Morgunblaðið - 04.04.1957, Page 6

Morgunblaðið - 04.04.1957, Page 6
MORCVIVBIAÐIÐ Fimmtudagur 4. apríl 1957 Kristján Jóhann Kristjánsson og Sveinn Valfells Ársþingi iðnrekendn lokið ÁRSÞING iðnrekenda 1957, sem um leið er aðalfundur Félags ís- lenzkra iðnrekenda var sett í Reykjavík 17. marz s.l. og stóð þar til s.l. laugaraag. Nefndir störfuðu á meðan á þinginu stóð og undirbjuggu álit og tillögur, sem þingið tók síðan til meðferðar. — Á fundinum á þriðjudaginn var rætt álit alls- herjarnefndar, á fimmtudag álit skattamálanefndar og fjármála- nefndar; þá flutti Sigurbjörn Þorbjörnsson, skrifstofustjóri mjög ýtarlega ræðu um skatt- lagningu fyrirtækja. Á laugar- dagsfundinum voru lögð fram álit félagsmálanefndar, viðskipta- og verðlagsmálanefndar og sýn- ingarnefndar. Öll nefndarálitin voru rædd mjög ýtarlegá og sam- þykktir gerðar um helztu mál, sem iðnaðinn varða. í lok þingsins tók formaður fé- lagsins, Sveinn B. Valfells, til máls. Þakkaði hann fráfarandi stjórn gott samstarf og fram- kvæmdastjóra félagsins störf hans. Foimaður færði og fund- armönnum þakkir fyrir góð störf á þinginu. Sveinn gat þess, að á síðasta aðalfundi F.Í.I. hefði Kristján Jóhar.n Kristjánsson verið kjörinn fyrsti heiðursfélagi Félags íslenzkra iðnrekenda og ákveðið hefði verið, að félagið heiðraði hann í því tilefni, en hann hefði verið formaður fé- lagsins í 11 ár. Færði Sveinn hon- um því við þetta tækifæri heið- ursgjöf frá félaginu og þakkaði Kristjáni heillaiíka forystu í málefnum iðnaðarins. Kristján Jóhann þakkaði með stuttri ræðu. Að svo búnu sleit formaður árs- þinginu og kvaðst vona að hinni nýkjörnu stjórn féiagsins tækist að vinna félaginu og iðnaðinum í landinu sem mest gagn. Síðdegis á laugardag sátu þing- fulltrúar boð iðnaðarmálaráð- herra í Þjóðleikhúskjallaranum. Flutti Iðnaðarmálaráðherra ræðu og þakkaði iðnrekendum hið mikla starf, sem þeir hefðu unn- ið íslenzkum iðnaði og framþró- un hans. Þá flutti Sveinn B. Val- fells ræðu. Benti hann m. a. á hinn síaukna hlut, sem iðnaður- inn á í þjóðarframleiðslunni og hversu miklar breytingar hefðu orðið í atvinnuskiptingu þjóðar- innar á síðustu hundrað en á því tímabili hefur arum, þeim, sem vinna við iðnað fjölgað úr 1/100 hluta upp í fullan þriðj- ung þjóðarinnar. Stjórnarkosning í Rakarasveina- félaginu Á MÁNUDAGINN fór fram stjórnarkjör í félagi rakara- sveina. Þessir voru kjörnir í stjórn: Vilhelm Ingólfsson form., Matthías Karelsson ritari og Jón Þórhallsson gjaldkeri. Leikfélagið aflýsti sýningu jbví oðe/ns 60 m/ðor seldust IGÆRKVÖLDI var aflýst leiksýningu á einþáttungunum „Brown- ingþýðingin“ og „Þið þarna úti“, sem Leikfélag Reykjavíkur hefur haft tvær sýningar á. Ástæðan var sú að kl. 3 á sýningar- dag höfðu aðeins verið seldir og pantaðir 60 aðgöngumiðar, og ef sýnt hefði verið með þann gestafjölda hefði orðið tap á sýn- ir.gunni svo þúsundum króna skipti. LEIKLISTARVIÐBURÐUR AÐ ALLRA DÓMI Stjórn Leikfélags Reykjavíkur skýrði blaðamönnum svo frá í gær, að það vildi koma hreinlega fram, og segja sannleikann um aðsóknina að sýningunni, og teldi fjarstæðu að sýna við svo litla aðsókn. Hins vegar væri ákveðið að hætta ekki þegar í stað við þessi verk, því sú list sem með þeim væri á borð borin væri at- hyglisverð, og það svo, að allir sem séð hafa æfingar eða þær tvær sýningar sem búnar eru, gagnrýnendur, leikarar og al- menningur, ljúka upp einum rómi um, að ýmsir okkar þekkt- ustu leikarar vinni þarna sína stærstu leiksigra og sýningarnar í heild og verkin séu með mikl- um ágætum. Fólki sem fýsir að sjá þessi verk, er því gefið enn eitt tækifæri. Sýning verður á sunnudaginn. MÁL SEM ALLA VARÐAR Það er mál sem alla varðar, að mörg snjöll leikrit, sem vel eru uppfærð og leikin, fá ekki aðsókn, en gamanleikir af öllu tagi ganga vikum og mánuðum saman. Leikfélagið hefur á stefnuskránni að sýna meira en gamanleiki. Hér var um þekkt bókmenntaleg leikrit að ræða, og nú verður fróðlegt að sjá, hvort þau fá hljómgrunn oftar en á þeim 2 sýningum sem verið hafa. Guðmunda Elíasdóttir. 77 Syngjandi páskar" n.k. sunnudag FRÉTTAMENN áttu í gær viðtal við formann Félags ísl. söngv- ara, Bjarna Bjarnason og Ævar Kvaran, í tilefni þess, að *élagið mun eins og í fyrra gangast fyrir „Syngjandi páskum“, í Austurbæjarbíói n. k. sunnudag, 7. apríl kl. 11,30 síðd. Voru söng- skemmtanir þessar mjög vinsælar í fyrra, en það var í fyrsta skipti sem þær voru haldnar. — Voru sex skemmtanir haldnar þá, alltaf fyrir fullu húsi. ÞEKKTIR ÓPERUSÖNGVARAR Efnisskráin verður mjög fjöl- breytt og koma meðal annars fram þekktir óperusöngvarar og fleiri söngvarar. Sungnir verða einsöngvar, „dúettar", „tríó“- söngvar, „kvartett“-söngvar og kórsöngvar. Einsöngvarar verða: Kristinn Hallsson, Guðmunda Elíasdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Gunnar Kristinsson, Ketill Jensson, Svava Þorbjarnardóttir, Ævar Kvaran og Jón Sigurbjörnsson. Nælon-net reynost vel í Indlondi, samkvœmt skýrslu Guðjóns lllugasonar Róm, 2. apríl. Frá FAO NDVERSKIR fiskimenn hafa nú fengið mikinn áhuga á vélknún- um bátum og nýtízku veiðarfærum, eftir að sérfræðingar Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar S.Þ. (FAO) hafa leiðbeint þeim um notkun þeirra og sýnt fram á yfirburði hinnar nýju tækni. I í skýrslu sem íslenzki skip- stjórinn Guðjón S. Illugason (frá Hafnarfirði) sendi til aðalstöðva FAO í Róm frá bækistöðvum sín- um í Madrasfylki í Indlandi, seg- ir hann m.a.: „Síðasta mánuð höfum við leigt fiskimönnum í Kilakarai 22 feta danskan vélbát og 14 nælon-net. Á 12 dögum hafa þeir landað 7.628 pundum. Þeir eru svo hrifnir af þessum árangri, að þeir hafa skrifað sjávarútvegsmálaráðuneytinu í Madras og farið þess á leit, að þeim verði þegar í stað útvegaðir slikir bátar og net“. FLJÓTIR AÐ LÆRA Annar danskur bátur frá FAO með 14 nælonnetjum hefur einnig verið leigður fiskimönnum í Pamban, og lönduðu þeir 8.067 pundum af fiski á 18 dögum. Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn Frá 1. jan. til 1. maí: Herbergi með morgunkaffi frá d. kr. 12.00. HOLMENS KAN AL 15 — C. 174. í miðborginni — rétt við höfnina. Höfum fengið Vatnsheldar hlífðarhuxur á börn 2—6 ára. ó: dý: Etl C M A R KAÐ U R 1 NN Áður en sérfræðingar frá FAO hófu að veita indverskum fiski- mönnum tilsögn, höfðu fæstir þeirra séð vélknúinn bát. En þeir hafa verið fljótir að læra hina nýju tækni. Þegar þeir hafa sannað hæfni sína til að nota nýju bátana, fá þeir þá á leigu ákveðinn tíma gegn sanngjörnu gjaldi. Nælon-netin hafa einnig verið notuð á hinum gömlu ind- versku bátum og prömmum með góðum árangri, og munu þau með tímanum stórauka afla ind- verskra fiskimanna. Guðmunda Elíasdóttir er ný- komin hingað heim frá New York, og er þetta í fyrsta skipti sem hún kemur fram eftir heim- komuna. Hún hefur undanfarið sungið víða í Bandaríkjunum og í sjónvarpi í New York. DANSAR Bryndís Schram og Þorgnmur Einarsson sýna dansa og meðal annars „ruggu- og veltudans". Karl Guðmundsson verður með skemmtiþátt. Kynnir á skemmt- uninni verður Ævar Kvaran, en hljómsveit Björns R. Einarssonar aðstoðar við sönginn og dansana. LÉTT TÓNLIST Tónlist öll á skemmtuninni verður létt. Koma söngvararnir í ýmsum tilfellum fram í gervum og búningum. Tjöld á leiksviði hefur Lóthar Grund málað. Formaður félagsins skýrði einnig frá því, að til stæði að fé- lagið gengist fyrir tveim eða fleiri hljómleikum í byrjaðan október í haust og myndi Fritz Weisshappel annast allan undir- búning þeirra. sbrifar úr daglega lifinu Templarasundi 3 — Sími 80369. T DAG skýra blöðin frá því að hingað til lands hafi komið hinn roerkasti gestur, Peter Freuchen. Næm frásagnargleði. FLESTIR landsmenn munu kannast við þennan mann. Hann er hér kunnur af ritverk- um sínum, bókum um Grænland og önnur heimskautalönd, en um þau hefir hann ritað af nær- færni og skilningi. Þeir sem les- ið hafa þá bók, sem kemur í dag út í smábókaflokki Helgafells og ísafoldar „Æskuár mín á Græn- landi“ kunna skil á því. í þeirri bók skýrir Freuchen frá lífi Grænlendinga á sérstakan hátt, sérstakan að því leyti að hann hafði svo náið samband við hina innfæddu, lifði sem einn af þeim og var kvæntur grænlenzkri konu, að líkast er því sem hann hafi getað skyggnst inn í sál þessara dulu og fáskiptu þjóðar betur en nokkur annar maður fyrr og síðar. Freuchen lærði tungu Grænlendinga, og samdi sig að siðum þeirra, svo að þeir treystu honum til hlítar og tóku hann sem einn af jafningjum sínum. Fyrir vikið opnaðist Freuchen heimur, sem svo mörg- um landkönnuðum hefir verið hulinn og frásagnarsnilld hans var sá töfrasproti sem hann brá •yfir efnið svo öllum mönnum verður það hugstætt og hjart- fólgið. Einstæð hetja. EG get ekki varizt þeirri hugs- un að Peter Freuchen sé einstæður maður og einn af þeim síðustu mikilmennum og hetj- um, sem nú eru uppi. Hann var samtíðamaður Knúts Rasmussen og Einars Michaelsen, Roald Amundsen og Nansens. Þessir menn voru allir slíkir kjarna- kvistir, að þeirra nöfn lifa að eilífu í sögu norrænna landa. En nú er svo komið á öld tækninn- ar og sérhæfingarinnar að land- könnun er ekki lengur barátta eins manns við hafið og auðn- ina, snæinn og hin hvítu fjöll. Flugvélar, og öll önnur nútíma hjálpartæki hafa gert heim- skautaferðir að þægilegri íþrótt áhugasamra ævintýramanna og vísindamanna. En Freuchen lifði hina tímana þegar hreysti og dugur var oft það eina sem bjarg- aði heimskautafaranum frá bráð- um bana á norðurhjara. Ótæmandi fróðleikur EN það er ekki nóg að hann sé slík kempa í landkönnun, heldur hefur náttúran gætt hann óvenjuríkum gáfum, hann er Hka afbragðs góður ritböfundur. Bækur hans eru nær þrír tugir og þýddar á flest tungumál. Og andans auðlegð hans er slík, aíl spökustu menn vesturálfu standa slyppir frammi fyrir fróðleik hans urn jafn séi vísindalegt fyr- irbrigði sem heimshafið. Því er það sem okkur Reyk- víkingum gefst nú einstakt og kærkomið tækifæri til þess að hlusta á þessa dönsku kempu spjalla um helztu hugðarefni sía hér í Reykjavík i Símnota idi skrifar: EINS og öllum símanotendum er kunnugt þá hefur bæjar- síminn ekki verið í góðu lagi undanfarið sökurn viðbótarkerf- isins, sem er í undirbúningi. Þetta hefur verið mjög bagalegt fyrir þá sem nota símann mikið. -— Símastjórnin hefur að vísu af- sakað þetta, en þegar hún tekur upp þá aðferð að loka öllum símum, sem ógreidd eiga lang- línusamtöl þ. 27. marz, þá er full- langt gengið hjá þessari ríkis- stofnun. Símanotendur greiða fyrirfram ársfjórðungsgjald af síma — eða frá 1. janúar til 1. apríl. Símastjórnin ,sem búin er að fá fulla afnotagreiðslu, leyfir sér að loka símanum rúmum 4 sólarhringum áður en útrunninn er tíminn sem greitt er fyrir. Hvað myndi vera sagt ef einka- fyrirtæki hagaði sér þannig, en það virðist sem ríkisfyrirtæki megi bjóða fólki upp ú allt. D. J.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.