Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 16
16 MORCTJNBT *ÐIÐ Miðvikudagur 1 maí 1957 Ný gerö skreiöarhjalls sem ver fiskirm vætu og eykur gæöin Hugmynd Páls frá Vestmt NÝLEGA kom Mbl. að máli við Pál Oddgeirsson fyrrverandi út- gerðarmann og kaupmann í Vest- mannaeyjum. Páll er mikill áhugamaður um allt sem að út- gerð lýtur og að undanförnu hefir hann unnið að því að koma á framfæri hugmynd sinni um nýja tegund skreiðarhjalla, sem hann álítur stórum hagkvæmari og hentugri en þá sem nú eru í not- kun, og myndi geta sparað ís- lenzkum útgerðarmönnum mikið fé ef teknir yrðu í notkun. Fer spjallið við Pál hér á eftir. ★ — Mbl. hefur fregnað að þér hafið í huga að gjöra endurbætur á þurrkun skreiðar og vinnið að þeim tilraunum nú. — Já, það er rétt. Mér fannst liggja í augum uppi, að verja þyrfti fiskinn regni — í svo regn- sömu landi, sem íslandi, enda er það vitað að mjög er erfitt að verja skreiðina fyrir jarðslaga, eins og þurrkun er nú háttað. í för minni til útl. eftir áramótin kynntist ég þýzkum verkfræðingi mjög rómuðum fyrir ýmiss konar uppfinningar. Lýsti ég fyrir hon- um hugmynd minni — og þér sjáið nú hér fyrir framan okkur likan af nýjum skreiðarhjalli, eins og ég tel heppilegast að hafa þá. Líkanið er gert í Þýzkalandi. — Hafið þér fengizt við skreið- arframleiðslu? — Já, ég held það sé rétt, að ég hafi fyrstur útgerðarmanna í Eyjum hafið verkun á skreið. Það var árið 1940. Ég hafði frétt að útgerðarmenn hér syðra væru byrjaðir á þessari verkun, en þá í smáum stíl og fékk ég áhuga á að vera með. Hjall eins og menn syðra notuðu hafði ég ekki séð. Vildi nú svo vel til að ég ræddi þetta mál við gamlan Eyja- mann sem var fróður um margt, Hann segir: Fyrir nokkrum árum herti hér norskur maður þorsk til að flytja til Noregs. Ég held að úti á Torfmýri við Herjólfsd. séu léifar af hjalli hans. Það reyndist rétt, þar lá hálfbrotinn hjallur er ég gerði sem nýjan, og hóf þegar skreiðarherzlu. Þessi hjallur var með 3 þurrkhæðum, eins og fyrir myndin hér, en þó mikið öðru vísi gerður. Oddgeirssonar Ég breiddi ævinlega yfir skreið ina, þegar útlit var fyrir rign- ingu, en tók verjuna af, þegar til sólar sást. AÐ SIÐ FORNMANNA — Hvernig fenguð þér þessa hug mynd að nauðsyn væri að verja fiskinn vætu? — Það veittist mér auðvelt. Ég hafði séð byrgin í Fiskhellra- nefi við Herjólfsdal þar sem for- feður Eyjamanna höfðu þurrkað fisk sinn um aldaraðir. Saman- ber það, að íbúar Eyja flúðu und an Tyrkjurn upp í byrgin. Það var árið 1627. I þess- um byrgjum kom ekki dropi á fiskinn. Þá mátti sjá grjótbyrgi á Ofanleitis- og Æðarhrauni, sem notuð voru fyrr á sínum tímum til að verka skreið. Því er því slegið föstu, að forfeður vorir hafa litið svo á að óumflýjanlegt væri að verja skreiðina vætu. Og tek ég eindregið undir þá skilyrð- islausu nauðsyn. — Hvaða ávinning teljið þér í því að hafa verjur yfir hjöllun- um? — 1. Fiskurinn verður miklu fallegri útlits, með því næst eðli- legur roðlitur. 2. Án efa fæst miklu þyngri vikt. Bendi ég á að skreið sú sem ég verkaði með yfirbreiðslu var miklu þykkri að sjá en skreið nú til dags — og þar með þyngri að vikt. (Skreið þá sem ég verkaði seldi ég Samb. ísl. samvinnufél., og líkaði hún vel). Skreið þessi var seld til Ítalíu til neyzlu þar í landi. 3. Þegar athuguð er skýrsla Veðurstofu íslands um úrkomu- daga á tímabilinu, marz—júní — 4 mánuði eða 122 daga, eru jafn- aðarúrkomudagar, síðan skreið- arframleiðsla hófst árin 1950— 1956 sem hér greinir: Úrkomudagar Vestmannaeyjar 74 5/7. Suðurnes, Rvík og sennil. Akranes 64 4/7 dag. Akureyri og umhverfi 45 3/7 dag. Að þessari staðreynd athug- affiri þætti mér ekki ósennilegt að fiskurinn (skreiðin) rýrn- aði meffi núverandi verkunar- fyrirkomuiagi eitthvað kring- um 10 af hundraði. Auk þess sem hinn ásækni jarðslagi kæmi vart til greina. Með fyrirkomulagi því er ég vil koma í framkvæmd, verður skor- ið úr þessu mikilvæga atriði fyrir Páll Oddgeirsson. íslenzka útgerð með því að reyna þessa aðferð. Bera saman útlit fisks og vikt — með gömlu og nýju þurrkunaraðferðinni. Má þá ganga úr skugga um hvort halda skal áfram með gömlu aðferðina eða nota það sem arðvænlegra reynist. KOSTIR NÝJA HJALLSINS Fjörefni hljóta að rýrna við svo mikla vætu sem fiskur verður fyrir meðan hann hangir uppi, eftir tilraun mína verður þetta atriði rannsakað efnafræðilega erlendis. Bragð af soðinni skreið er sem ekkert, það hefi ég reynt, sem eðlilegt er. Vætan hefur séð fyrir því. — — Hvað getið þér sagt um ávinning gagnvart skreiðaherzlu í þessum nýja hjalli yðar? — 1. Hjallurinn er 90 fermetr- ar meffi þrem þurrkhæffium og því auffivelt að hafa yfirbreiffislu. 2. Gömlu hjallarnir eru yfir- leitt 177 fermetrar en aðeins með einni þurrkhæffi, enda er 52% minna þurrkrúm í þeim, en þriggja hæða nýja hjallinum. 3. Hjallarnir endast miklu leng ur, ef þeim er hlíft fyrir vætu. — Segið þér mér Páll, hafið þér notið nokkurrar aðstoðarhins opinbera til að koma þessum endurbótum í framkvæmd.? Myndin er af líkani af skreiðar- hjallinum. Hann er áætlaður 15 m langur og 6 m breiður eða alls 90 ferm. En með því að hjallurinn er gerður með 3 þurrkhæðum er þurrkrúmið 270 ferm. enda getur hann tekið 52% meira aí fiski en hjallar þeir sem nú eru notaðir, og eru 177 ferm. allir en að- eins með einni þurrkhæð. Líkanið sýnir ekki rétt hlutföll, en gefur aðeins hugmynd um hvernig hjallurinn skal byggður. Að sjálfsögðu er fyrirhugað hæfi- legt hæðarrúm, til þes að vindur- inn geti leikið milli hæðanna. Myndin sýnir að miðhluti hjalls- ins er hærri — 5 metra langur. Er það gert til þess að vindurinn geti leikið inn í hjallinn þrátt fyrir yfirbreiðslurnar á hon- um. Þær eru þrjár og hver þeirra þriðjungur af lengd hjallsins Þær eru með sterkum olíuborn- um böndum sem vel skulu fest í jörð. Yfirbreiðslurnar má taka fljótlega af með því að kasta böndunum yfir hjallinn. í ráði er að gera a.m.k. 1 slíkan hjall og gefst þá skreiðarframleiðendum færi á að kynna sér gerð hans og notagildi. — Eins og sakir standa er þetta að segja: Ég sýndi framkvæmda- stjóra Skreiðarsamlagsins, hr. alþm. Jóhanni Þ. Jósefssyni ásamt formanni stjórnar samlags ins, hr. Óskari Jónssyni fyrir- myndina affi þessum nýja hjalli. Framkvæmdastj. J.Þ.J. og stjórn arform. Ó.J. leizt vel á hugmynd ina og lögffiu eindregið til, að ég gjörði tilraun á þessari vertíð og leitaði til stjórnar Fiskveiðasjóðs til að koma þessum nýju til- raunum í framkvæmd. Ég skrif- aði stjórn Fiskimálasjóðs hinn 6. marz síðastliðinn, en ég hefi enn sem komið er ekki fengið svar stjórnarinnar. Hitt hefi ég fregnað að sjóðstjórnin hafi óvenju mörg erindi til afgreiðslu, ásamt því sem formaður stjórn- arinnar hr. Sigurvin Einarson situr nú á Alþingi. Hinsvegar héfði verið æskilegt að sjóðstjórn in hefði gefið svar við nefndu bréfi, svo hægt væri að korna þessum tilrauna endurbótum 1 framkvæmd nú þegar, því þorsk- vertíð er nú að nálgast lok. — Hver er kostnaður við hina nýja hjall og yfirbreiðslur. — Með því að fara hyggilega að, t. d. með því að hver útgerð- armaður kaupi 5—10 yfirbreiðsl. ur á ári má fullvíst telja að hann fái þær meira en greiddar með meiri þunga og verðmeiri vöru. Bændur horfa ekki í þann kostnað að verja töðuna frá hrakn ingum og telja sér hag í. Hví ættu útgerðarmenn ekki að gera hið sama varðandi skreiðina? Sœmundur Guðmundsson frá Brunná MARGIR eru þeir, og flestir lítt geðþekkir fylgifiskar ellinnar. Skal hér nú hann telja er nú liggur næst í huga mér. Sam- ferðamenn, vinir og kunningjar hverfa örar yfir um landamæri lífs og dauða, er aldur færist yf- ir sjálfan mann. Jafnaldrarnir gjörast gamlaðir og náttúrulög- málið lætur ekki hjá líða að krefja þá lokagjalda ævi þeirra. Þeim sem eftir lifa þykir flest- um sem vinaflokknum hafi fækk- að um tölu þeirra sem horfið hafa, því að þeim er það lítt að skapi, og oft nokkuð um hönd að kippa öðrum í rúm þeirra, sem burtu eru. Öllum er það áskilið að greiða skuld þeirra fyrir lífið og er ekki um slíkt að sakast, en því er ekki að neita að yfirleitt verður líf mannsins fábreytilegra og kennir þar meir einstseðingsskaparins, sem högg- in verða fleiri og stærri verða skörðin í vinaraðirnar. Þó glæða minningarnar um góða drengi og konur huga vorn og ylja oss í ellinni. 1 vetur hefir riddarinn á Helj- arbleik farið víða og höggvið títt. Nýlega hefir hann fellt til jarð- ar einn vina minna. Þann 8. þ.m. var borinn til grafar að Kirkju- hvoli í Saurbæ Sæmundur Guð- mundsson bóndi frá Brunná neðri. Krankur fór hann hingað suður til Reykjavíkur í vetur til þess að leita sér heilsubótar. — Nokkru eftir áramótin lagðist hann í Landsspítalann og var þar um tíma allhress, en snögglega brá til hins verra og missti hann þá að mestu rænu og andaðist eftir örfáa daga. Lungnakrabbi varð honum að aldurtila þann 25. f. m. 29. sama mán. var hald- in fjölmenn kveðjuathöfn yfir 'nonum í Fossvogskapellu. Var líkið síðan flutt í Saurbæ vest- ur, því að þar vildi hann beinin bera og í þeirri sveit hafði hann dvalið mestan sinn aldur. Var hann jarðsettur að viðstöddu fjöl- menni. Sæmundur heitinn var fæddur að Kverngrjóti í Saurbæ 20. febr. 1889. Hann var kominn af gegn- um og góðum bændaættum. For- eldrar hans voru þau hjónin Guð- mundur Jónsson Hannessonar og Margrét María Jónsdóttir. Undir eins og hann var fær um að vinna fyrir sér var honum komið í vist til vandalausra. Hann dvaldist fram yfir þrítugsaldur í Saurbæ og á Skarðsströhd ým- ist vinnumaður eða lausamaður og lagði á margt gjörva hönd, t. d. sótti hann til Vestmanna- eyja nokkrar vertíðar. Árið 1924 réðst Sæmundur til mín að Staðarfelli og þar kynnt- ist hann eftirlifandi konu sinni, — mtnnsng Skógum er þá var hjá okkur hjón um. 1926 fluttust þau hjónaefn- in út á Skarðsströnd og fór Mar- grét þá um haustið í ljósmæðra- skólann, Þau giftust haustið 1927 og fékk Margrét þá veitingu fyrir Saurbæjarljósmóðurum- dæminu er hún rækir enn. Síðan hafa þau búið í Saurbæ á ýmsum jörðum, en Brunná neðri keypti Sæmundur 1946 og þar hafa þau búið síðan. Reisti hann þar stórt og vandað íbúðarhús úr steini og hefir bætt jörðina á annan hátt. Þau hjón hófu búskap nær eigna- laus en hefir farnazt vel. Er Margrét dugnaðar- og mannkosta- kona. Hún hefur á hendi síma- vörzlu og bréfhirðingu sem hvort tveggja var flutt að Brunná fyrir nokkrum árum. Börn þeirra hjóna eru fjögur: dóttir gift í Hafnarfirði Elzti sonurinn kvænt ur, býr á hluta Brunnár. Tveir yngri bræðurnir eru heima í for- eldragarði og vinna þar nú að bústörfum hjá móður sinni. Það var bjart framundan fyrir þeim Brunnárhjónum er heilsan — sem aldrei var traust Sæmundi —. brast og dauðinn barði að dyrum. Sæmundur heitinn var meS hæstu mönnum, frekar grannvax- inn, kvikur á fæti og vel á sig kominn. Jafnan var hann glaður og reifur. Stundum lenti hann í orðasennum, því að fast hélt hann á máli sínu og var enginn veifiskati í skoðunum. Helzt var það í stjórnmálum, enda var hann ekki myrkur í máli uni skoðanir sínar þar. Þótt brýnur þær gætu orðið allsnarpar á köfl- um var slíkt ekki lengi erft. — Sveitarmál lét hann allmjög til sín taka en sótti litt eftir nefnd- arsætum. — Hann var manna vin sælastur og vildi hverjum greiða gera. Trygglyndur var hann og traustur vinur vina sinna. Áttu þeir engan slíkan málsvara sem Sæmund ef ráðizt ver að bakl þeim. Möttu hinir drenglunduðu andstæðingar þetta hugarfar hans að verðleikum. Sveitungar hans og aðrir þeir er af honum höfðu kynni sakna hans nú og finnst að horfinn sé hinn hressandi and- blær er Sæmundi fylgdi þar sem hann fór. Nú ert þú farinn héðan góði trausti vinur. Vér trúum því að þú sért ekki okkur horfinn að fullu, þú hinn hreinlyndi mað- ur með höfðingslund — oft fram- ar en efni leyfðu, — hvass í máli með viðkvæmt hjarta. — Væntum endurfunda á landi fagnaðar. Vér sem eftir stönd- um þökkum samveruna hérna megin og munum lengi geyma minningarnar um hinn falslausa mann. Sumardaginn fyrsta 1957 Þorst. Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.