Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. maí 1957
MORGVIS BI AÐIÐ
9
S.Þ
Þongað mænir heimnrinn vonaraugum
NÝLEGA er Xokið fundum
í undirnefnd þeirri í Efna-
hags- og félagsmálaráði Sam-
einuðu þjóðanna, sem fer
með ýmis þau mál, sem
varða almenna þjóðfélagslega
stöðu og réttindi kvenna i hin-
um ýmsu hlutum heims.
Sigurlaug Bjarnadóttir,
fréttamaður Morgunbiaðsins,
hefir setið sem áheyrandi á
fundum þessum í New York,
en henni var veittur styrkur
í því skyni af bandaríska
Zonta-klúbbnum í Boston. —
„Zonta“ er alþjóðlegur félags-
skapur kvenna, er stofn. var
til vestan hafs upp úr lokum
fyrri heimsstyrjaldarinnar á
svipuðum grundvelli og
„Rotary“. Hefir starfsemi hans
síðan breiðzt víða um heim
og hér á tslandi eru starfandi
tveir Zonta-klúbbar, í Reykja-
vík og á Akureyri.
í greininni, sem hér fer á
eftir lýsir Sigurlaug nokkuð
hinum glæsilegu bækistöðvum
S. Þ. í New York. Síðar mun
hún skýra frá störfum ofan-
greindra funda S. Þ.
New York, í marz 1957.
„.... Farþegar, hafið bólu-
setningarvottorð til reiðu“, —
skipar einkennisbúinn starfsmað-
ur frá einhverju heilbrigðiseftir-
litinu. — Og ég sé, að ferðafé-
lagar mínir, sem næstum allir eru
eitthvað annað en íslenzkir, draga
syfjulega upp sína pappira og
sýna svart á hvítu það sem kraf-
izt er — eftir misjafnlega erfiða
leit innan um óteljandi önnur
vottorð, skírteini og skilríki af
öllum tegundum. — Já, það er
betra að hafa öll sín plögg í lagi
hér, lagsmaður, viljurðu ekki
hafa verra af.
— En ég? — Bólusetningarvott-
orð? — Hvers konar? — Til
hvers? — Eg hefi ekkert af því
tagi.
— Það var skrítið. Haldið þér,
að þér séuð einhver undantekn-
ing hér? Hvaðan komið þér?
— Hvaðan eg kem? — Frá
Reykjavík, beint frá Reykjavík.
— Nú, frá Reykjavík. Þá er
þetta allt í lagi! — Og með það
fer hann, sá borðalagði.
— Þið eruð víst ónæmir fyrir öll-
um pestum, þarna á íslandi, seg-
ir norskur sessunautur minn, og
eg læt það gott heita, þótt ég
viti að „rugg og velta“ í Búðinni
heima í Reykjavík er bráðsmit-
andi.
Við erum hér stödd á flugstöð-
inni í Gander á Nýfundnalandi,
eftir um átta klst. flug frá ís-
landi. Akaflega kuldalegt og ó-
yndislegt hér um að litast, enda
hánótt og umhverfið í svefni
nema þessi síkviki blettur, sem
við hér stöndum á, iðandi af flug-
vélum og fólki úr öllum áttum
é leið í allar áttir á nóttu sem
degi.
YFIR SLÓÐUM LEIFS
Tilveran er mun notalegri, þeg-
ar við, að skammri stundu lið-
inni, fljúgum í glaða sólskini
langt fyrir ofan skýin á leið til
New York, svífandi í hægu sæti
nokkrum þúsund metrum yfir
þeim slóðum, er Leifur frændi
vor sálugi hinn heppni og aðrir
hans líkar börðust í návígi við ís-
kaldar öldtir Atlantshafsins í leit
«ð óvísu landi.
En hvað þýðir að vera að veita
vöngum yfir þessum hlutum svo
óra langt að baki eða miklast af
því að við stöndum framar? —
Skyldum við hreint og beint geta
gefið okkur tíma til þess í öllu
okkar vonlausa kapphlaupi við
tímann? Fyrr en varir erum við
orðin að örlitlum flugum innan
um skýjakljúfana á Manhattan.
Hér verður engrar undankomu
auðið frá 20. öldinni, hversu mjög
sem við hefðum viljað dvelja
eilítið lengur með Leifi heppna.
HVAR SKAL BYRJA?
En hvar eigum við svo að
hefja okkar landkönnun? Við
þurfum víst hvorki að óttast
Indíána né aðra landsmenn okk-
ur fjandsamlega. Við gætum
mæta vel byrjað með að klífa
upp á topp Empire State, hæsta
byggingar veraldar. Það mun
vera ágæt aðf. til að fá skipulag
New York borgar sem skýrast inn
í höfuðið. En við þurfum ekki
endilega að byrja ofan frá. Við
getum fullt eins vel labbað nið-
ur að bakka East River og skoð-
að þar annað furðuverk veraldar,
sem okkur er vafalaust langtum
hugstæðara heldur en Empire
State risinn, þótt hann gnæfi 40
—50 hæðum hærra í loft upp.
Þetta furðuverk — því að víst
er það slíkt — er bækistöðvar
Sameinuðu þjóðanna.
TILHÖGUN ÖRLAGANNA
Sumir vilja telja það kald-
hæðnislega tilhögun örlaganna,
að þessi stórkostlega og glæsilega
stofnun, sem allur heimurinn hef-
ir mænt til vonaraugum — stund-
eru á þönum myrkranna á milli
upp og niður, niði^r og upp rnnsð
hávaðalausum leifturhraða.
Hér í þessum björtu og glæsi-
legu húsakynnum stunda þúsund-
ir karla og kvenna hin fjölbreyti-
legustu störf allan ársins hring,
störf, sem að vísu er hljóðara um
en fundi „hinna stóru“ í sölum
Allsherjarþingsins eða Öryggis-
ráðsins en sem engu að síður
hljóta að teljast til þungamiðj-
unnar af heildarstarfi Sameinuðu
þjóðanna.
f hAlfa stöng
En nú skulum við leggja leið
okkar inn í sjálfar fundarbygg-
ingar S. Þ., sem liggja á bak
við og til hliðar við skrifstofu-
báknið. Við getum komizt þang-
að eftir einhverjum ganganna,
sem tengja byggingarnar saman,
en fullt eins vel getum við líka
fangið okkur ferskt loft í leiðinni
og gengið utan frá inn um hinn
glæsilega aðalinngang.
Fyrir utan veitum við sérstaka
athygli fánastöngunúm rúmlega
60 að tölu, eða jafnmörgum að-
innar, er hér líka öll úr gleri.
Sameinuðu þjóðunum er víst al-
veg óhætt að búa í glerhúsi, því
að ekki munu þær kasta grjóti
í eina eða aðra átt.
Þegar inn kemur blasir við
vítt og mikið anddyri, sem er allt-
af iðandi af gestum og ferðamönn
um úr öllum áttum, sem hingað
eru komnir til að skoða hið mikla
friðarins musteri.
ALLS KONAR FÓLK
Þarna sér maður alls konar
fólk. Flokka ferðafólks eða skóla-
barna, í fylgd leiðsögumanna
sinna. Fólk af öllum litum og
þjóðernum. Þarna koma ungar
stúlkur í S. Þ. einkennisbúningi,
sem aka hjólastólum með sjúku
fólki. í einum þeirra er lagleg
lítil svertingjastúlka, lömuð upp
að mitti. 1 öðrum er flogaveikur
drengur, í þeim þriðja er mið-
aldra hærugrár maður, sem mér
virðist næstum óskiljanlegt, að
skuli vera lifandi. Hann er í
rauninni ekki meira an helming-
ur af manni — eða tæplega það.
Einhverja hörmungasögu á þessi
Bækistöðvar S. Þ. við Austurá i New York.
um örvæntingarfullum vonaraug-
um — eftir friði og öryggi hrelldu
mannkyni til handa — er til
húsa á . svæði, þar sem áður
stóðu sláturhús og aðrar lítt
hugþekkar stofnanir í daunillu
skuggahverfi. En það var allt lát-
ið víkja — allt rifið niður til
að reisa aftur af grunni tákn hins
stórkostlegasta átaks, sem sagan
getur um fyrr og síðar í þágu
bræðralags og einingar allra
þjóða.
HREINAR og tígulegar
LÍNUR
Mér finnst eg hvergi hafa séð
nýtízku-byggingarlist njóta sín
betur og birtast í jákvæðari
mynd en í þessum byggingum.
Stíllinn hreinn, einfaldur og tígu-
legur í senn. Við skulum fyrst
virða fyrir okkur aðalskrifstofu-
bygginguna, sem hæst ber. Hún
er byggð á 39 hæðum yfir jörðu
og víst þremur eða fjórum, sem
grafnar eru í jörð niður. Eg veit
varla við hvað ætti helzt að
líkja henni. Við gætum ef til vill
hugsað okkur risastóran og flat-
an aflangan kassa, úr gleri, sem
reistur væri upp á annan endann,
hliðarnar eru allar. úr gleri, í blá-
grænum lit, sem gefur bygging-
unni einkennilega hreinan og
ævintýralegan blæ. Gaflarnir eru
úr marmara.
ÓTELJANDI HÓLF
OG GANGAR
Innan dyra er byggingin jafn
þægilega hrein og bein og að ut-
an. Gleröskjunni hefir hér verið
skipt niður í óteljandi hólf og
ildarþjóðum S. Þ., sem mynda
tígulega sveigmyndaða röð fremst
á svæði S. Þ. Venjulega blakta
fánar aðilja á stöng, en í dag að-
eins einkennisfáni S. Þ. — í hálfa
stöng vegna hins sviplega andláts
Magsaysay, forseta Filippseyja,
sem fórst í flugslysi í gær.
HJÁLPH) OKKUR!
Athyglin beinist líka sérstaklega
að öðrum níu fánastöngum, sem
komið er fyrir hinum megin göt-
unnar, beint á móti fánaröð S. Þ.,
fyrir ofan stórt hvítt áklæði fram
an á lágreistri múrsteinsbygg-
ingu. Á áklæðinu stendur skrif-
að svörtum stöfum:
„Hinar Sameinuðu þjóðir.
Við heimtum brottför allra
Sovét-herja úr löndum okkar —
og frjálsar kosningar. — Hjálp-
ið okkur!
Þjóðir Albaníu, Búlgaríu,
Tékkó-Slóvakíu, Ungverjalands,
Eistlands, Lettlands, Litavíu, Pól-
lands, Rúmeníu."
Eg veit ekki, hve lengi þetta
er búið að hanga þarna. Eg sé,
að hvíti dúkurinn er orðinn slit-
inn — og stengurnar eru hér lika
fánalausar. En þessi hjálpar-
beiðni — þetta ákall hinna níu
fjötruðu þjóða, verkar óþægilega
á mig — eins og neyðaróp bág-
staddrar veru.
En hér stöndum við þá fyrir
framan fundarbygginguna, sem
við ætluðum að líta inn í. Hún
er miklu lægri en skrifstofubygg-
ingin við hliðina, en línurnar,
fullkomlega einfaldar sem fyrr,
eru fjölbreytilegri og þokkafyllri
fyrir augað. Framhliðin, sem rís
vesalings maður að baki, og varla
getur hann litið björtum augum
mót framtíðinni.
En heyrði eg ekki ungbarns-
grát þarna einhvers staðar? Jú,
reyndar. Þarna stendur ungur
maður, sem hampar litlum barn-
unga í ferðapokanum sínum —
sennilega einn af þessum fyrir-
myndar amerísku eiginmönnum,
sem nauðugir viljugir keppast
við að gera betri hlutanum til
hæfis.
ÞÝÐING AF MUNNI
RÆfiUMANNSinS
Út frá þessum stóra og bjarta
forsal liggja svo fundarsalir S. Þ.
í ýmsar áttir. Hinn stærsti þeirra
og tilkomumestur, er salur Alls-
herjarþingsins. Þar eru sæti fyrir
rúmlega 900 fulltrúa og ráðgjafa
þeirra, þúsund áheyrendur og á
5. hundl'að mánns frá blöðum,
útvarpi og sjónvarpi. Við hvert
einasta sæti er heyrnartæki og
áheyrandinn getur hlustað á um-
ræðurnar, sem fram fara hverju
sinni á ensku, frönsku, spænsku,
rússnesku eða kínversku, eftir því
sem honum bezt líkar. Hann
þarf ekki annað en að færa stilli
á töluna 1, 2, 3, 4 eða 5 á
smáskífu neðan á sætinu. Túlk-
arnir, sem sitja í blaðaherbergj-
um við fundarsalinn, sjá fyrir
því. Þeir þýða af furðulegu ör-
yggi og hraða setningu fyrir setn-
ingu, jafnótt sjálfum ræðumann-
inum, sem talar á sínu móður-
máli. — Sama fyrirkomulag er
í öllum hinum fundarsölunum.
ÓHEMJU KOSTNAÐUR
Uppi á annarri og þriðju hæð
finnum við m. a. setusali og veit-
ingasali, sem ætlaðir eru fulltrú-
um eingöngu. Hér er gengið á
dúnmjúkum teppum, er nú út í
hvern krók og kima og yfirleitt
er allt eins glæsilega úr garði gert
og hugsazt getur. — Hvílíkt ó-
hemju fé hefir ekki þurft til að
byggja öll þessi salarkynni og
búa svo vel og vandlega að öll-
um hlutum? — Eg held að það
þýði varla að hugsa í minna en
trilljónum, ef við ætlum okkur
að áætla kostnaðinn í íslenzkum
krónum.
Það er annars fremur fátt
um fulltrúa S. Þ. hér um þess-
ar mundir. Allsherjarþingið hefur
lokið störfum — stóri salurinn
hljóður og tómur.
í dag eru boðaðir fundir í
gæzluverndarráði og auk þess á
að opna hina árlegu ráðstefnu í
þeirri deild Fjárhags- og félags-
málaráðsins sem fer með þau
mál sérstaklega er snerta stöðu
kvenna í þjóðfélögum hinna
ýmsu landa heims. Þessi nefnd,
eða ráð, sem er ein af átta öðr-
um, sem Fjárhags- og félagsmála-
ráðið skiptir störfum sínum niður
á, er skipuð fulltrúum (öllum
konum) frá 18 löndum. Flestir
fulltrúanna hafa einn eða fleiri
ráðgjafa sér við hlið.
SAMA SAGAN AR
EFTIR AR
Við lítum inn í fundarsal nr.
II, þar sem konurnar munu halda
fundi sína þær tvær-þrjár vikur,
sem þær sitja á rökstólum. Fund-
arstjóri hefir verið kjörinn full-
trúi Svíþjóðar, mjög svo geðþekk
og sköruleg kona. Hún ljær orðið
fulltrúa Sovétríkjanna, sem hefir
kvatt sér hljóðs og kvartar yfir
því, að Kínverska alþýðulýðveld-
ið skuli ekki eiga fulltrúa á þessu
þingi. Kínverski fulltrúinn( full-
trúi Formósu-stjórnarinnar) smá-
vaxin gráhærð kona, bregzt við
allsnögglega og mótmælir harð-
lega. Telur tillögu Sovétfulltrú-
ans um þátttöku kínverskra
kommúnista engan rétt eiga á
sér og er byrst í máli. — Mér er
sagt, að svipuð orðaskipti þess-
ara fulltrúa endurtaki sig ár eft-
ir ár. sib.
Iðnaðarhusnæði
30—40 ferm., sem næst Hlemmtorgi, óskast
undir léttan iðnað.
Uppl. í síma 5720.
ganga á alla vegu og lyfturnar hærra en afturhluti byggingar-
Til sölu eru
Standard 8 (model 1946),
Ford, prefekt (model 1948) og
Willys landbúnaðarjeppi.
Bílarnir eru allir í góðu standi.
Bílarnir verða til sýnis á bifreiðaverkstæði
Jóns Friðgeirs við Hálogaland í dag.