Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 20
20 MORCTJISBLAtHÐ Miðvikudagur 1. mai 195T j Austan rj I eftir John É Steinbeck 1 23 i L ! Kichmund og ekki Appomattox". „Hvernig veiztu það?“ „Ég sá það í dagbókinni hans. Hún var send hingað með öðrum skjölum, er hann átti“. Adam andvarpaði. 1 brjósti hans ólgaði skyndilega einhver ólýsan- legur fögnuður. Hann hristi höf- uðið, næstum vantrúaður. Charles hélt áfram: „Hvernig gat hann þetta? Hvernig í fjandanum gat hann þetta? Enginn efaði orð hans. Gerðir þú það? Gerði ég það? Gerði mamma það? Nei, það gerði enginn. Ekki einu sinni í Was- hington". Adam reis á fætur: „Hvaða mat ur er til á heimilinu? Ég er alveg að farast úr hungri". „Ég slátraði kjúkling í gær- kveldi. Ég skal steikja hann, ef þú nennir að bíða á meðan“. „Áttu ekkert, sem fljótlegra er að matreiða?“ „Saltað svínsflesk og egg“. „Já, komdu með það“, sagði Adam. Þeir hættu að glíma við spum- inguna, sneiddu hjá henni, fóru í kringum hana. Þeir viku ekki að henni einu orði, en samt komst ekkert annað að í hugum þeirra. Þá iangaði báða til þess að tala um hana, en gátu það ekki. Charles steikti flesk og egg og hitaði baunir í skaftpotti. „Ég plægði talsvert mikið af nýju □- -□ Þýðing Sverrir Haroldsson □-----------------------□ landi“, sagði hann, „og sáði rúgi í það“. „Hvemig gekk það?“ „Ágætlega, þegar ég var húinn að ná öllum steinunum upp“. Char les strauk hendinni yfir örið á enninu: „Ég fékk þetta bölvað ör, þegar ég var að glíma við einn þeirra". ,Já, þú skrifaðir mér um það“, sagði Adam. „Sagði ég þér nokk- urn tíma frá því, hvað mér þótti vænt um bréfin þín?“ „Þú skrifaðir aldrei mikið um sjálfan þig eða þín störf“, sagði Charles. „Ég vildi sem minnst um þau hugsa. Þau voru ekki svo skemmti leg“. „Ég las um herferðirnar í blöð- unum. Varst þú með í þeim?“ „Já. Ég vildi ekkert um þær hugsa“. „Drapstu Indíána?" „Já, við drápum Indíána". „Þetta er víst mesti óþjóðalýð- ur?“ „Það er víst“. „Þú þarft ekki að tala um þetta, ef þér leiðist það“. ATVIIMIM A Starf hjúkrunar- og ráðskonu við sjúkrahúsið í Hólma- vík, er laust frá 1. júní nk. Umsóknir um starfið sendist til Friðjóns Sigurðssonar, Hólmavík, eða Þorgeirs Sigurðssonar, s. st., fyrir 15. maí nk., sem veita nánari upplýsingar. Hólmavík, 23. apríl 1957. Stjórn sjúkrahúss Hólmavíkurlæknishéraðs. MR-ICK - AIR-VVICK Lykteyðandi og lofthrginsandi undraefni. Njótið ferska loftsins innan húss allt árið. Aðalumboð: ÓLAFUR GÍSLASON & CO. H. F. Sími 81370 „Nei, ég vildi heldur tala um eitthvað annað“. Þeir snæddu við daufa birtu olíulampans. „Það yrði bjartara hérna inni, ef ég kæmi því ein- hvern tíma í verk að þvo lampa- glasið“. „Ég skal gera það“, sagði Adam. „Það er erfitt fyrir einn mann að anna öllu“. „Það er gott að þú skulir vera kominn heim aftur. Eigum við að bregða okkur í veitingahúsið í kvöld?“ „Við sjáum nú til. Annars lang ar mig helzt til að sitja hérna og rabba við þig í ró og næði“. „Ég skrifaði þér víst aldrei neitt um það, að þeir hafa stúlk- ur á veitingahúsinu. Kannske þú hefðir gaman af að koma þangað með mér. Þeir skipta um þær hálfs mánaðarlega. Kannske þig langi til að líta á þær“. „Stúlkur?" „Já, þær eru uppi á lofti. Alltaf tilbúnar. Ég hélt að þú myndir kannske — af því að þú ert svona nýkominn heim —“ „Ekki í kvöld. Kannske seinna. Hvað kostar það?“ „Einn dollara. Allra snotrustu stelpur, flestar þeirra". „Kannske seinna“, sagði Adam. „Undarlegt að þær skuli fá að vera þarna“. „Já, það fannst mér nú líka, í fyrstu. En fyrirkomulagið er mjög skynsamlegt". „Ferðu þangað oft?“ „Svona á tveggja og þriggja vikna fresti. Það er anzi einmana- legt að búa hér aleinn". „Einu sinni skrifaðir þú mér, að þú værir að hugsa um að fara að fá þér konu“. „Já, ég var að hugsa um það. En svo fann ég enga við mitt hæfi, þegar til átti að taka“. Þannig mösuðu bræðurnir um allt nema það sem þeim lá þyngst á hjarta. Alltaf öðru hverju var hin nagandi spurning komin fram á varir þeirra, en þá flýttu þeir sér að beina talinu inn á aðrar brautir og héldu áfram að rabba áhugalaust og annars hugar um stjórnmál og sjúkdóma, afkomu og efnahag. Brátt var allt umræðuefni að þrotum komið. Þeir voru búnir að tala um allt sem hugsazt gat og klukkan var orðin margt. „Eigum við ekki að fara að leggja okkur?“ spurði Adam. „Jú, bráðum“. Þeir þögöu og það var eins og ömurlegt myrkur næturinnar smygi inn í sálir þeirra. „Ég hefði gjarnan viljað sjá jarðarförina", sagði Charles. „Hún hefur víst faríð fram með mikilli viðhöfn”. „Viltu sjá úrklippurnar úr blöð- unum? Ég geymi þær allar inni í herberginu mínu“. „Nei, ekki í kvöld“. Charles þokaði stól sínum nær og studdi olnbogunum á borðplöt- una: „Við verðum að taka ákvörð un“, sagði hann órólegur. „Við getum frestað því eins lengi og við viljum, ert við verðum, nauðug- ir viljugir, að afráða hvað við eigum að gera“. „Já, ég veit það“, sagði Adam. „Ég vildi bara fá örlítinn umhugs unarfrest áður“. „Hvaða gagn yrði að því? Ég hef haft tíma til að hugsa, nægan tíma. En hugsanimar hringsner- ust bara í einni bendu í hausnum á mér og ég varð engu nær. Nei, það er gagnslaust að fresta því, sem fram á að koma“. „Getur verið. Getur verið. Um hvað eigum við þá að tala fyrst? Illu er bezt aflokið og við getum hvort eð er ekki um annað hugs- að“. „Ja, það eru þá fyrst og fremst þessir peningar", sagði Charles. „Rúmlega hundrað þúsund doll- arar — heil auðæfi“. „Og hvað með þá?“ „Ja, hvaðan komu þeir?“ „Hvernig ætti ég að vita það? Ég sagði áðan, að kannske hefði hann hagnazt svona vel á einhverj um arðbærum viðskiptum í Was- hington". HÁRDÚKUR fyrirliggjandi. O. V. Jóhannsson & Co. Hafnarstræti 19 Símar: 2363 og 7563. Tveir vanir rafsuðu menn O S K A S T Vélaverkstæðið Sig. Sveinbjömsson hf. Skúlatúni 6. M ARKÚS Eftir Ed Dodd 1) — út með þig þrjóturinn, i 2) Broddgölturinn leggur á hrópar Markús og kastar skó í flótta, en um leið sveiflar hann broddgöltinn. * , skottinu alsettum broddum í fót- legginn á MarkúsL | 3) — Ó, þessi litli þrjótur hef- ur meitt mig með broddunum. „Finnst þér það sennilegt?“ „Sennilegt og sennilegt ekki. Ég veit ekkert um þetta og get því ekki myndað mér neina skoðun um það“. „Þetta eru miklir peningar“, sagði Charles. „Þetta eru heil auð- æfi, sem við höfum erft. Við gæt- um alveg sezt í helgan stein og lif- að eins og greifar til dauðadags, ef við kærðum okkur um slíkt. Þú hefur kannske ekki gert þér fulla grein fyrir því ennþá, hversu ríkir við erum. Við erum auðugri en nokkrir aðrir hér um slóðir". Adam hló. „Og þú segir þetta, eins og um æfilangan fangelsis- dóm væri að ræða“. „Hvar fékk hann allt þetta fé?“ „Hvað vai-ðar okkur um það?“ sagði Adam glettnislega. „Nú skul um við hætta að þreyta okkur á slíkum heilabrotum og gleðjast bara yfir fengnu fé“. „Hann barðist ekki við Gettys- burg. Hann tók ekki þátt í einni einustu orrustu. Hann særðist í smáóeirðum og þar með var allri hans hermennsku lokið. Allt ann- að, sem hann sagði frá stríðinu, var lygi — hauga-lygi“. „Hvað áttu við?“ „Ég held að hann hafi stolið peningunum“, sagði Charles með sársaukafullum örvæntingarrómi. „Þú spurðir um mína skoðun og þarna hefurðu hana“. „Veiztu þá kannske líka hvar hann stal þeim?“ „Nei“. „Hvers vegna heldurðu þá, að hann hafi stolið þeim?“ „Það var allt lygi, sem hann sagði um stríðið". „Og hvað kemur það máiinu við?“ „Jú, ég meina, sko. — Úr því að hann laug, þá getur hann alveg eins vel hafa stolið líka“. „Hvar og hvernig?" „Hann gegndi ábyrgðai'miklu starfi hjá Sambandi uppgjafaher- manna. Kannske hefur hann stolið úr peningaskápnum, falsað bæk- urnar?“ Adam andvarpaði. „Ef þetta er raunverulega þín skoðun, hvers vegna skrifarðu þá ekki Samband inu, skýrir frá grunsemdum þín- um, og færð bækurnar endurskoð- aðar?. Ef grunur þinn reyndist á rökum byggður, þá gætum við end urgreitt peningana". Örvæntingarfullur þjáningasvip ur kom á andlit Charles og örið á enni hans virtist dökkna að mikl um mun. „Varaforsetinn fylgdi honum til grafar. Forsetinn sendi krans. í líkfylgdinni voru hundr- uð bifreiða og þúsundir gangandi SBUtvarpiö Miðvikudugur 1. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,30 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvinsson). 19,00 Tón- leikar (plötur). 20,20 Hátíðisdag- ur verkalýðsins: a) Ávörp flytja Hannibal Valdimarsson félags- málaráðherra, Eovarð Sigurðsson, varaforseti Alþýðusambands Is- lands og Sigurður Ingimundarson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. b) Kórsöngur: —■ Söngfélag verkalýðssamtakanna í Reykjavík syngur. c) Upplestur: Þórbergur Þórðarson rithöfundur les úr verkum sínum. d) Gaman- þáttur: Úr reviunni: „Gullöldin okkar". 22,05 Tónleikar: Söngvar frá ýmsum löndum (plötur). 22,45 Danslög (plötur). — 01,00 Dag- skrárlok. Fiinmtudagur 2. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni“, sjó- mannaþáttur'(Guðrún Erlendsdótt ir). 19,00 Þingfréttir. 19,30 Har- monikulög (plötur). 20,30 Náttúra Islands; III. erindi: Lax (Þór Guð jónsson veiðimálastjóri). 20,55 Tónleikar (plötur). 21,30 Útvarps sagan: „Synir trúboðanna" eftir Pearl S. Buck; XV. (Séra Sveinn Víkingur). 22,10 Hæstaréttarmál (Hákon Guðmundsson hæstarétt- arritari). 22,25 Sinfónískir tónleik ar (plötur). 23,10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.