Morgunblaðið - 01.05.1957, Síða 3

Morgunblaðið - 01.05.1957, Síða 3
Miðvikudagur 1. maí 1957 MORGVTSBLAÐIÐ 3 Fjársöfnun til minningar um Niels Finsen DANIR eru nú að reyna að utvega 100.000 danskar krónur til að halda við nafni og minningu kins kunna vísindamanns Niels Finsens, sem var íslenzkur f aðra sett, eins og kunnugt er, og stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík (Lærða skólann). Það er dr. med. Börge Christensen frá Finsen-stofnuninni, sem er að reyna að útvega fjárhæðina og hefur góða von um, að það megi takast. Þessar 100.000 krónur verða hluti af 250.000 dönskum krón- um, sem Alþjóðanefndin fyrir geislarannsóknir er að safna í þeim tilg. að geta aftur hafið veit ingu eins eftirsóttasta heiðurs- merkis í vísindaheiminum — hins alþjóðlega Niels Finsens- heiðurspenings. EIGNIRNAR HURFU Nefndin er mjög þekkt og virt vísindaleg stofnun, sem starfar undir umsjá UNESCO. Fyrir síðari heimsstyrjöld veitti hún Niels Finsen-heið urspeninginn, sem er gullpen- ingur sem viðurkenningu fyrir mikilvæg störf á sviði geisla- rannsókna. Eignir sjóðsins, sem voru í Þýzkalandi, hurfu í styrjöldinni. Alls hafa fimm menn hlotið gullpeninginn, svo auðsætt er að hér er um mjög fágæta viðurkenningu að ræða. HUNDRAÐ ÁRA AFMÆLI 1960 Áriff 1960 eru liffin hundraff ár frá fæffingu Finsens, og standa vonir til, aff þá megi aftur ut- hluta hinni merku viffurkenn- ingu, sem ber nafn hans. Hins vegar eru engir fjármunir fyrir hendi. Þess vegna starfa nú tveir verður safnað í öðrum löndum. Sjálfur höfuðstóll sjóðsins verð- ur ekki hreyfður, heldur verður vöxtum hans einum varið til út- hlutunar á heiðurspeningnum. — Honum fylgir engin fjárhæð, en móttakandinn fær greiddar ferð- ir sínar og samferðamanns síns til og frá landinu, þar sem verð- launum er úthlutað hverju sinni. EINN MERKASTI VÍSINDA- MAÐUR NORDURLANDA Niels Finsen er meff réttu kall- affur faffir geislalækninganna. — Hann uppgötvaffi efnafræffileg áhrif sólarljóssins á líkamann, og tók upp skipulagða baráttu gegn dauðanum með aðstoff sólarinn- ar. Hann var einn atkvæffamesti vísindamaður sem Norffurlönd hafa aliff, enda eru Danir mjög hreyknir af honum, og þaff meg- um við íslendingar kannske líka vera, því hér í Reykjavík hlaut hann þá undirstöffumenntun sem gerffi honum kleift að leggja út í læknisfræffina. Hussein kveður Rússa vaða reyk Amman, 30. apríl — Frá Reuter. UUSSEIN konungur neitaði í dag þeirri fullyrðingu ^ Rússa, að Bandaríkin hefðu hlutazt til um máiefni Jóradaníu. Sagði hann, að þessar fullyrðingar væru gripnar úr lausu lofti. Allt sem gerzt hefði í Jórdaníu væri með vilja þjóðarinnar og ráðstafanirnar sem gerðar hefðu verið væru henni fyrir beztu. Hann fullvissaði fréttamenn um, að verstu vandræðunum væri nú lokið og gaf í skyn, að Jórdanía mundi þyggja 10 milljón dollara efnahagsaðstoð frá Bandaríkjunum, en það yrði an nokkurra skuldbindinga. Seint í kvöld tilkynnti bandaríska utanríkisráðu- neytið, að Jórdanía hefði opinberlega þegið 10 milljón dollara lánið, en það er ekki í neinum tengslum við áætlun Eisenhowers um efnahagsaðstoð við löndin við austanvert Miðjarðarhaf, enda hafði Hussein lýst því yfir, að hann hefði engan áhuga á för Richards til Austurlanda. Þetta 10 milljón dollara lán er til við- bótar öðru 5 milljón dollara láni, sem Jórdanía hefur þegar fengið í Bandaríkjunum. Athugasemd frá formanni félags rafvirkja Niels Finsen, menn aff því aff safna fé í sjóff- inn, þeir dr. Christensen og hinn frægi þýzki visindamaður dr. Rajewsky viff Max Planck-stofn- unina í Frankfurt. Dr. Christensen vonast til að geta safnað 100.000 krónum í Dan mörku, en því sem eftir er, þ.e. andvirði 150.000 danskra króna, Helztu fréttir í gær ★ f fimmta sinn á 12 árum kommúnistastjórnar í Austur-Þýzka landi hefur þjóffinni veriff tilkynnt, aff ekki verði hægt aff létta af henni martarskömmtun, enda þótt því hefffi veriff heitiff 1. maí. Kjöt, feitmeti, mjólk og sykur verffur eftir sem áffur skammtað. ★ Rúmlega 1700 bandarískir sjóliðar og landgönguliðar hersins gengu á land í Beirut í Líbanon í dag í 4 daga land gönguleyfi. Hluti af 6. flotanum kom til Beirut í opinbera heimsókn, en önnur skip hans, þeirra á meðal stærsta flug- vélamóðurskip veraldar, „Forestal" (60.000 tonn) eru að æfingum á austanverðu Miðjarðarhafi. ★ Fulltrúar þeirra 15 þjóða, sem mynduðu með sér notenda samband Súez-skurðarins, hafa að undanförnu setið á ráðstefnu í London til að ræða hinar nýju tillögur Egypta um Súez-skurðinh. Er um það rætt, hvort tillögurnar skuli samþykktar til bráða- birgða eða haldið fast við fyrri stefnu. Endanleg ákvörðun um málið var ekki tekin, og hefjast umræður aftur á fimmtudag, eftir að fulltrúarnir hafa gefið stjórnum sínum skýrslu. ★ Þegar neffri málstofa brezka þingsins kom saman í dag eftir páskaleyfið, stóff Macmillan upp og kvaffst enn vera aff athuga bréfiff sem hann fékk frá Bulganin á laugardaginn fyrir páska. Hann hefur sent Búlganin bráðabirgffasvar þar sem hann lætur í ljós ánægju yfir áhuga Búlganins á því aff bæta sambúff Breta og Rússa, en fer fram á meiri tíma til aff íhuga hin mikilvægu vandamál, sem tekin eru til umræffu í bréfi Búlganins. Aff því er snerti heimsókn til Moskvu, þá kvaffst Macmillan þurfa aff hugsa máliff betur, því nauffsynlegt sé aff slík heimsókn sé vel undirbúin og tímabær. ★ Adenauer hefur beðið rússnesku stjórnina að skýra það, hvers vegna hún veitti enga eftirtekt þeim fullvissunum um hervæðingu Vestur-Þýzkalands, sem nýlega voru gefnar. Rússar héldu því fram í orðsendingu sinni, að Vestur-Þjóð- verjar hefðu í hyggju að búa heri sína kjarnorkuvopnum, og vöruðu þá við slíkum vígbúnaði, þar sem Rússar kynnu þá að gera landið að kirkjugarði, ef til styrjaldar kæmi. Tveim- ur dögum áður en þessi orðsending barst til vestur-þýzku stjórnarinnar hafði Adenauer tjáð rússneska sendiherranum í Bonn, að Vestur-Þjóðverjar ættu engin kjarnorkuvopn, mundu ekki fagna þeim og mundu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma á kjarnorku-afvopnun undir ströngu eftirlit. Hann sagði sendiherranum, að hann vildi fá þessar fullvissanir sendar beint til rússnesku stjórnarinnar. Hvers vegna voru þær algerlega virtar að vettugi? spurði hann. ★ Sænski sendiherrann Gunnar V. Jarrings, sem sendur var til Kasmír á vegum Sameinuðu þjóðanna til að rannsaka deilu Ind- verja og Pakistansbúa, gaf Öryggisráðinu skýrslu sína í dag og gagði, að Kasmír-deilan virtist óleysanleg eins og sakir stæðu, •nda þótt báðir aðilar væru fúsir að finna lausn á málinu. En þeir geta ekki komið sér saman um lausnina. Það sem annar samþykkir fellir hinn. EFTIRFARANDI athugasemd barst Morgunblaðinu í gær: „Hr. ritstjóri! Vegna fréttar í blaði yðar í dag, varðandi fund um uþpsögn samninga í „Rafvirkjafélaginu“, leyfi ég undirritaður mér hér með að fara fram á, að þér birtið eftirfarandi athugasemd í blaði yðar: . 1 umræddri frétt er svo að orði komizt, að „tillaga þess efnis“ að segja upp samningum, hafi verið felld á fundinum með 6 atkv. meiri hluta. Hið rétta er, að til- laga kom fram á fundinum um að segja upp samningum og „hafa þá lausa“. Þessi tillaga var af- greidd með rökstuddri dagskrá, sem samþykkt var með öllum þorra atkvæða gegn 8. Þá segir ennfremur í nefndri frétt: „formaður félagsins, Ósk- ar Hallgrímsson, neitaði að við- hafa leynilega atkvæðagreiðslu“ o. s. frv. Hér er enn hallað réttu máli. A umræddum fundi notaði ég mér heimild félagslaga og skip aði Óskar Guðmundsson fundar- stjóra. Það kom því í hans hlut, að stjórna umræðum og atkvæða greiðslum á fundinum, og það var að sjálfsögðu hann, sem fundar- stjóri, sem kvað upp þann úr- skurð, að atkvæðagreiðsla skyldi fara fram með handauppréttingu. Rökstuddi fundarstjóri þann úr- skurð sinn, með skýlausum á- kvæðum fundarskapa félagsins, hvað þetta atriði • snerti. Reykjavík, 30. apríl 1957, Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Virðingarfyllst, Óskar Hallgrimsson, form. Fél. ísl. rafvirkja". Sjálfsagt er að birta þessa at- hugasemd formanns Félags ísl. rafvirkja. Samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem blaðið verður að telja öruggar, er það rétt, að til- lögu um að segja upp samning- um var vísað frá með rökstuddri dagskrá, enda var talið, að á henni væru formgallar. En hitt er ekki nefnt í athugasemd for- mannsins, sem er aðalatriðið, að aðeins 32 félagsmanna greiddu at- kvæði með tillögu meirihluta stjórnarinnar um að segja ekki upp samningum, en 26 greiddu •tkvæði á móti tillögunni og margir sátu hjá. Var atkvæða- munurinn því aðeins 6 atkvæði eins og Mbl. skýrði frá í gær. Varðandi það, að fundarstjóri neitaði að viðhafa leynilega at- kvæðagreiðslu, er því haldið fram af mörgum félagsmönnum, að engin stoð sé fyrir þeim úr- skurði í félagslögunum og hafi því fundarstjóra borið að fara að almennum fundarsköpum og leyfa leynilega atkvæðagreiðslu. Fjölmargir fundarmanna óskuðu hennar og því hafi fundarstjóri beitt ólýðræðislegum aðferðum, er hann neitaði þeim áskorunum. Cagnstœðar skoðanir á hœttunni af geislun Hcettan er hverfandi lítil FRA ÞVÍ var skýrt í blaðinu á sunnudaginn, að bandaríski vís- indamaðurinn dr. W. F. Libby, sem er meðlimur kjarnorkunefnd ar Bandaríkjanna, hefði lýst því yfir að hættan af kjarnorku- sprengingum væri hverfandi lít- il. í bréfi sem dr. Libby sendi dr. Alb. Schweitzer á laugard. sagði hann m.a., að hættan við kjarn- orkusprengingar væri „mjög lítil borin saman við áhættuna, sem menn lifa við alls staðar og er eðlilegur liður í tilveru þeirra". Dr. Libby var að svara þeirri aðvörun, sem dr. Schweitzer sendi frá sér í síðustu viku, þar sem hann kallaði kjarnageislun- ina „stórslys fyrir mannkynið". Libby hrósar í bréfi sinu mann- úð og sannfæringarkrafti Schwei tzers en lætur í ljós efa um, að hann hafi haft aðgang að nýj- ustu upplýsingum. Stöðva verður tilraunir strax Kj arnorkuvísindamennirnir Frederic Juliot-Curie frá Frakk- landi og Cecil F. Powell frá Eng- landi, sem báðir hafa hlotið Nó- belsverðlaunin, hafa sent út á- skorun þess efnis, að kjarnorku- sprengingum verði hætt þegar í stað. Þeir sendu þessa áskorun á vegum Alheimssambands vís- indamanna, en Juliot-Curie er forseti þess, en Powell formaður stjórnarinnar. Vísindamennirnir tveir lýstu yfir því, að geislavirkt Strontium og önnur efni stofni mannkyn- inu í hættu og ógni óbornum kynslóðum, þar sem geislunin í heiminum fari vaxandi ár frá ári. Þeir hétu á vísindamenn að birta „skýrar og nákvæmar upplýsing- ar“, sem geri öllum almenningi ljósa hina miklu hættu, sem kjarnorkutilraunir hafa í för með sér. Eden af sjúkrahúsi BOSTON, 29. apríl—Sir Anthony Eden, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, fór í dag af sjúkra- húsi, en þar var hann skorinn upp vegna gallsteina fyrir 16 dögum. Heldur Eden til Kanada ásamt konu sinni. Verða þau þar gestir brezka landsstjórans. Hammarskjöld á fund páfa Hammarskjöld átti langar viðræður við páfann í dag, en ekki var gefin nein opinber tilkynning að þeim loknum. Síðar í dag flaug Hammar- skjöld til Genfar, þar sem hann mun sitja þing Efnahags- nefndar Evrópu. Fréttir í stuttu máli 30. april — Frá Reuter. ★ Tass-fréttastofan skýrffi frá því í dag, aff rússneski fulltrúinn í afvopnunarnefnd fimmveldanna sem situr á rökstólum í London, muni leggja fram nýjar tillögur um afvopnun af hálfu rússnesku ríkisstjórnarinnar. Þykir þaff tíff- indum sæta sem von er. ★ Útvarpið í Peking tiikynnti í dag, aff affvörunin, sem útvarp- aff var á dögunum til Kinverja, um aff gæta varúffar í sambandi viff kjarnorkusprengingar Rússa í Síberíu, hefði ekki komiff frá Peking, heldur frá einhverri Ieynilegri útvarpsstöff í Kina effa nágrannalöndunum sem oft út- varpaffi á sömu bylgjulengd og Pekingútvarpiff. Voru Kínverjar m.a. beðnir aff þvo grænmeti sitt, birgja brunna og gera affrar var- úffarráffstafanir gegn geislavirku ryki frá Síberiu. ★ Wheeler hershöfðingi lok- aði í dag aðalstöðvum björgunar- flota Sameinuðu þjóðanna í Is- mailia og fór til Kaíró. Þaðan flýgur hann til New York á laug- ardag. ★ Bandaríkin hafa tilkynnt aff þau muni greiffa 40% af kostn- aðinum við öryggissveitir Sam- einuffu þjóðanna í löndunum fyr- ir botni Miffjarffarhafs. ★ Hungursneyð vofir nú yfir litla fjallaríkinu Nepal á norður- landamærum Indlands, ef ekki. verður að gert. Er talið að um 2 milljónir marina séu í lífsbáska af þessum sökum. ★ Tilkynnt var í dag, aff svar H.C. Hansens til Búlganins yrffi birt í nótt, afffaranótt 1. maí, en Rússar hafa hins vegar tilkynnt aff þeir muni ekki birta þaff af „tæknilegum ástæffum“ fyrr en 4. mai. Bréf Búlganins barst Han. sen 28. f. m.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.