Morgunblaðið - 03.04.1957, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.04.1957, Qupperneq 2
s Mfípnrnvnr Miðvikudagur S. aprí! 1957 - 10 ára fangelsi Frh. af bls. 1. samlegt og refsivert, að vera jafnaðarmaður að skoðunum. Hinn dæmdi hafði ekkert að- hafzt til að koma á byltingu með valdi, heldur vildi hann fara þingræðisleið innan aust- ur-þýzka kommúnistaflokks- ins. BERT BRECHT í „SAMSÆRIN U“ Svo virðist sem Wolfgang Har- ich hafi grunað að hvorju stefndi. Skömmu áður en hann var hand- tekinn hafði hann sent til geymslu til brezka blaðsins Ob- server ýtarlega greinargerð fyrir stjórnmálaskoðunum sínum, sem skyldi birtast ef hann yrði dsemd- ur, Harich kveður allmarga „frjálslynða kommúnista“ hafa rætt þessi mál ýtarlega siðan Stalin var fordæmdur á 20. flokksþinginu í Moskvu. Geíur hann þess m. a., að hið víðkunna skáld Bertold Brecht hafi tekið þátt í þessurn um- ræðim og verið á sömu skoð- un, en hann er nú látinn fyrir skömmu. A» RÚSSAÞJÓNKUN SLEPPTRI— JAFNAÐARMENN Harich segir, að þessi hópui manna trúi enn á sósn.lisma. Þeir vilji fyrst og fremst losa sig und- an Stalín-dýrkuninni og hlýðn- inni við Rússa. Þegar Stalíns- dýrkunin er felld niður, eiga kommúnistar í Austur-Þýzka- landi að geta starfað rneð jafn- aðarmönnum í Vestur-Þýzka- landi að sameiningu lundsins. Og ef þjóðemisstefna Rússa og þjónkun kommúnistaflokkanna við þá er felld nicur, hvaða — Dulles Framh. af bls. 1. ÞVINGANIR ENGIN LAUSN Dulles sagði, að ákvörðun Eg- ypta gaeti orðið afdrifarík, og að Bandaríkjastjórn væri þeirrar skoðunar, að það væri bæði lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs og öðrum ríkjum í dag, að Eg- yptar tækju upp skynsamlega stefnu. Bandaríkin mundu ekki beita neinum þvingunum, enda mundi það ekki verða nein lausn á málinu að láta skip sín ekki sigla um skurðinn. Hins vegar yrðu þau ríki, sem ættu mikið undir siglingum um skurðinn, að ákveða það hvert fyrir sig, hvort þau beittu efnahagsþvingunum eða neituðu að senda skip sín um skurðinn. Efnahagur Bandaríkj- anna byggðist að sáralitlu leyti á Súez-skurðinum. Frakkar iiiða átekta París, 2. apríl. Frá Reuter. FORMÆLANDI franska utan- ríkisráðuneytisins var í dag innt- ur eftir því af fréttamönnum, hvort nokkuð væri hæft í fregn- um þess efnis, að franska stjórn- in sé nú að athuga væntanlegan kostnað liið að láta frönsk skip ekki sigla um Súez-skurðinn, ef Nasser reynist tregur til sam- komulags. Formælandinn sagði, að stjórnin væri að athuga hvað til bragðs skyldi taka, ef frönsk skip gætu ekki siglt um skurð- inn af „lagalegum eða tækni- legum ástæðum". Stjórnin mun taka ástandið við Súez-skurðinn til umræðu á morgun, þegar egypzka stjórnin hefur sent Bandaríkjamönnum svör við orð- sendingu þeirra um egypzku til- löguna varðandi rekstur og sigl- ingagjöld Súez-skurðarins. ástæða er þá til ágreinings milli t. d. franska Kommúnistaflokks- ins og Jafnaðarmannaflokksins? spyr Harich. BREYTINGAR KNÝJANDI Þá rekur prófessorinn það í grein sinni, að í rauninni ríki meira frjálsræði á Vest- urlöndum, sem hafi það í för með sér að fólk lifi þar á margan hátt betra lífi. Telur hann að kommúnismi Austur- Evrópu geti Iært ýmislegt af hinum frjálsari stjórnarhátt- um í Vestur-Evrópu. Hrun Stalinismans telur hann ein- mitt vott þess, að kommún- ismi Austur-Evrópu sé að færast í frjálslegra horf, vegna áhrifa úr vestri. Almenningur Austur-Evrópu-landaima vilji ekki sætta sig við áframhald- andi einræðisstjórn og því hafi valdhöfunum verið nauð- ugur einn kostur að auka frjálsræðið. Það hafi sézt bæði í Póllandi og Ungverjalandi, að geri valdhafarnir ekki þess ar sjálfsögðu breytinga.*, þá muni almeitningur þvinga þær fram með byltingu. Prófessor Harich vill ao þessi þróun til aukins frjálsræðis, sem er í rauninni þróun frá kommún- isma til Jafnaðarstefnu haldi áfram. Hann kveðst harma það, að valdhafar Austur-Þýzkalands hafi reynt að hindra þessa þróun. Þeir geti þó aldrei stöðvað hana nema um stundarsakir. EFTIR ÞINGRÆÐISLEH) Það skal að Iokum tekið fram, að prófessor Harich og fylgismenn hans hugðust ekki beita valdi til að koma þessari stefnu fram, þótt þeir segðust skilja uppreisnina í Ungverja- landi. Þeir vildu breytingu innan austur-þýzka kommún- istaflokksins á sama hátt og breyting varð í kommúnisía- flokki PóIIands. Reyndu þeir að vinna menn á sitt mál með rökræðum og kváðust vilja vinna stefnu sinni brautar- gengi eftir sömu leiðum og jafmJðarmenn beita í Vestur- Evrópu, þ. e. a. s. eftir þing- ræðisleiðum. En þingræðisleiðin virðist ekki fær til að koma málum fram í Austur-Þýzkalandi. Og 10 ára fangelsi kostar það að boða kenningar Jafnaðarstefn- unnar í þessu sæluriki sósíal- ismans. Ríkisstjórnin gengur í berhögg við vilja fiskframleiðenda I Rœða Jóhanns Þ. Jósefssonar um útflutning sjávarafurða GÆR var frumvarp ríkisstjórnarinnar um sölu og útflutning sjávarafurða afgreitt sem lög frá Alþingi. Fór þrioja umræða fram um það í Efri deild og var það samþykkt með 9 atkv. gegn 6 (Sjálfst.m.) 2 voru fjarstaddir. Umræður urðu í deildimii um breytingartillögu þeirra Sigurðar Bjarnasonar og Jóhanns Þ. Jós- efssonar um að sameinað þing skuli kjósa sérstaka útflutningsnefnd sjávarafurða sem starfi með ráðherra að þessum málum. Flutti Jóhann Þ. Jósefsson ýtarlega ræðu með breytingartillögunni. Til- lagan var felld með 6:8 atkvæðum. ÁRÁS Á SAMTÖK ÚTGERDARMANNA í upphafi ræðu sinnar kvað J. Þ. J. hér vera um mjög um- deilt mál að ræða, Með lögfest- ingu á frumvarpinu um sölu og útflutning sjávarafurða væri beinlínis verið að veitast að heildarsamtökum útvegsrnanna og framleiðenda sjávarafurða, þar sem vitað er og lcomið hefur fram í þingskjölum að mikiU meirihluti þeirra, sem að þessum málum starfa er mjög mótfallinn lagasetningunni. Mér finnst, sagði ^óhann, að ríkisstjóm sem hefur talið það sína mestu prýði að stjóma í samróði við stéttir landsins til sjávar og sveita, fari illa að ráði sínu, er hún tekur fyrir eina þjóðfélagsstéttina og leggur allt kapp á að hefta sjálfræði hennar og eðlilega uppbyggingu, að því er það snertir að koma vörum hennar á markað. ÓNAUDSYNLEG LÖG Ennþá ónauðsynlegra er í raun- inni að setja þau höft sem ríkisstjórnin hefur í hyggju með þessu frumvarpi vegna þess að þar frjálsar hendur og bindast þeim allsherjarsamtökum sem þeim reynast hagstæðust. REYNSLA ANNARRA ÞJÖÐA Þá vék ræðumaður að því að í frumvarpi ríkisstjórnarinnar væri gert ráð fyrir því að þeir menn sem framkvæmd laganna eiga að hafa með höndum fáist einnig við það að leita markaða, auk margs annars, fyrir íslenzka vöru og þá sennilega fiskinn. En með núgildandi lögum er gert ráð fyrir að það annist nefnd sú sem ræður yfir Fiskimálasjóði, en lögin um hann mun ekki eiga að nema úr gildi. Verður því um tvo aðila að ræða sem stunda eiga markaðsleit, en ekki er þó að sjá sem hin nýja stjómskipaða nefnd hafi yfir nokkru fé að ráða til þess verkefnis. Ræðumaður vitnaði til þess að það fyrirkomulag sem ríkt hefur á sölu íslenzkra sjávarafurða hefði gefizt vel á undanfömum árum, svo vel að ekki væri ástæða til þess að breyta þar til. Benti hann í því sambandi á það, að bæði Norðmeim og aðrar þjóð- ir hefðu oft látið það í ljós að sölufyrirkomulag íslendinga væri mun betra og hagstæðara en þeirra eigið. ÓLÝÐRÆÐISLEGT FYRIRKOMULAG Meðan við lifum í lýðræðis- þjóðfélagi, sagði J.Þ.J., og búum við lýðræðis-stjórnarfyrirkomu- lag, þá finnst mér það vera miklu meira í samræmi við lýðræðis- legt skipulag að nefnd sem á að hafa þann starfa með höndiun að róða málum stærsta atvinnuvegs landsmanna sé kosin af Samein- uðu þingi, en ekki skipuð af rik- isstjóminni. Þess vegna er breyt- ingartillaga okkar Sigurðar Bjamasonar fram borin. Hitt fyrirkomulagið hefur á sér megn- an einræðisblæ. Og því frekar þar sem með þessu frumvarpi öllu er gengið í berhögg við fiskframleiðendur og af þeim höfð meiri opinber afskipti en nokkurri annarri at- vinnustétt landsins. Bretar jsakka íslend- ingum vinsemd og aðsfoð r SÍÐASTA blaði Fishing News er grein um mikilvægi þeirrar þjónustu, sem brezku eftirlitsskipin veita togumm sem veiðar gildandi lög fela í sér mjög rúma jstunda á norðanverðu Atlantshafi, og við íslandsstreændur. Er hvort- heimild fyrir ríkisst: órnina til þess að hafa hæfilegt eftirlit með útflutningi og sölu sjávarafurða, enda hefur þeim heimildum ver- ið beitt og er beitt enn þann dag í dag. Síðan rakti Jóhann reynslu sína í afurðasölumálum, við sölu saltfisksins og skreiðarinncir. Sagði hann að margra áratuga starf að þessum málum hefði sannfært sig um að affarasælasta fyrirkomulagið í útflutningsmál- um sjávarafurða væri það að leyfa framleiðendunum að hafa Hver á Súez-skurðinn ? París, Kairó, 2. apríl. Frá Reuter. SÚEZ-FÉLAGIÐ, sem Nasser þjóðnýtti í júlí sl., tilkynnti í kvöld, að það líli á sig sem eina löglega aðilann, er krafizt geti siglingagjalda á Súez-skurðinum, þar til gengið hefur verið frá al- þjóðasáttmála með samþykki þess. Forstjóri félagsins, Jacques Georges-Picot hershöfðingi, sagði fréttamönnum í dag, að félagið mundi fallast á bráðabirgðasam- þykkt, sem tirggði rétt þess, og HANDRITAMALID í norsku blaði. DAGANA 4. og 5. marz sl. birti norska blaðið „Bergens Tidende“ kjallaragrein eftir Gerhard Gara tun-Tjeldsbö um íslenzku handrit lu. Er þar rakin saga handrita- málsins og skrifin, sem um það hafa spunnizt bæði á íslandi og í Danmörku, og þá einkum rætt um hina stórmerku bók Bjarna M. Gíslasonar, sem kom út í Dan mörku í annarri útgáfu 1955, undir nafninu „De islandske hándskrifter stadig aktuelle". Er greinin skrifuð af miklum skiln- ingi og samúð við málstað ís- lendinga. taka þátt í samningaumleitunum um endanlega lausn málsins, sem byggð væri á þeim sex megin- atriðum, sem Öryggisráð SÞ hefði samþykkt í október si. ENGIN MISKUNN HJÁ NASSER í dag skipuðu egypzku yfir- völdin á Súezskurðinum spænska skipinu „Virgine de la Luz“, sem er 399 tonn, að stöðva vélar sínar á „Bitravatni“, sem er í miðjum skurðinum, og sigla ekki lengra fyrr en það hefði greitt öll gjöld í dollurum. Jafnframt yfirgaf leið sögumaðurinn skipið. tveggja að læknishjálp er veitt frá þessum skipum þegar slys verða á brezku togurunum og einnig fá þeir aðstoð ef bilanir verða. t greininni er skýrt frá því að yfirmaður þessarar hjálparþjónustu brezku skipanna færi íslendingum sérstakar þakkir fyrir hjálpsemi og aðstoð, jafnt opinberum embættismönnum sem almenningi. DEILUR ÚR SÖGUNNI *-------------------------------- Nýlega kom H. M. S. Wave til hafnar í Hull og átti þá frétta- maður frá Fishing News tal við skipstjórann, A. S. Baily og fór- ust honum orð svo sem hér hefir verið greint. Segir hann og í viðtalinu: „f tvo daga naut ég gestrisni íslendinga í Reykjavík og ekki fékk ég að greiða neitt endurgjald fyrir hinn góða beina, sem mér var sýndur. Ég held að lausn fiskveiðideil- unnar eigi sinn þátt í því hve við höfum hvarvetna mætt mikilli vinsemd á fslandi. Okkur sem að hjálparþjónustu brezku togaranna á íslandsmiðum störf- um þykir mikils um vert, að við erum þar nú aftur kærkomnir gestir“. FARA VÍÐA Eins og kunnugt er koma hin brezku eftirlitsskip alloft til hafnar bæði hér í Reykjavík og úti um land. Eru það lítil her- skip, freigátur, sem flest voru notuð í styrjöldinni sem tundur- duflaslæðarar. Menn gabbaðir til sakadómara ÞAÐ voru nokkur brögð að því 1. apríl, að menn voru látnir hlaupa apríl til skrifstofu saka- dómarans hér í Reykjavík. Er mál þetta nú í rannsókn. Nokkrum mönnum voru send prentuð boðunarbréf með haus, sem á var prentað: Sakadómar- inn í Reykjavík. Síðan var við- takendum boðið að mæta hjá Guðjóni Einarssyni, fulltrúa saka dómara, hinn 1. apríl á tilteknum tíma. Þess skal getið að enginn fulltrúanna við embættið heitir Guðjón Einarsson. Er bréfaviðtak endur mættu og framvísuðu kvaðningunni hóf rannsóknarlög- reglan þegar að grennslast um upptök máls þessa. í gær var rannsóknin það langt á veg komin að vitað var í hvaða prentsmiðju boðunarbréfin voru prentuð og því sennilegt að málið upplýsist að fullu. Fossar Eimskip fóru með 13.700 t. at vörum héðan EINS og kunnugt er var mögu- legt að afferma skip á meðan á sjómannaverkfallinu stóð. Næstu daga eftir að verkfallinu lauk, sigldu sum skip Eimskipafélags- ins fullfermd til útlanda, önnur voru affermd og fóru síðan út á land til að ferma útflutningsaf- urðir. Á fyrstu 25 dögunum eftir að sjómannaverkfallinu lauk, munu skip Eimskipafélagsins hafa fermt um 13.700 smál. af frystum fiski, skreið, hrognum, fiskimjöli, brotajárni, lýsi o. fL til eftirtaldra 10 landa: Svíþjóð- ar, Danmerkur, Englands, Þýzka lands, A-Þýzkalands, Hollands, Belgíu, Lettlands, Frakklands og Bandaríkjanna. Skipin munu hafa 20 viðkomur í þessum lönd- um vegna affermingar á ofan- greindum útflutningsafurðum. Til þess að ferma umrædd 13,700 tonn, þurfti 51 viðkomu á höfnum víðsvegar við strönd ís- lands. Þrátt fyrir að skip Eim- skipafélagsins hafi safnast saman vegna verkfallsins, er hér ekki um nýjung að ræða sökum þess að skip félagsins anna að stað- aldri, fyrst og fremst þörfum út- flutningsverzkunarinnar og inn- flutningsverzlunarinnar á mat- vörum, fóðurvörum, hráefnum til iðnaðar og ýmsum öðrum varn- ingi, er kemur frá ofangreindum Iöndum ásamt fleiri löndum í Evrópu. Hérumbil undantekningarlaust koma skipin fullfermd til íslands og fara yfirleitt fullfermd frá landinu til útlanda. Allt þetta gefur nokkra hug- mynd um hið margþætta verk- efni, sem Eimskipafélag íslands þarf að annast vegna utanríkis- verzlunarinnar og þarfa dreifbýl isins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.