Morgunblaðið - 03.04.1957, Síða 10

Morgunblaðið - 03.04.1957, Síða 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 3. aprfl 1957 JÖRÐ TIL LEIGU 16 km frá Reykjavík. Gróð húsakynni fyrir fólk og fénað. Rafmagn. Sími. Miðstöðvarhitun. Leiga á íbúðarhúsinu án jarðarafnota hugsanleg. Uppl. í síma 3799 og 82060. IVauíkingaruppboð sem fram átti að fara í dag á hluta í húseigninni nr. 40 við Hæðargarð, hér í bæ, talin eign Magn- úsar Gíslasonar, fellur niður. Bæjarfógetinn í Reykjavík. Tilboð óskast 1 nokkrar fólksbifreiðir er verða til sýnis að Skúlatúni 4, föstudaginn 5. þ. m. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Nauðsynlegt er að tiltaka símanúmer í tilboði. Sölunefnd Varnarliðseigna. Vinnumaður óskast að Nesjabúinu við Þingvallavatn. Helzt eldri mann eða unglingspilt. Aðalstarf sauðfjárgæzla og silungsveiði. Sjálfstæð vinna. Kaup eftir samkomulagi. Jónas S. Jónasson, c/o Raftækjaverzlunin hf., Rafmagn, Vesturgötu 10, Reykjavík, sími 4005. ^úsrnœð- sem reynt 3 C\o2one attaduft [Q a\dre\ noð. OIone '»nnV- *tdur sOreinrs- 3rn sem /ott\nn joWabvUan g bragg'e9' an. Clozone hefir hlotið sér- stök meðmœli sem gott þvottaduft í þvottavélar. Helldsölubirgðir: Eggert Kristjónsson & Co. h.f. Freuchen og Heinesen NÝ BÓK EFTIR FREUCHEN í haust kom út hjá Gylden- dal ný bók eftir danska skáld- ið og ævintýramanninn, Peter Freuchen, Fangstmænd í Mel- villenbugten. Vakti bókin mikla athygli, enda er höfundur henn- ar mjög þekktur rithöfundur bæði austan hafs og vestan. Hann hefir skrifað mikinn fjölda bóka, ferðabækur, endurminningar og skáldsögur. Síðasta bókin heyrir skáldsagnaflokknum til. — f henni er lýst björgunarstarfi, sem höfundur tók þátt í á yngri ár- um, þegar hann bjó í Thule og var kvæntur eskimóakonunni Navarana. Fimm veiðimenn hafa orðið viðskila við skip sitt og Freuchen finnur þá bjargarlitla á Saundersey, skammt utan við Thule. Skipsbrotsmenn eru orðn- ir leiðir á hinu frumstæða landi og þrá menninguna ákaft, svo að höfundur leggur á sig erfiða för í misjöfnu veðri til þess að þeir komist á skip — suður á bóginn. Á leiðinni eru sagðar margar sögur. Innfæddir leiðsögumenn kunna frá ýmsu að segja; hvíta manninum, sem varð trylltur af aurasýki; hinum hugrakka Qid- lungtoq, sem drap vísindamann, sem var of heimskur til að lifa á Grænlandi; og Portúgalanum Jo- ao ,sem á furðulegan hátt fann strandað skip sitt. Bók hins ágæta höfundar er eiginlega samansett af drama- tískum ævintýrum. Hún er ein- föld og karlmannleg, fjallar um veiðiferðir og ást, hrikalega Ný sending Kvöldkjólar Aðalstræti Rishœð til sÖlu Afar vönduð portbyggð rishæð, 4 herb. eldhús og bað ásamt 1 herbergi í kjallara, til sölu við Snekkjuvog. Sér inngangur. Sér hiti. Sér bílskúrsréttindi. Húsið er aðeins tvær íbúðir. Skipti á 2—3 herbergja íbúð, kemur til greina. STEINN JÓNSSON, Lögfræðiskrifstofa — Fasteignasala, Kirkjuhvoli, Símar: 4951 og 82690. Hótel Borg Maður sá, er fyrir tæpum hálfum mánuði fékk frakka í misgripum úr fatageymslunni, og sem mun vera allt of stór á hann, vinsamlega komi strax og fái sinn frakka aftur í skipttun. Hótel Borg. Varahlutir r FORD-JUNIOR (Prefect) Nýkomnir — Mikið úrval. Kr. Kristjánsson hf. Laugavegi 168—170 — Sími 82295. Peter Freuchen. náttúru og baráttu mannsing 1 erfiðu umhverfi. Og síðast en ekki sízt, er bókin n.k. lofsöngur um Grænland og lífslistir ibúa þess, sem höfundur hefir meira dálæti á en hinum hvítu bræðr- um sínum. Peter Freuchen kemur hingað til lands í dag og heldur fyrir- lestra á vegum Stúdentafélags Reykjavíkur. Hann er kærkom- inn gestur — og er ekki ein- mitt viðeigandi að kynna sér skáldskap hans og ritstörf, á meðan hann er á meðal okkar? NÝTT SMÁSAGNASAFN EFTIR HEINESEN Færeyska skáldið William Heinesen hefir einnig dvalizt hér á landi. Hann er mikill fslands- vinur og eigum við hauk í horni, þar sem hann er. — Heinesen er talinn eitt mesta skáld á Norður- löndum og sumir eru farnir að nefna nafn hans, þegar Nóbels- verðlaun ber á góma. Hann skrif- ar á dönsku, en yfirleitt sækir hann yrkisefni sín til þess lands, sem hefir fóstrað hann og alið — Færeyja. Heinesen er góður sonur eyjanna, þó að hann riti ekki á móðurmáli sínu, og óvist er, að nokkur núlifandi Færey- ingur hafi aukið eins á frægð lands síns og þessi ágæti höf- undur. Nú er nýkomið út hjá Gylden- dal smásagnasafn eftir Heine- sen, sem hlotið hefir nafnið Det Fortryllede Lys. í safninu, sem er 148 blaðsíður að stærð, eru 9 smásögur. Sjö þeirra gerast í Færeyjum. í sögunum er nakinni náttúru eyjanna og óbreyttu lifi lýst svo meistaralega, að ógleym- anlegt verður. Höfundur kann þá list að tvinna saman skáldlegt ranusæi og hófstillta gamansemi og fletta hana inn í myndir sinar af eyjunum og örlögum þeirra. Þá dregur hann upp hinar skennnti- legustu mannlýsingar, sem sumar hverjar verða ógleymanlegar þeim er lesa. Þarna eru börn, fyllisvín og gamlar geðillar kerlingar, svo að minnzt sé á nokkrar persónugerðir í mynda- safni sagnanna. — Síðustu sög- urnar tvær eru n.k. hugarórar f gamanstíl, en þó er alvaran allt- af á næsta leiti. Rit færeyska stórskáldsins eru því miður ekki eins vel kunn hér á landi og efni standa til. Sum- part hafa þau ekki verið þýdd á íslenzku, sumpart hefir þeim verið misþyrmt. Allir þeir, sem tök hafa á að kynnast höfundin- um á frummálinu, ættu að gera það, þvi að auðvitað missa þau töfra sína, ef þýðingarnar eru ekki yfir meðallag. Það væri sennilega ágæt byrjun fyrir þá, sem þekkja ekki skáldið, að kynna sér smásögurnar í Det Fortyllede Lys — hinum ætti bókin að vera kærkomið tæki- færi til að hressa upp á gömul kynni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.