Morgunblaðið - 04.05.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.1957, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 4. marz 1957 Edens eftir John Steinbeck finningu fuglanna. Nei, í augum hins vanskapaða hlýtur allt sem réttskapað er að vera undarlegt. Að dómi afbrotamannsins er ráð- vendni og heiðarleiki einber heimska. Hinn samvizkulausi hendir gaman að iðrandi manni. Það er mín skoðun, að Cathy Ames hafi fæðst með þá eigin- leika — eða skort á eiginleikum — sem síðar einkenndu og á- kvörðu líf hennar. Eitthvert jafn vægishjól var ekki lögrétt. Ein- hver hamla gegndi ekki sínu hlutverki. Allt frá fæðingu var hún ólík flestum öðrum. Og eins og krypplingurinn getur lært að hagnýta sér lýti sitt þannig, að hann tekur hinum óbæklaða fram, á takmörkuðu sviði, þannig notaði Cathy bresti sína og mis- fellur, til þess að valda sorg og sársauka í umhverfi sínu. Einhvern tíma hefði það verið sagt um stúlku eins og Cathy, að hún væri haldin af illum anda, ef ekki djöflinum sjálfum. Menn hefðu reynt að reka hinn óhreina ára út af henni og eftir margar árangurslausar tilraunir hefði hún svo loks verið brennd á báli, eins og galdranorn, til blessunar fyrir þjóðfélagið. Það eina sem ekki er hægt að fyrirgefa galdra- norn, er máttur hennar til að þjá □--------------------□ Þýðing Sverrir Haraldsson □--------------------□ fólk og þjaka, gera það öryggls- laust og órólegt og jafnvel öfund- sjúkt. Þótt ótrúlegt kunni að virðast, þá var Cathy frá fæðingu ímynd sakleysisins, hvað ytra útlit snerti. Hún hafði fallegt, ljósgult hár. Augun voru hnetubrún, nefið þunnt og vel lagað, kinn- beinin há og breið, munnurinn í stærra lagi, varirnar þykkar og rjóðar. Andlitið, sem mjókk- aði mjög niður var líkast hjarta í laginu. Það var alltaf eitthvað barns- legt við vaxtarlag Cathy og lík- amsvöxt, jafnvel þegar hún var orðin fulltíða manneskja. — Handleggirnir grannir og fín- gerðir, hendurnar örsmáar, brjóst in flöt og lítt-þroskuð. Líkami hennar var drengjalegur, mjaðmamjór og fótleggjalangur, öklarnir þunnir og fæturnir smá- ir og svo ristaháir að þeir líkt- ust meira litlum hófum. Hún var fallegt barn og hún varð falleg kona. Rödd hennar var mjúk og lág og svo hljómþýð að aðdáun vakti. En samt hlýtur einhver þáttur raddbandanna að hafa ver ið úr stáli, því að stundum gat mýktin horfið úr rómnum og hann orðið harður og bitur. Strax í bernsku var eitthvað það í fari hennar, sem olli því að fólk horfði á hana, leit svo undan, horfði á hana aftur, undrandi og forvitið. Framkoma og fas hinnar ungu stúlku var svo framandi og óvenjulegt að athygli flestra er hana litu, vaknaði þegar. Hreyf- ingar hennar voru hægar og hljóð legar og röddin lág og þýð. Og aldrei gat hún komið svo inn í nokkurt herbergi, að þeir sem inni voru sneru sér ekki þegar við og horfðu á hana. Hún olli fólki óróa og óþægindum, en samt ekki þann- ig, að það vildi fara í burtu frá henni, flýja hana. Karla og konur fýsti að kynnast henni, vera ná- lægt henni og reyna að komast eft ir því, hver væri raunveruleg or- sök þess óróa og röskunar, sem ávallt virtist fylgja henni. Cathy var um margt ólík öðrum börnum, en þó var það fyrst og fremst eitt, sem einkenndi hana alveg sérstaklega. Flest börn forðast eins og heit- an eld að skera sig úr, vera frá- brugðin. Þau vilja líta út, tala, klæðast og breyta eins og aliir aðrir. Jafnvel þótt klæðatízkan væri fáránlegasta fjarstæða, myndi það verða hverju bami til hryggðar og hörmungar að geta ekki fylgt þeirri fjarstæðu. Ef það væri almenn tízka að ganga með hálsfesti úr svínsvölum, þá yrði hvert það barn óhamingjusamt, sem ekki ætti slíkt djásn. Svona var Cathy ekki. Hún fór sínar eigin brautir, bæði í klæða- burði og framkomu. Hún klædd- ist einungis þeim flíkum, er henni sjálfri geðjaðist að, án tillits til venju og siða. Afleiðingin varð sú, að önnur börn reyndu oft og tíð- um að líkjast henni. Þegar Cathy eltist, fóru börnin að finna það, engu síður en hinir fullorðnu, að hún var eitthvað frá- brugðin öðrum, að eitthvað ókunn- ugt og framandi einkenndi hana. Börnin, bæði drengir og stúlkur, sneiddu hjá henni, eins og af henni stafaði einhver ókunn, hulin hætta. Cathy var ósannsögul, en ekki á likan hátt og önnur börn. Ósann- indi hennar stöfuðu ekki af neinum dagdraumum. Þau voru ekkert skyld hinum saklausu ósannindum barna, um eitt og annað, er þau ímynda sér að hafi gerzt og segja svo frá, eins og heilagur sannleik- ur væri, til þess að það sýnist enn raunverulegra. Slíkt eru bara hversdagsleg frávik frá ytri veru leika. Hin frjálsa, skáldlega af- staða barnsins til veruleikans. Ég held að munurinn á lygi og skrök- sögu sé sá, að sagan hagnýtir sér svip og útlit sannleikans, til góða fyrir hlustendur og frásögumann. Af skröksögunni leiðir hvorki tap né ávinning. En lyginni er alltaf beitt 1 hagnaðarskyni eða til und- ankomu. Ef þessi skilgreining fær raunverulega staðizt, þá hygg ég að maður sem semur sögur, sé lyg veröa skrifsfofur vorar Pósthússtrœti 2 lokaÖar í dag Opnum aftur á mánudag kl. 9 í Ingólfsstrœti 5 Svarað verður í síma 1700 M A R K Ú S Eftir Ed Dodd BVZ, WHAT A B£EAK , ...I'M ON ANDY'S TEAU-...THAT'S . s. POR SURE//SÍ WHERE CAN I FIND HER? YES. I'VE SEEN BIS ^ DOS UIKE you LGOK FOS ...HE'S WITH v . ^ ^ nuese who —m CAME HER.E 1 LAST WEEK | \ TO GivE . .. SHOTSf/gT'k-WmWs / HM..M..M.„ •'l THOSE QUILL. PUNCTURES ARE besinnins TO BURN AND , 7 X FEEU A SOET OF t . feveeish/.. VOU TEAVEL FOUR DAVS TO ■ PLAGE WHER.E WOLF RIVER JOINS THE VELLOWCLAW ...HER CAMPJS ^ _ THERE/ , 1) Tveimur dögum síðar. — Já, ég hef séð stóran hund eins og þann sem þú leitar að. Jíjúkrunarkonan, sem kom hér fyrir skömmu hafði hann með sér. 2) — Hvar er hún. — Þú gengur fjóra daga, þang- að til þú kemur að stað er nefn- ist Úlfarsá. Þar sem hún rennur í fljótið Gulkló, þar eru bæki- stöðvar hennar. 3) — Nú var ég heppinn. Eg er kominn á slóð Anda. Það er öruggt. — En ósköp er ég farinn að finna til í sárinu eftir brodd- ana. Það er eins og ígerð ætli að hlaupa í það. ari — ef hann hagnast fjárhags- lega á þeim. Lygar Cathy voru aldrei saklaus ar. Hún beitti þeim til þess að komast undan refsingu, vinnu eða ábyrgð og hún hafði illtaf ein- hvern hag af þeim. Flestum lyg- urum verður það til falls, að þeir gleyma því, sem þeir hafa sagt, eða að lygar þeirra eru bornar saman við órækan sannleika og þannig afhjúpaðar. En Cathy gleymdi ekki lygum sínum og hún fékk alveg ótrúlega þjálfun í ó- sannsögli. Hún hélt sig það nærri sannleikanum, að maður gat aldrei verið fullkomlega viss um það, hvort heldur hún laug eða sagði satt. Hún beitti auk þess tveimur öðr um aðferðum — annaðhvort að blanda einhverju sannleikskorni saman við lygina, eða segja sann- leika, eins og hann væri lygi. Sé maður sakaður um lygi og það reynist svo vera sannleikur, þá hefur maður þar með fengið þá uppreisn, sem gildir lengi og get- ur breitt yfir mörg ósannindi. Þar sem Cathy var einkabarn, áleit móðir hennar að þannig væru öll börn. Og þar sem allir foreklr- ar ala áhyggjur í brjósti, var húu þess fullviss, að kunningjar henn- ar hefðu við sömu vandamálin að stríða. Faðir Cathys var ekki alveg eina sannfærður. Hann var sútari í litlu þorpi í Massachusetts og hafði drjúgar tekjur, ef hann lagði hart að sér við starfið. Hr. Ames kynntist öðrum börnum utan heim ilisins og hann fann, að Cathy var um flest frábrugðin þeim. Af þessu hafði hann miklar áhyggjur, enda þótt hann gæti naumast gert sér fulla grein fyrir orsökum þeirra. Strax á unga aldri uppgötvaði Cathy það, að kynhvötin með öll- um sínum fylgifiskum, löngunum og þjáningum, afbrýði og forboð- um, er sterkasta og mest truflandi hvöt mannsins. Og á þeim tíma gætti þeirra áhrifa hennar enn meira en nú á dögum, vegna þesa að um hana mátti ekki tala og var ekki talað. Hver og einn hélt þessu litla víti ieyndu innra með sér og lét eins og það væri alls ekki til —• og þegar það tók af manninum öll ráð, stóð hann uppi algerlega hjálparvana. Cathy gerði sér það Ijóst, að hún gat, með þvl að not- færa sér og leika á þessa strengi sálarlífs manna, náð og haldið valdi yfir hverjum einasta mannL Það var í senn bæði vopn og hót* un. Það var ómótstæðilegt. Og þar sem Cathy sjálf virtist aldrei finna til vanmáttar eða úrræðaleysis, er það sennilegast, að þessi hvöt hafi lítið sem ekkert gert vart við sig hjá henni og að hún hafi jafn framt fyrirlitið þá, sem hana höfðu. Og að sínu leyti má segja, að hún hafi haft rétt fyrir sér. Hugsum okkur bara hversu blessunarlega frjálsar manneskj. urnar væru, karlar sem konur, ef þær væru ekki sífellt hrjáðar, þrælkaðar, kvaldar og kúgaðar af sínum eigin kynhvötum. Eini gall- inn við það frelsi væri sá, að án kynhvatarinnar, væri naðurinn ekki mennskur. Þegar Cathy var tíu ára, vissl hún orðið talsvert um mátt kyn. hvatarinnar og byrjaði að gera tilraunir með hann. Hún gerði á- ætlanir sínar, sá örðugleikana fyr ir og hugsaði upp ráð við þeim. Kynferðisleikir barna hafa allt- af þekkzt. Sennilega hafa flestir SHUtvarpiö Laugardagur 4. maí. Fastir liðir eins og venjulega, — 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn dís Sigurjónsdóttir). — 19.00 Tóm stundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.30 Einsöngur: Amelita Galli-Cursi syngur (plöt ur). — 20.30 Tónleikar (plötur). — 20.40 Leikrit: „Beatrice og Juana“ eftir Gunther Eich, í þýð- ingu Jóns Magnússonar. — Leik- stjóri: Valur Gíslason. — 22.10 Danslög (plötur). — 24.00 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.