Morgunblaðið - 03.04.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.1957, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 3. apríl 1957 MORGUNBLAÐIÐ 1! Á bökkum tveggju fljótu heyju f slendingur heimsmeisturukeppni Leika í Nantes 2. júrií og í Brussel 5. júní ÞA£> er nú ákveðið að leikir íslands í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, þeir sem fram fara á erlendri grund, verði í Nantes í Frakklandi sunnudaginn 2. júní og í Brússel miðviku- daginn 5. júní. íslenzka liðið fer utan 30. maí með flugvél Loft- leiða og kemur heim um London með Flugfélagi íslands íöstudaginn 7. júní. * 8 DAGA FERÐ Þessar upplýsingar fékk hlað- ið hjá Knattspyrnusambandi ís- lands, en sambandið hefur nú gengið endanlega frá ferðaáætl- uninni. Hún er í stórum dráttum á þessa leið: Farið verður utan, sem fyrr segir, 30. maí og flogið til Ham- borgar. Þar verður gist eina nótt, en 31. maí flogið til Parísar og þaðan haldið samdægurs með járnbrautarlest til Nantes. Hvílzt verður 1. júní, en 2. júní er lands- leikurinn við Frakkland. Mánu- daginn 3. júní verður haldið með lest til Parísar og borgin skoðuð í skyndingu, en um kvöldið verð- ur flogið til Brússel. Þar verður hvílzt þriðjudaginn 4. júní, en 5. júní er leikurinn við Belgíu. Daginn eftir verður staðið við í Brússel en á föstudag haldið heim um London og komið heim á föstudagskvöld. ★ KEPPNISSTAÐIRNIR Nantes í Frakklandi er „höfuðborg“ Loire-Inférieure. — Liggur borgin um 54 km frá Atlantshafinu við Loire, að nokkru leyti á hægri bakka hennar, en sumpart er borgar- stæðið á eyjum í fljótinu, sem Frnm vnnn KR í mfl. kvennn 19. og 20. leikkvöld Handknattleiksmeistaramóts fslands voru á laugardags- og sunnudagskvöld að Hálogalandi. Athyglisverðustu úrslit þessarar helgi voru í Mfl. kvenna er Fram vann KR með 13:7. Má ætla að Fram hafi með þessum sigri tryggt sér sigur í meistaraflokki kvenna, en enn er það þó ekki öruggt. við borgarstæðið skiptist í 6 kvíslar. 1946 voru í Nantes 200,265 íbúar. Borgin er fögur, einkum setja brýrnar á Loire svip á hana, en brýrnar eru 21 talsins. Þá eru þar margar skraut legar byggingar og mest ber á byggingum í 18. aldar stíl. íbúar Nantes eru iðnaðarfólk að mikl- um meirihluta, enda eru skipa- smíðar, vélaiðnaður og skó- og vefnaðariðnaður aðalatvinnuveg- ir borgarbúa. Brússel þekkja allir íslending- ar, margir af raun aðrir af frá- sögnum. Hún er höfuðborg Belgíu fögur borg með glæstum bygg- ingum og skrauti og iðandi lífi, enda stundum kölluð „hjarta Evrópu". Þar býr yfir milljón manna. Belgíumenn vísa ísl. knattspyrnumönnum ekki í kot. Hingað koma svo frönsku og belgísku knattspyrnumennirnir í septemberbyrjun. Leikurinn við Frakkland verður hér 1. sept. á sunnudegi. Þeir koma á föstu- dag og fara á þriðjudag. Belgíu- menn koma á mánudag leika á miðvikudag og fara á fimmtudag eða föstudag. Forráðamenn knattspyrnusam- bandsins kváðu knattspyrnumenn enn heldur áhugalitla. Þeir mættu ekki allt of vel á æfingum, og er slíkt fáheyrð hneisa, því nú hafa þeim sannarlega verið sköpuð verkefni, sem vert er að leggja sig fram við. ★ 6:6 f HÁLFLEIK Hinn mikli markamunur í þessum leik KR og Fram kom á óvart. KR-stúlkurnar byrjuðu vel, náðu 5:2, en jafntefli varð í hálfleik, 6:6. í síðari hálfleik létu Fram-stúlkurnar ekki að sér hæða, „áttu leikinn" með réttu og unnu með 13:7. Sá mikli marka munur getur nægt þeim til vinn- ings, þó Þróttur geti enn orðið jafn Fram-flokknum að stigum. Fram-stúlkurnar stóðu sig með prýði og voru félagi sínu og þjálf- ara, Axel Sigurðssyni, til sóma. Saltsíldarflök Norðansíld Höfum fyrirliggjandi saltsíldarflök, beinlaus og roðiaus á áttungum. — Aðeins örfáir kútar óseldir. mimtoím h.e ★ AÐRIR LEIKIR Urslit í öðrum leikum á laug- ardag urðu: FH vann Val í 2. fl. kvenna með 8:4. í fyrsta flokki kvenna vann Þróttur B A-lið Þróttar með 4:3. í 3. flokki vann FH Fram með 11:7 og í 1. flokki karla vann FH KR með 10:6. Á sunnudagskvöld fóru fram tveir leikir í meistaraflokki karla. KR vann Þrótt með 22:16 og Ár- mann vann Víking, 16:13. Árshátíð KR HIN ÁRLEGA árshátíð KR var haldin í Sjálfstæðishúsinu laugar daginn 23. marz, var þar fjöl- menni mikið og skemmtu menn sér ágætlega. Á árshátíðinni voru eftirtaldir KR-ingar heiðraðir: Guðbjörn Jónsson fyrir 20 ára starf, Brynj ólfur Ingólfsson, Magnús Thor- valdsen, María Jónsdóttir, Þórir Jónsson og Friðrik Guðmundsson fyrir 15 ára stai'f og Magnús Georgsson, Stella Hákonardóttir, Guðmundur Jónsson, Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Guðmund- ur Guðjónsson, Atli Helgason, Gunnar Guðmannsson, Sigurður Bergsson, Sverrir Kjærnested og Jón Álfsson. Ennfremur var á árshátíðinni heiðrað hið gamla og fræga „tríó“ KR, þeir Kristján L. Gestsson, Guðmundur Ólafsson og Erlend- ur Ó. Pétursson. Þeir eru nú allir komnir yfir sextugt og í tilefni af því ákvað félagið að láta gera Framh. á bls. 15 Vesturgötu 20 — sími 1067 og 81438. Nýtísku íbúð til sölu Efri hæð 130 ferm. 5 herbergi, eldhús og bað ásamt rishæð, sem er 3 herbergi, þvottahús og geymslur, við Kvisthaga. Sér inngangur og sér hitalögn. Bílskúrsréttindi. Nýja fasteignasalan BANKASTRÆTI 7 sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546. JMBM KRAFTSdPA UM »3« aa „HONIG" aðpw Hver pftUd Itmiheldur efni á 4 diska CJcjcjert ^JCriótjánóóon, CJ CJo. hp. Fokhelt einbýlishús til sölu Fokhelt einbýlishús á mjög fögrum stað í Kópavogi til sölu. 5 herbergi, eldhús og bað á hæð og 2 herbergi í kjall- ara, sem gæti verið lítil íbúð. STEINN JÓNSSON, Lögfræðiskrifstofa — Fasteignasala, Kirkjuhvoli, Símar: 4951 og 82090. Nauðungoruppboð á Hverfisgötu 49, hér í bæ, eign þrotabús Karls O. Bangs, fer fram á eigninni sjálfri laugardaginn 6. apríl 1957, kl. 1,30 síðdegis. Á uppboðinu verður leitað boða í eignina, sem ekki er fullgerð, bæði í hverja einstaka íbúð, 12 að tölu, og hvort íbúðarhúsnæðið fyrir sig og iðnaðarhúsnæði, svo og í alla húseigntna í einu lagi. Uppboðsskilmálar, teikning af húseigninni og lýsing verða til sýnis á skrifstofu borgarfógeta, Tjarnargötu 4. Borgarfógetinn í Reykjavík. Verzlun — Iðnaður Verzlun, hluti í verzlun, veitingastofa eða iðnaðar- fyrirtæki, óskast til leigu eða kaups. Þeir, sem hafa áhuga á að kynna sér málið frekar, geri svo vel að senda nöfn sín á afgreiðslu blaðs- ins fyrir klukkan 18 á fimmtudag merkt: —„2531“, þagmælsku heitið. UR-WICK - /MR-WICK Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefni. Njótið ferska loftsins innan húss allt árið. Aðalumboð: ÓLAFUR GÍSLASON & CO. H. F. Sími 81370 Hinn langþráði draumur fiski- mannsins hefir nú loksins rcetst Það er '-Aliuloil FISHING HET ag þakka Því: 1. Þau eru veiðnari en venjulegar gerSir neta. Þau eru sterk og endingargóð og lækka því viö- haldskost nað. Þau eru öllum netum léitari. Þau ganga seint úr sér, eru afar endingargóö. Þurrkun eða sérstök meðferð óþörf. Spara þvl alla vinnu þar að lútandi. Varanet næstum óþörf. Stöðugar veiðar eru mögulegar netanna vegna. Heimsins bezta vinna svo og áðurnefndir kostir þessarra heimsþekktu „Amilan Fishing Net". Þan bera ávallt merkiS, sem sýnt er aS ofan. ,,Amil- an" er vörumerki okkar nælons. Toyo Rayon Co., Ltd., du Pont's einkaleyfi í Japan á nælon fram- leiþslu. Bæklingur um „Amalian Fishing Net“ er fáanleg- ur og verður sendur væntanlegum viðskiptavinum. Aðalframlei&endur nœlons í Japan @ 1*1» RflfM Co., Ud. No. 5. 3-chome, Nakanoshima. Kita-ku, Osaka, Japan txA-019 Cable Address : “TOYORAYON OSAKA”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.