Morgunblaðið - 04.04.1957, Side 8

Morgunblaðið - 04.04.1957, Side 8
8 MOKCVNRr 4fítÐ Fimmtudagur 4. apríl 1957 Gler flöskum Pastic flöskum Plastic dúkkum MAGIMETUR Dypamóar í Austin 8 --- í Prefekt Startarar í Austin 8—10—12. 1—2—4 cyl. —® í 3ag kl. 2—4 man félagsstjóm- in verða stödd- í félagsheimilinu að Hverfisgötu 21 og taka á móti heillaóskum félagsmanna og ann- arra velunnara félagsins. Kveikjur í Austin 8—10—12 Anker, margar gerðir o. fl. varahlutum. Verzlun Fri&riks Bertelsen TKYGGVAGÖTU 10 — SÍMI 2872. Piccolo /. BRYNJÓLFSSON & KVARAN H. I. P. 60 ára i dag Öílugt stéttaiíélag sem ætlar að byggja orlofsheimili HIÐ íslenzka prentarafélag er sextíu éira í dag og er það elzta stéttarfélag landsins, en H.Í.P. hefur frá fyrstu tíð verið forustufélag um ýmiss konar hagsmunamál stéttar sinnar með margháttuðum sjóðsstofnunum, sem hver félagsmaður greiðir vikulega í ákveðna upphæð af FELAGSHEIMILI Fyrir nokkrum dögum bauð stjórn H. í. P. blaðamönnum til kaffidrykkju í vistlegum sal í félagsheimili prentara að Hverf- isgötu 21. Það hús keypti félagið árið 1941 er tekizt hafði að aura saman í sjóð sern stofnaður var í þeim tilgangi að félagið Hús H. í. P. að Hverfisgötu 21 launum sínum. Hefur H. í. P. þannig alla tíð verið ríkt félag af gildum og góðum sjóðum. Á laugardaginn kemur munu prent- arar minnast þessa merka af- mælis félags síns með miklu afmælishófi að Ilótel Borg. eignaðist samastað. í salnum þar sem þessi blaðamannafundur fór fram, höfðu nýlega verið gerðar allmiklar endurbætur svo og á eldhúsi heimilisins. Kostaði það nokkru meira fé en allt húsið á sínum tíma. 2/o herbergja íbúð við Bólstaðarhlíð til sölu. Upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar. Símar: 2002, 3202, 3602. Það er ódýrt að nota PICCOLO Fæst í næstu búð í eftir- töldum umbúðum: FYRST KLÚBBUR — STOFNAÐ í „GÚTTÓ“ Magnús Ástmarsson, formaður H. í. P., sagði nokkuð frá hinum langa starfsferli þessara samtaka íslenzkra prentara. Tíu árum 'ður en H. í. P. var stofn- að, höfðu prentarar, sem voru mjög fámenn stétt í bænum, stofnað með sér klúbb. Þessi félagsskapur þeirra gaf út blað, sem að vísu var ekki prentað, svo sem ætla mætti, heldur var það skrifað. Þessi klúbbur setti sér lög og reglur um starfsemi sína. H. í. P. var stofnað á fundi i Góðtemplarahúsinu hinn 4. apríl 1897. Þá munu hafa verið hér í prentiðn um 20 menn og voru 12 þeirra á þessum stofn- fundi. — Þorvarður Þorvarðsson, sem var mikill framámaður hér í Reykjavík á þessum árum, var kjörinn fyrsti formaður þessa félags. Hann átti einnig hlut að því að Leikfélag Reykjavíkur var stofnað. Með honum í stjórn H. í. P. og eins í Leikfélaginu, var einnig Friðfinnur Guðjóns- son og þriðji maður var Þórður Sigurðsson. Þetta voru allt ung- ir hugsjónamenn og framsæknir, er var í brjóst borinn neisti af félagsanda, sem annars var þá lítt þekkt fyrirbæri hjá alþýðu- mönnum hér á landi. STOFNA GUTENBERG Félagið er svo að mótast næstu árin. Á fyrsta ári er stofnað Sjúkrasamlag prentara, sem var fyrsta sjúkrasamlag hér á landi. Merkasti viðburður í sögu fé- lagsins, sagði Magnús, er vafa- laust er þessir sömu menn í stjórn þess, hafa um það forgöngu árið 1904, að stofna prentsmiðju og kaupa til henn- ar þeirra tíma fullkomnustu prentvélar og tilheyrandi. Þetta var prentsmiðjan Gutenberg. Á þeim tíma var aðstöðu prent- ara þannig háttað, að þeir áttu það yfir höfði sér að loknum námstíma, að þeim yrði sagt upp starfi, og tekinn yrði nýr prent- nemi í þeirra stað. Þannig átti Gutenbergprentsmiðjan að skapa hér öryggi fyrir þessa fámennu stétt. Hún átti einnig þátt í því að allt sem að prentun laut, varð nú miklu betur unnið og stuðlaði prentsmiðjan á þann hátt að stórlega bættri prentun. Stjórn H.I.P. Aftari röð frá vinstri: Jón Ágústsson, Sigurður Eyj- ólfsson meðstjórnendur og Kjartan Ólafsson gjaldkeri. Sitjandi: Árni Guðlaugsson, varaformaður, Gunnhildur Eyjólfsdóttir, for- maður kvennadeildar, Magnús Ástmarsson formaður og Ellert Ág. Magnússon ritari. ÝMISLEGT UM SAMNINGA OG FLEIRA Á þessum árum voru sumar- leyfi óþekkt. En árið 1907, í sam- bandi við konungskomuna, fengu prentarar 3 daga frí, án launa að vísu, til þess að taka þátt í hátíðahöldunum. Síðar fengust þessir dagar viðurkennd- ir sem sumarfrí, en án launa fyrst í stað. í dag er sumarlevfi prentara 3 vikur minnst, en mest 21 dagur með fullum launum. Árið 1908 var vinnustunda- fjöldinn lækkaður úr 10 í 9 klst. á dag og nokkru síðar í 8 klst. og þannig hafa kjarasamningar félagsins við prentsmiðjueigend- ur stöðugt verið að breytast og hagur prentara farið batnandi. Nú greiða prentarar rúmar 1700 kr. á ári til hinna fjölmörgu sjóða, svo sem í sjúkrasjóð, at- vinnuleysissjóð, Framasjóð, eft- irlaunasjóð, fasteignasjóð, sem auk félagsheimilisins að Hverfis- götu 21 keypti jörðina Miðdal í Laugardal árið 1941. Þar er hug- myndin, er tímar líða, og jafnvel á þessu ári, að reisa orlofsheim- ili fyrir prentara. í Miðdal eru nú 14 sumarbústaðir sem prent- arar eiga. Enn er sjóður sem heitir Lánasjóður og hefur ár- lega hjálpað félagsmönnum í ýmsu skyni. T. d voru á sl. ári lánaðar úr honum um 300 þús. kr. — Framasjóðurinn styrkir árlega fleiri eða færri unga menn í iðninni til framhaldsnáms erlendis. í fyrra nutu 4 menn síyrkja úr sjóðnum. I BRAÐ OG I LENGD Þanmg hefur starfsemi H. í. P. við það miðazt að reyna að skapa sem mest öryggi fyrir félags- inenn sína í bráð og lengd. Hér V AV má einnig nefna Byggingarsam- vinnufélag prentara, sem þó ekki heyrir beint undir H. í. P. en er stofnað af félögum þess. Með því að stofna til slíks bygg- ingarfélags, með almennri þátt- töku, svo sem lög um slík félög gera ráð fyrir, þá hafa yfir 40 prentarar eignazt íbúðir í prent- arabústöðum á liðnum árum. —. Hefur Guðbjörn Guðmundsson verið aðaldriffjöðurin í þessu fé- lagi og sýnt frábæran dugnað, en byggingafélagið er nú sem kunn- ugt er að ráðast í byggingu mestu fjölbýlishúsa á landinu, annað við Kleppsveg, en hitt inni við Hálogaland. Magnús Ástmarsson sagði að ekki gæti H. í. P. talizt til fjöl- mennari félaga, því félagatalan væri kringum 300 og innan vé- banda þess er sérstök kvenna- deild, eru það aðstoðarstúlkur í prentsmiðjum. Á formaður þess- arar deildar sæti í stjórn félags- ins, svo segja má að innan vé- banda H. í. P. ríki jafnrétti karla og kvenna. Mesti fjöldi nefnda er starfandi innan vébanda H. í. P., svo sem vænta má um svo víðtækan fé- lagsskap. Öll störf í stjórn og nefndum eru sjálfboðaliðsstarf og hefur alla tíð verið svo. Nú er aftur á móti orðið svo mikið starf að annast fjármál félagsins o. fl. að gjaldkerinn er á launum hjá félaginu fyrir vinnu á þess veg- um hálfan daginn. HÓF OG HÁTÍÐARBLAÐ Sem fyrr greinir verður mikið hóf að Hótel Borg á laugardag- inn þar sem meðal boðsgesta verða sem fulltrúar formenn norsku og sænsku prentarasam- bandanna. í tilefni afmælisins kemur út afmælisblað af riti fé- lagsins, Prentaranum. Er það allt helgað þessu merka afmæli, greinar og frásagnir af starfi fé- lagsins síðustu 10 árin, en er félagið varð 50 ára var saga þess frá upphafi ýtarlega rakin í af- mælisblaði Prentarans. — For- rnaður félagsins, Magnús Ást- marsson, skrifar „leiðara" í af- mælisblaðið, þar sem hann kemst m. a. svo að orði: Um framtíðina þýðir ekki að reyna að spá. En vitað er, að Hins íslenzka prentarafélags bíða rnargvísleg viðfangsefni. Sum þekkjum vér þegar, en önnur ekki. En vér skulum öll óska og vona, að félaginu takist að halda svo á hverju máli, að til sem mestra heilla horfi fyrir prent- arastéttina á íslandi. Vanti ijðiir prentun, ]>(i I < l VÍÐIMEL 63 — SÍMI 1825

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.