Morgunblaðið - 03.04.1957, Síða 12

Morgunblaðið - 03.04.1957, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MiSvikudagur 3. april 1957 I I I I A ustan Edens eftir John Steinbeck I 4 i að greiða honum að liðnum upp- skerutíma, síðan eftir jól og þann ig áfram, unz þeir gleymdu því með öllu. Samúel var ekki maður, sem rukkaði skuldunauta sína og þannig hélt Hamilton-fjölskyldan áfram að vera fátæk. Bömin komu í heiminn reglu- lega á hverju ári. Hinir fáu, störf um hlöðnu læknar nágrennisins komu ekki oft í dalinn, þótt ein eða önnur bóndakona legðist á sæng, nema því aðeins að hinn annars svo gleðilegi viðburður breyttist í lífshættulega martröð, er stóð yfir dögum saman. Samúel Hamilton tók sjálfur á móti öllum börnum sínum, batt fyrir naflastrenginn af mestu ná- kvæmni, danglaði létt í endann á hinum nýfædda níðja og þurrkaði alla bleytuna. Þegar yngsta bamið fæddist, við nokkuð erfiðar aðstæður, og tók að blána í framan, lagoi Samú el varir sínar að munni þess, blés lofti í lungu þess og sogaði það út aftur, unz barnið gat dregið and- ann hjálparlaust. Samúel var svo handlaginn og slyngur, að nágrannar hans gerðu' jafnan boð eftir honum, þegar hjálpa þurfti við fæðingu og hann var alltaf jafn nærfærinn og lag- inn, hvort seir. í hlut átti hryssa, kýr eða kona. Samúel átti stóra, svarta bók, sem hann geymdi uppi á hillu og hún hafði gyllta stafi á kjölnum: „Læknabók heimila eftir dr. Gunn. Nokkur blöð hennar voru lúð og slitin af mikilli notkun, en önnur voru því sem næst ósnert. Það veitir nokkra innsýn í heilsu farssögu Hamilton-fjölskyldunnar, aö blaða í bókinni hans dr. Gunns. Á blöðunum, sem slitnust voru og máðust, var aðallega fjallað um: Beinbrot, sár og lemstranir, misl- inga, bakverki, skarlatssótt, barna veiki, magaónot, kviðslit og svo auðvitað allt sem snerti þunganir og barnsburði. Annað hvort hefur Hamilton-fjölskyldan verið mjög heppin, eða afar siðavönd, því ber- sýnilega hafði blöðunum, sem fjöll uðu um lekanda og sýfilis, aldrei verið flett. Samúel var öllum fremri, þegar sefa þurfti móðursjúkan eða róa óttaslegið bam. Þar réðu úrslitum hin mildu orð og kærleiksríkt hug- arfar hans og alveg eins og eitt- hvað hreinlegt einkenndi alla per- sónu hans, þannig var og líka eitthvað hreint við hugsanir hans og hugarþel. Menn, sem komu í smiðjuna til þess að rabba við hann, gættu þess jafnan að böiva ekki. Ekki þó vegna neinnar sjálfs þvingunar, heldur alveg ósjálf- rátt, eins og hér væri ekki staður fyrir slíkt orðbragð. Það var alltaf eitthvað erlent og framandi í fari Samúeis. Kannske stafaði það af hljóðfall- inu og raddhreimnum og hann var alveg sérstaklega laginn við það, að fá karlmenn — já, og kon- ur líka — til að segja sér margt það, sem þetta sama fólk hefði aldrei sagt ættingjum sínum eða einkavinum. Þessir framandi eig- inleikar hans gerðu hann frábrugð inn flestum öðrum og ollu því, að menn gátu óttalaust trúað honum fyrir einkamálum sínum. Liza Hamilton var af alit ann- arri, írskri manngerð. Hún hafði lítið og hnöttótt höfuð, sem var fullt af ströngum og sérstæðum skoðunum. Hún hafði breitt kartöflunef og höku, sem benti til geði’íkis, viljastyrks og einbeittni, sem ekki myndi vikja um hárs- breidd, jafnvel þótt allir Guðs englar væru á öndverðri skoðun við hana. Liza var dugleg og ströng í hús móðurstöðu sinni og húsið hennar •— það var alltaf hennar hús — -□ Þýðing: Sverrir Haraldsson □- -□ var þvegið og sópað og prýtt. Hin- ir tíðu barnsburðir virtust ekkert há henni og það var í mesta lagi í hálfan mánuð eftir hverja sæng- urlegu, sem hún fékkst til að hlífa sér að nokkru ráði. Og börn henn- ar voru öll stór og hraústleg. Liza hafði mjög ákveðnar og strangar hugmyndir um synd. Iðjuleysi var að hennar dómi synd og að spila á spil var syndsam- legt athæfi og tímaspillir hinn mesti. Hún hafði illan bifur á hvers konar glensi og glaðværð, hvort sem um var að ræða dans eða söng og hlátur. Hún hélt því sem sé fram, að fólk, sem skemmti sér, væri að opna dymar upp á gátt fyrir djöflinum. Og þetta bitnaði á Samúel, því að hann var maður mjög glaðlyndur og hlátur- mildur að eðlisfari, en þá lá líka djöfullinn að sjálfsögðu í leyni fyrir honum. Liza Hamilton greiddi jafnan hár sitt mjög strítt aftur og vatt það í harðan hnút, aftan í hnakk- anum. En klæðaburði hennar hefi ég nú gleymt að mestu. Hún var ekki gædd minnstu. kímnigáfu, en hins vegar varð stundum vart biturs háðs í orðum hennar og framkomu. Barnabömin hræddust strangleika hennar. Og þannig lifði hún erfiðu og eljusömu lífi fátæklingsins, án möglunar og æðrujaust, sannfærð um það að slíkt væri guðs vilji og að seinna rynni svo tími endurgjaldsins upp. 2. Þegar fólk kom í fyrsta skipti vestur um hafið, sérstaklega frá hinum smáu, mjög takmörkuðu ættaróðulum í Evrópu, og sá allt það landrými, er það gat fengið með því einu að undirrita eitthvert skjal, var því líkast sem það yrði gripið óseðjandi eignarlöngun. Það vildi fá stærri og stærri lönd, — góð lönd, ef þess var kostur, — en a. m. k. lönd. Kannske minntist þetta fólk Evrópu lénstímans, þar sem stórar og voldugar ættir mynd uðust og héldu áfram að vera stór ar og voldugar, vegna þess að þær áttu miklar landareignir. Fyrstu landnemarnir slógu eign sinni á landssvæði, sem þeir höfðu enga þörf fyrir og gátu ekki einu sinni nýtt. Þeir tóku ónothæf hrjósturlönd, aðeins til að eiga þau. Og allar aðstæður snerust gersamlega við. Maður, sem gat t.d. stórauðgazt á fimm- tíu ekrum lands í Evrópu, varð fátækur sem kirkjurotta í Cali- forníu, enda þótt hann ætti þar tíu þúsund landekrur, eða jafn- vel meira. Brátt var allt hið bera og hrjóstruga hálendi í nágrenni King City og San Ardo numið og byggt og örsnauðar fjölskyldur bjuggu víðs vegar á milli ásanna og börðust við að draga fram líf- ið á afrakstri hinna hrjóstrugu, harðbýlisjarða. Þær og úlfarnir háðu endalausa örþrifabaráttu við sult og kulda. Þessir nýbyggjar komu þangað án peninga, án útbúnaðar, án verk færa, án lánstrausts og fyrst og fremst án þekkingar á hinu nýja landi og þeirrar tækni, sem þar var nauðsynleg. Ég veit ekki hvort það var heldur heilög einfeldni eða stórhugur, sem olli þessum fólksflutningum. Víst er það, að lengi þyrfti að leita, til þess að finna dæmi um jafn vonlaus fyrir tæki í sögu núlifandi kynslóða. i Og fjölskyldurnar héldu lífi og juku kyn sitt. Þær höfðu vopn eða verkfæri, sem nú eru líka því sem næst úr sögunni, eða svo virðist a. m. k. vera. Því hefur verið hald- ið fram, að vegna öruggrar trúar sinnar á tilveru réttláts ,siðavands Guðs, hafi fólkið getað sett allt sitt traust á hann og látið hverjum degi nægja sína þjáningu. En ég álít, að vegna þess að það treysti á sjálft sig og bar virðingu fyrir sér ser einstaklingum, að vegna þess, að þessar manneskjur vissu það, án nokkurs efa, að þær voru dýrmætar og siðgæðislega mátt- ugar verur, þá gátu þær gefið Guði sitt eigið hugrekki og sitt eigið manngildi og þegið það svo aftur, sem gjöf. Slíkt er nú alveg horfið úr sögunni, kannske vegna þess, að mennirnir treysta ekki lengur á sjálfa sig. Þeir voru margir, sem komu í Salinas-dalinn, algerlega févana, en svo voru líka alltaf einhverjir, sem höfðu selt eignir sínar annars staðar og komu með talsverða pen inga, til þess að byrja nýtt líf. Þeir keyptu land, eins og aðrir — en gott land — reistu hús sín úr timbri og höfðu teppi á gólfunum og mislit gler í gluggum. Þessar fjölskyldur fengu beztu jarðirnar í dalnum, útrýmdu gula mustarð- inum og sáðu hveiti. Einn af þeim var Adam Trask. 3. KAFLI. Adam Trask var fæddur á litlu sveitabýli í útjaðri smáþorps, er stóð skammt frá stórri borg í Connecticut. Hann var einkabam og fæddist sex mánuðum eftir að faðirinn hafði verið skrásettur til herþjónustu árið 1862. Móðir Adams sá um rekstur bús ins, ól drenginn og hafði jafnvel tima aflögu til þess að stunda frumstæða guðspeki. Hún var al- veg sannfærð um það, að suður- rísku uppreisnarseggirnir myndu fyrr eða síðar drepa manninn HJÚtvarpiö Miðvikudagur 3. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Við vinnuna: Tónleikar af plötum. 18,00 Ingibjörg Þorbergs leikur á grammófón fyrir unga hlustendur. 18,30 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvinsson). 18,45 Óperulög (plötur). 19,10 Þing- fréttir. — Tónleikar. 20,30 Dag- legt mál (Arnór Sigurjónsson rit- stjóri). 20,35 Erindi: Ferðafélagi til fyrirheitna landsins (Sigurður Magnússon fulltrúi). 21,00 „Brúð kaupsferðin". Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur stjórnar þættinum. 22.10 Passíusálmur (39). 22,20 Upplestur: Elínborg Lárusdóttir rithöfundur les kafla úr óprent- aðri sögu. 22,35 Létt lög (plötur). 23.10 Dagskrárlok. Fimmtdudagur 4. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18,00 Fornsögulestur fyr- ir börn (Helgi Hjörvar). 18,30 Framburðarkennsla í dönsku, ensku og esperanto. 19,00 Har- monikulög. — 19,10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30 Erindi: Hvaða rök færir nútímamaðurinn fyrir algeru bindindi? (Brynleifur Tobíasson). 20,55 íslenzk tónlist- arkynning: Verk eftir Björgvin Guðmundsson. Flytjendur: Guð- munda Elíasdóttir, Þuríður Páls- dóttir, Guðmundur Jónsson, Krist- inn Hallsson o. fl. Fritz Weiss- happel leikur undir á píanó og undirbýr tónlistarkynninguna. — 21,30 Útvarpssagan: „Synir trú- boðanna" eftir Pearl S. Buck; X. (Séra Sveinn Víkingur). 22,10 Passíusálmur (40). 22,20 Sinfón- ískir tónleikar. (Hljóðritað á tón- leikum í Þjóðleikhúsinu 18. febrú- ar s.l.). 23,10 agskrárlok. (stanleyj -skápalæsingar Nýkomnar STAIMLEY skápalæsingar og höldur. Mikið úrval. LIIDVIG STORR & CO. Unglingur óskast til snúninga, fyrri hluta dags. Lyfjabúðin Iðunn Heildsölubirgðir: H. Ólafsson & Bernhöft Reykjavík. Si'mi 82790 með NUGGET skóáburði M ARKÚS Eftir Ed Dodd HaI_P AM HOUfi LATEE, ANDy HITS a soft spctt in THE ICE CRUST AND TUMBLES HEAD OVER HEELS IN THE SNOW •'WM/Æ When LUCEEE PUTS ANDy IN THE LEAD POSITIONI, HIS BIS V/OLF DOG, DINSO, SIVAELS IN ANGEy OEFIANCE ss,SS//,///SS////S///////7:VVK/j;F/ZV/Æa//WSSZB-/SSSSSSSSSsn/s,ssssss,ssss„s„,^,„^ * "Twis IS TMP ruAKTC nmcn Í. This IS THE CHANCE DINSO HAS LOOKED FOE, AND WITH BARED FANSS HE LEADS THE VICIOUS ATTACK OM THE GREAT ST BERNARD' 1) Láki setur Anda í forustu- sætið. En það er sýnt að gamla forustuhundinum hans, sem er grimmur úlfhundur, finnst að honum sé háðung ger með því. 2) Aftur er lagt af stað. En eftir um hálfa klst. gerist það, að Andi rennur á flughálu svelli, svo að hann veltur um koll. 3) Þessu hafði úlfhunduriiui beðið eftir Og nú ræðst hann með vígtönnunum á Anda, þar sem hann liggur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.