Morgunblaðið - 03.04.1957, Síða 16

Morgunblaðið - 03.04.1957, Síða 16
Veðrið SA stinningskaldi. Skúrtr. 78. tbl. — Miðvikudaffur 3. aprfl 1957. Á Meðallandsfjöru Sjá myndir á bls. 9. Hnsnæðismdlin rædd d Vnrðor-fundi í kvöld Jóhann Hafstein. Komust ekki út FUNDINN er peningaskápur sá sem stolið var aðfaranótt iaugar- dags úr skrifstofu Feldsins í verzlunarhúsi Sveins Egilssonar við Hverfisgötu. Fannst skápur- inn inni í húsinu, falinn undir rusli í öðrum skáp, undir stiga. Peningaskgpurinn hafði ekki ver- ið sprengdur upp. Það sem olli því að talið var í fyrstu að þjófarnir hefðu flutt skápinn á bíl í burtu, var að dyr þær, sem taiið var að þeir hefðu tekið skápinn út um, hafa alla jafnan verið opnar allan sólar- hringinn. Nóttina, sem innbrotið var framið, voru þær þó læstar. Því komust þjófarnir ekki þar út með skápinn. Þeir hafa sennilega ætlað sér þessa nótt að koma síðar og hirða hann með því sem í honum var, en það voru um 300 krónur í peningum. — Þjóf- arnir hafa vafalítið talið að í skápnum væru miklu meiri pen- ingar. Frummælendur Jóhann Hafstein og Þorvaldur Garðar Kristjánsson t LANDSMALAFELAGIB Vorður heldur fund í Sjálfstæð- ishúsinu í kvöld kl. 8,30. Á þessum fimdi verða húsnæðismálin til umræðu. Frummælendur verða Jóhann Hafstein, alþingismaður, og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, lögfræðingur. Dm þessar mundir eru húsnæðismálin mjög á dagskrá. Þykir fólki horfa þunglega um lánvcitingar til íbúða og mjög snögglega hafa snúið til hins verra síðan núverandi ríkisstjórn tók. við for- sjá málanna. Hefur ríkisstjórnin það eitt til ráðs að sakast við Sjálfstæðismenn um það, sem nú fer aflaga í húsnæðismálunum. Þykir mönnum það allkynlegt, þegar hafður er í huga sá góði árangur, sem náðist í þeirra stjórnartíð og kom fram í meiri íbúðahúsabyggingum og lánveitingum til íbúða en nokkurn tíma áður hafði þekkzt. Menn eru nú uggandi um framtíðina í þessum cfnum og spyrja hvað sé framundan. Á Virðar-fundinum í kvöld munu framsögumennirnir ræða um þessi mál, sem allan almenning varða svo mjög. Mun þar vafa- laust koma ftam ýmiss fróðleikur, er menn mun fýsa að heyra. Má og búast við miklum umræðum að framsöguræðum loknum. Allt Sjálfslæðisfólk er velkomið á meðan húsrúm leyfir. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Sársaukalausf TUGMILLJÓNIR manna hafa undanfarið verið bólusettar við lömunarveiki. Svo ekki var óeðli legt, að einhver uppfinningamað- urinn færi nú í fullri alvöru að leita eftir leiðum til að losa menn við sársauka, þegar nálinni er stungið í skinnið. Það hefir líka tekizt og sýnir myndin hvernig bólusett er með tæki, sem hefur enga nál. Aðeins er notaður svolítill loftþrýsting- ur, sem þrýstir bóluefninu sárs- aukalaust í gegnum húðina. 8. Einvígisskák Friðriks og Pilniks SÍBASTA einvígisskák þeirra Pilniks og Friðriks var íefld í gærkvöldi. Framan af var hún jainteflisleg, en í 21. leik fórn- aði Friðrik pjði i von um sóknar- stöðu. Hvítt: Friðrik Ólafsson. Svart: H. Pilnik. 1. e4 c5 14. Bxf6 gxf6 2. Rf3 Rc6 15. Bh5 Hg8 3. d4 cxd 16. g3 Be7 4. Rxd4 Rf6 17. Hfl Hg7 5. Rc3 d6 18. Hd2 b5 6. Bg5 e6 19. Hfel b4 7. Dd2 a6 20. Re2 e5 8. 0—0 h6 21. Rgl exf4 9. Bh4 Db6 22. Re2 fxg3 10. f4 DxR 23. Rxg3 Hg5 11. DxD RxD 24. Hd4 Hb8 12. HxR Bd7 25. Be2 13. Be2 Bc6 Fleiri leikir voru ekki búnir er blaðið fór í prentun. Kemur Freuchen fram í spurningaþœtti hjá Stúdentafélaginu ? Kvöldvaka á föstudag 4FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ kl. 9 efnir Stúdcntafélag Reykjavíkur til kvöldvöku i Sjálfstæðishúsinu. Mun þar koma fram danski landkönnuðurinn Pétur Freuchen og verður hann kynntur fyrir gestum af formanni félagsins Sturlu Friðrikssyni magister. Mun Freuchen flytja ávarp. TEKUR FREUCHEN ÞATT í SPURNINGAÞÆTTI ? Þá munu og verða ýmis skemmtiatriði á þessari kvöld- vöku félagsins að vanda. Jón Sig- urbjörnsson mun syngja einsöng og sitthvað fleira vei'ður til skemmtunar. í ráði er að þar Gríska stjórnin biður Flugfélag íslands að flytja Makarios til Aþenu! En Flugtélagið skortir farkost fari og fram spurningaþáttur, en ekkert vildi formaður Stúdenta- félagsins segja um það í gær- kvöldi, er blaðið spurði hann hvort Freuchen myndi verða einn af þátttakendum. VANN Á AÐRA MILLJ. KR. Eins og kunnugt er, þá er Freuchen einn af þekktustu spurningameisturum veraldnr og vann á aðra milljón ísl. króna í sjónvarps-spurningaþætti banda- rískum í fyrra. Er ekki að efa að marga mun fýsa að sjá þennan mikla kappa, landkönnuð rithöfund og spurn- ingasnilling á kvöldvöku félags- ins. ÞAU tíðindi gerðust í gær, að Flugfélagi íslands barst skeyti frá ríkisstjórn Grikklands, þar sem stjórnin biður Flugfélagið að senda Katalínuflugbát til Indlandseyja, ná þar í Makarios erkibiskup og flytja hann til Aþenu. Brezka herstjórnin hefur haft erkibiskupinn í haldi á Seychell- eyjum í Indlandshafi síðan í marz í fyrra, en nú hefur honum verið sleppt úr haldi. Eftir því sem Örn Johnson fram- kvæmdastjóri tjáði blaðinu í gær mun Flugfélag íslands ekki geta orðið við þessari málaleitan grísku stjórnarinnar, þar sem annar tveggja Katalínuflugbáta félagsins er í árs- skoðun, en hinn bundinn á flugleiðum hér innanlands. Yerð- ur því annar farkostur að flytja Makarios erkibiskup úr útlegðinni en íslenzkur flugbátur. EINS og kunnugt er úr fréttum ákvað brezka herstjórnin fyrir skömmu að sleppa erkibiskupin- um úr haldi. Bannað er honum þó að hverfa heim til Kýpur. Hefur gríska rikisstjórnin boðið honum að koma til Grikklands, en erkibiskupinn er ákafur tals- maður þess að eyjan verði liluti Grikklands. Eftir Reutersfregnum til Mbl. seint í gærkvöldi hefur gríska stjórnin gefið út tilkynningu þess efnis að í ráði sé að eitt af olíu- skipum Onassis, Olympic, taki Makarios á eyjunum á föstudag og flytji hann til hafnar í Kenya. Þaðan mun hann væntanlega halda flugleiðis til Aþenu, þótt það verði ekki á vegum Flugfé- lags íslands. I VIÐTALI við Mbl. gat Orn Johnson þess að auk þess sem flugvélakosiur væri ekki fyrir hendi til fararinnar væru nú 12 flugmenn félagsins í þjáifun í Englandi og því fáliðað hér heima. Ef úr hefði orðið hefði ferð flugbátsins austur í Ind- landshaf tekið viku til 10 daga. Mjög æskilegt hefði það verið, sagði hann, að geta orðið við þessari beiðni grísku stjórnarinn- ar. Mcð ferðum Makariosar er fylgzt um allan heim, og hann hefur verið eitt helzta efni blaða og útvarps undanfarið. Þess má geta, að í sumar fóru bréf á milli grísku og íslenzku flugmálafélaganna, eftir því sem Hákon Guðmundsson, form. flug- málafélagsins skýrði blaðinu frá í Makarios erkibiskup. gær og hér var og á ferð í sumar einn af ráðherrum úr grísku ríkis stjórninni, svo Grikkir munu kunna góð skil á starfi íslenzku flugfélaganna. Sfóralvarlegl ásfand vegna aflabrestsins á velrarvertíð Faxaflóabátar veiða milli Selvogsbanka og Vestfjarða. AFLALEYSI það, sem verið hefur S þessari vetrarvertíð um allan sjó á miðum báta úr verstöðvum hér á Suðvesturlandi er orðið hið alvarlegásta mál fyrir þjóðarbúið. Um langt árabil hefur aflinn ekki verið jafnlítill og nú. Þrátt fyrir þetta aflaleysi hafa útgerðar- menn og sjómenn ekki enn misst alla von, því þess eru dæmi að gjörsamlega’hafi tekið fyrir alla veiði um tíma, en svo eftir miðjan apríl komið hörð afla- hrota, sem þá hefur staðið yfir fram á vertíðarlok. Fékk 90 slaura úreinu Iré GJÖGRI, Ströndum, 2. apríl. — Lítill reki hefur verið á ’Strönd- um í vetur, þrátt fyrir góðar rekaáttir, fyrr en nú síðustu dag- ana. Nú hefur mikill viður rekið, en frekar smár. Þó rak gott tré hjá Jóni bónda Guðmundssyni i Seljanesi. Fékk hann úr trénu 90 girðingarstaura. — Regína. Við slíka fiskgöngu á miðin tengja aðþrengdir útgerðarmenn miklar vonir. SELVOGSBANKI — VESTFIRBIR Bátarnir úr verstöðvunum eru nú hættir að leita á áltveðin mið, en stunda nú veiðar allt sunnan af Selvogsbanka og að Vestfjöi'ð- unum. Eru bátarnir, sem iengst sækja á annan sólarhring í róðrL HELMINGI MINNI AFLI Nú mun meðalafli á bát vera því sem næst helmingi minni en hann var í fyrra, og var vertíð þá ekki hagstæð hér suðvestan- lands. í ár eru allmiklu fleiri bátar að veiðum. Hart hafa menn sótt sjóinn, og róðrafjöld- inn er miklu meiri nú en t. d. i fyrra. Það er róið alla daga, og bátarnir leggja línu sína og net djúpt og grunnt á hinu feikistóra veiðisvæði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.