Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Síða 14

Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Síða 14
 MpieðUea jól og {atsælt komunbi átl V fm V MARKHOLT 2- MOSFELLSBÆ V U I 111 VI 10 SÍMI 566 8144 - FAX 566 6241 ^GLERTÆKNI ehf GRÆNAMÝRI 3 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI 5668888 • FAX 5668889 ® BÚNAÐARBANKINN ÞVERHOLTI 1 - SÍMI 566 7000 F.h. Cunnar Einarsson og Skotla, Guðmundur Guðmundsson og Sokki og Kristján Mikaclsson Gary. Fjárhundakeppnf Hfeðalfellsvaln Haldin var fjárhundakeppni við Meðalfellsvatn í Kjósarhreppi þann 23. október 1999 og var þetta 7. keppnin sem haldin er hér á landi. Það var Kjósardeild Smalahundafélags íslands sem hélt þessa keppni, en Kjósardeildin var stofnuð s.l. haust. Keppni hófst kl. 14 og Iauk um kl. 17. Það var ansi kalt í veðri en fallegt, sól og úrkomulaust, um 60 manns voru mættir til að fylgjast með og alls tóku 6 hundar þátt í keppninni sem er svipað og verið hefur sl. ár, þ.e. sömu hundar og þjálfarar og áður hafa tekið þátt. Það er umhugsunarvert hvers vegna ekki koma neinir nýir hundar og þjálfarar til keppni, kannski er komið að þeim tímapunkti að bjóða verði upp á sérkeppni fyrir byrjendur, þ.e. hafa keppni með svipuðu sniði og keppnin var haldin hér fyrst. Menn virðast ragir að mæta með hunda sína á móti þes- sum hundum, sem eru sumir hverjir búnir að taka þátt frá fyrstu keppni. Verkefnið að þessu sinni var það erfíðasta sem verið hefur, hundurinn þurfti að sækja kindur í 350 metra fjar- lægð, koma með þær til þjálfarans í sem beinustu línu og í gegnum eitt hlið á leiðinni, þar næst að reka það aftur fyrir þjálfarann, frá honum í gegnum hlið, þvert yfir brautina í gegnum annað hlið og svo inn í rétt. Síðan úr réttinni inn í afmarkaðan hring sem er 22 metrar í þvermál, þar átti að halda kindunum rólegum og skipta þeim síðan í tvennt, og þar með verkefninu lokið. Tímamörk verkefnisins var 16 mínútur. Tveir hundar luku ekki verkefninu á tilsettum tíma en annars urðu úrslit keppninnar sem hér segir: 1. sæti: Gunnar Einarsson, Daðastöðum og Skotta frá Daðastöðum, 4 ára - 63 stig. 2. sæti: Guðmundur Guðmundsson, Kaðalstöðum og Sokki frá Björgum, 7 ára - 59 stig. 3. sæti: Kristján Mikaelsson, Flekkudal, Kjós og Gary (innfl. frá Skotlandi), 4 ára - 53 stig. Dómari keppninnar, Mr. David Brady, kom frá Skotlandi þar sem hann er bóndi. Kjósardeildin langar að koma á framfæri þökkum til þeirra sem sáu sér fært að styrkja keppnina, en það voru Glóbus, Vélaver hf., Búnaðarbankinn í Mosfellsbæ, MR-búðin og Bæjarblikk í Mosfellsbæ. Þökkum íbúum Mosfellsbœjar ánœgjulegt samstarf á árinu sem er að líða Vöndum valið, veljum íslenskt SÍGURPLAST HF Slórhælluleg hringtorg Áfram verða óhöpp við nýju hringtorg Vegagerðarinnar á Vesturlandsveg- inum vegna hinna hvössu kanta á þeim, eins og skýrt var frá í síðasta blaði. Nýlega stórskemmdist hjólabúnaður bíls í Langatangatorginu og vitað er að lögreglubíll var hreinlega ónýtur eftir árekstur við torg við Suðurlandsveg við Rauðavatn, hjólabúnaðurinn og ramminn undir bflnum fór í rúst. Þetta torg er hannað á sama hátt og torgin hér, með köntum sem vísa út að ofan og skemma allt sem að þeim kemur. Ökumönnum er aftur bent á að fá lögregluskýrslu til staðfestingar slíku óhappi, ef huga skal að bótum frá veghaldara, sem er Vegagerðin, en hins veg- ar hljóta bæjaryfirvöld að láta þetta mál til sín taka. - Óhöpp við torgin eru miklu fleiri en Mosfellsblaðið hefur tölu á. © Hfosfellsblaðlð

x

Mosfellsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.