessara farkennsluára. — Hvað varstu lengi á hverj- um stað? — Ég kenndi á þremur stöðum í hreppnum og fór hálfsmánaðar- lega á milli þeirra. — Og náttúrlega hefirðu ort heil ösköp um þessar mundir? — Eitthvað. Ég man eftir þess- ari um farkennsluna: Ég fer sem gestur stað úr stað, stundum sést með piltum glöðum. Þegar flest mér amar að, uni ég bezt á Þórustöðum. — Hvert var svo haldið þegar farkennslunni lauk? — Ég fór ekki út fyrir sýsluna en eins norðarlega í hana eins og ég komst, enda aldrei búið utan Eyjafjarðar. Ég hafði alllengi sótt um fasta kennarastöðu, en ekkl fengið, þar til mér bauðst Grímsey. Það var veturinn ’36—7. Ég átti ekki annarra kosta völ, enda hafði ég verið nánast at- vinnulaus árið áður. Ég notaði það til þess að gifta mig. Fyrsta hjúskaparárið vorum við Mar- grét, kona mín, því í Grímsey. Þess má geta að norðurheims- skautsbaugurinn lá í gegnum hjónarúmið okkar. Svaf ég norð- an baugsins en konan heldur í skjólinu sunnan við. Eftir þenn- an vetur í Grímsey var mér svo boðin ritstjórastaðan við íslend- ing og hef ég lengst af verið við hann síðan, að undanskildum 4 árum, sem aðrir höfðu ritstjórn- ina á hendi. — Þá erum við komnir að því næsta, sem mig langaði til að spyrja þig um og það er blaða- mennskan? skrifuðum um sveitarmál, höfð- um vísnasamkeppni, birtum sög- ur og kvæði. Má segja að í því hafi verið um að ræða bæði fag- urfræðilegar bókmenntir og hags- xnunamál sveitarinnar. — Hvað sagði eldra fólkið um þetta? — Það hafði gaman af að líta í blöðin, en ekki er mér grun- laust um að stundum hafi þvi fundizt við vera með óþarfa af- skiptasemi. — Hvað um félagslífið? — Það var víða mjög fjörugt í Eyjafirðinum. Ég man eftir að við stofnuðum piparsveinafélag í Hrafnagilshreppi. Var það merki- legt menningarfélag. Gekkst það m.a. fyrir byggingu sundlaugar innar á Hrafnagili. Gáfu menn dagsverk til byggingarinnar, hvert er hlutverk svaramannsins við þá athöfn. í fyrsta skiptið mætti ég á giftingarstað frammi á Lauga- landi. Var ég látinn standa aftan við brúðina. — Til hvers? — Það veit ég ekki. Ég get mér þess til að ég hafi átt að taka af henni fallið ef yfir hana liði við athöfnina. Annars heyrði ég a® svaramaður hefði átt að reyna að lappa upp á hjónabandið ef eitt- hvað bar út af. Öðru sinni var það að kunningi minn hitti mig inni í pósthúsi og snarar í mig plaggi og spyr hvort mér sé ekki sama þótt ég sé svaramaður fyrir sig og skrifi í því skyni undir þetta skjal. Ég féllst á það. Síðan fór hann með skjalið austur á Húsavík eða Raufarhöfn og kvaðst myndi nota það þar. Ekki hef ég síðan haft spurnir af mann inum og engann frekari vanda haft af því hjónabandi. — En þú hefur nú haft fleira með höndum í frístundunum en að vera svaramaður við hjóna- vígslur? — Tómstundaiðja min hefur að langmestu leyti verið að safna lausavísum. Á ég af þeim nokkr- ar þúsundir. Eru þær alls staðar að af landinu, um allt milli him- ins og jarðar og eftir allar teg- undir manna. — Og þá er það þriðja atriðið, sem ég vildi sérstaklega spyrja þig um og það er skáldskapur- inn? — Um skáldskapinn verð ég að segja að lítið var en lokið er. Að vísu tók ég upp á því að taka saman nokkur smákvæði og vísur og setja saman í ljóðabók, sem ég nefndi Hnökva. Er það ofurlítill samtíningur úr þvi, sem ég hef sett fram í ljóðum. — Og hvernig tókst þér að koma þessari framleiðslu þinni í verð? — Það hefur svo sem gengið bærilega, enda naut ég í því góðra kunningja. Og nú er svo komið að það sem eftir er myndi rúmast vel í einni ferðatösku. Það er því vonlaust verk fyrir mig að hefja farandbóksölu með þær bókmenntir einar saman. STAK8TEIIMAR Jakob Ó. Pétursson — Já, ég man eftir því að ég gaf út heimilisblað þegar ég var átta ára. Hét það Ljóðablaðið og var skrifað í bundnu máli. — Og hverjir voru svo með þér í blaðstjórn og ritstjórn? — Og blessaður vertu. Maður varð að vera allt í senn: ritstjóri, blaðamaður, prentari og annast útbreiðslu. Þannig var það líka, þegar ég kom í barnaskólann. Ég gaf víst út skrifað blað þar líka. Talsverða blaðamennsku stundaði ég svo í Kennaraskólan- um. Þar hafði ég á hendi ritstjórn skólablaðsins „Örvar-Odds“ og grínblaðanna „Jarðvöðuls" og „Silkisokksins“. Var þá útgáfu- menniftgin komin á það stig að farið var að fjölrita þessi blöð. — Já, þú hefur snemrna haft gaman af blaðamennsku. Stóðstu að fleiri blöðum áður en þú komst að íslendingi? — Já. Það var veturinn ’34 að við gáfum út sveitarblað í Hrafna gilshreppi. Ég var þá heima á Hranastöðum. Hét blaðið „Helgi magri“. Stóðum við að því nokkr- ir ungir menn og létum engin mól okkur óviðkomandi. Við annað hvort í peningum eða með vinnu. Félagið var stofnað með 11 félagsmönnum, en lognaðist út af eftir tvö ár, því að þá voru allir í félaginu giftir nema tveir. — Svo að við minnumst á ein- hver af verkum þinum auk brauð stritsins við kennslu, blaða- mennsku og kaupamennsku, þá vildirðu kannske segja mér frá einhverjum hinna merkustu? — Ég hef tvisvar verið svara- maður við hjónavígslu, þó að ég hafi nú í rauninni aldrei vitað Afhroð“ Norðlingur segir svo í Timan- um: „ — — ffalt íhaldið — allra stétta flokkurinn afhroð nokk- urt í alþingiskosningunum Xap- aði það fylgi hjá ölluin stéttum — nema einni — —“. „Fylgistap“ það, sem Norð- lingur talar um, kom eins og kunnugt er, fram i því, að Sjálf- stæðisflokkurinn jók hlutl'all sitt í heildar-atkvæðatölunni úr 37,1% upp í 42,4% og sjálfa at- kvæðatöluna um 6290. Ef öll sú fylgisaukning er hjá einni stétt, hiýtur sú að vera ærið fjöl- menn. Framsókn og Alþýðufiokkur töpuðu aftur á móti samanlegt nærri 1000 atkvæðum og hlut- fall þeirra féli úr 37,5% í 33,8%. Þeir urðu því sannarlega fyrir „fylgistapi“ og „guldu afhroð“ meðal kjósenda. Hitt er rétt, að þeir fjölguðu þingsætum sínum vegna misnotkunar á kosninga- lögunum. Þegar þeir hælast utn yfir slíku sanna þeir einungis, að þeim þykir sómi að skömm- unum. ,,Atvinmiskortur dag- vaxandi(í. Þjóðviljinn hefur aldrei minnzt á skyldu ríkisstjórnar- innar til að leysa farmannadeil- una, eins og hann áður fyrri ætíð gerði kröfu um, þegar eins stóð á. Enn minna hefur farið fyrir stuðningi þessa málgagns Aiþýðusambandsins við kröfur sjómanna. í gær rýfur Þjóðvilj- inn þó þögn sína og segir m. a.: „Farmannadeilan er þegar orð- in alvarlegt vandamál, skipin. stöðvast eitt af öðru, aðdrættir raskast og atvinnuskortur við höfnina fcr dagvaxandi". Hvaðan er lánið? í annarri grein spyr Þjóðvilj- inn: „Hvert stefnir ríkisstjórn- in?“ og segir: „Hins vegar hefur ekki síðan orðið vart við neina tilburði hjá ríkisstjórninni til þess að semja um smiði á þessum togurum og Það væri ekki rétt að segja að með þessum órðum hefði lokið rabbinu við þennan hógværa ær- ingja, því satt að segja er óend- anlega hægt að rabba við Jakob Ó. Pétursson. Þetta samtal er ekki nema lítil svipmynd af einni hlið þessa fjöl- | Saníía frá kaupum á þeim. Hver greinda manns. Engu ver tekst honum upp er alvarleg efni ber ú góma, en þau skulum við láta bíða þar til hann verður gamall, þótt hætt sé við að seint verði hann gamall í anda. vig. Verk eftir Rebert Schnmnnn á tónlistnrkynningu Hnskólnns Á MORGUN, sunnudag, kl. 5 síðdegis, verður haldin næstsíð- asta tónlistarkynning vetrarins í hátíðasal Háskóla íslands. — Flutt verða af hljómplötutækjum skólans tvö verk eftir Róbert Schumann. Guðmundur Matthí- Hvnð verðn Kvöldvökur Hnnnesnr Finnssonnr dýrnr ? Á BÓKAUPPBOÐl Sigurðar Benediktssonar, sem haldið verð- ur í Sjálfstæðishúsinu kl. 5 í dag er m.a. fágætra bóka Kvöldvökur Hannesar Finnssonar, frumút- gáfa, og „Feðgaævir" Boga Benediktssonar, sem marga ævi- sögusafnara mun fýsa að eignast. Margt er þarna leikrita og ljóð mæla. T. d. Sigríður Eyjafjarð- arsól og Shákespeare-þýðingar Matthíasar og Steingríms Thor- steinssonar. Ennfremur Stormur inn í þj'ðingu Eiríks Magnússon- ar. Þarna eru og frumútgáfan af flestum bókum Laxness, og fjór- ar fyrstu bækur Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi í frumút- gáfu og forlagsbandi. Meðal leik ritanna eru „Útilegumenn” Matt- híasar Jochumssonar. Bækurnar eru til sýnis í Litla sal Sjálfstæðishússins kl. 10—4 í dag. asson, tónlistarkennari, skýrir verkin. Efnisskráin verður þessi: 1. Róbert Schumann: Frauen- Liebe und Leben, samið við ljóða flokk eftir Chamissó. Kathleen Ferrier (contralto) syngur, John Newmark leikur undir á slag- hörpu. 2. Róbert Schumann: Konsert í a-moll opus 54 fyrir píanó og hljómsveit. Hljómsveitin Phil- harmónía leikur, undir stjórn Herberts von Karajan, Dinu Lip- atti leikur á píanóið. Frauen-Liebe und Leben er eitt af öndvegisverkum Schu- manns í þessari grein tónlistar. Ljóð Chamissós hefir séra Matt- hías Jochumsson þýtt, og verður gestum afhentur ljóðaflokkurinn fjölritaður á frummálinu ásamt með þýðingu séra Matthíasar. Píanókonsertinn telja margir vera snjallasta og heilsteyptasta hljóðfæraverk tónskáldsins. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. mánuður sem líður í aðgerðar- leysi er þó óhagstæður íslend- ingum og getur orðið dýr“. Rétt á eftir segir: „Ekki er Ijóst af hverju þessi seinagangur stafar. Það er vit- að að íslendingar eiga kost á mjög hagstæðum lánum til skipa- kaupa, lánum, sem fást til Iangs tíma og með lágum vöxtum, og þegar fjármunir bjóðast er eina verulega torfæran yfirunniu. Ríkisstjórnin hefur vitað um þessa hagkvæmu lánamöguleika í hálft ár, hún gat verið búin að taka lán fyrir löngH--------“ „Hvikular sjónir í ólík- legustu áttir“. Síðar í sömu grein er þetta: „í stað ánægjulegra frétta um togarakaup og húsnæðismál, skýrðu Tíminn og Alþýðublað- ið allt í einu frá því að með vorinu skyldu á nýján leik hafn- ar stórframkvæmdir Bandaríkja- hers á íslandi — — —. Þar stendur ekki á athafnaseminni, þar er ekki verið að bíða átekta af einhverjum dularfullum ásíæð um — enda cr þarna um að ræða stórframkvæmdir sem ganga í' berhögg við stjórnarsáttmálann og kippa sjálfum grundvellinum undan stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum". Og enn er hert á: „Sem stendur veröur ekki séð að ríkisstjórnin í heild eigi til þá stefnufestu, sem ein endist til árangurs, einstakir ráðherrar virðast líta hvikulum sjónum í ólíklegustu áttir".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.