Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 24
I Rússnesk æska Sjá bls. 13 96. tbl. — Miðvikudagur 1. maí 1957. Kommúnistar rjúfa ein- ingu verkalýðsins 1. maí Fulttrúar yfirgnœfandi meirihlufa verkalýðsfélaganna í Reykjavík vara við þáttföku í útihátíðahöldum kommúnista KOMMÚNISTAR tóku þá stefnu, að koma í veg fyrir, að verka- lýðsfélögin stæðu einhuga um 1. maí, að þau undirrituðu sam- eiginlegt ávarp í tilefni dagsins og stæðu að öðru leyti saman að hátíðahöldunum þennan dag. Félög lýðræðissinna tóku því það ráð að gefa út sérstakt ávarp, sem undirritað er af fulltrúum yfirgnæfandi meirihluta verkalýðs í Reykjavík og er það birt á forsíðu blaðsins. Kommúnistar munu aftur gefa út sitt sérstaka ávarp og hafa þeir, í nafni fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, náð undir sig útihátíðarhöldum í tilefni dagsins. Meirihluti verkalýðsfélaga í bænum hefur hins vegar netað þátttöku í hátíðahöldunum og eru annars staðar í blaðinu birtar yfirlýsingar frá mörgum félögum þess efnis. Auk þess hefur Bandalag starfsmanna ríkis og bæja neitað að taka þátt í hátíðahöldunum. MBL. hefur snúið sér til Berg- steins Guðjónssonar, formanns Hreyfils, sem var í þeirri nefnd, sem semja skyldi sameiginlegt ávarp 1. maí og spurt hann um hvernig ágreiningnum milli lýð- Farm vann Víking 1 GÆRKVÖLDI fór fram leikur í Reykjavíkurmótinu milli Vík- ings og Fram. Rigning var og dimmt mjög og völlurinn blaut- ur. Lauk þessum leik með því að alls voru sett 15 mörk og komu þau öll á mark Víkings- manna, sem í hálfleik höfðu fengið á sig níu mörk. ræðissinna annars vegar og kommúnista hins vegar, hafi ver- ið varið. Fer frásögn Bergsteins hér á eftir: Kommúnistar hafa nú komið í veg fyrir að verkalýðurinn og aðrir launþegar stæðu saman um hátíðahöldin 1. maí og sameigin- legt ávarp á þeim degi. Þetta varð með þeim atburðum, sem nú skal greina: Nefnd sú, sem kosin hafði ver- ið til að semja sameiginlegt ávarp 1. maí kom saman til funda fyrir páska. Var þeim Jóni Sigurðssyni og Edvard Sigurðs- syni falið að semja uppkast að ávarpinu. Unnu þeir að því og við þá uppkastsgerð kom Edvard fram með þá kröfu að í ávarpinu yrði tekið svo til orða, að þess væri krafizt af íslenzkri alþýðu að samþykkt Alþingis frá 28 marz 1956 um að herinn hverfi úr landi, verði framfylgt. Var nú bætt tveim mönnum í nefndina, ef það mætti verða til að sætta, en lýðræðissinnar töldu á engan hátt tímabært að krefjast brott- farar varnarliðsins, eins og nú standa sakir. Var rætt um þetta á ýmsum fundum en engu varð um þokað. Kommúnistar héldu fast við, að krafizt væri brott- farar varnarliðsins og vildu ekki sætta sig við annað. Lýðræðis- sinnar fóru fram á að þessu deilu- atriði yrði sleppt úr ávarpinu og komu fram með tillögur til orða- lagsbreytinga, en kommúnistar sinntu því ekki neinu. Virðist augljóst, að þeir hafa, frá upp- hafi, ekki viljað hafa einingu um daginn úr því, þeir létu máiið stranda á þann hátt, sem þeir gerðu. Klausan um brottför varn- arliðsins varð þeim skálkaskjól til að rjúfa eininguna um 1. maí. Rigiiing og dimm- viön EFTIR hádegi í gær var mikil rigning hér í Reykjavík. Súld hafði verið fram yfir hádegið, en þá tók að rigna. Var stórrigning hér öðru hverju og mældist rign- ing rúmlega 10 millimetrar hér í gærdag. 1 dag eru horfur á áframhaldandi súld og rigningu. Vegna dimmviðris var Reykja- víkurflugvöllur lokaður í gær og tafðist för eins Faxans að utan. Var hann væntanlegur í gær- kvöldi, en kemur sennilega um hádegisbilið í dag. HM NÝJU VICKERES-VISCOUNTFLÚGVÍLAR FLUGFÉLAG8 ÍSIWS KOMA í DAG PRÉTTAMENN áttu í gær viðtal við fulltrúa Flugfélags fslands, * Svein Sæmundsson. Skýrði hann þeim frá komu hinna tveggja Vickeres-Viscount-flugvéla Flugfélagsins, sem væntanlega lenda kl. 4 i dag á Reykjavíkurflugvelli. Eru þetta fyrstu flugvélar þess- arar gerðar sem keyptar eru hingað til landsins. Að lokinni lendingu hefst mót- tökuathöfn við flugskýli nr. 5 á Reykjavíkurflugvelli, en það stendur austur af húsi Flugfélags- ins á vellinum. Athöfnin hefst með því að Guðmundur Vil- hjálmsson, formaður stjórnar F.Í., flytur ræðu, en síðan talar Éy- steinn Jónsson, flugmálaráð- herra. Þá verða báðar flug- vélarnar skírðar. Lúðrasveií Reykjavíkur leikur og sveit flug- skáta stendur heiðursvíirð. Kommúnistar ætluðu aldrei að hafa einingu um l.maí KOMMÚNISTAR rufu einingu um hátíðahöldin 1. maí vegna þess, að lvðræðissinnar vildu ekki taka kröfu þeirra um framkvæmd ályktunarinnar frá 28. marz 1956, um brottflutning varnarliðsins upp í 1. maí ávarp verka- lýðsfélaganna. En voru það ekki kommúnistar, sem tóku þátt í því að semja við Bandaríkjamenn um áframhaldandi dvöl varnar- tiðsins í landinu? A. m. k. upplýsti „Þjóðviljinn“ það í vetur. Og hafa þeir ekki einnig átt þátt í því í ríkisstjórninni að semja við Bandaríkin um hvert dollaralánið á fætur öðru, sem greiðslu fyrir snarsnúninginn í varnarmálunum? Þeir hafa meira að segja verið með í því að taka á móti „gjafa- komi“ frá Ameríku. Svo koma þessir karlar og krefjast áskorunar á sjálfa sig um að herinn verði látinn fara, og rjúfa einingu um hátíðahöld verkalýðsins þegar lýðræðissinnar vilja ekki taka þátt í skrípaleik þeirra!! Nei, á kommúnistum getur enginn tekið mark. Þeir snúast frá degi til dags eins og vindhani á bæjarburst. FIMM MANNA ÁHÖFN Fimm manna óhöfn er á vélum þessum, tveir flugmenn, „navro“ sem gegnir bæði starfi loftsigl- ingafræðings og loftskeytamanns, og tvær flugfreyjur. Enskir flug- stjórar fljúga vélunum heim og fyrstu ferðirnar eftir að þær hafa hafið millilandaflug héðan, en síðan taka við flugstjórarnir Jó- hannes Snorrason, Hörður Sigur- jónsson, Anton G. Axelsson, Gunnar Frederiksen og Sverrir Jónsson. SKRIFSTOFUR ERLENDIS Fyrir síðustu helgi voru opnað ar tvær nýjar skrifstofur Flug- félags íslands, í Kaupmannahöfn og Glasgow. f Kaupmannahöfn í sama húsi og áður, Vesterbro- gade 60, en á götuhæð í stað 3. hæðar og veitir henni forstöðu Birgir Þórhallsson. f Glasgow er skrifstofan í 146 St. Vincent Street og er forstöðumaður henn- ar Einar Helgason. Ægir greip landhelgis- brjót í fyrrinótt ÞEGAR varðskipið Ægir var á siglingu heim í fyrrakvöld eftir allanga útivist með fiskifræðinga, sem voru í rannsóknarleið- angri með skipinu, kom það að brezkum togara að veiðum í land- helgi og var hann tekinn. Gerðist þetta um miðnætti í fyrrinótt. Togarinn, sem heitir Howard og er frá Hull, var að veiðum innan fiskveiðitakmark- anna við Geirfugladrang. — Mun togarinn hafa verið kringum IV2 sjóm. fyrir innan, er hann sást í ratsjá varðskipsins. Hann togaði út frá landi. Var togaranum gefið stöðvunarmerki og skotið að hon. um þrem lausum skotum en þá nam hann staðar. Var hann þá um hólfa mílu fyrir innan línuna. f gærmorgun kom Ægir með togarann hingað til Reykjavíkur, og hófst nokkru eftir hádegi í gær rannsókn í málinu. Togar- inn var búinn að vera stutt á veiðum. Háseti sá sem var við stýri tog- arans, einn varðskipsmanna, fékk hvorki vott né þurrt alla leiðina, en það tíðkast þó jafnan að Fi •ansk-íslenzkiir viðskiptasamii- ingur HINN 10. apríl s. 1. var undirrit- aður í París samningur um við ■ skipti milli fslands og Frakk- lands fyrir tímabilið frá 1. apríl 1957 til 31. marz 1958. í samningnum er gert ráð fyr- ir útflutningi til Frakklands aðal lega á fiski og fiskaðfurðum og innflutningi á frönskum iðnáð- arvörum til fslands á svipuðum grundvelli og verið hefur. Samninginn undirritaði fyrir fslands hönd Agnar Kl. Jónsson sendiherra og fyrir hönd Frakk- lands M. Louet, aðstoðarforstjóri í viðskiptadeild franska utan- ríkisráðuneytisins. (Frá Utanríkisráðuneytinu). hressa varðskipsmenn, sem eru við stýrið, á heitum sopa á leið til hafnar. Búizt er við dómi í máli Ho- wards árdegis í dag. Réttarrannsókn í Vestmannaeyjum 1 VESTMANNAEYJABLAÐ- INU Fylki, sem út kom hinn 27. apríl, er frá því skýrt að fram muni fara réttarrannsókn út af því að í ljós hefur komið að um peningavanskil er að ræða hjá starfsmanni rafveitunnar þar. —• Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri nemur fjárhæðin kr. 411.984,04. Manni þessum var af bæjar- stjórn Vestmannaeyja veittur 14 daga frestur hinn 14. marz síðastl. til þess að standa rafveitunni skil á þessu fé, en honum var ekki unnt að gera það. f aprílbyrjun varð rafveitunefndin þar í bænum sammála um að leggja það til við bæjarstjórn að láta fram fara réttarrannsókn og það samþykkti bæjarstjórn síðan á fundi sínum. Helen Keller væntanleg hingaS BANDARÍSKI rithöfundurlnn heimskunni Helen Keller kemur hingað til lands 7. maí n.k. Eina og kunnugt er, er Helen Keller blind, og daufdumb. Sjálfsævi- saga hennar hefir komið út á ís- lenzku. Hún kemur hingað á vegum samtaka málleysingja og blindra og hefir í hyggju að kynnast hög- um þeirra. Þessi félög neitn oð tnho þótt í hótíðahöldunum í dng Bakarasveinafélag íslands, Bifreiðastjórafélagið Hreyfill, Félag blikksmiða, Félag ísl. atvinnuflugmanna, Félag ísl. nuddkvenna, Félag ísl. rafvirkja, Félag rakarasveina, Félag sýningarmanna 1 kvik- myndahúsum, Flugfreyjwfélag íslands, Hið íslenzka prentarafélag, Iðja, félag verksmiðjufólks, Þróttur, félag vörubílstjóra, Svona líta Faxarnir nýju út Múrarafélag Reykjavíkur, Prentmyndasmiðafélag íslands, Féiag matreiðslumanna, Félag framreiðslumanna, Matsveinafélag S.M.F., Sjómannafélag Reykjavíkur, Starfsstúlknafélaglð Sókn, Sveinafélag pipulagningamanna, Trésmiðafélag Reykjavíkur, Verkakvennafélagið Framsókn, Verzlunarmannafél. Reykjavíkur Bandalag starfsm. ríkis og bæja. Þessi launþegasamtök telja rúmiega 12 þús. meðliml, en þau samtök, sem standa a* bakl kommúnista hafa aðeins um 5 þúsund félaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.