Morgunblaðið - 04.05.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1957, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLA&IÐ Laugardagur 4. marz 1957 Helgafell stofnar nýjan bókaklúbb NÚ er rúmt ár liðið síðan tímaritið Nýtt Helgafell hóf göngu sína. Um leið og þessi annar árgangur hófst, var stofnaður BÓKAKLÚBBUR HELGAFELLS. Félagar í honum teljast allir áskrifendur tímaritsins, en engir aðrir. Merhjasala fyrir Jaðar EINS og undanfarin sumur, mun Þingstúka Reykjavíkur efna til sumardvalar fyrir börn að Jaðri á þessu sumri. Vegna hins mikla kostnaðar, sem slíkri starfsemi er óhjá- kvsemilega samfara, hefur nefnd sú, sem sér um hana, fengið leyfi til að hafa merkjasölu, starfinu til styrktar fjárhagslega. Mun sú merkjasala fara fram á sunnu- daginn kemur. Nú er það von nefndarinnar að sem flest böm komi til móts við hana til hjálpar við söluna, eink- um treystir þó nefndin því að þau börn, sem dvalið hafa undanfarin siunur að Jaðri, bregðist nú vel við og gangi dyggilega fram í merkj asölunni. J>á er það ennfremur ósk nefnd arinnar að fólk almennt hér í bænum taki vel á móti hir.u unga sölufólki og kaupi merkin. Hvert selt merki léttir fjárhagslegan róður nefndarinnar, sem vissu- lega er þungur. . T, „ _ „ , Börn þau, sem verið hafa í ur er okeypis. Jon E. Guðmunds- sumardvöl að Jaðri, láta mjög vel son kennarl stjornar leiksynmg- Á fundi með fréttamönr.um í gær skýrði Ragnar Jónsson og aðrir forráðamenn Helgafells frá stofnun þessa nýja klúbbs. — Létu þeir þess getið, að þátttöku í honum fylgja engar skuldbind- ingar, en aftur á móti fá félagar hans tækifæri til að kaupa bæk- ur Helgafellsútgáfunnar með sérstökum kjörum, auk þess sem þeir geta innan tíðar fengið lán- aðar ýmsar bækur félagsins. Út- gáfubækur klúbbsins sjálfs eiga þeir kost á að fá með kostnaðar- verði, eða 50% afslátt af bók- hlöðuverði. Hins vegar ráða þeir því sjálfir, hve margar bækur klúbbsins þeir kaupa. KLASSISK VERK Bókaklúbbur Helgafells mun gefa út sérstaka bókaflokka, en 3—5 bækur verða í hverjum flokki. I fyrsta flokknum, sem r Frá Handíða- og mynd- listaskólanum BÖRNUM, sem í vetur stunduðu nám í teikni- og föndurdeildum Handíða- og myndlistaskólans, er í dag kl. 5 síðd. boðið að sjá hand- og strengbrúðuleikrit í skólanum í Skipholti 1. Aðgang- af veru sínni þar og mörg þeirra hafa verið þar oftar en einu sinni. Aðstandendur þeirra hafa einnig lýst ánægju sinni með þessa starfsemi. Fræðslumálaskrifstofan hefur talið þessa starfsemi alla svo til fyrirmyndar að hún hefur látið gera litkvikmynd af henni. Merkin verða afhent 1 Góð- templarahúsinu í fyrramálið — sunnudagsmorgun — kl. 10 stund víslega. -□ ALMENNUR foreldrafundur í Melaskólahverfi, haldinn í Mela- skólanum 8. apríl 1957, álítur mjög brýna nauðsyn bera til þess að hefjast nú þegar handa um byggingu Sundlaugar Vesturbæj- ar. Þar sem vitað er, að þegar er fé fyrir hendi til byrjunaríram- kvæmda, skorar fundurinn á hlut aðeigandi yfirvöld að veita nauð- synleg leyfi til byggingarinnar. □---------------------------□ Jórdonío biður um gjuldirest AMMAN, 2. maí. — Jórdanska stjórnin hefur farið þess á leit við brezku stjórnina, að gjald- frestur verði veittur á afborgun- um Jórdaníumanna fyrir vopn og annað það, er Bretar létu þeim í té, er þeir fluttu her sinn á brott úr landinu. Jórdaníumenn keyptu sam- kvæmt samninginum við Breta um brottflutning herliðs þeirra úr Jórdaníu, allan útbúnað brezka hersins þar í landi við brottför hans. í gær féll í gjalddaga fyrsta af- borgunin, 652 þús. sterlingspund, en vegna erfiðleika þeirra, sem Jórdaníustjórn hefur átt í að undanförnu, gat hún ekki innt greiðsluna af hendi. Sugði tals- maður stjórnarinnar, að Jórdaníu menn þörfnuðust ekki langs gjaldfrests. Rændu 5 bræðrum RABAT, 2. maí. — Fimm sonum fyrrum Pasjans af Marakesh, E1 Glaui, sem lézt í fyrra, var rænt í gær. Voru það menn úr hinum svonefnda „frelsisher“, sem rændu piltunum, er þeir voru í bifreið á leið til golfvallar skammt frá heimili þeirra. Ræn- ingjarnir skipuðu ökumanninum að fara út úr bifreiðinni, en óku síðan á brott með bræðurna 5. E1 Glaui var á sínum tima einn tryggasti stuðningsmaður Frakka í Marokko. kemur út á næstu 12 mánuðum verða eingöngu klassísk verk: Uppreisn englanna eftir Anatole France, Krapasnjór eftir Dostojevski, Drottning f jallalandsins eftir Lion Feuchtwanger, Silfrið prests- ins eftir Selmu Lagerlöf og De Profundis eftir Wilde. Þýðendur eru: Helgi Hjörvar, Magnús Ásgeirsson, Stefán Pét- ursson, Tómas Guðmundsson og Einar Ásmundsson. Kaffi- og merkjasala I. maí HAFNARFIRÐI. — Eins og und- anfarin ár gengst slysavarna- deildin Hraunprýði fyrir kaffi- og merkjasölu nú um lokin og verður hún á fimmtudaginn kem ur eða 9. maí, því að ekki þótti tiltækilegt að hafa lokadaginn II. þ. m., fyrir fjáröflunardag, þar sem þann mánaðardag ber upp á laugardag. Eins og að venju verður selt kaffi í Alþýðu- og Siálfstæðis- húsinu frá kl. 3 til 11,30 síðd., og verða þar á boðstólum heima- bakaðar kökur, latkökur, pönnu kökur, alls konar tertur og fleira. Munu Hraunprýðiskonur gefa allt það, sem þarf með kaffinu og eru þær góðfúslega beðnar að hafa tal af frú Halldóru Jóhanns dóttur, Austurgötu 29 eða koma gjöfunum í Sjálfstæðishúsið n.k. miðvikudagskvöld. — Þá verða seld merki á götum bæjarins, en þau eru eftirlíking af hinum fagra fána félagsins. — Form. merkjanefndar er frú Soffía Sig- urðardóttir. Hafnfirðingar hafa ávallt sýnt starfsemi Vorboðakvenna mik- inn og góðan skilning og ætíð verið reiðubúnir að styrkja slysavarnadeildina þegar til þeirra hefur verið leitað. Salan á lokadaginn í fyrra gekk t. d. mjög vel. 10 þús. krónum af því, sem þá kom inn, var varið til kaupa á innsiglingaljósum hér í höfninni. Og einnig núna hafa konurnar í hyggju að láta eitt- hvað af hendi rakna í sama til- gangi af því fé, sem inn kemur 9. maí nú í ár. — G. E. Manndráp í Alsír París, 3. maí — Frá Reuter. Á SÍÐUSTU 24 klukkustundum voru 32 uppreisnarmenn í Alsír drepnir og 5 handteknir víðs veg- ar í landinu, samkvæmt opin- berum frönskum skýrslum. Ógn- aröldin er þannig enn í algleym- ingi. Fékk 4ra herb. íbúð á 10 ára afmœlisdaginn í GÆR var dregið í 1. flokki happdrættis DAS um 10 vinn- inga. Allir miðar í happdrættinu seldust upp, og fengu færri en vildu. Stærsti vinningurinn er 4ra herbergja íbúð að Klepsvegi 24, sem er nýtt sambýlishús og er íbúðin fullgerð og hin vandaðasta. Hún kom á miða nr. 5399 i um- boðinu vestur á Flateyri og er eigandinn Kristín Björnsdóttir, sem í gær átti 10 ára afmæli, sjó- mannsdóttir þar í kauptúninu. Annar vinningurinn, Bel Air Chevrolet 1957, kom á miða nr. 62730 í umboðinu Austurstræti 1, og er eigandinn Guðbrandur Guð- jónsson, bankamaður í Lands- bankanum, Skeggjagötu 10 hér í bæ. „Fiat 1100“ fólksbíll kom á miða 1786 í umboðinu í Keflavík og er eigandinn Margrét Hólm, Hátúni 4 þar. Ferðin til Bermuda- eyja fyrir tvo kom á miða nr. 41803 í umboðinu Austurstræti 1. Hreppti þessa hvíldarferð fimm barna móðir, frú Anna Hjörleifs- dóttir, Langagerði 86. Húsgöga eftir eigin vali fyrir 25.000 kr. komu á miða 44319 sem Sigurður Auðunsson, Sigtúni 51, á. — Vandað Horung-Möller píanó kom á miða nr. 33,207, sem Gunnar Jónsson, Nýbergi í Kefla- vík á. Útvarpsgrammófónninn með segulbandi kom á miða 59434 Hildur Jónsdóttir í Breiðagerði 29. „Sex landa sýn“ fyrir tvo kom á miða 33738: Guðni Ingimarsson, Hólmgarði 64, sjómaður, sex barna faðir. Vespu-bifhjól: 43525, Skúli Skúlason, Vesturgötu 66 hér í bæ, og 10. vinningurinn: heimilistæki eftir eigin vali fyrir 15.000 kr. á miða 38204: Hannes Björnsson, póstmaður, Grettis- götu 98. — Fundur NATO Framh. af bls. 1. landi, Pearson frá Kanada og Menderes frá Tyrklandi. ÖNNUR MÁL Siðar í dag var rætt um sam- starf bandalagsríkjanna á öðr- um sviðum en þeim, sem lúta að hernaði. Þá var rætt um skýrslu Ismay lávarðar, hins frá- farandi framkvæmdastjóra bandalagsins, en að lokum talaði forseti fundarins, Bretano Mar- tino, utanríkisráðherra Itala. Samkvæmt tiilögu Lange utan- ríkisráðherra Norðmanna var sett upp sérstök nefnd til að vinna að endursameiningu Þýzka lands. Verkefni hennar verða fyrst og fremst að meta aðgerðir Rússa og ákveða, hvaða afstöðu beri að taka til þeirra tiliagna, sem Rússar kunna að bera fram. YFIRLÝSINGIN I sameiginlegri yfirlýsingu, sem utanríkisráðherrarnir fimmtán gáfu út að fundinum loknum, segir m. a., að At- lantshafsbandalagið hafi ætíð verið og verði áfram varnar- bandalag, það hafi verið myndað til að vernda með- limaríkin gegn árásum og hafi það tekizt, enda þótt árásarhættan vofi stöðugt yf- Tító cmdvxfjuir ofheldi í VIÐTALI, sem Tító átti nýlega við blað flokks síns, „Borba“, lýsti hann yfir andstöðu sinni við ofbeldi eða hefndarráðstaf- anir innan kommúnistaskipulagsins. Sagði Jiann, að þar sem komm- únistar kæmust til valda, ættu þeir ekki að hefna sín á mönnum gamla skipulagsins. Enda þótt Tító nefni ekki Sovétríkin eða núverandi stefnu rússneska kommúnistaflokksins, er litið á þessi ummæli hans sem svar við þeirri yfirlýsingu, sem nýlega var gefin í Sovétríkjunum, að Tító væri andvígur alræði öreiganna. Við höfum aldrei andmælt al- ir. Ennfremur segir, að Sov- étríkin hafi byrjað herferð gegn bandalaginu til að kasta hjúpi gleymskunnar yfir at- burðina í Ungverjalandi; þessl ferð hafi m. a. það markmið að æsa almenningsálitið í meðlimaríkjunum upp gegn því, að bandalagið búi sig beztu og nýjustu vopnum, þannig að varnar-aðstaða þess veikist. Styrkur bandalagsins sé hins vegar eina vörnin gegn yfirgangi árásarríkja. Þá segir í yfirlýsingunni, að grimmdarleg fjöldamorð Rússa í Ungverjalandi geri samskipti austurs og vesturs mjög erfið. Sundrung Þýzka- lands og ástandið í Berlín sé ennfremur stöðug ógnun við heimsfriðinn. En atburðirnir við austanvert Miðjarðarhaf gefi hins vegar til kynna, að hægt verði að stemma stigu við útbreiðslu og undirróðurs- starfsemi kommúnismans. DEILUR UM SPÁN Á fundi sem utanríkisráðherra Portúgals átti við blaðamenn i Bonn í dag, kvaðst hann vera fylgjandi upptöku Spánar i At- lantshafsbandalagið, en iíklega mundi Portúgal ekki ítreka til- lögu sina í þá átt á þessu ári. Danir og Norðmenn ásamt fleiri bandalagsríkjum hafa barizt gegn upptöku Spánar. „Landamœri Austur- og Vestur- eru enginn eilífðarveggur' Frá fundi Evrópuráðsins Strassburg, 2. maí. AFUNDI ráðgjafaþings Evrópuráðsins lét brezki stjórnmála- foringinn Hugh Gaitskell svo um mælt í dag, að brýn nauð- syn bæri til þess að ná alþjóðasamkomulagi um tilraunir með kjarneðlisfræðilegar tilraunir. ★ ★ ★ Sagði hann, að stöðugt gætti meiri ótta í heiminum við geisla- virkni af völdum tilrauna með kjarnorku og vetnisvopn. V- Þýzkaland og Frakkland mundu ef til vill láta í ljós innan skamms óskir um að framleiða eigin kjarnorkuvopn — og þá myndu þessi lönd einnig hefja tilraunir. Sagði Gaitskell, að brezka stjórnin hefði vísað á bug tillögu stjórnarandstöðunnar, að öllum kjarnorkutilraunum Breta yrði slegið á frest um óákveðinn tíma. ¥ ¥ ¥ Þá kom hann að sambúð austurs og vesturs. Kvað hann Evrópuþjóðir ekki mega líta á landamæri Austur- og Vest- ur-Evrópu sem eilífðarvegg. Það athyglisverðasta við upp- reisnina í Ungverjalandi, Pól- landi og í A-Þýzkalandi árið 1955 væri að fólkið í A-Evrópu þráir, þrátt fyrir allan áróður, að lifa í lýðfrjálsu landi. Vék hann máli sínu að Evrópuráð- inu og bað það gera sitt til þess að draga úr spennunni milli Vestur- og A-Evrópu. Ráðgjafanefndin kaus í dag hinn 38 ára gamla forseta ítalska kristilega-demokrataflokksins, Benvenuti, til forseta Evrópu- ráðsins. ræði öreiganna, sagði Tító, við höfum alltaf verið andstæð- ingar þess ofbeldis, sem skipar svo voldugan sess í alræði öreig- anna. Tító benti á, að menn gamla skipulagsins í Júgóslavíu væru á eftirlaunum frá ríkinu en ekki í fangelsum eða í gröf- um afbrotamanna, og væri komm únistastjórn Júgóslavíu alls ekki veikari fyrir bragðið. 20 ÁRA AFMÆLI Tító, sem á þessu ári hefur verið aðalritari júgóslavneska kommúnistaflokksins i 20 ár, sagði frá því í viðtalinu, að þeg- ar hann var í Moskvu 1937 hefði júgóslavneskur kommúnisti bor- ið það á hann, að hann væri áhangandi Trotskis, og að Kom- intern hefði sett upp sérstaka rannsóknarnefnd til að athuga sakargiftina. Gefasl ekki upp LONDON, 2. maí. — Fulltrúar þjóða þeirra ,er aðild eiga að Not endasambandi Súez-skurðarins, komu saman í London í dag. Ekki hefur nein opinber yfirlýsing ver- ið birt um störf fundarins, en það er haft eftir áreiðanlegum heim- ildum, að Notendasambandið hyggist ekki gefast algerlega upp fyrir Nasser. tlað er, að samband ið vilji enn freista þess að leggja en málið fyrir Öryggisráðið. Annar fundur verður haldinn í næstu viku. Fer enn til þriggja landa AÞENA, 2. maí. — Richards, sér- legur sendimaður Eisenhowers, hefur undanfarna daga dvalizt I Aþenu til viðræðna við grísku stjórnina. Á morgun fer hann til ísrael og ræðir við stjórnarvöld- in þar um Eisenhower-áætlunina. Þaðan fer hann til Tunis og Mar- okko, en síðan heimleiðis til Bandarikjanna á miðvikudaginn. Áður hafði verið ákveðið að hann héldi til Bonn og hitti Dulles þar að máli, en áætlun þeirri hefur verið breytt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.