Morgunblaðið - 04.04.1957, Side 20

Morgunblaðið - 04.04.1957, Side 20
Veðrið Norðan-stinningskaldi. Skúrir. origimiWaíiiiíi NATO Sjá grein á bls. 11. 79. tbl. — Fimmtudagur 4. apríl 1957. Agœtur Varðarfundur um húsnœðismálin í gœrkvöldi IGÆR var haldinn Varðarfundur í Sjálfstæðishúsinu. Voru hús- næðismálin til umræðu og fluttu um þau framsöguræður þeir Jóhann Hafstein, alþingismaður, og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, formaður Varðar. — Var ræðum þeirra ágætlega tekið af fundar- mönnum, en húsið var fullskipað. NÝIR FÉLAGAR Fundarstjóri var Sveinn Helgason og fundarritari Bjarni Sigurðsson. í upphafi fundarins las fundarstjóri upp inntöku- beiðnir frá 20 mönnum og voru þær samþykktar. ÝTARLEGAR FRAMSÖGURÆÐUR Framsögumenn gerðu í ræðum sínum ýtarlega grein fyrir því hvernig viðhorfin væru í dag í húsnæðismálunum. Röktu þeir baráttu Sjálfstæðis- manna fyrir byggingarfrelsi, hin- ar miklu húsabyggingar í stjóinar tíð þeirra og aðgjörðir til láns- útvegunar. Nú væri hins vegar komin stöðvun og afturkippur í allar bygingar og ekkert hefði verið gert af hálfu núverandi stjórnar til þess að afla lánst'jár til bygginga, þótt hún hefði setið við völd í meira en hálft ár. Ágælur fundur Sjálf- slæðism. í Kópavogi Sjálfstæðisfélag Kópavogs efndi til almenns fundar á þriðju dagskvöldið í barnaskólanum við Digranesveg. Hörður Þórhalls- son setti fundinn og tilnefndi sem fundarstjóra Jón Þorsteinsson. Ólafur Thors, alþingismaður, flutti mjög fróðlegt erindi um stjórnmálaviðhorfið. Var máli hans mjög vel tekið af fundar- mönnum. Þá flutti Sveinn S. Einarsson snjallt framsöguerindi um bæjarmálin. Urðu á eftir báð um þessum ræðum fjörugar um- ræður. Tóku til máls Guðmundur Gíslason, Björn Eggertsson, Jón Gauti og Axel Jónsson. Fundurinn var fjölmennur og gengu margir nýir félagar í Sjálfstæðisfélagið. Ríkti mákdll áhugi fyrir því á fundinum að gera hlut Sjálfstæðisflokksins sem stærstan í Kópavogi. ir Nirfillinn" sýndur á Selfossi SELFOSSI, 2. apríl. — Að und- anförnu hafa æfingar staðið yfir á sjónleiknum Nirfiilinn eftir Moliére, sem Kvenfélagið á Sel- fossi ásamt Fél. iðnnema standa að. Ákveðið er að frumsýning-in verði á sunnudaginn kemur. Leik- stjóri er Einar Pálsson leikari, en með aðalhlutverkið fer Karl J. Eiriks, Selfossi, Þjóðleikhúsið hefur lánað alla búninga. Allur ágóði af væntanlegum sýningum á að renna til sjúkrahúss Suður- lands. Læknir í Grundarf. GRUNDARFIRÐI, 3. apríl. — Snjóa hefur nú leyst verulega upp og mun verða akfært innan skamms um þjóðvegina til Stykk ishólms. í vetur hefur læknir í fyrsta skipti haft aðsetur í Grundar- firði og er það til mikils hagræð- is fyrir íbúa héraðsins. — Emil. SIGLUFIRÐI, 2. apríl — Alls hafa gengið hér í landsgöngunni 1303. Er elzti þátttakandinn 83. ára og yngsti 3ja ára. AÐRIR RÆÐUMENN og ræddi ýmsa þætti þessa máls. Er ræða Jóhanns Hafsteins birt hér í blaðinu í dag. Aðrir sem tekið höfðu til máls þegar blaðið fór í prentun voru þeir Páll S. Pálsson framkvstj., Þorkell Sigurðsson vélstjóri og Sveinn Þormóðsson. í lok fundarins tck til ináls Gunnar Thoroddsen borgarstjóri Fyrir skömmu afhenti Magnús V. Magnússon forseta ísraels trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands hjá israelska lýðveldinu með aðsetri í Stokkhólmi, Er þessi mynd tekin við það tækifæri á heimili for- seta ísraels. Á henni sjást talið frá vinstri: Magnús V. Magnússon sendiherra, Izhak Ben Zwi forseti og dr. Burg póstmálaráðherra ísraels. VeiSistjóri sUipuleggi samræmdta heríerð c/egn reíum og minnkum Nýft frumvarp um yeðingu vargsins IGÆR var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um eyðingu refa og minka. Aðalkjarni frumvarpsins er sá að skipaður skal veiðistjóri, sem á að hafa alla yfirstjórn refa- og minkaeyðingar og m. a. leita nýrra aðferða og tækja sem tekin hafa verið í notkun erlendis. NEFNDIN AFLAÐI UPPLÝSINGA Sérstök nefnd hefur samið þetta frumvarp. Hana skipuðu Páll Zóphoníasson, tilnefndur af Búnaðarfélagi íslands, Andrés Eyjólfsson í Síðumúla tilnefndur af Stéttarsambandi bænda og Páll A. Pálsson yfirdýralæknir, sem var formaður nefndarinnar. Frumvarpinu fylgir ýtarleg greinargerð, sem sýnir að all- mikil vinna liggur að baki þess. Má m. a. geta þess, að nefndin hefur aflað sér upplýsinga i Ástralíu, Englandi, Danmörku, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Nor- egi og hefur komið í ljós við þessar athuganir, að eiturefni þau sem hér á Hndi eru notuð eru orðin úrelt. Önnur og bráðari eiturefni, sem valda sársaul.a hjá dýrunum eru almennt notuð er- lendis. VEIÐISTJÓRI Eins og fyrr segir, er lagt til í frumvarpinu að skipaður verði veiðistjóri og er hlutverki hans m. a. lýst þanmg í 2. gr. frum- varpsins: „Veiðistjóri skal fylgjast með refa- og minkastofninum og útbreiðslu hans í landinu svo sem kostur er, leiðbeina veiðimönnum, er fást við eyð- ingu refa og minka, halda námskeið fyrir veiðimenn og skipuleggja aðgerðir á stærri svæðum, þegar nauðsyn þykir og gera tilraunir með ný tæki og vinnsluaðferðir, er líklegar þykja til þess að eyða dýrum þessum." VERÐLAUN OG EITRUN Nefndin leggur til í frumvarp- inu að verðlaun fyrir að vinna tófu hækki í 2C0 kr. og fyrir mink í 125 kr. Annars telur nefndin, að eitr- un sé sú aðferð, sem bezta raun gefur við útrýmingu þessara skaðsemdardýra, fremur þó sú aðferð að senda eiturloft niður í grenin, heldur en að eitra í agn. Er þess getið í greinargerð, að í stríðslok hafi refir á meginlandi Evrópu verið orðnir sýktir af hundaæði, sem hefur ægileg áhrif á menn. Var þá brugðið skjótt við, allsherjarherferð hafin gegn refunum með eiturgasi, er var sent niður í grenin. Þegar slík heríerð hefur verið Greiðsluafgangur ríkis- sjóðs enginn s.l. ár Athyglisverðar upplýsingar ráðherra ÞAÐ er ljóst af öllum sólarmerkjum, að enginn greiðsluafgang- ur hefur orðið af ríkisrekstrinum s.I. ár, eða svo lítill, að hann kemur ekki til úthlutunar. Þessar upplýsingar gaf Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær við fyrirspurn utan dagskrár. Margir spurðu um skipakomuna SELFOSSI — Fjöldi fólks virð- ist ekki hafa áttað sig á því, að útvarpið kom með sina 1. apríl- frétt í frétta-auka að kvöldi dags. Margt fólk úr nærsveitum, og í Reykjavík, hringdi hingað austur til þess að leita eftir nánari fregn um af skipakomuni og um kvöld- ið kom hingað á Selfoss bill úr nærliggjandi kauptúni með fólk, sem komið var til þess að skoða skipið. Geta má þess að starfs- maður kaupfélagsins, Helgi Ágústsson, svaraði fjölda fyrir- spuma um skipið. GG. Magnús Jónsson, 2. þingmaður Eyfuðmga, kvaddi sér hljóðs í byrjun fundar Sameinaðs þings í gær. Hann minnti á það, að fjár- málaráðherra hefði við afgr. fjárlaga lýst því yfir að endan- legar upplýsingar lægju ekki fyrir um afkomu rikissjóðs fyr- ir sl. ár. Spurði Magnús fjármálaráð- herra, hvort hann hygðist ekki gefa upplýsingar um greiðslu- afgang og leita samþykkis Al- þingis um ráðstöfun hans. Hefði það verið venja nokkur undan- farin ár. MIKLAR UMFRAMGREIÐSLUR Fjármálaráðherra svaraði. — Kvaðst hann myndi gefa þessar upplýsingar áður en þingi væri frestað. Hins vegar væri það ljóst, að greiðsluafgangur yrði enginn. Magnús Jónsson þakkaði iyr ir upplýsingarnar. Þótti hon- um ganga nokkuð seint að fá uppgjör og gat þess einnig, að þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram fyrir jól, hefði það verið upplýst að tekjur rikis- sjóðs myndu fara mjög fram úr áætlun. Ef greiðsluafgang- ur væri enginn þá væri það sýnt, að umframgreiðslur ríkis sjóðs hlytu að hafa farið mjög langt fram úr áætlun fjárlag- anna sl. ár. Árshátíð Sjálf- stæðismanna á Akranesi ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðismanna á Akranesi verður haldin í Sjálf- stæðishúsinu þar laugardaginn 6. þ. m. og hefst kl. 8,30. Skemmtiatriði verða mjög fjöl. breytt. Meðal annars mun Jón Sigurbjörnsson leikari skemmta með söng og upplestri. Frú Sól- rún Ingvarsdóttir mun syngja nýjar gamanvísur eftir Theódór Einarsson. Ennfremur mun hinn kunni danskennari Hermann Ragnar stjórna dansinum. Á sunnudaginn verður svo barnaskemmtun á sama stað og hefst hún kl. 2 e. h. Skemmtiatriði þar verða nánar auglýst í götu- auglýsingum. Sjálfstæðisfólk á Akranesi og nærsveitum er hvatt til að fjöl- menna á samkomur þessar og taka með sér gesti. endurtekin nokkur ár í röð á samfelldum landssvæðum hef- ur tekizt að útrýma refnum að mestu. SÝKLAHERNAÐUR í greinargerðinni er einnig rætt um sýklahernað gegn ref- um og minkum. Er talið að all- verulegt gagn væri hægt að hafa af smitefni, sem kæmi af stað banvænni drepsótt í refa- og minkastofninum. Slíkt smitefni er að vísu ekki til, en það ætti að vera verkefni hins tilvonandi veiðistjóra að rannsaka það mál. Dregið í 12. fl. DAS 1 DAG var dregið í 12. flokki DAS um fjóra vinninga, einbýl- ishús í Ásgarði 4, Reykjavík, kom á nr. 36627, seldur í umboði Voga, eigandi miðans er Hannes Guð- jónsson, Lindarbrekku, verkamað- ur. — Chevrolet-sendiferðabifreið á nr. 35892 í umboði Austurstræti 1, eigandi frá Anna Ólafsdóttir, Skipasundi 71. Morrisfólksbifreið nr. 2299, seldur í Hafnarfirði, eig andi Sigurður Guðjónsson, Suður- götu 49, Hafnarfirði og rússnesk landbúnaðarbifreið á nr. 58506, í umboði Austurstræti 1 og er eig- andi Kristinn Dagbjartsson af- greiðslumaður í Málaranum í Bankastræti. Fiskur úr strand- aða togaranum til sýnikennslu KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 3. marz. — Svo vel bar í veiði, að fyrsta daginn, sem fiski var skip- að upp úr hinum strandaða belg- iska togara, byrjaði hér á Klaustri sýnikennslunámskeið fyr ir húsmæður á vegum kvenfélags- anna og er Steinunn Ingimundar- dóttir frá Akureyri kennari. Hún greip þegar tækifærið og mat- reiddi úr fiskinum sjö kostulega fiskrétti, hvern öðrum betri. Um 30 konur sækja námskeiðið. Bænd ur hugsa gott til að þurfa ekki að hafa þorskinn og ýsuna ó- breytta í allan mat, þó gott sá alltaf nýmetið. GB. Ný Ijóðabók eftir Grélar Fells NÝLEGA er komin út ný ljóða- bók eftir Grétar Fells, rithöfund. Ber hún heitið „Heiðin há“. Bók þessi er gefin út í tilefni af 60 ára afmæli höfundarins af nokkrum vinum hans. Er i henni úrval úr ljóðum skáldsins og örfá ný kvæði. Káputeikningu gerði Jóhannes Kjarval, listmál-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.