Morgunblaðið - 03.04.1957, Page 3

Morgunblaðið - 03.04.1957, Page 3
Miðvikudagur 3. apríl 1957 MORCUNBLAÐIÐ 3 Umrœðufundur um framtíð Reykjavíkur- flugvallar Frá aðalfundi Flugmálafél. íslands FLUGMÁLAFÉLAG ÍSLANDS hélt nýlega aðalfund sinn. For- seti félagsins Sigfús Guðmunds- son gerði grein fyrir störfum fé- lagsins á sl. ári, en samkvæmt lögum þess, er tilgangur félagsins sá, að efla áhuga á flugi og útbreiða þekkingu á flugmálum almennt. Hefur félagið í því skyni gefið út Tímaritið Flug, en af því hafa nú alls komið út 7 árg., vandaðir að efni og frá- gangi. Það hefur nokkuð háð starfsemi Flugmálafélagsins und anfarin ár, að það hefur ekki haft fastan samastað, en nú hefur fé- lagið frá sl. áramótum fengið inni hjá Ferðafélagi íslands í Túngötu 5. Verður afgreiðsla Flugs fram vegis þar, og þangað geta menn snúið sér með allt sem varðar félagið. Forseti félagsins var kjör inn Hákon Guðmundsson hæsta- réttarritari í stað Sigfúsar, sem baðst undan endurkjöri. Auk Há- konar voru kosnir í stjórnina Ás- björn Magnússon, forstjóri og Bjöm Pálsson flugmaður. Auk þeirra eiga þar sæti þeir Páll B. Melsted forstjóri og Björn Br. Björnsson tannlæknir. ' Hin nýkosna stjórn mun taka ýmis viðfangsefni til meðferðar. Gert er ráð fyrir því, að haldinn verði „flugdagur" í sumar og eru möguleikar á því, að þar verði til sýnis stór loftbelgur, sem mönnum gefst ef til vill kostur á að lyfta sér upp í. Þá mun fé- lagið innan skamms efna til al- menns umræðufundar um fram- tíð Reykjavíkurflugvallar og önnur mál er miklu varða fyrir flugmál landsins. Kári Jónsson sem Jack Manning- ham og Snæbjörg Snæbjörns- dóttir sem Bella kona hans. Ríkisstjórnin svíkst um að útvega láns- fé til þeirra sem hefja vilja búskap Úr rœðu Jóns Pálmasonar í gœr \FUNDI Neðri deildar Alþingis í gær flutti Jón Pálmason fram- söguræðu um frumvarp sitt og Jóns Sigurðssonar á Reynistað um framlög til veðdeildar Búnaðarbanka íslands. Gat hann þess að frumvarpið væri samið af milliþinganefnd, sem fyrrverandi landbúnaðarmáiaráðherra skipaði, til að gera tillögur um bætta aðstöðu frumbýlinga, nýbýlamanna o. fl. RÍKISSTJÓRNIN STÖÐVAÐI MÁLIÐ Þetta mál hefði verið stöðvað af ríkisstjórninni og meiri hluti landbúnaðarnefndar hefði ekki viljað taka þátt í að flytja það. Rakti Jón síðan sögu þessa máls og vék að því, að frá því að dýrtíðin fór að vaxa og kaup- gjald að hækka, hafa verið sívax- andi örðugleikar fyrir þá menn, sem hafa viljað stofna búskap í sveitum landsins. Þeir hafi ekki heldur fengið lán til kaupa á jörð, bústofni og vélum, sem allt kostar mik- ið fé. Veðdeild Búnaðarbank- ans hefir alltaf skort f jármagn til þess að sinna því verkefni, svo sem til hefir verið ætlazt. í þessu sambandi minnti Jón Pálmason á frumvarp sitt um stofnlánadeild landbúnaðarins, sem var flutt á þingi árið 1951 og aftur árið 1952. Einnig drap hann á frumvarp Péturs Otte- sens um framlög til veðdeildar- innar, er hann flutti á þingi árið 1951 og sömuleiðis á frumvarp Jörundar Brynjólfssonar og fleiri, er miðaði að svipuðum út- lánum. HERMANN FELAUS Hermann Jónasson forsætis- ráðherra svaraði og taldi þetta ekki framkvæmanlegt og enga lausn á málinu, þar sem ekki væru neinir peningar fyrir hendi. Hefði þá fremur átt áður að af- greiða þau frumvörp, sem fram- sögumaður hefði drepið á, en nú væri stjórnin að athuga hvort ekki væri unnt að leysa þetta mál á annan hátt. NÓG FÉ f ANNAÐ Jón Pálmason svaraði því til, að þessar 5 milljónir króna, sem hér væri farið fram á, væru eng- an veginn nein fullnægjandi úrlausn í málinu, en talsverð bót þó. Og sú viðbára nú og áður, að ekkert fé væri fyrir hendi til veðdeildarinnar, væri nokkuð undarleg, þegar athuguð væru öll fjárframlög ríkisstjórnarinn- ar til annarra hluta. Þar sem stjórnin hefði hækk að samkvæmt áætlun útgjöld rikisins og útflutningssjóðs um 400 millj. króna á einu ári, væri nokkuð undarlegt að ekki hefði mátt taka nokkra upp- hæð til úrbóta fyrir frumbýl- inga landsins. En það liti út fyrir að stjórnin og hennar lið teldi meira virði að byggja yfir sveitafólkið í Reykjavik þegar það væri þangað flutt, heldur en að gera því fært að vera áfram í sveitunum. HVERJAR ERU ÚRLAUSNIR STJÓRNARINNAR? Það væri engin sönnun þess, að þeir menn, sem frumvörpin hefðu flutt, hefðu ekki haft rétt fyrir sér þótt þau hefðu ekki verið samþykkt, heldur væru af- drif þeirra vottur um skilnings- leysi þeirra manna, sem land- búnaðarmálunum hafa stjórnað. J. P. lýsti því yfir að ánægju- legt væri ef ríkisstjórnin ætlaði að leysa þetta mál eftir öðrum leiðum. En enn sæjust þess engin merki og ekki hefðu bankastjór- ar Búnaðarbankans ennþá nein- ar vonir um úrlausn á þessu ári, þrátt fyrir hina miklu þörf veð- deildarinnar fyrir aukið fé. Frumvarpinu var vísað til annarrar umræðu og landbúnað- arnefndar. Rætt um leiðir til Leikfélag Saubárkróks: Gasljós leikib á Sæluvikunni SÆLUVIKA Skagfirðinga hófst með því að Leikfélag Sauð- árkróks sýndi leikinn Gasljós eft- ir Patrick Hamilton undir leik- stjórn Eyþórs Stefánssonar. Það er ekki ástæða til þess að fara mörgum orðum um þennan gamalkunna reyfara. Þessi æsi- spennandi glæpamannasaga er sett fram af kunnáttumanni og svo vel gerð að. sé á haldið af þekkingu og list af hendi leikara má segja að leikhúsgestir þori vart að draga andann af spenn- ingi fyrr en yfir lýkur. Hið mark- vissa taugastríð, sem glæpamað- urinn hefur gegn eiginkonu sinni í þeim tilgangi að gera hana brjál aða er meistaralega uppbyggt og auðvitað hefði svo lyktað að hann hefði farið með sigur af hólmi ef ekki hefði álpazt inn í tilveru þeirra hjóna, af hreinni tilviljun, gamall uppgjafa leyni- lögreglumaður, en sú tilviljun er eins og annað gerð sennileg í leikritinu. Þessi leikur krefur geysilegrar hæfni þriggja aðalleikaranna, þó ekki hvað sízt hlutverk hinnar sálsjúku eiginkonu, enda hefur það ekki að jafnaði verið falið nema þrautreyndum leikkonum. Snæbjörg Snæbjörnsdóttir fór með þetta hlutverk hér á Sauðár- króki. Ekki virtist mér hún valda hlutverkinu að fullu, einkum í upphafi og endi leiksins og raun- ar var svipurinn yfir öllum fyrsta þætti leiksins of daufur. Spenn- an hélzt ekki. Verður það þó fremur að skrifast á reikning leikstjórans. Bella Manningharn er hræddari við mann sinn en Snæbjörg sýndi hana. Iiún getur aldrei verið róleg og ánægð, jafn- vel ekki í gleði sinni yfir að fá að fara í leikhúsið. Hinn tak- markalausi ótti við eiginmann- inn hefur níst sig inn í sál henn- ar. Mér virtist Snæbjörg skilja hlutverk sitt, en skorta tækni til þess að gera þvi full skil. Fram- burður hennar var skýr og í rauninni of skýr. Hann bar á sér nokkurn viðvaningsblæ. Hún kunni hlutverk sitt vel og hafði sýnilega unnið að því samvizku- samlega. Áberandi var hve skýrt var t. d. kveðið að persónufor- nöfnum þar sem ekki átti að leggja áherzlu á þau, þar sem í talmáli „hann“ á að berast fram „ann“ og ,,hún“ á að berast fram „ún“, t. d.: „Ég skal biðj-ana að koma“ o. s. frv. Eins fannst mér skorta á leik Snæbjargar í há- marki leiksins, þegar hún hefnir sín á manni sínum og leikur sig brjálaða. Ljósin hefðu líka mátt vera orðin skýr í þessu atriði. Sumir þessir ágallar nega skrif- ast á reikning leikstjórans. Segja má að þrátt fyrir þessa ágalla, sleppi Snæbjörg sómasamlega frá hlutverki sínu, hún hefur t.d. til að bera fallegar hreyfingar og góð svipbrigði, en hlutverkið er ennþá of erfitt fyrir hana. Kárí Jónsson leikur Jack Manningham oft með góðum til- þrifum og víða vel. Hann minnir stundum á Indriða Waage og er ekki leiðum að líkjast. Kári hef- ur hnökralausan framburð og nokkuð góðar hreyfingar. Mér fannst hann á stundum skipta óþarflega skyndilega sltapi og eins og hann missti iiiður ógnar þunga þessa miskunnarlausa kvalara. Sem flagari var hann heldur lélegur. Bezt gerði Kári þegar mest á reyndi. Eyþór Stefánsson lék bjarg- vættinn Rough leynilögreglu- mann. Eyþór gerði margt vel og sumt ágætlega. En mér finnst það ófyrirgefanlegt af jafnvönum og glæsilegum leikara að kunna ekki hlutverkið sitt. Kunnáttu- leysi spillti fyrir leik Eyþórs og jafnvanur leikari og hann á ekki að vera í vandræðum að breiða yfir það þótt hann missi niður orð og orð. Hreyfingar hans voru með glæsibrag. Hlutur Eyþórs Stefánssonar sem leikstj óra var hins vegar góður, en það var á kostnað hluts hans sem leikara og það er vissulega alltaf var- hugavert fyrir leikstjóra að fara sjálfur með stórt hlutverk. Stað- setningar í leiknum voru ágætar og hreyfingar leikaranna mjög eðlilegar. — Gangurinn í fyrsta þætti var þó of hægur, en síðan var stígandi eðlilegur í leiknum. Eldabuskuna Elísabetu og þjón ustuna Nancy léku þær Valdís Helgadóttir og Ragnhildur Ósk- arsdóttir þokkalega en með við- vaningsbrag, sem þó sakaði ekki að marki. Leiktjöldin voru ágæt. Ljós nokkuð góð. Birtan inn um glugg ann var ekki eðlileg, skipti ekki frá degi til kvölds og nætur og í lokaatriðinu hefði mátt vera meiri birta. Búningar voru ágæt- ir og leikararnir báru þá eðiilega, nema hvað herrunum gekk full- erfiðlega að klæða sig í farkkana. Gervin voru góð, nema hvað mér fannst skegg Jacks Manning- hams of dökkt borið saman við hárkolluna. Ljósameistari var Þórður P. Sighvats, tjaldamálarar Jónas Þór og Haukur Stefánsson. í heild vil ég segja um þessa sýningu að hún var áferðgrgóð og stórgallalítil og ég var ekki í neinum vafa um að leikhúsgest- ir nutu hennar og skemmtu sér vel. Hins vegar er vafassamt hvort sá er dæma vill sýningu sem þessa, þar sem leikarar hafa lagt sig alla fram að gera eins vel og auðið er í smábæ þar sem aðstæður eru slæmar, á að gera það eins og hér er gert. Ég tók þann kostinn að segja kost og löst á verkinu. Vignir Guðmundsson. FJÖLDI UMSÓKNA FRÁ FRUMBÝLINGUM Öll þessi frumvörp hafa verið stöðvuð, sagði Jón, vegna skiln- ingsleysis þeirra manna, sem verið hafa í meirihluta á þingi. Loks hafi þó fyrrverandi stjórn lánað veðdeild Búnaðarbankans 4 millj. króna árið 1954 og 2 millj. árið 1955. Það fé ásamt láni úr sparisjóðsdeild Búnaðarbankans, væri það eina, sem þessi stofnun hefði haft til umróða. En nú væri hún algerlega fjár- vana, en fyrir lægi umsóknir, sem skiptu hundruðum milljóna til bænda og bændaefna. Til nokk- urrar úrlausnar á þeim vanda, væri þetta frumvarp flutt, og fer það þó ekki fram á meira en 5 milljónir á næstu 10 árum til veð- deildarinnar. Skoraði Jón á þing- menn að taka þessu máli vel og afgreiða frumvarpið. að bjarga Eiðinu í FYLKI, blaði Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, sem nýlega er komið út, er rætt um þá miklu hættu sem nú vofir yfir Eiðinu. Hefur það undanfarin ár smám- saman verið að síga fram og lækka. Er nú svo komið að á stundum gengur sjór yfir það óbrotinn inn í höfnina. Blaðið segir frá því að það muni vera ráðagerðir vitamála- skrifstofunnar Eiðinu til bjarg- ar, að meðfram því verði gerðir grjótgarðar, sem dragi úr ágangi sjávar. Blaðið segir að menn í Vest- mannaeyjum séu efins í því að slík viðgerð muni koma að haldi. Hún muni kosta um 500 þús. kr. Bent hefur verið á aðra leið, en hún er sú að sögn blaðsins, að járnþil verði rammað niður frá svonefndu Löngunefi og vest- ur undir Klif. Með því yrði kom- ið í veg fyrir sandrennslið inn í höfnina og landbrotið stöðvaðist. Á fjárlögum þessa árs eru áætl- aðar 200 þús. kr. til viðgerðar á Eiðinu. SIGLUFIRÐI, 2. apríl — Lagar- foss lestaði hér hjá Ríkisverk- smiðjunum um síðustu helgi 500 lestir af mjöli og 600 pakka af skreið til útflutnings. í gær los- aði Ingvar Guðjónsson til frysti- húss SR 60 lestir af fiski og í dag b.v. Hafliði 200 lestir, sem fer til frystingar og heralu. Afli línubátanna er sáratregur. —Guðjón. Snæbjörg Snæbjörnsdóttir sem Bella Manningham »g Eyþór Stefánsson sem Rough leynilögrcglumaóur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.