Morgunblaðið - 04.04.1957, Síða 16

Morgunblaðið - 04.04.1957, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. apríl 1957 lfl I A ustan Edens eftir John Steinbeck 5 sinn og hún bjó sig undir að ná sambandi við hann „fyrir hand- an“, eins og hún orðaði það sjálf. Hann kom heim sex vikum eftir fæðingu Adams. Hann hafði misst hægri fótinn, rétt fyrir neðan hné. Hann hökti á klunnalegum og illa tegldum tréfæti, sem hann hafði sjálfur búið til úr óvönduð- um eikarstaf. 1 vasanum hafði hann blýkúlu, sem hann lagði á stofuborðið. Það var hún sem hann hafði verið látinn bíta í, meðan fóturinn var sagaður af honum. Cyrus, faðir Adams, var hálf- gerður gallagripur — hafði allt- af verið léttúðugur og til í tusk- ið. Hann hafði notið herþjónustu- tíma síns, þótt stuttur væri og sakir léttúðar sinnar hafði hann hinn mesta unað af heræfingun- um, flakkinu, fjárhættuspilinu og vændiskonunum, sem jafnan ein- kenna líf hermannsins. Að æfingatímanum liðnum var hann svo sendur suður á bóginn með herdeild sem stefnt var gegn Suðurríkjaliðinu og einnig það var nokkuð, sem átti við hann — að sjá nýja staði, stela hænsnum og skreppa með Suðurríkja-stelp- unum upp í heystakkana. Honum var líka hlíft við hinu gráa, öm- urlega tilbreytingaleysi langvar- andi • flutninga og smábardaga. Það var einn vormorgun, um kl. átta f.h., að hann kom auga á fyrsta fjandmanninn og kl. hálf níu fékk hann riffilkúlu í hægri fótmn, sem kurlaði legginn og tætti hold frá beini. Jafnvel þá var hann heppinn, því að rétt í sömu andránni hörfuðu óvinirnir til baka og herlæknirinn kom þeg- ar á vettvang. Cyrus Trask leið ægilegar kval- ir í fimfn mínútur, á meðan verið var að skera trefjarnar í burtu og saga beinið sundur. Tannaförin á blýkúlunni sönnuðu það. Og þján- ingarnar voru ill-þolanlegar, með- an sárið var að gróa aftur, við hina miður hreinlegu aðbúð, sem sjúkrahúsi þess tíma höfðu að bjóða. En Cýrus var gæddur þreki og lífsorku, svo að ekkert beit á hann. Hins vegar varð hann fyrir þeirri óheppni, er hann var farinn að haltra um á tréfætinum, að fá lekanda af svertingjastelpu, sem þjónustaði hann á bak við viðar- hlaða og tók tíu cent fyrir greið- ann. Nokkru síðar, er hann sann- færðist, á sársaukafullan hátt, um það, hvernig heilsu hans var kom- ið, haltraði hann dögum saman um næsta nágrennið og leitaði stúlkunnar. Hann sagði skálafélögum sínum aídráttarlaust, hvað hann hygð- ist gera, þegar hann fyndi hana. Hann ætlaði að skera af henni eyr un og nefið og fá peningana sína aftur. „Hún skal verða algerlega óþekkjanleg, þegar ég verð búinn að handfjatla hana“, sagði hann glottandi. „Útlit hennar skal þá verða þannif, að enginn, jafnvel ekki fullur Indíáni, vildi snerta hana með járntöngum, hvað þá berum höndunum". En þessa leiksystur hans hlýtur að hafa grunað ásetninginn, því að fund- um þeirra bar aldrei saman, svo p.ð vitað sé. Þegar Cyrus útskrifaðist af E’úkrahúsinu, var svo að sjá, sem öll mein hans væru læknuð að fullu, en samt fór svo, þegar hann kom aftur heim til Connecticut, að hans fyrsta verk var það, að sýkja eiginkonu sína af lekanda. Frú Trask vai fölleit kona og veikluleg, sem lifði sínu eigin sér- staka innra lífi. Hinir heitustu sólargeislar megnuðu ekki að roða vanga hennar og aldrei sást bros se-ja spékoppr í kinnar hennar. Hún notaði trúarbrögðin sem lækn islyf við þjáningum lífsins og □- -□ Þýðing: Sverrir Haraldsson □- -□ raunum og hún skipti um trúar- brögð eftir því hverjar þjáning- arrar voru í hvert skiptið. Þegar hún varð þess vís, að hún þarfn- aðist ekki þeirrar guðspeki, er hún hafði iðkað, til þess að ná sam- bandi við látinn eiginmann, fór hún að litas t um eftir nýrri óham- ingju og pessa óhamingju fann hún brátt ' þeim sjúkdómi, er Cyr ur hafði komið með úr stríðinu. Jafnskjótt og henni varð það ljóst, að eitthvað gekk að henni, fann hún upp nýja guðfræði. Hinn sam einandi Guð hennar varð nú Guð hefndarinnar — sá guðdómur, sem að hennar dómi veitti mesta fullnægingu allra þeirra, er hún hingað til hafði þekkt. Henni veittist mjög auðvelt að kenna ástand sitt vissum draumum, er hana hafði dreymt, meðpn maður hennar var að heim- an. En sjúkdómurinn var ekki nægileg refsing fyrir hina losta- fullu næturóra hennar. Hinn nýi Guð hennar var hreinasti snilling- ur, þegar um refsingu var að ræða. Hann krafðist fórnar af henni. Hún rannsakaði sál sína, í leit að einhverju því er húrt gæti í eigingjamri auðmýkt boðið og loks komst hún að þeirri niður- stöðu, að hún yrði að fórna sjálfri sér. Hún var tvær vikur að skrifa sitt hinzta bréf, með útsstrikunum og leiðréttingum. 1 þessu bréfi ját aði hún á sig afbrot, sem hún gat með engu móti ha'fa framið og sakir, sem áttu enga stoð í veru- 0f; þv{ ag ^ þeim árum var það leikanum. Og eina tunglskins- bjarta nótt klæddist hún svo skrúða, er hún hafði látið gera sér á laun, og drekkti sér í polli, sem var svo grunnur, að hún varð að leggjast á hnén og halda höfð- inu niðri í vatninu. Þetta krafðist mikils viljastyrks og þegar hún loks tók að missa meðvitundina, hugsaði húi til þess með gremju, að hvíti kjóllinn hennar myndi nú verða leirugur og ataður for, þegar að henni yrði komið. Og sú varð líka raunin á. Cyrus Trask syrgði konu sína með hjálp brennivínskúts og þriggja félaga úr hernum, sem komið höfðu við hjá honum á leið inni heim til Maine. Hvítvoðungurinn Adam grét mjög ákaft í fyrstu, því að syrgj- endumir höfðu alveg gleymt að seðja hungur hans, en Cyrus bætti fljótt fyrir þau mistök. Hann bleytti tusku í brennivíni og lét svo bamið sjúga hana og þegar hann hafði þannig bleytt tuskuna þrisvar-f jórum sinnum, sofnaði Adam. Eftir það vaknaði hann öðru hverju og bar sig mjög illa, en fékk þá alltaf tuskuna nývætta í brennivíninu og sofnaði. Hvítvoðungurinn lá í drykkju- vímu í tvö og hálft dægur og eng- inn veit, hvaða áhrif slíkt hafði á heilastarfsemi hans, en hins veg- ar kom í ljós, að áhrifin á efna- skipti líkamans voru góð: Að þessum tveimur og hálfu dægri liðnum, hafði drengurinn fengið sannkallaða hestaheilsu. Og þegar faðirinn fór loks út á þriðja degi og keypti geit, drakk Adam litli mjólkina af beztu lyst, kastaði henni upp, drakk meira og kast- aði ekki upp. Faðirinn óttaðist eklsi þessi við- brögð sonarins, því að slík voru og hans eigin viðbrögð. Er mánuður var liðinn frá dauða eiginkonunnar, varð seytján vetra bóndadóttir, þar í nágrenn- inu, fyrir vali Cyrus Trasks. Hann gekk beint og raunsætt til verks og enginn gat verið í nokkrum vafa um tilgang hans. Hann var heiðarlegur og sanngjarn. Faðir stúlkunnar hvatti til bónorðsins. Hann átti tvær dætur yngri og Alice, sú elzta, var seytján ára. Þetta var fyrsti biðillinn, sem til hennar leitaði. Cyrus varð að ná í konu, til að annast uppeldi Adams. Hann þarfnaðist kvenmanns til að hirða um húsið og matreiða og vinnu- konur heimtuðu mikið kaup. Auk þess var hann maður á bezta aldri, þróttmikill og fullur Hfs- orku og þarfnaðist konulíkama og slíkt kostar líka peninga, gangi maður ekki í heilagt hjónaband. Að hálfum mánuði liðnum hafði Cyrus beðið stúlkunnar, kvænzt henni, sofið hjá henni og gert hana þungaða. Ekki fannst nágrönnunum hann flýta framkvæmdunum neitt um SHlItvarpiö Fimmtdudagur 4. apríl; Fastir liðir eins og venjulega. 12,50-—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18,00 Fornsögulestur fyr- ir börn (Helgi Hjörvar). 18,30 Framburðarkennsla í dönsku, ensku og esperanto. 19,00 Har- monikulög. — 19,10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30 Erindi: Hvaða rök færir nútímamaðurinn fyrir algeru bindindi? (Brynleifur Tobíasson). 20,55 íslenzk tónlist- arkynning: Verk eftir Björgvin Guðmundsson. Flytjendur: Guð- munda Elíasdóttir, Þuríður Páls- dóttir, Guðmundur Jónsson, Krist- ir.n Hallsson o. fl. Fritz Weiss- happel leikur undir á píanó og undirbýr tónlistarkynninguna. — 21,30 Útvarpssagan: „Synir trú- boðanna" eftir Pearl S. Buck; X. (Séra Sveinn Víkingur). 22,10 Passíusálmur (40). 22,20 Sinfón- ískir tónleikar. (Hljóðritað á tón- leikum í Þjóðle'khúsinu 18. febrú- ar s.l.). 23,10 agskrárlok. Föstudagur 5. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,00 Leggjum land undir fót: Börnin feta í fótspor frægra land könnuða (Leiðsögumaður: Þor- varður Örnólfsson kennari). —. 18,30 Framburðarkennsla í frönsku. 18,50 Létt lög. — 19,10 Þingfréttir, — Tónleikar. 20,20 Daglegt mál (Arnór Sigurjónsson ritstjóri). 20,25 Erindi: Sendimað ur landsverzlunarinnar; — fyrri hluti (Ólafur Þorvaldsson þing- vörður). 20,50 Prentarakvöld: —■ Samfelld dagskrá. Þættir úr sögu íslenzkrar prentlistar og sögu Hins íslenzka prentarafélags, við- töl við fjóra roskna prentara, lestur þriggja ungra ljóðskálda o. fl. — Árni Guðlaugsson og Pétur Haraldsson búa dagskrána til flutnings. Auk þeirra koma fram: Ágúst Jósefsson, Guðbrandur Magnússon, Jón Árnason, Svein- björn Oddsson, Þóra Elfa Björns- son, Björn Bragi, Jóhann Hjálm- arsson, Baldvin Halldórsson, Ell- ert Magnússon og Guðbjörn Guð- mundsson. 22,10 Passíusálmur (41). 22,20 Upplestur: Böðvar Guðlaugsson les nokkur gaman- kvæði úr bók sinni „Brosað í kampinn". 22,35 Tónleikar: Björn R. Einarsson kynnir djassplötur. 23,10 Dagskrárlok................ Skrifstofustúlka Opinber stofnun óskar að ráða stúlku til skrifstofu- starfa. Þarf helzt að kunna vélritun og hafa ein- hverja tungumálakunnáttu. Laun eftir launalögum. Eiginhandarumsókn, með upplýsingum um aldur og menntun, sendist afgreiðslu Morgunhlaðsins fyr- ir 8. apríl, merkt: „Skrifstofustúlka —2537“. mjög eðlilegt og að öllu leyti venju legt, að karlmaðurinn sliti út úr þremur-f jórum eiginkonum, með ofnotkun, á meðal-langri manns- ævi. Alice Track hafði marga aðdáan- lega eiginleika. /.. heimilinu var hún óþreytand: ’.-eingerninga- kona. Hún var c’ ’ : neitt sérlega ásjáleg og þess vegna ’ urfti Cyrus ekki að gæta hennar fyrir öðrum mönnum. Augu hennar voru vatns blá, hörundið grátt og guggið og tennurnar srakkar, en hún var ó- venjulega hraust og kvartaði aldrei, jafnvel ekki um meðgöngu- tímann. Enginn vissi, hvort hún vildi sjálf ala börn eða ekki. Hún var aldrei spurð um það og hún sagði aldrei neitt óspurð. Að dómi Syrus var einmitt þetta hennar mikla dygð. Hún lét aldrei neina skoðun í ljós og þegar Cyrus talaði, virtist hún hlusta, án þess að gera hlé á starf sitt. Æska Alice Trasks, reynsluleysi hennar og fámælska, allt virtist það henta Cyrus hið bezta. Hann hélt áfram að reka búskapinn, eins Lampaskerma Efni Kögur Leggingar Gardíntibuðin LAUGAVEGI 18 FORD ’53 breyttur sendiferða, 6 cyl. til sölu og sýnis í og næstu daga við BARÐANN HF. , Skúlagötu 40. Tilboð óskast. dag Málverkasýning Eggerts Guðmundssonar í Bogasal Þjóðminjasafnsins opin alla daga klukkan 2—10 síðdegis. M A R K Ú S Eftir Ed Dodd I óhappi að velta á svelli, réðust allir hinir hundarnir á hann. stilla til friðar, hafa þeir sært Anda alvarlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.