Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 1. mal 195'" MORGUISBT AÐIÐ 15 unni tii að ná sterkari tökum á erfiðleikunum og þann veg styrk- ari fótfestu gagnvart starfinu og vanda þess á hverjum tíma. Það er engin fjarstæða að kalla 1. maí nokkurs konar nýjársdag verkalýðshreyfingarinnar. Við þekkjum að nýjársdagur hefur frá alda öðli nokkrar fastmótaðar venjur og siði, sem hafa fylgt honum um aldaraðir, staðið af sér eld og ísa allt fram á vora daga. Þessu er raunar öðru vísi farið með hátíðisdag verkalýðs- ins, og kemur þar fyrst tii, að hann er yngri að árum, þá hitt kannski ekki síður að venjur hans og upphaf eru að nokkru sniðin eftir erlendum fyrirmynd- um. Því vaknar sú spurning, hvort sumt af því, sem telst til hátíðahaldanna 1. maí mætti ekki fá á sig meiri þjóðlegan blæ. Nú þarf hið erlenda út af fyrir sig ekki að vera neitt verra, og marg ar fyrirmyndir, og þær ágætar og nytsamar, höfum við fengið er- lendis frá. Það er svo, að það, sem er aðfengið, að öllu eða einhverju leyti, hvað svo sem það kann að vera, nær í flestum tilfellum ekki nægri fótfestu og ekki hugum fólksins, fyrr en vankantarnir hafa verið sniðnir af og samræmd ir því umhverfi sem nýbreytnin á að lifa og þroskast í. Þegar hugleidd er saga verka- lýðshreyfingarinnar hér, kemur í ljós, að þar hefir oft þurft að fylgja fast eftir réttmætum kröf- um og framgangi velferðarmála verkalýðsins. Á það ekki hvað sízt við á fyrstu árunum, meðan fólkið og þá ekki sízt atvinnurek- endur voru að öðlast skilning á tilgangi og framkvæmd verka-, lýðshreyfingarinnar. Og er það í sjálfu sér ekki óeðlilegt, því reyndin er sú, að upphafið er oft- ast erfiðast, og þarf að sjálfsögðu alltaf nokkurn tíma til að mót- ast og skapa sér fastan farveg. Nú verður því vart neitað, að þrátt fyrir nokkra áratugi að baki, er verkalýðshreyfingin hér ung, þegar miðað er við það hlut- verk, sem henni er ætlað í fram- tíðinni. Og er í því sambandi sjálfsagt að gera sér grein fyrir því, að verkalýðssamtökin eru í okkar höndum í dag arfur, sem okkur ber siðferðileg skylda til að efla og ávaxta, sem slík, og skila þeim sem formföstustum og heilbrigðustum gagnvart sínum eigin tilgangi í hendur afkom- enda okkar, sem síðan skila af sér kynslóð fram af kynslóð. Allir viðurkenna að verkalýðs- félögin hvert á sínu sviði séu fjör egg verkalýðshreyfingarinnar í heild og jafnframt baráttuvopn hennar. Það gefur því auga leið, hver höfuðnauðsyn það er, að for ustumenn félaganna séu starfinu vaxnir og geri sér grein fyrir því grundvallarskilyrði, að teyma ekki verkalýðsfélögin út á hættu brautir eða ákveðna sérhags- munastefnu. Það verður ekki dregið í efa, að verkalýðsfélögin hafa komið mörgu góðu og nytsömu til leið- ar. Hins vegar verður því ekki neitað, að þar mætti margt betur fara, þó það verði ekki talið hér. Eitt er þó, sem ekki væri úr vegi að hugleiða. Er verkalýðshreyf- ingin í dag ekki farin að bera nokkuð augljósan keim af á- kveðinni stjórnmálastefnu í land- inu'? Er ekki svipað að segja um sum atriði fastra iiða í hátíða- höldunum 1. maí? Er þar ekki sumt, sem fær á sig annarlegan blæ í íslenzku umhverfi? Svari hver fyrir sig. Þegar svo er komið, er þá ekki augljóst, að eitthvað er að, sem vart getur talizt heillavænlegt fyrir framtíðina, þegar stjórn- málum og félagsmálum verka- lýðsins er hrært saman svo sem raun ber vitni um? Við, sem innan verkalýðssam- takanna stöndum, erum minnug- ir þess, að það er okkar að treysta starfið innan samtakanna á grundvelli frelsis og lýðræðis, og láta engin ofbeldisöfl hindra okk ur í þeirri ákvörðun. Til hamingju með daginn. Guðmundur H. Garðarsson formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur Sjálfsvarnarborótta launþega VERZLUNARMANNAEÉLAG Reykjavíkur sendir íslenzku verkafólki heillaóskir í tilefni dagsins og óskar því velfarnaðar í framtíðinni. Til skamms tíma beindist bar- átta launþeganna fyrst og fremst að því að berjast fyrir bættum kjörum með beinum samningum um kjara- og hagsmunamól. Á síðari árum hafa sumir af for- ustumönnunum lagt á það á- herzlu, að launþegarnir yrðu að heyja baráttu sína á breiðari grundvelli, einkum í stjórn- og atvinnumálum. Hafa þeir reynt að sannfæra launþega um að seta ákveðinna forustumanna þeirra í ríkisstjórn og öðrum valdastól- um þessa lands, myndi hafa í för með sér storlega bætt kjör Guðmundur H. Garðarsson alls þorra launþega. Vissulega er hægt í gegnum ríkisvaldið að hafa áhrif á afkomu og kjör laun- þega en þá er þýðingarmikið að forustumenn þeirra, séu heil- steyptir og sjálfum sér sam- kvæmir og kunni að fara með það vald, sem félagar þeirra veita þeim með stuðningi sínum. Er sérstök þörf að minnast þessa nú, þegar mörg stéttarfélög finna sig knúin til að segja upp samningum, þar sem kjör félags- mannanna hafa versnað mikið síðustu mánuði. Það er versnandi afkoma laun- þegans, sem knýr hann út í samningagerð við vinnuveitend- ur eða aðgerðir gegn ríkisstjórn- um, því það geta fleiri en sjálf- stæðir vinnuveitendur skert lífs- kjör hins vinnandi manns, ekki hvað sízt ríkisvaldið. Er í þessu sambandi hægt að vitna í um- mæli núv. forseta Alþýðusam- bands íslands, hæstvirtan félags- málaráðherra Hannibal Valdi- marsson, en í Alþýðublaðinu þann 11. nóv. 1952 kemst hann svo að orði: „Ég er sannfærður um, að ef hæstvirt ríkisstjórn hefði fyrir 1. desember n. k., þegar samning- ar falla úr gildi — afgreitt lög- gjöf, sem lækkaði far- og farm- gjöld um 5%, verðtoll, vöru- magnstoll og söluskatt um sömu hundraðstölu, heildsöluálagningu og smásöluálagningu niður í það, sem leyfilegt var, meðan verð- lagsákvæði voru í gildi og gerði aðrar álíka ráðstafanir til raun- hæfrar niðurfærslu dýrtíðar, gæti svo farið að verkalýðssam- tökin þættust fá miklu betri lausn sinna mála, en með nokkurra aura svokallaðri kauphækkun á klukkustund við áframhaldandi dýrtíð." Hvaða launþegi á íslandi í dag treystir sér til að mótmæla þvi, að æskilegt væri, að „for- ustumaður" íslenzkra launþega, sem nú á sæti í ríkisstjórn, lækk- aði núverandi dýrtíð með þeim ráðum, sem hann bendir á árið 1952. Ekki hvað sízt, þegar hann lýkur umræddri grein sinni með eftirfarandi orðum: „Það er á valdi ríkistjórnarinnar að velja um leiðir í þeirri sjálfsvarnarbar áttu, sem launþegastéttir landsins eru nú til neyddar að hefja“. Það er sannarlega sjálfsvarn- arbarátta, sem mörg launþegafé- lög eru nú að hefja með samn- ingsuppsögnum, og sú barátta beinist gegn ráðstöfunum, sem áttu að bæta kjör launþega, en gera það ekki. Hvað hefur verið gert til að tryggja lífskjör dag- launamannsins? Hefur verið afgreidd löggjöf, sem lækkaði far- og farmgjöld, verðtoll, vörumagnstoll og sölu- skatt, eða reynt að stilla í hóf viðbótarálögum vegna ráðstaf- ana til að tryggja áframhaldandi rekstur bátaútvegsins. Nei. Síður en svo. Allar þessar álögur hafa hækkað stórkostlega og þær framkvæmdar í ýmsum búning- um, sem nefnast yfirfærslugjald, framleiðslugjald o. þ. h. Hefur heildsöluálagning og smásöluálagning verið lækkuð? Að vísu, en hver verður var við þær lækkanir. Ekki eru það laun- þegarnir, því þegar þrengt var að þessari atvinngrein, sem ann- ast hina þýðingarmiklu vöru- dreifingu í þjóðfélaginu, var þess gætt að launþegarnir fengju ekki þær kjarabætur, sem lækkun- inni nam, heldur fóru þær beint í ríkissjóð. Slíkar ráðstafanir gera meiri skaða en gagn, þegar þeir sem eiga að njóta þeirra verða algjörlega afskiptir. Hvaða raunhæfar ráðstafanir hafa verið gerðar til niðurfærslu dýrtíðarinnar? Hækkandi verð á benzíni og olíu til upphitunar á húsum, dýrari þjónusta, dýrari húsaleiga og það sem verra er, útlit fyrir atvinnuleysi, aðallega hjá verkamönnum og iðnaðar- mönnum. Launþegar. Standið vörð um stéttarfélögin. Verndið samnings- rétt ykkar og mannréttindastöðu. Glatið ekki þessum réttindum í hendur fámennrar forustusveitar, sem reynir að halda ykkur í skefjum í skjóli ríkisvaldsins. —^ Máttur ykkur er byggður á frelsi einstaklinganna og stéttarlegri samstöðu þeirra. OLÍUFÉLAGIÐ SKELJUNGUR H.F. Öll þjóðin fagnar í dag þeim merka áfanga, sem náðst hefur í flugmálum landsmanna með komu hinna nýju véla FLUG- FÉLAGS ÍSLANDS HF. Frá upphafi hefur nafnið „S H E L LK verið nátengt þróunarsögu flugsins, enda hafa framkvæmdir á því sviði jafnan byggst að verulegu leyti á samhliða þróun á framleiðsluvörum olíuiðnaðarins svo og afgreiðslu- tækni á flugvöllum. Hvar sem flugvélar Flugfélags íslands leggja leið sína, njóta þær fyrirgreiðslu „SHELL“-félaga. — Hér á landi teljum vér traust það, sem félagið hefur sýnt oss með viðskiptum sínum viðurkenningu, er vér metum mjög mikils.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.